Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 18. janúar 1990 Tíminn 5 Óvænt sala a 100 milljóna hlut í Stöö 2 í gær. Fjölmiðlun h.f. a nu meirihluta: Jón Ottar og félagar orðnir áhrifalausir Þau tíðindi gerðust í gær að Eignarhaldsfélag Verslunar- banka íslands h.f. seldi óvænt hundrað milljónir í Stöð 2. til Fjölmiðlunar h.f. - sama kaupanda og áður hafði keypt hluti fyrir 150 milljónir. Eignarhaldsfélagið á því engan hlut lengur í Stöð 2 og aðeins er eftir að fá inn 150 milljón króna hlutafjárloforð stofnenda og eldri eigenda stöðvarinnar; þeirra Jóns Óttars Ragnarssonar, Hans Kristjáns Árnasonar og Ólafs H. Jónssonar. Par með hefur Fjölmiðlun h.f. náð meirihluta í stjórn Stöðvar 2 og skipar þrjá af fimm stjórnarmönn- um. Fyrri aðaleigendur eru því orðn- ir áhrifalausir, henti það hinum nýju meirihlutaeiganda. Eignarhaldsfélag VÍ stóð sem kunnugt er fyrir því að hlutafé stöðvarinnar var aukið um 400 mill- jónir úr 5.555 þús. kr. í 405.555 þús. kr. um síðustu áramót og af því skuldbundu stofnendur Stöðvar 2; þeir Jón Óttar Ragnarsson sjón- varpsstjóri, Hans Kristján Árnason og Ólafur H. Jónsson sig til að kaupa 150 milljóna hlut. Þeir sem mynda Fjölmiðlun h.f. eru allir kaupsýslumenn, miskunnir þó. Þeir eru samkvæmt frétt Stöðvar 2 í gærkvöldi; Haraldur Haraldsson, Jóhann Ólafsson, Guðjón Oddsson, Víðir Finnbogason, Oddur Péturs- son, Ólafur Njáll Sigurðsson, Jón Ólafsson, Bolli Kristinsson, Skúli Jóhannsson og Garðar Siggeirsson. í yfirlýsingu sem Jón Óttar Ragn- arsson og Hans Kristján Árnason sendu frá sér í gærkvöldi segir að forsendur samninga þeirra um ára- mótin við Eignarhaldsfélag Verslun- arbankans séu breyttar með sölunni í gær. Forsendur fyrir 150 milljóna hlutafjárloforði þeirra séu einnig gjörbreyttar. Eignarhaldsfélag Verslunarbank- ans hafi nú ákveðið að ganga til samstarfs við nýjan aðila og afhenda honum meirihlutavald í Stöð 2 án þess að tryggja eigin oddaaðstöðu í stjórn Stöðvar 2. Með þessu hafi Eignarhaldsfélagið rýrt sína eigin möguleika og möguleika stofnend- anna til að hafa virk áhrif á stjórn Stöðvar 2. Síðan segir í tilkynningu Jóns Óttars og Hans Kristjáns: „Samning um þetta gerði bankinn án nokkurs samráðs við okkur stofn- endur og eldri hluthafa - sem treyst- um því að hann mundi tryggja eðlilega dreifingu áhrifa og eignar- halds fýrst á annað borð var farið út í hlutafjárútboð innanlands. Þorri gengur í garð á morgun og súrmaturinn er orðinn hæfilega súr og við étum þjóðlega: Rúmt hálft tonn af vel kæstum hákarli Matreiðslumenn Múlakaffis önnum kafnir við að ganga frá þorramatnum áður en þorri gengur í garð á morgun. Jóhannes Stefánsson framkvæmda- stjóri er annar frá hægrí. Tímamynd: Pjetui „Við erum að venju vel búnir undir þorrann og eigum t.d. tæp 600 kíló af sérstaklega verkuðum há- karli. Alls hafa veríð notuð um 12 tonn af hráefni í þorramatinn okkar að þessu sinni. Allur þessi matur er búinn til og meðhöndlaður eftir gömlum rammíslenskum aðferðum. Hér er t.d. engin edikssýra notuð við að súrsa súrmetið heldur eingöngu hrein ógerilsneydd mjólkurmysa. Þannig er Múlakaffi ef til vill síðasta vígi þjóðlegrar matargerðar,“ sagði Jóhannes Stefánsson framkvæmda- stjórí Múlakaffis við Tímann í gær. Matreiðslumenn Múlakaffis byrja að verka þorramatinn tæpu hálfu ári áður en þorri sjálfur gengur í garð. Aðal annatíminn er um sláturtíðina en þá búa menn til slátur, sviðasultu, verka hrútspunga og fleira góðgæti og leggja í súr svo að það hafi fengið rétta keiminn þegar menn taka að blóta þorra. Jóhannes sagði að vinsældir þorra- matarins ykjust ár frá ári og því hefði stöðugt verið verkað meir af honum milli ára. Þrátt fyrir það hefði reynslan verið sú að hann hefði allur selst upp áður en þorri var allur. Hjá Múlakaffi verður hægt frá og með morgundeginum að kaupa þorramat í trogum fyrir frá tveim og upp úr og fá sendan heim eða í þorrablótið. Að sögn Jóhannesar er hægt að setja saman matinn í trogun- um eftir óskum kaupenda. Hann sagði að vinsælustu matartegundirn- ar væru tunga, sviðasulta, hrúts- pungar og súr hvalur. -sá Þessi samningur við hina nýju hluthafa er á þá leið að bankinn og hinir nýju hluthafar hafa samið til nokkurra ára um skipan stjórnar og framkvæmdastjórnar Stöðvar 2 án nokkurs samráðs við okkur - þrátt fyrir að við höfðum, áður en þessi hlutabréfasala fór fram, tilkynnt bankanum að við myndum efna okkar hlutafjárloforð strax í þessari viku og stæðum í samningaviðræð- um við bankann um frágang þess. Auk þess er okkur kunnugt um að Eignarhaldsfélag Verslunarbanka íslands h.f. og hinir nýju hluthafar hafa gengið frá skriflegum samningi þess efnis að þeir hafa gagnkvæman forkaupsrétt innbyrðis - enda þótt að í samningi okkar við bankann standi skýrum stöfum að engar hömlur skuli vera á viðskiptum með hlutafé í Stöð 2. Þessi ákvörðun Eignarhaldsfélags V.í. er í ósamræmi við þá samninga sem við gerðum við bankann um hlutafjáraukninguna - þar sem ekki var stefnt að því að afhenda meiri- hluta félagsins einum tilteknum hópi aðila. Rökrétt niðurstaða er sú að hinn nýi meirihluti hljóti í framhaldi af þessu að taka við stjórnartaumum á Stöð 2.“ — sá Kvennalistinn vill Kristínu Sigurðardóttur íbankaráð LÍ ef hún yfirgefur Kaupþing: Ekki verður bæði sleppt og haldið „Niðurstaða fundarins varð sú að þrátt fyrir lagalega stöðu sé ekki rétt að Kristín Sigurðardóttir gegni samtímis stöðu deildarstjóra hjá Kaupþingi h.f. og sitji í nýju bank- aráði Landsbanka íslands," sagði Kristín Halldórsdóttir alþingis- maður í gær eftir fund Kvennaiist- ans þar sem ákvörðun var tekin um hvort Kristín Sigurðardóttir tæki sæti í ráðinu en fyrsti fundur þess verður í dag. Kristín Halldórsdóttir sagði að þetta þýddi ekki að Kvennalistinn hafnaði Kristínu Sigurðardóttur sem fulitrúa listans í bankaráð. Hún nyti fyllsta trausts Kvenna- listakvenna. Hins vegar væri um að ræða álitamál og umdeilanlegt hvort starf Kristínar Sigurðardótt- ur samrýmdist setu hennar í bank- aráði. Fæstir teldu það andstætt lögum en það virtist vera grund- völlur fyrir tortryggni og hugsan- legt að Kristínu yrði af þeim sökum gert erfitt fyrir í störfum sínum í ráðinu. Athyglisvert væri að þrjár niður- stöður um lögmæti setu Kristínar Sigurðardóttur í bankaráðinu hefðu komið fram í jafnmörgum álitsgerðum. Þetta sýndi að nauð- synlegt væri að setja skýrari reglur um almennt hæfi fólks til að sitja í stjórnum, nefndum og ráðum á vegum ríkisins. Kristín Sigurðardóttir tekur þó sæti í bankaráðinu því að hún hefur sagt upp starfi sínu hjá Kaupþingi og mun að eigin sögn hætta jafnskjótt og annar starfs- maður hefur verið fundinn. En er seta í bankaráði meira virði en starfið? „Auðvitað hef ég eins og aðrir launþegar fulla þörf fyrir kaupið mitt. Hins vegar tók ég tilnefningu í ráðið mjög alvarlega og tók verkefnið að mér. Ég gerði það vissulega í góðri trú og mig óraði ekki fyrir að það hefði slíkt upp- nám í för með sér og orðið hefur raunin, enda ekki tilefni til. Ég hef nú ákveðið að standa við það sem ég hef tekið að mér og tek sæti í bankaráði LÍ og hætti störfum hjá Kaupþingi," sagði Kristín Sigurð- ardóttir í gærkvöldi. - sá Samninganefnd sérfræðinga gerir ágreining við reglugerð í vinnslu: Formaður ekki til viðtals Guðmundur I. Eyjólfsson for- maður samninganefndar sérfræði- lækna við Tryggingastofnun ríkisins sagðist í gær ekki ætla að mæta á samráðsfund sem heilbrígðisráð- herra boðaði til að ræða drög að nýrri reglugerð um greiðslur vegna læknisþjónustu. Haraldur Briem formaður Félags sérfræðilækna sagðist aftur á móti ætla að mæta og koma á framfærí athugasemdum við reglugerðardrögin. Að öðru leyti vildi Haraldur ekki tjá sig um málið þar sem einungis væri um drög að reglugerð að ræða og ekki tímabært að ræða þau við fjölmiðla. í reglugerðardrögunum er gert gert ráð fyrir því að sjúklingar þurfi tilvísun frá heimilislækni við heim- sókn til sérfræðings eða vegna rann- sókna eða röntgengreiningar. Án tilvísunar verði þeir að greiða helm- inginn af kostnaði þjónustunnar en þó aldrei hærri upphæð en 5000 krónur í stað 850 króna ef þeir eru með tilvísun. Guðmundur I. Eyjólfsson sagðist ekki ætla að mæta á fundinn til þess að mótmæla reglugerðinni og leggja áherslu á að sérfræðilæknar semdu ekki við aðra en samninganefnd Tryggingastofnunar. Með reglu- gerðinni væri verið að endurvekja tilvísanakerfið sem hafi verið lagt niður með lögum, slíkt feli í sér samningsrof gagnvart sérfræðilækn- um. Þess má geta að heimilislæknar styðja þær hugmyndir sem fram koma í drögunum. Um þetta upphlaup sem nú hefur orðið vegna reglugerðardraganna sagði Guðmundur Bjamason heil- brigðisráðherra að fyrir skömmu hafi samstarfshópur heilbrigðisráðu- neytisins, sem í áttu sæti fulltrúar heimilislækna og sérfræðinga, skilað nefndaráliti um leiðir til að finna nýtt fyrirkomulag í samskiptum heimilislækna og sérfræðinga sem gæti komið í staðinn fyrir tilvísana- kerfið. Nefndarálitið hafi síðan verið haft til grundvallar í drögunum sem nú sé deilt um. Á fundi á mánudag- inn hafi sérfræðilæknum og heimilis- læknum verið afhent drögin sem trúnaðarmál til að kynna þeim hug- myndir ráðuneytisins. Einhver þeirra hafi brugðist þessum trúnaði. „Við kölluðum til fulltrúa heimil- islækna og sérfræðilækna til að kynna hugmyndir okkar í trúnaði. Við töldum að við værum að leggja drög að kerfi sem væri til fyrirmynd- ar og vildum að þeirra vilja leyfa þeim að fylgjast með framvindu málsins. Á meðan málið var á vinnslustigi voru þessar umræður að sjálfsögðu í trúnaði, enda áttu þeir að fá að koma skoðunum sínum á framfæri á öðrum fundi á morgun. Þeir bregðast síðan við þessum trún- aði á þann hátt að afhenda fjölmiðl- um reglugerðardrögin sem ekki eru fullunnin. Ég verð að lýsa því yfir að ég varð fyrir afar miklum vonbrigð- um með þessi viðbrögð sérfræðing- anna við þeim starfsháttum sem ég var að reyna að taka upp, að eiga við þá samskipti og gera þeim grein fyrir gangi málsins.“ SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.