Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 13.01.1990, Blaðsíða 7
KS Laugardagur 13. janúar 1989 HELGIN m 15 sannaði aö neitt hinna fjögurra heíöi haldið á oxin.nL Ekkert frekar kom fram við yfir- heyrslur. Fjórmenningarnir sögðu hver sína einföldu sögu og hvikuðu ekki frá henni. —Meðan þau breyta ekki sögunum, getum við ekki ákœrt neitt þeirra, sagði Bauer. Hann nefndi þó að einn manna hans hefði heyrt dálftið á kránni sem gœti hugsanlega verið ástœöa morðsins. Einn kráargesta sagöi sem svo við fé- laga sirin að hann vœri ekki hissa þótt Albert hefði verið myrtur vegna þess sem hann gerði dóttur sinni. Erfitt reyndist að fá nokkurn mann til að viðurkenna aö þessi sögusögn vceri á kreiki, en þannig er það oft í litl- um samfélögum. —Ég vœri ekki hissa, sagði Bauer. —Stúlkan er lagleg og var alltaf náin fööur sínum. Það var rcett um að þau vœru nánari en löglegt vœri. —Sifjaspell, sagði Krause. —Það er góö og gild ástœða en hvort var það þá dóttirin eða móðirin sem sveiflaði öxinni? —Kannski unnusti dótturinnr, Ul- rich Boos, stakk Bauer upp á. —Hann gœti hafa heyrt orðróminn en hvað Elke varðar þá hvarflaði ekki að neinum aö Albert hefði þurft að nauðga henni. —Það er rökrétt, sagði Krause hugsandi. —Þá er ekkert eftir ncma að sanna það. Að vísu sá hann ekki hvern- ig það mœtti gerast en var þó bjartsýnn. Hann hafði fjórar manneskjur grunaðar og engin þcirra var forhertur og þaul- vanur glœpamaður. Það hlaut að vera hœgt að ná sannleikanum upp úr ein- hvcrju þeirra. Ástœðan fyrir líkbrennsl- unni Krause var einmitt búin að hugsa upp leiö til þess þegar Bauer kom með nýjar upplýsingar. —Ég vcit af hverju þau ákváðu aö brenna hann einmitt þá, sagði hann. —Það atti að leggja nýja heimtaug fyrir rafmagn að húsinu og inn í kjallarann og verkið átti að hefjast þriöja júlí. Þau óttuðust að mennirnir fyndu líkið. —Það skýrir ekki hvað þau fóru klaufalega að þcssu öllu, sagði Krause. —Þau hefðu getað fleygt líkinu úti í skógi ef þau voru of löt til að taka því gröf. Ég hef aldrei vitað fólk haga sér svona kjánalega. —Hefuröu íhugað hvernig þú œtlar að toga sannleikann upp úr þeim? vildi Bauer vita —Já, það er annaðhvort eiginkonan eöa unnustinn. Gamli maðurinn cr varla nógu sterkur og dótturinni þótti vœnt um föður sinn, að ég tel á eölilegan hátt. Ég œtla að ákœra þau í sameiningu og sjá hvað gerist. —Dóttirin játar, sagði Bauer í ann- að sinn og það reyndist rétt. Þegar Moniku Kurzman var sagt að dóttir hennar hefði játað á sig morðið, þá ját- aði hún sjálf og það var hún sem sagt satt. —Ég þoldi ekki framhjáhald hans lengur, sagði Monika. —Ég faldi öxina í cldhúsinu og þegar hann kom heim og sat við borðið þá hjó ég henni í hnakk- ann á honum. Hann féll á gólfið og cg hélt áfram. Elke kom inn og þcgar hún sá allt blóðið þá kastaði hún upp. Ulrich og pabbi voru ekkí í húsinu. Nokkru scinna vöfðum við líkið í gamalt teppi og fór- um meö þaö niður í kjallara. Við œtluö- um bara aö láta það vera þar en fengum þá tilkynningu frá rafmagnsveitunum um breytingar svo ég varð að brenna líkiö. Heilasködduð af drykkju Ástœðan var svo ómerkileg að hún var ekki einu sinni gild. Framhjáhald Alberts hafði hvergi verið til nema í áfengissködduðum heila konu hans. Þegar Elke, Walter og Ulrich var sagt frá játningunni þá staðfestu þau allt og kváðust hafa verið að vernda Moniku. Krause fannst hún ekki þurfa neina vernd þar sem geröir hennar höfðu ver- ið svo frámunalega heimskulegar að hann efaðist um að hún yrði dœmd hoef til að koma fyrir rétt. Þar skjátlaðist honum. Eftir geörannsókn og eftirlit í heilt ár var Monika Kurzmann úiskurðuö fyllilega hœf til aö koma fyrir rétt og var sek fundin um morð að yfirlögðu ráði. Þann 9. september 1988 var hún doemd í 11 ára fangelsi." SLEPPTUEKKI HENDI AF HEPPNINNI! Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfall og hjá Happdrætti Háskólans, því 70% af veltunni renna beint til vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikil og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 milljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt númer - allt skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 milljónir króna í hverjum mánuði og 25 milljónir í desember. Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til! HAPPDRÆTTI HASKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.