Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 6
14 m HELGIN Laugardagur 13. janúar 1989 SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAMAL SAKAIl Er hœgt að fyrirfara sér með axarhöggi í höfuðið? Maður hvarf en kom aftur mánuði síð- ar, fór beint inn í kjallara, klauf á sér höfuðið með öxi, hellti síðan yfir sig bensíni og kveikti í. Var hœgt að œtl- ast til að lögreglan tryðiþessu? Þann 15. júlí 1987 tilkynntu Karl og Emma Kurzmann að sonur þeirra vœri týndur. Þau tóku fram að Albert fengi sér að vísu stund- um meira neðan í því en góðu hófi gegndi og svœfi iðulega úr sér útl í bce. Hins vegar hafði enginn séð hann í meira en hálfan mánuð og svo langan tíma þyrfti hann ekki til að láta renna af sér. í ofanálag vœri hann svo áreiðanlega búinn að missa vinnuna. Gömlu hjónin rœddu við varðstjóra lögreglunnar í Numberg sem er um 17 km norðan við þorpið Röttenbach þar sem þau og Albert áttu heima. Þar eru íbúar aðeins 723 sálir og engin lögregla á staðnum. í Nurnberg býr hins vegar yfir hálf milljón manna. Varðstjórinn lofaði að athuga málið og Kurzmann—hjónin fóru heim í trausti þess. Þýska lögreglan er lítið fyrir að trassa hlutina þótt sitt- hvað misjafnt megi eflaust um hana segja. Síödcgis sama tlag ók varöstjórinn til Röttcnbach og rceddi við ciginkonu Albcrts, hina 37 ára Moniku Kurz- mann.Hún sagðist ckki hafa haft fyrir því aö tilkynna hvarf manns síns af því hún vissi að hann hcfði stungið af mcð annarri konu. Hann kœmi aftur þcgar hann yrði lciður á hcnni. Hún gaf fylli- lcga í skyn að sér vceri alvcg sama hvort hann kœmi cða ekki. Elkc, 17 ára dóttir þcirra staðfesti orð móöur sinnar, svo og sjötugur faðir Moniku, Walter Meyer scm bjó hjá þeim. Þau sögðu aö Albcrt vceri drykkjurútur og kvcnnamaður og að þetta vœri ckki í fyrsta sinn scm hann hyrfi. Hins vcgar hefði hann aldrci áöur vcrið svona lengi burtu en hann kœmi árciðanlcga. Nágrannarnir voru öllu mildari í dómum um Albcrt. Vissulcga þótti hon- um bjórinn góður og hann átti til að gefa stúlkum hýrt auga en hann vœri ekki drykkjurútur og áhugi hans á öðrum konum vceri sára mcinlaus. Flestir kunningjar Alberts voru sammála þessu. Skildi allt eftir Elkc dóttir hans sagöi að þau pabbi sinn vceru heimsins bcstu vinir. Unnusti hennar, hinn 19 ára Ulrich Boos var nánast fluttur inn á heimilið. Varö- stjórinn var ckki laus við að vcra gram- ur þegar hann sncri til Nurnberg. Hann hafði fcngið lýsingu á týnda manninum og fingraför hans af tannburstaglasi cn hefði allt eins getað verið kyrr á skrif- stofunni. Engin vísbending fannst um hvað orðið hefði af Albert. Á hinn bóginn þótti sitthvað benda til þess að eitthvað heföi komið fyrir hann. Tannburstinn hans og rakdótið var á Mnuin stað og bíllinn stóð heima við hús. Maöur sem styngi af meö ann- arri konu tceki þetta yfirleitt meö sér. Varðstjórinn vildi gcra hlutina al- mcnnilega svo hann hafði samband við slysadeildir sjúkrahúsa og spuröi hvort nokkur ónafngreindur, þrekvaxinn mað- ur með yfirskegg hefði verið lagöur inn síðustu daga júnímánaðar. Albert kom síðast til vinnu 24. júní og nefndi ckki að hann vœri að fara neitt. Þar sem hann var eini bílasprautarinn á viðgeröar- verkstœðinu hafði fjarvera hans þegar valdið töfum og óþœgindum. Enginn maður sem lýsingin átti við fannst á sjúkrahúsum. Síöasti ónafn- greindi maöur haföi veriö lagöur inn um miðjan júní og var nú kominn til síns heima. Ekki var um marga aöra mögu- leika að rœða. Varöstjórinn sendi lýs- ingu á Albcrt til allra lögreglustööva í suðurhluta landsins og loks hringdi hann til vinnuvcitanda Alberts í Röt- tenbach og spurði hvort hann heföi tek- ið laun sín fyrir júní. Svo var ekki. Nú fór varðstjórinn mcð upplýsing- arnar um Albcrt tíl rannsóknarlögregl- unnar og afhenti þœr Manfred nokkrum Krausc sem hafði með höndum rann- sókn mála í nágrannahéruðum þar sem lítil sem cngin löggcesla var. Þcir bjugg- ust ekki við að meira vœri hœgt að gera að svo stöddu cn kom saman um að málið vœri grunsamlegt. Krause afhenti þaö síðan undirmanni sínum, Gerd Bau- er sem spurði hvaö hann cetti að gcra við það. Undarlegur eldsvoði —Rannsakaöu það, skrifaðu skýrslu og settu hana í skjalaskáp, svar- aöi Krause. —Við getum lítið annað en megum ekki skilja þetta cftir órannsak- að. —Þetta er skrítiö mál, sagði Bauer cftir lcsturinn. —Náunginn er of ungur til að þetta sc alvarlegt tilfclli af „gráa fiðringnum" og hann virðist ekki hafa tekið neitt með scr, ekki cinu sinni peninga. Mœtti ekki athuga mcð vinkonuna sem hann stakk af með? Hún hlýtur að vera týnd líka. Ef vinkona Alberts var týnd þá hafði enginn tilkynnt hvarf hennar og stúlkur sem horfið höfðu af svceðinu síðan í júnílok voru allar of ungar tií að hafa áhuga á fcrtugum manni. Bauer var enn aö lcita konunnar í júlflok þcgar kallað var á slökkvilið til Röttenbach. Eldur var laus í kjallaran- um hjá Moniku Kurzmann og fjölskyld- an stóð úti í garði, augsýnilega í uiiklu uppnámi. Þau sögðu að Albert hefði komið heim og kveikt í sjálfum sér í kjallaranuHonum hafði greinilega tekist það vcl. Þótt hœgt vceri að bjarga húsinu þá var kjallarinn eitt logandi víti og þeg- ar loks var búið að slökkva, var harla lít- ið eftir af Albert Kurzmann. Samkœmt þýskum lögum er það morð ef einhver er drepinn, jafnvel þótt fórnarlambið sé viðkomandi sjálfur. Því var Krause lögregluforingja gert viðvart og hann sendi Bauer þegar í stað til Röt- tcnbach. Ekki hafði verið hreyft við líkinu. Það lá á öskuhrúgu sem eitt sinn haföi verið gamall svefnsófi og fleiri hús- gögn, dýnur og alls kyns dót. Ekki voru vandkvœði á að bera kennsl á líkiö því Monika, faöir hennar, Elke og Ulrich sögöu öll aö þetta vœri Albert. Hann hafði farið inn í kjallarann meö tvo bensínbrúsa og virst örvinlaöur. —Þaö er ekki ólíklegt, sagði Bauer. —Ég þarf aö taka skýrslu af ykkur öll- um. Framburður allra fjögurra var sam- hljóða. Albert haföi komið heim um sexleytið þetta kvöld með tvo bensín- brúsa og farið inn um kjallaradyrnar án þess að segja orð. Skömmu síöar gaus reykur og eldur upp stigaganginn og þau höföu kallað á slökkviliðið. Dánarvottorð án krufn- ingar Þegar hér var komið sögu var klukkan tœplega níu um kvöldið og Bauer hringdi til Krause. —Kurzmann virðist hafa fyrirfarið sér, sagði hann. —Það eru fjögur vitni að þvi og eitt þeirra er ekki úr fjölskyldunni. Hvað á ég að gera? Kallaðu Allmann lögreglulcekni til og láttu hann skoða líkamsleifarnar, svaraði Krause. —Mér finnst eitthvað bogið við þetta. —Hvað á ég að gcra við þctta? spurði Allmann þegar hann kom á stað- inn. —Það er ekkert eftir af manninum. —Athugaðu það samt og skrifaðu skýrslu, svaraði Bauer. —Krausc vill hafa þetta allt formlegt. —Af hvcrju eru þá cngir tœkni- mcnn hcrna? vildi Allmann vita en fékk þaö svar að þeir vceru á leiðinni. Tceknimenn komu ekki fyrr en um 11—leytið og tóku þegar að athuga hvern krók og kima í brunnum kjallar- anum. Enn haföi líkið ekki veriö hreyft. Albert Kurzmann var sakaöur um margt misjafrrt en þegar sakleysi hans sannaölst var það of seint Niöurstaðan varð sú að Albert Kurzmann heföi tínt saman eldfimt dót, raðað því upp í haug, prílað upp á allt saman og hellt bensíni yfir það og sjálf- an sig og kveikt síöan í. Ekkert benti til annars. —Gott og vel, sagöi Bauer við All- mann. —Skrifaðu sjálfsmorð á dánar- vottoröið, förum með líkið til krufning- ar og háttum svo. Dánarvottoröið var skrifað, líkið vafið í plast, sett í málmkistu og ekið í líkhúsið í Nurnberg. Vettvangsrannsókn lauk og allir gengu til náða. Morguninn eftir var Krause sagt frá gangi mála en hann var ekki ánœgður með hlutina. —Þetta er eitt ómöguleg- asta mál sem ég hef komist í kynni við, sagði hann. —Maöurinn hverfur. Við vitum aldrei hvers vegna, hvaðan eöa með hverjum. Svo kemur hann heim, fer beint inn í kjallara og brennir sig til bana. Var hann geðveikur eða hvað? —Ekki ber á ööru, svaraði Bauer. —Viö höfum fjögur vitni og skýrsla tœknimanna styður framburð þeirra. —Hvaö um krufningsskýrsluna? vildi Krause vita. —Ég held að Allmann sé ekki búin að kryfja líkið ennþá. Monika Kurzmann hélt fast við sögu sfna. Hún hélt líka svo fast við áfengið að heill hennar var skadd- aður. Mánaðargamalt lík brennt —Þá átti hann ekki aö gefa út dán- arvottorðið. Hringdu til hans og segðu honum að ég vilji fá skýrsluna og það strax. Allmann var hvorki að finna á skrif- stofu sinni né í líkhúsinu. Þar sem hann hafði veríð kallaður út að kvöldi til átti hann rétt á fríi á móti og hafði tekið sér það. Klukkan fimm kom hann og þá var of seint að hcfja krufningu. Tvo ncestu daga var hann upptekinn við önnur verkefni og þá var komin helgi. Krause fékk ekki skýrstu sína fyrr en 3. ágúst. —Hver fjárinn er þetta? hrópaði Krause og varð nánast fjólublár í fram- an þegar hann las þaö sem á blaðinu stóð: „Soöinn aö utan, rotinn að innan. Maðurinn hefur vcrið látinn í meira en mánuð. Höfuðkúpan er brotin á fimm stöðum og nœr klofin í tvennt eftir sjö högg með beittu, þungu áhaldi, líklega öxi. Eitt högg í hnakkann, öll hin að framan. Krause og Bauer störðu hvor á ann- an andartak. —Varla getur þaö veriö öll fjölskyldan, varð Bauer loks aö orði. —Þeim gœti ekki öllum hafa verið svona illa viö hann. —Þaö gœti hafa verið slys, tautaöi Krause. —Eitt þeirra hefur banað hon- um í ógáti og þau hafa orðið hrœdd og reynt að losa sig við líkið. Hin eru meö- sek. —Gott og vel. sagði Bauer. —En hvers vegna núna? Hann hefur verið lát- inn lengi. Hvers vegna í ósköpunum að bernna hann í kjallaranum heima hjá sér? Þau hljóta að vera eitthvað biluö eftir fimm vikur til að koma líkinu eitt- hvert annað. —Þetta er allt kolruglað, sagði Krause. —Eitt er þó víst: Þau lugu öll að lögreglunni. Við kœrum þau fyrir að leyna staðreyndum við rannsókn morös og reynum aö draga afganginn upp úr þeim. -Dóttirin játar, sagði Bauer. —Hún er undir lögaldri. Krause kinkaði kolli. —Ég sé enga ástœöu til morðsins, hélt Bauer áfram. —Hún hlýtur að vera einhver og þú skalt finna hana, skipaði Krausc. Mismunandi sögur Monika, Elke, Walter og Ulrich voru nú úrskurðuö í gcesluvarðhald, flutt til Nurnberg, ákœrö og yfirheyrð. Þegar þeim var sagt að Albert hefði verið látinn í ncer fimm vikur fyrir brun- ann, komu þau sitt meö hverja söguna. Ulrich sagðist raunar ekki hafa ver- ið viðstaddur þegar Albert kom heim en bara sagt þaö sama og hin. Hins vegar gat ekki ekki skýrt hvar hann hafði ver- ið. Walter Mcyer sagðist vcra gamall og sjóndapur. Einhver hefði komið um sexleytið og hann gert ráð fyrir að það vceri Albert. Elke Kurzmann sagðist ckki hafa scð neinn koma en þegar líkið fannst í kjallaranum hefði hún talið víst að það vceri af föður hennar. —Hvernig gat cg vitað að það heföi legið þarna allan tím- ann? spurði hún. —Hann hcfur líklega stytt sér aldur þegar hanr. hvarf. —Þá vceri happ sá fyrsíi sem gerði það með því aö kljúfa á sér höfuðið með öxi, sagðí Krause þurrlega. —Hann gceti hafa dottið á öxina, þegar hann var höggva í eldinn, stakk Elke upp á. Saga Moniku Kurzmann var ein- kennilegust: —Eg sá hann greinilega, sagpði hún. —Hann kom niður götuna með tvo bensínbrúsa og fór inn um kjallaradyrnar. Ef hann var þegar dáinn þá hlýtur þetta að ghafa vcrið aftur- ganga hans. —Hvcrnig veistu hvaö /ar í brúsun- um? vildi Krause vita. —Það stóð utan á þeim, svaraði hún og raunar höfðu fundist tvcir merktir bensínbrúsar í kjallaranum. Nú var leitaö bctur í kjallaranum og á heimilinu og undir elhúsbckknum fannst öxi, ötuð storknuðu blóði. Rann- sókn leiddi í Ijós að blóöflokkurinn var sá sami og Albcrts. Einnig voru á axar- blaðinu nokkur mannshár og ögn af hcílavef. Krausc gcrði sé miklar vonir varö- andi öxlina vegna fingrafara scm kynnu að finnast á skaftinu en þau reyndust öll kámuð og gagnslaus. Hvert þeirra var morð- inginn? —Skyldum við nokkurn tíma ráða fram úr þessu? spurði Bauer. —Við gct- um ekki ákcertþau öll fjögur fyrir morð- ið. Öxi er bara eins manns verkfœri og við vitum ekki hver hclt á herini. Jafnvel gamli maðurinn hefði gtaö það ef hann hefði komið að Albert óvörum. Auðvitað höfðu líkamslcifarnar nú verið rannsakaðar nánar. Allmann hélt því fram að fyrsta höggið hefði verið greitt aftan frá og hin síðan cftir að Al- bert var fallinn á bakið á gólfið. Bauer gekk illa aö finna skiljanlega ástœðu fyrir morðinu. Þrátt fyrir það sem fjölskyldan hafði sagt þá benti ekk- ert til að Albert hefði átt ástkonu. Grannkonan Irene Mueckler þótti lík- legust og hún játaði fúslega að þau Al- bert hefðu oft spjallað saman á kránni. —Það vœri skiljanlegt, sagði Bauer. —Hún er eins og kymbomba í vcxtinum og fráskilin að auki. —Gallinn er bara sá að ekke'rt bendir til að hann hafi stig- ið fœti inn fyrir dyr heima hjá henni. Þau töluðu saman yfir limgerðið, á göt- unni eða kránni. —Það skiptir engu, sagði Krause. —Hann var ekki myrtur fyrir framhjá- hald. Það er of lítil ástœða. —Ekki voru það peningar, sagði Baucr. —Hann átti ekkert og einu tekjur heimilisins síöan hann fcll frá eru þœr sem Monika hefur af gluggatjalda- saumi. —Þau vita öll sannleikan, sagði Krause fastmœltur. —Þau Iugu öll og gera það enn nema þau séu öll geöveik og það er ennþá ótrúlegra. —Ég athuga það samt, sagði Baucr. —I þorpi af þessari stœrð vita allir ef einhver hefur hitt geðlœkni eða sál- frceðing. Ekkert hinna fjögurra grunuðu hafði veriö undir hendi geðlœknis. I lins vegar létu margir þorpsbúar í það skína að Moniku Kurzmann veitti ekki af að tala viö sálfrceðing. Hún vœri áfengis- sjúklingur og hefði verið allt frá ferm- ingaraldri. Ekki vœri ólíklcgt aö um heilaskemmdi vœri aö rceða og Bauer gat þess að kannski hefði húri séð drauginn. Var sifjaspell ástœðan? Krause lét sér fátt um finnast og sagði: —Þá er líklegra að hún hafi talið sig vera að slátra svíni. Ég hallast aö því að hún hafi myrt mann sinn ein. Fólk scm hcl'ui drukkið svona lengi er óútreiknanlegt. Ég hef kynnst því áður. Hvað Krause taldi skipti engu, því hann gat ekkert sannað cnn Engin ástœða fannst fyrir morðinu og ekkert

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.