Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Þriðjudagur 16. janúar 1990 Þriðjudagur 1Ö. janúar 1990 Tíminn 9 Eftir Agnar Óskarsson Fimm embættum héraðsdómara var komið á fót með setningu bráðabirgða- laga á laugardag. Er þetta gert með hliðsjón af þeim dómi sem féll í Hæsta- rétti þann 9. janúar sl. þar sem felldur var úr gildi dómur sem kveðinn hafði verið upp í sakadómi Árnessýslu, og hefur málinu verið vísað heim í hérað til löglegrar málsmeðferðar og dómsupp- kvaðningar. Niðurstaða Hæstaréttar var sú að sýslumenn gætu ekki bæði stjórnað lögreglurannsókn í opinberum málum og dæmt í þeim, og er sú niðurstaða í samræmi við niðurstöðu Mannréttinda- nefndar Evrópu þess efnis að slík skipan mála brjóti í bága við ákvæði mannrétt- indasáttmála Evrópu. Forsögu alls þessa, má rekja til þess er Jón Kristins- son og lögmaður hans skutu dómi Hæsta- réttar til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Málið snérist um umferðar- lagabrot Jóns og átti að láta á það reyna hvort sami maður gæti bæði farið með dómsvald og lögreglustjórn, eins og var í tilfelli Jóns. Héraðsdómarar settir Um helgina voru fjórir þessara fimm héraðsdómara þegar settir eftir tilnefn- ingu dómsmálaráðherra, en utanríkis- ráðherra tilnefndi héraðsdómara við embætti lögreglustjórans á Keflavíkur- flugvelli í gær. Dómsmálaráðuneytið hefur boðað alla sýslumenn og bæjarfó- geta landsins til fundar um þessi mál í dag, þar sem umræðuefnið verður breytt viðhorft eftir dóm Hæstaréttar. Ástæða þess að dómur Hæstaréttar féll á þann veg sem að ofan greinir er vegna þess að sýslumaðurinn í Árnes- sýslu og fulltrúi hans, sem kvað upp hinn áfrýjaða dóm er talinn hafi verið vanhæf- ur til að fara með dómsstörf í málinu, þar sem sýslumaðurinn er jafnframt lög- reglustjóri í sama umdæmi og hafi sem slíkur farið með lögreglurannsókn málsins. Við uppkvaðningu dóms Hæstaréttar var komin upp sú staða að í tuttugu umdæmum landsins var einn og sami maður í senn lögreglustjóri og dómari, án þess að sjálfstæðir héraðsdómarar starfi við þau embætti, sem geti farið með og dæmt í opinberum málum á eigin ábyrgð, óháð því hvort forstöðumaður embættisins sé vanhæfur til málsmeð- ferðar. í ljósi áðurnefnds dóms Hæsta- réttar eru þeir sem hingað til hafa verið dómarar í opinberum málum í umdæ- munum tuttugu taldir vanhæfir til að fara með flest þau opinberu mál sem þar eru og verða til meðferðar, þar til ný skipan dómstóla í héraði, samkvæmt lögum um aðskilnað dómsvalds og löggjafarvalds, kemur til framkvæmda þann 1. júlí 1992. Landinu skipt í fimm svæði Þar sem rekstur opinberra mála er ekki daglegt brauð í umdæmunum, var ekki ástæða til að skipa einn héraðsdóm- ara við hvert embætti, heldur er landinu skipt upp í fimm svæði, þar sem einn héraðsdómari fer með mál viðkomandi svæðis. Fjórir héraðsdómaranna eru settir að tillögu Óla Þ. Guðbjartssonar dóms-og kirkjumálaráðherra, en sá fimmti, héraðsdómarinn við embætti lögreglustjórans á Keflavíkurflugvelli er settur að tillögu utanríkisráðherra, Jóns Baldvins Hannibalssonar. Á Suður- og Vesturlandi hefur Ragn- heiður Thorlacius fulltrúi sýslumannsins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu verið sett héraðsdómari við eftirtalin embætti. Svæði hennar tekur til embættis sýslu- mannsins í Vestur-Skaftafellssýslu, sýslumannsins í Rangárvallasýslu, bæjarfógetans á Akranesi, sýslumanns- ins í Mýra- og Borgarfjarðarsýslu, sýslu- mannsins í Snæfellsness- og Hnappa- dalssýslu og bæjarfógetans í Ölafsvík og sýslumannsins í Dalasýslu. Á Vestfjörðum hefur Adolf Adolfsson bæjarfógeti í Bolungarvík verið settur héraðsdómari við embætti sýslumanns- ins í Barðastrandasýslu, bæjarfógetans í Bolungarvík, sýslumannsins í ísafjarðar- sýslu og bæjarfógetans á ísafirði og sýslumansins í Strandasýslu. Við embætti sýslumannsins í Húna- vatnssýslu, sýslumannsins í Skagafjarð- arsýslu og bæjarfógetans á Sauðárkróki, bæjarfógetans á Siglufirði, bæjarfóget- ans á Ólafsfirði, sýslumannsins í Þingeyj- arsýslu og bæjarfógetans á Húsavík hef- ur Ólafur Ólafsson fulltrúi bæjarfógeta á Akureyri verið settur héraðsdómari. Á Austurlandi hefur Ólafur K. Ólafs- son bæjarfógeti í Neskaupstað, verið settur héraðsdómari við embætti sýslu- mannsins í Norður-Múlasýslu og bæjar- fógetans á Seyðisfirði, sýslumannsins í Suður-Múlasýslu og bæjarfógetans á Eskifirði, bæjarfógetans í Neskaupstað og sýslumannsins í Austur-Skaftafells- sýslu. Við embætti lögreglustjórans á Kefla- víkurflugvelli skal starfa einn héraðs- dómari, sem er settur samkvæmt tilnefn- ingu utanríkisráðherra. Jón Finnbjörns- son fulltrúi var í gær settur héraðsdómari við embætti. Ofantaldir héraðsdómarar eru settir frá 14. janúar 1990 að telja til 31. maí 1990. Samkvæmt bráðabirgðalögunum verða héraðsdómarar samkvæmt ofan- greindri skiptingu skipaðir tímabundið til 30. júní 1992, en þá leggjast embætti þeirra niður og við taka áðurnefnd lög um aðskilnað dómsvalds og löggjafar- valds, með þeim breytingum sem í þeim felast. Á tímabilinu frá því Alþingi kemur saman nú síðar í mánuðinum fram til 31. maí nk. gefst tími til að ræða bráðabirgðalögin og auglýsa stöðurnar lausar til umsóknar. Á meðan þetta ástand varir hafa nýir bæjarfógetar tekið við bæjarfógetaembættum tímabundið af þeim sem skipaðir hafa verið héraðs- dómarar. Pétur Hafstein sýslumaður og bæjarfógeti á ísafirði hefur verið skipað- ur bæjarfógeti í Boiungarvík í stað Adolfs. Sigurður Eiríksson sýslumaður á Eskifirði tók við bæjarfógetaembætti Ólafs K. á Neskaupstað. Þessar skipanir gilda til sama tíma og skipun héraðsdóm- aranna, þ.e. til 31. maí nk. „Umferðalagabrot“ til mannréttindadómstólsins Eins og fyrr segir má rekja þær breytingar sem nú eru að eiga sér stað á dómskerfinu til máls er skotið var til Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Tíminn sagði frá málinu þann 18. júlí 1987, en þá hafði dómsmálaráðuneytinu nýlega borist erindi frá Mannréttinda- nefndinni þess efnis að farið sé fram á munnlegan málflutning vegna kæru Jóns Kristinssonar. Jón kærði til mannrétt- indanefndarinnar meðferð á máli hans sem á uppaf að rekja til umferðarlaga- brots á Ákureyri í júní 1984. Lögreglan tók Jón fyrir hraðakstur og að virða ekki reglur um biðskyldu við gatnamót. Eins og þá tíðkaðist á landsbyggðinni og allt fram að uppkvaðningu ofangreinds dóms hæstaréttar, dæmdi lögreglustjóri í mál- inu, en rannsókn málsins heyrði einnig undir hans embætti. Jón var fundinn sekur um ofangreind atriði í héraðsdómi. Tíminn greindi frá því að Jón áfrýjaði til hæstaréttar, á þeim forsendum að dómurinn hafi verið hlutdrægur, þar sem yfirmaður dómsvalds væri einnig yfir- maður framkvæmdavalds. Hæstiréttur sýknaði Jón af stöðubrotinu, en hann var dæmdur fyrir hraðakstursbrotið. Lög- maður Jóns, Eiríkur Tómasson vildi láta vísa máli Jóns til héraðs á ný, en því var hafnað. Þegar svo var komið var ákveðið að kæra málið til Mannréttindanefndarinn- ar, þar sem á það skyldi reyna hvort einn og sami maður gæti farið með dómsvald og lögreglustjórn, en forsenda þess var sú að það bryti í bága við mannréttinda- sáttmálann að sami maður færi með dóms- og framkvæmdavald og því yrði úrskurður hans vilhallur. íslendingar eru aðilar að sáttmálanum og hafa skuld- bundið sig til að breyta íslenskum lögum til samræmis við sáttmálann. Úr varð að mannréttindanefndin ákvað að taka mál- ið fyrir eins og áður sagði, en það er í fyrsta sinn sem ákveðið er að mál íslendings sé þar tekið fyrir. Áður en til þess kom að málið hlyti úrskurð mannréttindanefndarinnar, gerðu ríkisstjórn íslands og Jón Kristins- son með sér sátt sem fólst í því að Jóni var endurgreiddur sakarkostnaður og sekt vegna málsins, svo og lögfræði- kostnaður fyrir mannréttindanefndinni og að málalok yrðu færð í sakarskrá. Jón samþykkti því að falla frá sínum kröfum og að fallið yrði frá málshöfðun hans fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu, sem dómstóllinn samþykkti. Ástæður þess að sátt var gerð í málinu voru lög sem samþykkt höfðu verið 1. júní 1989 um aðskilnað dómsvalds og umboðsvalds í héraði, sem koma til framkvæmda þann 1. júlí 1992. Með skipun héraðsdómaranna fimm hefur bilið verið brúað til þess dags sem lögin um aðskilnaðinn koma til framkvæmda. Fyrri tilraunum til aðskilnaðar hafnað Lengi hefur verið reynt að koma fram breytingum á aðskilnaði framkvæmd- avalds og dómsvalds. Á Alþingi 1965 til 1966 var Björn Fr. Björnsson, þingmað- ur Sunnlendinga og sýslumaður Rang- æinga, hvatamaður að flutningi tillögu til þingsályktunar um breytta héraðsdóms- skipan. Meðflutningsmenn að tillögunni voru þrír aðrir þingmenn Framsóknar- flokksins, þ.á.m. Ölafur Jóhannesson prófessor sem siðar átti eftir að láta þessi mál mjög til sín taka sem dómsmálaráð- herra. Ályktunin var á þá leið að skipa ætti fimm manna nefnd til að kanna hvort ekki væri rétt að breyta héraðs- dómaskipan í landinu með það fyrir augum, m.a. að stækka verulega um- dæmi dómstóla og að dómendum yrði yfirleitt ekki fengin önnur störf en þau er lúti að dómsmálum. Þó þessi tillaga næði ekki samþykki Alþingis er hún sögulega merkileg og átti eftir að hafa mikil áhrif. Þegar Ólafur Jóhannesson varð dóms- málaráðherra 1971 skipaði hann sérstaka nefnd fimm lögfræðinga til að endur- skoða dómskerfi landsins. Var hún köll- uð réttarfarsnefndin. Nefndin skilaði mörgum fuilbúnum frumvörpum, sem sum urðu að lögum t.d. lög um rannsókn- arlögreglu ríkisins árið 1976 sem telja má tímamótaverk í réttarfarslöggjöfinni. En frumvarp er fjallaði um dómaskipu- lag var einna athyglisverðasta frumvarp sem nefndin lét frá sér fara, þ.e. er frumvarp til lögréttulaga sem fyrst var lagt fram á Alþingi 1975 til 1976. Frum- varpið var lagt fimm sinnum fram án þess að verða að lögum. Sýnir það áhugaleysi Alþingis á þeim tíma til þessa málaflokks. Hins vegar ber þess að geta að frumvarpið var ekki talið leysa allan vanda dómskipulagsins í landinu, en á það verið bent að úr því hefði mátt bæta í meðförum Alþingis.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.