Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 13. janúar 1989 HELGIN jfc 11 „Pabbi hvatti mig til þáttöku" — segir pólska stúlkan Aneta Kreglicka, sem nú var kjörin „Ungfrú heimur" Það er varla nema von að hér á landi sé náið fylgst með úrslitum í fegurðarsamkepninni „Ungfrú heimur", þar sem íslenskar stúlkur hafa látið þar að sér kveða með svo eftirminnilegum hoetti. Fyrir skömmu hlaut pólsk stúlka, Aneta Kreglicka, þennan eftirsótta titil í Hong Kong, og þegar við rákumst á viðtalið sem hér fer á eftir í ensku vikuriti, fannst okkur rétt að snara því. Einnig vegna þess að Ancla er fyrsta stúlkan frá austantjaldsríki, sem verður „Ungfrú heimur" og hefur því orðið til þess að draga athyglina enn frekar að atburðum þar. Hún á nú viðburðaríkt ár fyrir höndum og mikil ferðalög, en hún er vel undir það búin, þar sem hún er mikil málamanneskja og mennt- uð í ferðamálum. Fyrst er hún spurð um œsku sína. „Ég fceddist í þorpi rétt hjá Gdansk," segir Aneta og þar gekk ég í barnaskóla. Þrettán ára gömul fluttist ég svo til Gdansk og lceröi þar ensku, latínu og rússncsku í fjögur ár. Aö því loknu fór cg í háskóla og lagði stund á nám í viðskiptafrœðum með ferðamál sem sérgrein. Ég útskrifast í október nk. Svo hef ég verið að lœra meira í ensku og líka ítölsku og þýsku. Áttu stóra fjölskyldu? „Nei, fjölskylda er aðeins ég og forcldrar mínir, en ég hefði gjarna viljað eiga mörg systkini. Hins vegar er samband okkar við afa og ömmu mjög náið." Hvað sögðu foreldrar þínir, þegar þú varst kjörin „Ungfrú heimur"? „Þau eru stolt og áncegð. Það var pabbi sem hvatti mig til þess að taka þátt í keppninni um titilinn „Ungfrú Pólland". Mér hafði ekki dottið það sjálfri í hug, fannst þctta ekki vera neitt fyrir mig. Svo sendi vinkona mín mér upp- Iýsingar um keppnina, en hún hafði tekið þátt í henni í fyrra og komist í úrslit. Hún rœddi þetta líka við pabba, sem sagði að þetta gœti orðið bráðskemmtilegt — og ég sló til." Ertu haldin heimþrá? „Já, vitanlega. Ég hlakka til að fara heim og eiga jólin og nýárið með pabba og mömmu, þótt hér hafí allir verið mér mjög góðir." Hver voru áhugamálin á ung- Iingsárunum? „Eg stundaði leikfimi í sex ár og eftir að ég byrjaði háskólanám gekk ég í jassdansflokk. Ég kenndi líka yngra fólki jassdans." Hafðirðu ferðast mikið fyrr en núna „Já, ég hef ferðast heilmikið - - ég hef eytt nœrri hverju sumarfríi erlendis. Ég hef lœrt ensku, en samt eru sex ár frá því ég síðast var í London. Þá var ég þar á mánaðarlöngu enskunámskeiði. Ég var líka einn mánuð á nám- skeiði í Bandaríkjunum. Fyrir tveimur árum var ég í eitt ár á ítalíu. Þá vann ég þar á hóteli, en það var liður í ítölskunáminu. Og nú er ég hér í Hong Kong." Hverju vonast þú til að koma „Ég vil hvetja fólk til að heim- sœkja land mitt, því það er fagurt og fjölbreytni mikil. Til dœmis fer ég þar alltaf á skíði á vetrum og sigli um vötnin á sumrin. Pól- verjar eru hjartahlýir og gestrisn- ir. Þar ríkir jafnrétti og konur hljóta sömu tcekifœri og karlar." Hvað hugsaðirðu, þegar þú varst kjörin „Ungfrú heimur?" „Ég var hreykin fyrir hönd Pól- lands. En fyrst og fremst varð ég undrandi, vegna þess hve í keppninni var mikið af fallegum Aneta er 24 ara. Hér sest hún í hásœtlð að keppnlnni í Hong Kong loklnnl til leiðar sem „Ungfrú heiin- ur"? „Ég vonast til að geta orðið góð- ur fulltrúi fyrir land mitt og kynna öðrum hvernig Pólverjar hugsa. Fyrst og fremst cetla ég ekki að valda þjóð minni von- brigðum. Ég veit að ég mun ferð- ast mikið og kynnast málum nauðstaddra barna. Þau eru mér mjög hugleikin. Þetta ár verður því mjög frœðandi fyrir mig." Hefurðu áhuga á að verða kvikmyndastjarna? „Nei, alls ekki. Kannske vœri gaman að reyna sig sem fyrirsœta í tvö eða þrjú ár og þéna dálitla peninga, en svo œtla ég að snú mér aftur að náminu. Ég œtla því ekki að verða nein stjarna — það er ekkert handa mér. Auðvitað gœti eitthvað slíkt gerst, en ég hugsa ekki um það." Hvað viltu segja okkur um PóIIand? stúlkum. í fyrstu vonaðist ég aö- eins til að verða meðal tíu efstu, en þegar aö úrslitum kom var ég orðin vondauf um þaö. Mig dreymdi aldrei um aö ég mundi sigra. Enginn af œttingjum mín- um né vinum voru nœrstaddir, en þegar ég hringdi heim að segja fréttirnar höfðu þau þegar heyrt þetta í sjónvarpinu. Pabbi var ekki hið minnsta hissa!" Hver voru verðlaunin? „Ég fce 5000 þúnd í verðlaun og geri 25 þúsund punda starfssamn- ing. Svo eru það öll ferðalögin, sem ég hlakka miið til." Aneta, ertu trúlofuð? „Nei, það er enginn sérstakur, sem á hjarta mitt þessa stundina. Satt að segja held ég að það verði líka bið á því, því ég mun hafa í nógu að snúast á nœstunni." Af myndinnl að dœma er hún vel aðtltlinum „Ungfrú heimur" komin! r ¦- . &;*»»* Hún er fögur, ágœtlega gefln og talar fjögur tungumál.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.