Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Þriðjudagur 16. janúar 1990 FRETTAYFIRLIT OtlOnd ..................................................III...II PRAG - Hin nýja ríkisstjórn Tékkóslóvakíu hóf viðræður við Sovétmenn um brottför sovéskra hermanna frá Tékkó- slóvakíu, en sovéskt herlið hef- ur verið í landinu frá því Var- sjárbandalagið gerði innrás 1968 og batt enda á Vorið í Prag. Aðstoðarvarnarmálaráð- herra beggja ríkjanna tóku þátt í viðræðunum, en Tékkar hafa krafist þess að allir hinir 75 þúsund hermenn Sovétmanna verði á brott fyrir árslok. BÚKAREST - Vestur- Þjóðverjar hafa heitið Rúmen- um dyggri aðstoð við að reisa efnahag landsins úr rústunum, en settu það skilyrði fyrir efna- hacjsaðstoð til lengri tíma að stjornvöld virtu rétt þýskumæl- andi minnihlutans í landinu og bættu kjör hans verulega sem og annarra þjóðarbrota í land- inu. Það var Hans-Dietrich Genscer utanríkisráðherra Vestur-Þýskalands sem nú er í heimsókn í Rúmeníu sem skýrði frá þessu. SOFIA - Búlgarar bundu endi á 45 ára einokun og einræði kommúnistaflokksins og hafa því tekið stórt skref í átt til fjölflokkakerfis í landinu. Þing landsins samþykkti sam- hljóða að stroka út klausu úr stjórnarskránni sem kvað á um forræði kommúnistaflokksins. VIN - Ramiz Alia leiðtogi Albaníu vísaði á bug ásökun- um um að kynþáttaátök hafi brotist út í Albaníu og sakaði Júgóslava um að reyna að koma á fót óróa og ólgu í Albaníu. SANTIAGO DE VER- AGUAS - Herforingjar úr bandaríska og panamíska hernum heimsóttu þetta hérað til að róa hina nýju valdaherra í Panama sem óttast að örygq- issveitir Noriegas fyrrum leið- toga Panama væru að skipu- leggja baráttu gegn þeim. AUSTUR-BERLÍN - Um 150.000 manns fóru í kröfu- göngu í Karl-Marx-Stadt í Austur Þýskalandi í gærkvöldi og kröfðust þess að tekið yrði á ný upp fyrra nafn borgarinn- ar, Chemnitz. Þetta er fjöl- mennasta mótmælaganga í borginni til þessa og sam- kvæmt ADN, austur-þýsku fréttastofunni, veifaði fólkið borðum sem á voru letruð and-kommúnísk slagorð og kröfur um sameiningu Þýska- 'lands. Þá fóru um 100.000 manns í kröfugöngu í Leipzig ( gærkvöldi þar sem svipaðar kröfur voru settar f ram og fréttir bárust sambærilegum en fá- mennari samkomum víðar í Austur-Þýskalandi. PEKING - íbúar Ulan Bator höfuðborgar Mongólíu hyggja á mótmælafundi um næstu helgi til að fylgja eftir kröfum sínum um breytingar. Um síð- ustu helgi tóku 5 þúsund manns þátt í mótmælaaðgerð- um gegn kommúnistaflokknum sem öllu ræður. Rauði herinn, sovéski flotinn og sveitir KGB sendar til Kákasuslýðveldanna eftir blóðug kynþáttaátök í Azerbajdzhan: Skuggi borgarastyrjaldar vof ir yf ir Azerbajdzhan Borgarastyrjöld vofir yfir í Azerbajdzhan í kjölfar þess að á fjórða tug manna, flestir Armenar, voru drepnir í kynþáttaátökum í Baku höfuðborg sovétlýðveldisins um helgina. Forsætisnefnd Æðsta ráðsins ákvað í gærkvöld að senda sovéska herinn, flotann og sveitir KGB til Azerbajdzh- an til að koma í veg fyrir að hrein borgarastyrjöld brjótist úr milli Azera og Armena á þessum slóðum. Eru þctta hörðustu hernaðarað- gerðir sovéskra yfirvalda innan So- vétríkjanna frá því í byltingunni 1817, að heimstyrjöldinni síðari undanskilinni. Fjórir Azerar felldir í Nagorno- Karabakh í gær eftir blóðbaðið í Bakú um helgina og lýsti Æðsta ráð Sovétríkjanna þá yfir neyðarástandi í Nagorno-Karabakh og öðrum hér- uðum í Azerbajdzhan þar sem kyn- þáttaólga ríkir. í gærkveldi tók síðan forsætisnefndin ákvörðun um að senda sveitir KGB og hersveitir úr landher og flota sovéska hersins til Azerbajdzhan til að skakka leikinn. Skrifaði Mikhaíl Gorbatsjof forseti Sovétríkjanna sjálfur undir yfirlýs- ingu forsætisnefndarinnar, en þar segir að átökin í Azerbajdzhan sé bein vopnuð ógnun gegn Sovétríkj- unum. Áður höfðu hersveitir á vegum innanríkisráðuneytisins verið sendar til að styrkja hersveitir þær er fyrir voru og áttu að tryggja lög og reglu. Undanfarin misseri hefur nánast verið stríðsástand milli hinna kristnu Armena og íslömsku Azera í Azer- bajdzhan vegna vandræðahéraðsins Nagorno-Karabakh, þar sem meiri- hluti íbúa er af armensku bergi brotinn og vill sameinast Armeníu. Hefur oft kastast í kekki milli þess- ara kynþátta, bæði í Nagorno-Kar- abakh þar sem Armenar ofsækja Azera og í öðrum hlutum Azer- bajdzhan þar sem Azerar ofsækja Armena. Hafa fjölmargir verið lim- lestir og jafnvel drepnir í samskipt- um kynþáttanna. Upp úr sauð nú um helgina þegar herskáir Azerar í höfuðborginni Bakú tóku sig til og réðust að þeim fáu Armenum sem enn eru eftir í borginni. Á fjórða tug manna féllu í átökunum, nær allir Armenar. Þetta athæfi hefur vakið mikla ólgu í Nagorno-Karrabakh og annars stað- ar í Azerbajdzhan þar sem Armenar eru fjölmennir og þeir gert sig líklega til að þjarma enn að Azerum. Fjórir Azerar féllu í 90 mínútna löngum bardaga milli íbúa tveggja þorpa í Nagorno-Karabakh. Menn frá þorpi Armena réðust að þorpi Azera á þyrlum og vopnuðum bif- reiðum. Skotgrafir hafa verið grafn- ar og hafa bæði Azerar og Armenar skipulagt vopnaðar sveitir. Þá berast fréttir af því annars staðar í Azerbajdzhan að hópar öfgafullra Azera hafi vígvæðst með veiðibyssum og vopnum sem stolið hefur verið af Rauða hernum og hyggi á Armenaveiðar. Ryhkov forsætisráðherra varaði hina stríðandi aðila við í gær og sagði að yfirvöld í Sovétríkjunum myndu ekki líða borgarastyrjöld í Azerbajdzhan og að sovéski herinn myndi grípa inn í af fullri hörku ef þess þurfi. Nú eru hersveitirnar komnar á átakasvæðin. Ólga er einnig í nágrannalýðveld- unum Georgíu og Armeníu. 1 Georgíu hafa andófsmenn látið ill- um látum og krefjast þess að leiðtog- ar Sovétríkjanna komi til Georgíu og ræði málin. Krefjast þeir aukins sj álfræðis og sj álfstæðis lýðveldisins. í Jerevan höfuðborg Armeníu safnaðist hálf milljón sama til að lýsa stuðningi yfir kröfum Nagorno-Kar- abakhbúa og lýsa vanþóknun sinni á aðgerðarleysi sovéskra yfirvalda sem þeir saka um að snúa blinda auganu að ofsóknum Azera gegn Armenum. Ekki var ljóst í gær hvort sveitir úr her, flota og KGB hefðu verið sendar til þessara sovétlýðvelda. Yitzhak Shamir forsætisráöherra ísrael: Hernumdu svæðin nauðsynleg fyrir sovéska Gyðinga Yitzhak Sahmir hinn hægri sinnaði forsætisráðherra ísrael sagði í sunnudaginn að fsraelar yrðu að halda hernumdu svæðunum á Vest- urbakkanum og í Gaza svo að sov- éskir Gyðingar sem flykkjast munu til fyrirheitna landsins næstu misser- in hefðu land til að setjast að á. Skipti engu að á hernumdu svæðun- um byggju fyrir milljónir Palestínu- manna, þeir verði að víkja fyrir Guðs útvaldri þjóð. Talið er að um 300 þúsund sovésk- ir Gyðingar muni flytjast til ísrael næstu þrjú árin í kjölfar þess ferða- frelsis sem umbótastefna Gorbat- sjofs tryggir þegnum Sovétríkjanna. Bandaríkjamenn hafa hert innflytj- endareglurnar svo að sovéskir Gyð- ingar komast vart þangað, svo fsrael er þeirra draumastaður. Shamir sagði á sunnudaginn að hinn mikli og hraði innflutningur sovéskra Gyðinga sannaði að tíminn ynni með ísraelum og myndi gjör- breyta ásjónu Ísraelsríkis, gera það stærra betra og sterkara. - Arabarnir í kring um okkur eru í kröggum. Þeir finna ósigurinn, blönduðum ótta, sagði Shamir á opnum fundi hins hægrisinnaða Lik- udbandalags. - Þeir sjá árangur Síonismans og eiga ekkert andsvar. Þeir hafa enga lækningu. Við höfum svarið og það er sannarlega ekki Palestínuríki. Fyrir flóð innflytjenda verðum við að ráða yfir landi ísraels og við verðum að berjast fyrir því, sagði Shamir þessi 74 ára gamli fyrrum skæruliði. Nú búa um 70 þúsund Gyðingar meðal tæplega tveggja milljóna Ar- aba á hernumdu svæðunum. Telja ísraelar að með sovésku innflytjend- unum verði staða Gyðinga á her- numdu svæðunum trygg. Bandaríska ríkis- stjórnin klofin í afvopnunarmálum Bandaríska ríkisstjórnin er klof- in í afstöðu sinni til afvopnunar- mála. Brent Scowcroft öryggisráð- gjafi Bandaríkjanna vill að Banda- ríkjamenn leggi til að helstu teg- undum langdrægra kjarnaflauga stórveldanna verði eytt. Þetta vill Dick Cheney varnarmálaráðherra Bandaríkjanna ekki heyra á minnst. Frá þessu var skýrt í Was- hington Post í gær. Scowcroft mun hafa stungið upp á því við George Bush forseta Bandaríkjanna að hann biði Sovét- mönnum upp á að Bandaríkja- menn hættu við framleiðslu 50 MX kjarnaflauga sem bera fjölda kjarnaodda ef að Sovétmenn myndu eyðileggja 20 SS-24 kjarna- flauga sem þegar hefur verið komið fyrir. Þá myndu stórveldin skrifa undir samning um að framleiða ekki fleiri slíkar flaugar. Scowcroft heldur því fram að með þessu væri komið í veg fyrir það að stórveldin hefði mátt til að gera kjarnorkuvopnaárás sem gætu lamað helstu kjarnavopn andstæð- mgsins. Scowcroft vildi að James Baker utanríkisráðherra Bandaríkjanna mynddi leggja tilboð þessa efnis fyrir Eduarde Shevardnadze utan- ríkisráðherra Sovétríkjanna í næsta mánuði, en Baker mun hitta hann í Moskvu 6. febrúar. Dick Cheney varnarmálaráð- herra stöðvaði þetta tilboð í bili að minnsta kosti með því að leggjast harkalega gegn því að hætt verði við framleiðslu MX flauganna, sem eru mun öflugri en Midgetman kjarnaflaugar sem nú eru uppistað- an í kjarnavopnabúri Bandaríkj- anna. Slíkar flaugar bera einungis einn kjarnaodd. Þó er ekki öll von úti, því hinn virti öldungadeildarþingmaður demókrata, Sam Nunn, sem er formaður hermáladnefnar öld- ungadeildar þingsins hefur tekið undir hugmyndir Scowcrofts um útrýmingu kjarnaflauga er beri fleiri en eina kjarnahleðslu. Segist hann reiðubúinn að berjast fyrir málinu í öldungardeildinni. Austur-Þýskaland: Tugir þúsunda Austur-Þjóðverja réðust að höfuðstöðvum Stasi, hinn- ar illræmdu öryggislögreglu sem nú hefur verið lögð niður. Fjöldi vörubíla hlaðnir verka- mönnum óku að hliðum höfuðstöðv- anna við Normannenstrasse í Aust- ur-Berlín þar sem fólkið klifraði yfir girðingar og tóku höfuðstöðvarnar á sitt vald. Sinnti mannfjöldinn í engu áskorunum stjórnarandstöðusamt- akanna Nýs Vettvangs og Kalli borg- aranna um friðsamleg mótmæli, heldur brutu allt og brömluðu. Árás þessi á höfuðstöðvar Stasi komu í kjölfar þess að stjórnvöld upplýstu ýmis myrkraverk Stasi, sem almenningur hafði svo sem grun um fyrir. Á tímabili var talið að tugir þús- unda mótmælenda hafi verið í höf- uðstöðvunum sem áður voru best vörðu byggingar Austur-Þýska- lands. Nokkur ótti er meðal umbóta- sinna og stjórnarandstöðunnar um að þetta athæfi geti sett strik í reikning umbótaþróunar í Austur- Þýskalandi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.