Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 4
4 Tíminn Fimmtudagur 18. janúar 1990 FRETTAYFIRLIT MOSKVA - Þrátt fyrir að Azerar hafi komið upp vega- tálmum til að reyna að koma í veg fyrir að hersveitir sovéska hersins komist leiðar sinnar um Azerbajdzhan, þá komust hersveitirnar flestar á áfanga- stað og hafa greinilega náð að koma í veg fyrir átök. Ellefu þúsund hermenn hafa verið sendir til Azerbajdzhan til að koma í veg fyrir að alger borg- arastyrjöld brjótist út. Sextiu manns að minnsta kosti hafa fallið í átökum íslamskraAzera og kristinna Armena í sovétlýð- veldinu frá því fyrir helgi. NIKOSIA - Ajatollah Ali Khameini, andlegur leiðtogi ír- ana sagði að eindregin mark- mið íslams lægju að baki kyn- þáttaólgunnar í Azerbajdzhan og hvatti stjórnvöld í Sovétríkj- unum um að taka ekki harka- lega afstöðu gegn Azerum. WASHINGTON - Við- skiptahalli Bandaríkjannajókst um 2,4% í nóvembermánuði og var 10,5 milljarður dollara. Er þetta mesti viðskiptahalli ársins 1989, nema að desem- ber slái nóvember út. TÓKÝÓ - Ríkisstjórn Bandaríkianna og Kína eru að vinna ao samningum sem tryggja kínverskum andófs- mönnum að flytjast frá Kína gegn því að Alþjóðabankinn láni Kínverjum peninga. VARSJÁ - Samstaða lýsti yfir nýrri sókn gegn því sem eftir er af völdum kommúnista í Póllandi og sögðust ætla að hraða lýðræðisumbótum í landinu. BÚKAREST - Fjórir nánir samstarfsmenn Cesausescus fyrrum forseta Rúmeníu sem tekinn var af lífi á jóladag munu verða dregnir fyrir rétt á næstunni, sakaðir um glæpi gegn rúmensku þjóðinni. MOSKVA - Níu manns fór- ust og ellefu er saknað eftir að skriða féll á höfuðstöðvar flota Sovétríkjanna i Kaspíanhafi, en þær eru staðsettar í Bakú höfuðborg Azerbajdzhan. BEIRÚT - Michel Aoun hershöfðingi hóf harða sókn gean ríkisstjórn þeirri er segist hafa völdin (Líbanon og hótaði lögbanni á þá fjölmiðla er kalla Elias Hrawi forseta. Illlllllllll ÚTLÖND ................................................................................................................................................................................................................................................III Kólumbía: Eiturlyfjabarónarnir hætta morðum og lofa uppgjöf með skilyrðum Helstu eiturlyfjabarónarnir í Kólumbíu segjast ætla að láta af manndrápum og sprengjutilræðum í landinu og sína með því friðarvilja sinn. Fara þeir fram á að gerðir verði einhverskonar friðarsamningar og lofa uppgjöf gegn vissum skilyrðum. í yfirlýsingu frá eiturlyfjabarónun- um sem lesin var í útvarpsstöð í Medellín, miðstöð eiturlyfjadreif- ingar í Kólumbíu, sagði að ekki yrðu fleiri embættismenn ríkisins, kaup- sýslumenn, lögreglumenn, verka- lýðsleiðtoga né blaðamenn drepnir. Þessir hópar hafa helst orðið fyrir barðinu á útsendurum eiturlyfja- hringanna. Þá segir einnig í yfirlýsingunni að eiturlyfjabarónarnir muni stöðvar kókaíndreifingu og afhenda stjórn- völdum vopn sín og kókaínverk- smiðjur gegn því að þeim verði tryggt „stjórnarskrárlegt og lagalegt öryggi". Segja eiturlyfjabarónarnir að þetta sé svar við málaleitan kaþólsku kirkjunnar og tveggja fyrrum forseta Kólumbíu, sem hvatt hafa eiturlyfja- barónanna að hætta hernaði og eit- urlyfjasmygli gegn því að lint verði tekið á glæpum þeirra. Hrein og klár styrjöld hefur staðið milli stjórnarhersins og eiturlyfj- ahringanna í Kólumbíu frá því síð- asta í ágústmánuði haust og hefur verið mikið mannfall á báða bóga. Hófust átökin fyrir alvöru í kjölfar yfirlýsingar Virgilio Barco í águst- mánuði síðastliðnum, en þá hét hann að uppræta hina öflugu eitur- lyfjahringi sem þá höfðu myrt vin- sælasta stjórnmálamann Kólumbíu. Svar eiturlyfjabarónanna var að segja stjórnvöldum stríð á hendur. Eiturlyfjabarónarnir hafa sprengt yfir 200 sprengjur frá því í ágústmán- uði og hafa 193 farist í þeim spreng- ingum, flestir þegar kólumbísk far- þegaþota var sprengd í loft upp. Lík fórnarlambs eiturlyfjabaróna í Kólumbíu. Nú hafa þeir heitið að hætta manndrápum og lofa uppgjöf verði þeir ekki sóttir til saka. Papúa eyjaklasinn í Suöur-Kyrrahafi: SKÆRUR Á BOUGAINVILLE Skæruliðar aðskilnaðarsinna í eyjunni Bougainville í Papúa- eyjaklasanum sem berjast gegn umhverfisspjöllumástralsks námafyrirtækis, réðust á fang- elsi í Kuveria höfuðstaðs eyjar- innar í gær og drápu að minnsta kosti sjö menn. - Ég hef heyrt að sjö menn hafi verið drepnir í árás á Kuver- iafangelsið, bæði fangaverðir og aðrir, sagði Gregory Singkai biskup kaþólskra á Bougainville við fréttamann Reuters í gær. íbúar á staðnum segja að skæru- liðar hafi gert árás á fangelsið upp úr miðnætti og var ætlun þeirra greini- lega að komast y fir vopn og skotfæri. Vitað er að þrír fangaverðir, kona og ung stúlka féllu í árásinni og að auki hafi tvö lík illa brunnin fundist. Þá særðust þrjátíu eyjaskeggjar. Bougainville er 800 km austur af Port Moresby höfuðborg Papúa eða Nýju Guineu. Var árásin í fyrradag þriðja árásin á stöðvar ríkisstjórnar- innar á tveimur dögum og bendir til þess að skæruliðar aðskilnaðarsinna séu enn að færa sig upp á skaftið. Fyrr um daginn höfðu skæruliðar gert árás lögreglustöð í bænum Panguna og féll einn skæruliði í þeirri árás. Á mánudag var þyrla í eigu hins opinbera eyðilögð í árás skæruliða á koparnámu á Bouasain- ville. Árásirnar koma í kjölfar ákvörð- unar Rabbie Namaliu forsætisráð- herra Papú á föstudag um að beita hernum af fullum krafti gegn skæru- liðum sem hófu skæruhernað sinn fyrir rétt rúmu ári. Hafa rúmlega fimmtíu manns fallið í átökunum. í upphafi var markmið skæruliðanna einungis að koma áströlsku námafyr- irtæki frá eyjunni, en koparvinnsla fyrirtækisins hefur valdið miklum umhverfisspjöllum. Síðar hafa skæruliðar krafist aðskilnaðar frá Papúa. Burma: Aung meinuð þátttaka í kosningum Aung San Suu Kyi helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Burma hefur verið meinuð þátttaka í þingkosn- ingunum sem fram eiga að fara í landinu í maímánuði. Herforingja- stjórnin sem tók völdin í kjölfar blóðugra stjórnmálaátaka fyrir rúmu ári hafa sakað Aung um að tengjast ólöglegum stjórnmálasamtökum og því fái hún ekki að bjóða sig fram til þings. Það voru fulltrúar Þjóðereiningar- flokksins sem nýtur stuðnings her- foringjanna sem stjórna Burma sem mótmælti framboði Aung og sökuð hana um tengsl við ólöglega stjórn- málastarfsemi. Þau tengsl hafa ekki verið sönnuð, en þrátt fyrir það ákvað kjörnefnd að meina Aung þátttöku. Frá þessu skýrði talsmaður Lýð- ræðislega þjóðarbandalagsins, sem er vinsælasti stjórnálaflokkur í Burma, en Aung er leiðtogi þeirra samtaka. Aung San Suu Kyi sem er dóttir fyrrum þjóðhetju í Burma hefur verið í stofufangelsi frá því í júlí- mánuði. Hún var leiðandi í andófinu gegn einræðisstjórn sósíálistaflokks- ins sem hafði verið við völd í Burma í aldarfjórðung, en andófið var brot- ið á bak aftur af hernum í septem- bermánuði árið 1988. Stjórnarherinn í Sómalíu iöinn viö kolann undanfarin tvö ár: 60 þúsund borgarar drepnir Stjómarherinn í Sómab'u hefur drepið á milli 50 og 60 þúsund borgara undanfarin tvö ár í tengslum við borgarastyrjöldina í norðurhluta landsins. Þá myrða stjómarhermenn mann og annan annars staðar í landinu, sýnist þeim svo. Þetta kem- ur fram í skýrslu bandarísku mann- réttindasamtakanna „Africa Watch“, sem birt var í nótt. í sérstakri skýrslu sem fjallar um Sómalíu segir að um 400 þúsund Sómalir hafi frá því í maímánuði 1988 flúið harða bardaga stjómar- hersins og skæruliða Þjóðarhrey- fingar Sómalíu. Flestir flótta- mennirnir hafa tekið sér bólfestu í norðurhluta Eþíópíu þar sem eymd- in var gífurleg fyrir. Þá er stjórnarherinn sakaður um kerfisbundið þjóðarmorð á Isaaq þjóðinni sem erstærsta þjóðarbrotið ■ norðurhluta Sómalíu. Þá vitna mannréttindasamtökin í fjölda viðtala við flóttamenn í Dji- buti og í Bretlandi sem fullyrða að manndráp og ofsóknir stjómarhers- ins hafi einnig breiðst út í suður og miðhluta Sómalíu. Þar hafa Ogadeni og Hawiye ættbálkarnir orðið illa úti og þeir komið á fót skæruliðasveit- um til að berjast gegn stjórnarhem- um. Mannréttindasamtökin gagnrýna stjómvöld Bandaríkjanna harðlega vegna náinna samskipta við ríkis- stjóm Sómah'u sem er undir forsæti Mohameds Siads Barre forseta. Bandaríkjamenn veita Sómalíu- stjóm milda hernaðaraðstoð og segja mannréttindasamtökin að þjóðarmorð séu framin með vopnum frá Bandaríkjunum. Bandarikjamenn hófu stuðning við ríkisstjóm Sómalíu eftir að Barre sleit stjórnmálasambandi við Sovét- ríkin. Frá því áríð 1980 hefur banda- rískt herlið haft herbækistöðvar fyrir flota og flugher í Berbera, sem er flotahöfn í norðurhluta Sómalíu.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.