Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 1
 WBaasm Hef ur boðað f rjálslyndi og f ramfarir í sjö tugi ára Fæstir njóta eldanna sem fyrstir kveikja þá Stðð 2 er komin úr höndum Jóns Óttars í gær seldi Eignarhaldsfélag Verslunarbankans hf, hópi ein- staklinga 100 milljón kr. hlut í Stöð 2. Þeir sem keyptu eru kaupmenn og kunnir fjármála- menn, þeir sömu og áður höfðu keypt af Eignarhaldsfélaginu 150 milljón kr. hlut. Þessir aðil- ar, sem mynda eina blokk, eiga þar með meirihluta í fyrirtækinu eða 250 milljónir, en sem kunn- ugt er var hlutafé Stöðvarinnar aukið í rúmar 400 milljónir um áramót. Upphaflegir eigendur Stöðvar 2, með Jón Óttar Ragn- arsson sjónvarpsstjóra í broddi fylkingar, eru því orðnir minni- hlutahópur. í framhaldi af því sendu þeir Jón Óttar og Hans Kristján Árnason frá sér tilkynn- ingu þar sem fram kemur að þeir una ekki þessari þróun og muni ekki efna hlutafjárloforð sitt upp á 150 milljonir kr. Nýir stjórnendur hljóti nú að taka við stjórn á Stöð 2. • Blaðsíða 5 W f wfT!!y*TS» 3 *»•« 7 síasast ístrætó Flytja varð 7 manns á slysadeild eftir árekstur tveggja strætisvagna á mótum Hofsvallagötu og Túngötu um kvöldmatarleytið í gær. Ekki urðu alvarleg slys á fólki. Einn farþegi mun hafa viðbeinsbrotnað og hinir kvörtuðu flestir um verki í baki. Tildrög slyssins voru ekki að fullu Ijós í gærkvöldi. Bílstjórarnir sögðust ekki hafa verið á mikilli ferð. Leit helst út fyrir að vagnarnir hafi runnið til eða þá bílstjórarnir misreiknað hvorn annan, að sögn lögreglu. Tímamynd pjetur

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.