Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.01.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 16. janúar 1990 Tíminn 15 lllllllllllllllillllllllllil ÍÞRÓTTIR llllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllillllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Handknattleikur - VÍS-keppnin: Fyrsta tap ÍR í Seljaskóla Enn einu sinni varö taugatitring- ur á lokamínútunum IR-Iiðinu í handknattleik að falli, er liðið tapaði fyrir Stjörnunni úr Garðabæ 17-19 í Seljaskóla á laugardaginn. Þar með töpuðu ÍR-ingar sínum fyrsta leik á heimavelli í vetur, en lengi vel leit út fyrir sigur ÍR í leiknum. Heimamenn vel studdir af áhorf- endum höfðu betur framan af og reyndar alveg fram undir lok leiks- ins. í byrjum komst lR í 5-2, en í hálfleiknum höfðu ÍR-ingar 1-3 mörk yfir. ÍR-ingar fóru illa að ráði sínu og misnotuðu tvö vítaköst. Stjarnan náði að jafna og þegar leikhléið hófst hafði hvort lið skor- aði 10 mörk. Jafnt var á öllum tölum í upphafi síðari hálfleiks, en slæmur kafli hjá heimaliðinu gaf Garðbæingum tvö mörk í forskot 13-15. Þennan mun náðu ÍR-ingar aldrei að vinna upp þrátt fyrir góða baráttu, en á lokmínútunum fengu þeir sannar- lega tækifæri á að jafna, en tauga- titringurinn var full mikill. Ekki bætti úr skák að enn eitt vítakastið fór forgörðum. Stjarnan vann því 17-19 sigur, sigur sem liðið þurfti svo sannarlega að hafa fyrir. Hjá Stjörnunni stóð Brynjar Kvaran sig vel í markinu og þeir Hafsteinn Bragason og Skúli Gunnsteinsson skoruðu mikilvæg mörk fyrir liðið. Gylfi Birgisson lék einnig vel eins og svo oft áður. Hjá ÍR-ingum átti Hallgrímur Jónasson enn einn stórleikinn. Þessi ungi markvörður fór hrein- lega á kostum, en hann hefur jú mjög sterka vörn fyrir framan sig. Utileikmenn ÍR voru mjög jafnir að getu að þessu sinni, en vörnin var aðall liðsins í þessum leik. Mörkin, ÍR: Ólafur4/3, Matthí- as 3, Magnús 3, Frosti 3, Sigfús Orri 2 og Róbert 2. Stjarnan: Gylfi 7/1, Skúli 5, Sigurður 4, Hafsteinn 2 og Axel 1. BL Axel Björnsson Stjörnumaður gerði eitt mark fyrir lið sitt á laugardaginn þegar Stjarnan vann ÍR 17-19. Tfmamynd Pjetur. Handknattleikur - VÍS-keppnin: Mark á mínútu iBV vann í Eyjum Eyjamenn unnu mikilvægan sigur á HK 25-20 á laugardaginn eftir að staðan í leikhléinu var jöfn 13-13. Leikurinn var í jafnvægi í fyrri hálfleik, en í þeim síðari sigu heima- menn framúr og tryggðu sér sigur. Mörkin, fBV: Sigurður G.9/3, Sigurður F. 6, Guðmundur 3, Sig- björn 2, Hilmar 2, Guðfinnur 2 og Oskar 1. HK: Magnús 9/5, Óskar 3/1, Gunnar 2, Róbert 2, Ásmundur 2, Eyþór 1 og Ólafur 1. BL Staðan í 1 deildinni Valur ... . 11 9 1 1 284-240 +44 19 FH . 10 8 1 1 271-230 +41 17 Stjarnan . 11 7 2 2 253-221 +32 16 KR . 10 6 2 2 223-219 +4 14 ÍR . 11 4 2 5 243-239 +4 10 ÍBV . 11 3 3 5 259-265 -6 9 KA . 11 3 1 7 248-270 -22 7 Grótta .. . 11 3 1 7 221-247 -26 7 Vikingur . 11 1 3 7 238-261 -23 5 HK . 11 1 2 8 225-273 -48 4 Frá Jóhannesi Bjurnusyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyri: Það var ekki burðugur varnarleik- ur hjá leikmönnum KA og Vals þegar liðin áttust við á laugardaginn í VÍS-keppninni. Leikmenn skiptust á fjölmörgum jólagjöfum í formi varnarmistaka og voru heimamenn öllu rausnarlegri. Valsmenn skoruðu 33 mörk gegn 27. 1 fyrri hálfleik var vörn heima- manna eins og svissneskur ostur því götin og glufurnar voru með ólíkind- um. Tuttugu sinnum þurfti Axel Stefánsson, hinn þrekvaxni mark- vörður, að greiða knöttinn úr neti heimamanna en Einar Þorvarðarson slapp mun betur því hann fór í alls tólf slíka leiðangra. Sóknarmenn Vals þurftu nær ekkert fyrir marka- skoruninni að hafa og skoruðu úr nær öllum skotum sínum. Erlingur Kristjánsson, þjálfari KA, talaði á efri nótunum yfir lærisveinum sínum í leikhléi og hresstust þeir til mikilla muna í síðari hálfleik. Tókst þeim að minnka muninn í tvö mörk 25-23, en þá var þrekið uppurið og Valsmenn sigu fram úr aftur. Eins og áður sagði var varnarleik- ur beggja liða mjög slakur og mark- varsla var nær engin. Einar Þorvarð- arson varði þó nokkur skot og var það munurinn á liðunum. Valdimar Grímsson, Brynjar Harðarson og Jakob Sigurðsson áttu allir stórleik að þessu með Val, en Jón Kristjánsson stjórnaði sókn sinna manna röggsamíega. KA-menn voru allir álíka daufir í varnarleik sínum en leikmenn voru einnig mjög jafnir sóknarlega séð. Dómarar voru þeir Gunnar Viðarsson og Gunnar Kjartansson. Sá fyrrnefndi var mjög óöruggur en Kjartansson dæmdi vel. Mörkin Valur: Brynjar 10/5, Valdimar 9, Jakob 7, Jón 3, Finnur 2 og Júlíus 2. KA: Sigurpáll 6/2, Erlingur 6, Guðmundur 4, Jóhannes 4/1, Karl 3 Friðjón 3 og Bragi 1. JB/BL Körfuknattleikur-Úrvalsdeild: Rafmögnuð spenna á Akureyri Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttarit- ara Timans i Akureyri: Það eru ár og dagar síðan spilað- ur hefur verið jafn glæsilegur körfuknattleikur á Akureyri eins og leikmenn Þórs og Keflavíkur biðu uppá í íþróttahöllinni á Akur- eyri sl. sunnudagskvöld. Gífurlegur hraði einkenndi leik- inn, barátta ótrúleg og í orðsins fyllstu merkingu rafmögnuð spenna í lokin. Þegar ein og hálf mínúta var til leiksloka stóð nefni- lega neistaflug út úr klukku Hallar- innar og jafnvel hinn dverghagi húsvörður, Gunnar Níelsson var ráðþrota. Leiknum lauk með sigri Keflvíkinga 104-106, en þeir leiddu í hálfleik 50-59. Þórsarar náðu að jafna leikinn í síðari hálfleik og komust yflr, mest 8 stig 87-79, en Nökkvi Jónsson skoraði sigurkörfu ÍBK þegar rúm- ar 20 sekúndur voru til leiksloka. Þórsarar höfðu öll tök á að jafna í lokin en tókst ekki. Eins og áður sagði var lcikurinn frábærlega spilaður, en Guðjón Skúlason Kcflvíkingur og Jón Örn Guðmundsson Þórsari voru þó bestu menn vallarins. Aðrir leik- menn spiluðu upp til hópa vel og væri ósanngjarnt að nefna einn öðrum fremri. Stigin ÍBK: Guðjón 32, Falur 25, Anderson 20, Nökkvi 9, Albert 7, Sigurður 6, Magnús 5 og Einar 3. Þór: Jón Örn 34, Kennard 18, Eiríkur 17, Konráð 17, Jóhann 10, Björn 4, Ágúst 2 og Davíð 2. JB/BL Islandsmótið í blaki: Islandsmeistararnir komnir á hæla ÍS Frá Jóhannesi Bjarnasyni íþróttafréttaritara Tímans á Akureyri: íslandsmeistarar KA í blaki karla eru komnir fast á hæla Stúdenta á stigatöflunni. Stefnir í hreinan úr- slitaleik milli liðanna um deildar- meistaratitilinn, en bæði Iiðin eru örugg með að komast í úrslitakeppn- ina um íslandsmeistaratitilinn. Stúdentar unnu fyrri leikinn í Reykjavík 3-2, en víst er að meistar- amir verða ekki auðsigraðir í heima- vellinum. HSK varð að lúta í lægra haldi fyrir KA-mönnum á laugardaginn, en KA sigraði 3-0 og var sigurinn öruggur þrátt fyrir mikinn barátt- uvilja Skarphéðinsmanna. Hrin- uúrslit urðu 15-9, 15-5 og 15-9. KA-menn lék á köflum eins og meisturum sæmir, en einn þeirra mesti styrkleiki er þó breiddin, þeir hafa leikmenn á bekknum sem geta komið inná án þess að liðið veikist. Eru það ekki mörg lið í deildinni sem geta stært sig af slíkum kostum. JB/BL Vinningstölur laugardaginn 16. jan. ’90 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 0 2.395.250 /■» 'TÚSfiÆÍU £. 4 af 5 ^jfjííJÁ 1 416.115 3. 4af5 76 9.444 4. 3af 5 2.806 596 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 5.201.485 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.