Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn. Iíiiiinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdasljóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guömundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaöaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Evrópskir bændur ogEFTA Fulltrúar bændasamtaka frá Finnlandi, Austurríki, Noregi, íslandi, Sviss og Svíþjóð komu saman í Stokk- hólmi 2. desember 1989 til viðræðna um tollamál og gang mála varðandi samvinnu EFTA og EB. Sú skoðun var almenn á fundinum að algjör fríverslun á landbúnaðarvörum væri ekki viðunandi lausn. Atriði eins og öryggi í matvælaframboði, umhverfismál og dreifing íbúa skipta miklu máli í öllum EFTA löndunum. Náttúrleg skilyrði fyrir búskap eru mjög breytileg í EFTA löndunum. Öll hafa löndin svæði sem eru efnahagslega veik. Fað er þess vegna mikilvægt að réttur þeirra til sjálfstæðrar landbúnaðarstefnu sé virtur. í þessu samhengi er það sérstakt áhyggjuefni hve sjónarmið verksmiðjubúskapar og afurðafyrirtækja virð- ast vega þungt á móti sjónarmiðum bænda, segir í ályktun fundarins. Óheft fríverslun á landbúnaðarafurðum, sem á sér marga talsmenn í dag, myndi skapa aukið misræmi í framleiðslu og verslun. Þar með fengju auðugri lönd yfirburðastöðu gagnvart þeim fátækari í baráttu um markaðinn. Þetta yrði hvorki til hagsbóta fyrir bændur né neytendur. Fundarmenn ályktuðu að ekki kæmi til greina að sleppa þeim tollum, sem nauðsynlegir eru til þess að tryggja jafnvægi á innanlandsmörkuðum og í verðlagningu í heimalöndum sínum. Þessi stefna er undirstöðuatriði í aðlögun framleiðslu og til að tryggja afkomu bænda. Það er almenn skoðun að ein landbúnaðarstefna fyrir alla Evrópu sé ekki raunhæf. Hins vegar hefur það markmið að efla viðskipti á landbúnaðarvörum bein áhrif á landbúnað. Áður en endanlegar ákvarðanir eru teknar eða skuldbindingar gerðar við EB, sem ekki verða dregnar til baka, ber stjórnvöldum EFTA ríkjanna að taka mið af því að almennu tollaviðræðurnar á vegum GATT fjalla um spurningar sem eru mjög mikilvægar fyrir landbúnaðinn. Fundarmenn ákváðu að skora hver á sín stjórnvöld að bíða niðurstöðu GATT viðræðnanna sem er væntanleg í desember 1990. Fundurinn lagði áherslu á mikilvægi þess að viðskiptaleg aðlögun milli landa ætti að gerast í takt við aðlögun hagkerfanna, eins og segir í ályktun fundarins. í þessu sambandi gera bændur þá kröfu að hafa þátttökurétt í viðræðum og undirbúningsvinnu. Fundurinn varar við þeirri tilhneigingu hjá samningamönnum að stunda „hrossakaup“ með hagsmuni landbúnaðarins til þess að ná betri samningum fyrir aðrar atvinnugreinar. Bændur leggja áherslu á að réttmætum hagsmunum þeirra verði ekki gleymt. Þróunin í Austur-Evrópu hefur áhrif á EB og á EFTA-EB samstarfið, að áliti EFTA-bænda. Fundar- menn ræddu endurskipulagningu í landbúnaði í Austur- Evrópu og hvernig hún snerti landbúnað í Vestur-Evrópu. Auk þess ræddu þeir samvinnu við bændasamtökin í Austur-Evrópulöndunum. Að lokum ákváðu fulltrúar bændasamtaka EFTA landanna að efla samvinnu í þeim tilgangi að geta betur gert stjórnvöldum í löndum sínum grein fyrir því hve nauðsynlegt er að hugsa jákvætt um það mikilvæga hlutverk sem landbúnaður gegnir í löndum þeirra. Þessi fundarályktun EFTA-bænda ber með sér að hagsmunum bændastéttar er lítið sinnt í viðræðum um sameiginlegt efnahagssvæði í Evrópu. Þar gengur allt út á vaxtagróða og verksmiðjuvarning, hagsmuni auðvalds og milliliða. Fimmtudagur 18. janúar 1990 GARRI Samstaða um Sigurjón? Miklar hreyfingar eru í gangi út af undirbúningi framboðs í væntan- legum borgarstjórnarkosningum meðal flokksbrota sósíalista, sem nú hyggja á sameiginlegt framboð. Hefur komið í Ijós við þessar athuganir að sósíalistar eru komnir undir hina skrautlegustu rcgnhlíf, sem samsett er úr margvíslegum tiglum og næsta skræpótt álitum. í Alþýðublaðinu í gær er baksíðu- frétt, þar sem Birgir Dýrfjörð, formaður fulltrúaráðs Alþýðu- flokksins skýrir frá því, að þessi samstaða ætti að geta tekist, ef hægt væri að halda sig við það sem menn ættu sameiginlegt í stað þess að vera að leggja áherslu á sérstöðu flokka eða hópa. Jafnframt upplýs- ir hann að unnið sé að sameiginlegu framboði Alþýðuflokks, Alþýðu- bandalags, Borgaraflokks, Birting- ar og óháðra kjósenda. Sex félög eiga aðild að fulltrúaráði Alþýðu- flokksfélaganna. Þau eru Alþýðu- flokksfélag Reykjavíkur, Kvenfé- lag Alþýðuflokksins í Reykjavik, Félag ungra jafnaðarmanna, Félag frjálslyndra jafnaðarmanna, Rósin (ekki félag garðyrkjumanna) og Borgarmálafélag Alþýðuflokksins. Pláss í sólinni Nú hefur verið sagt að Birting, sem er einskonar Allaballa félag muni vera „til í það“ og líka Borgaraflokkurinn, sem hefur ekki beint verið kenndur við sósíalisma, en þar mun andstaðan við sameig- inlegt framboð vera einna mest. Um Alþýðubandalagið sjálft er ekki vitað, enda situr þar ■ fleti fyrir borgarfulltrúi á borð við Sig- urjón Pétursson, sem samkvæmt heimildum veit ekki enn hvort honum er ætlað pláss í sólinni, þ.e. hinu sameiginlega framboði. Til marks um þann ugg sem Alþýðublaðið hefur út af þessari sameiningu eru skrif Dagfinns, þess manns er skrifar pólitík af einna mestrí alvöru í Alþýðublað- ið. Hann segir í pistli sínum í gær að AUaballar séu í tveimur flokkum. „Ef við bjóðum fram sameiginlega vilja Allaballar í Reykjavík ekki vera með, og bjóða fram sér. Ef ekkert verður úr sameiginlegu framboði vilja Birt- ingarmenn ekki vera með og bjóða fram sér.“ Guttormur í Amunni Síðan kemur Sigurjón Pétursson til sögunnar. Hann er einn þeirra, sem enn hefur ekki frétt af atburð- unum í austurríkjum Evrópu. Niðurstaða Dagfinns er þessi: Ef Allaballar bjóða fram sér, kýs enginn gamla þreytta Uðið, Sigur- jón og þau ÖU. Birting fengi heldur ekki nein atkvæði því þar eru allir óþekktir. Næst víkur Dagfinnur sér að Borgaraflokknum. Þar er ekki vandamálið hvort þeir fá atkvæði eða ekki, heldur stafa erfiðleikarn- ir af því að flokkinn vantar fram- bærilega frambjóðendur. Nefndir eru til þeir Guttormur í Ámunni og Ásgeir Hannes, en þeim hjá Al- þýðublaðinu flnnst þeir frekar vandamái en hitt. Þannig vefst fyrír mönnum hvernig hinni sósíal- ölsku sameiningu verði komið á. Borgaraflokkurínn er talinn flokk- ur kaupahéðna og verslunar- manna, en eins og kunnugt er þykja það ekki fínir pappírar hjá sósíaUstum, jafnvel þótt Aðalheið- ur sé í flokknum. Rýmandi fylgi Hugmynd um sameiginlegt próf- kjör til að leysa sameiningarvand- ann er óbrúkleg, vegna þess að þeir sem yrðu óánægðir með list- ann myndu ekki kjósa hann. Dag- finnur telur að þeir óánægðu myndu jafnvel kjósa Davíð, eða jafnvel Sigurjón Pétursson, þrátt fyrir niðurlagið í austurríkjunum. Þannig virðist ætla að verða snúið að koma á frambærilegrí samein- ingu sósíalista. Eðlilegast í þessari stöðu værí að Rósin og önnur samtök Krata sneru sér til Sigur- jóns tU að vita hvort hann vildi ekki vera efstur á lista og hafa svo prófkjör um afganginn. Sameining um Sigurjón virðist vænlegust fyrir sósíalista í þessarí stöðu. Annars skiptir ekki miklu máli fyrír sósíalista hvernig þeir standa að sameiningu sinni. Uppgjöríð um örlög þeirra fer fram annars staðar t.d. í Rósinni. Skoðana- kannanir sýna að fylgið hefur rým- að mikið og hafði Bjami Guðna- son, prófessor, einmitt orð á því á dögunum. Sameiningartalið er ör- væntingarfull tilraun til að reyna að hressa upp á fylgi, sem ekki er fyrír hendi. Þeir hjá Alþýðubanda- laginu klufu Alþýðuflokkinn tvisv- ar samkvæmt línunni frá Moskvu. EðUlegt er að Kratar vilji nú freista þess að koma á sameiningu þótt ekki væri tU annars en setja bót á gamlan klofning. Hins vegar er hættan sú, að Alþýðuflokkurinn hverfi alveg ef svo fer að nauðsyn- legt reynist að sameinast um Sig- urjón. Garri VÍTT OG BREITT Einkavæðing háskólastigsins Endur fyrir löngu voru stofnuð samtök fólks sem hafði þann starfa að skrifa í blöð og búa til prentunar og hlutu heitið Blaðamannafélag íslands. Félagið varð samningsaðili um kaup og kjör og litu félagsmenn svo á að það væri nokkur bakhjall- ur til að tryggja hagsmuni þeirra í lífsbaráttunni. Þegar Ríkisútvarp- ið var stofnað þótti eðlilegt að fréttamenn þar væri félagar í BÍ, enda komu þeir þá og lengi síðan úr röðum fréttamanna blaðanna. Blaðamenn komu úr öllum átt- um og stéttum og áttu það eitt sammmerkt að vera skrifandi á íslenskt mál og þekkja nokkurn veginn uppbyggingu þjóðfélagsins, stofnana þess og atvinnuvega. Eng- inn spurði hvar hæfnin og þekking- in var fengin, fremur en að það þýðir að grennslast fyrir um hjá Islendingi hvar og hvenær hann lærði vísuna um hann afa sem fór á honum Rauð, sem allir kunna en enginn hefur skilríki upp á að hafa lært. Menntunar þörf Að því kom að BÍ gerðist félag allra stétta og eignaumsýsla og sjóðagæsla varð meðal höfuðhags- muna félagsmanna. Ensku hugtaki var snarað og nýyrðið fjölmiðlun varð til og ruddi upphrópuninni „fjölmiðlabylting!“ braut. Upp úr því mélinu neyddist Moggi til að fara að halda nám- skeið í réttritun fyrir blaðamenn sína og til varð stöðuheitið málfars- ráðunautur hjá Ríkisútvarpinu. Enn færir BÍ út kvíarnar og er nú orðið aðili að háskóla, sem er markaðssettur í fimm litum í Mogganum. Furðu losnir félagsmenn í Bl stautuðu sig í gær fram úr því að nú sé að hefjast kennsla í fjölmiðl- fjolmiðlanám ntHm*tukélat,is*di og BUdomarmMHgs luartt ¥ ■&. V - * I I ' * un á háskólastigi á þeirra vegum. Auglýst er fjölmiðlanám Fjöl- miðlaskóla íslands og Blaða- mannafélags fslands. 1 ljós kemur að Viðskiptaskólinn í Borgartúni setti Fjölmiðlaskólann á fót vegna þess að „1 kjölfar fjölmiðlabylting- arinnar hefur þörfin fyrir fleira hæft starfsfólk á blöðum og ljós- vakamiðlum stóraukist." Nú þurfa verðandi blaðamenn ekki lengur að leita út fyrir land- steinana til að mennta sig. FÍ, BÍ og Viðskiptaskólinn sjá um menntunina. 1 auglýsingunni er tvítekið að hún sé á háskólastigi og hefur heldur betur vænkast hagur Strympu síðan BÍ lét sér nægja að stuðla að því að blaðamenn væru sæmilega haldnir í launum og eitthvað var haldið utan um að bögubósar fylltu ekki þar alla bekki. í fínu selskapi Meðeigandi BÍ og Fjölmiðla- skóla íslands á háskólastigi, Við- skiptaskólinn, er framsækin menntastofnun sem kann markaðs- setningu m.a. Draumaverksmiðja þessi notar auglýsingamyndir sem vel gætu hæft Cartier vörumerkinu, sem er einn af samnefnurum þeirra veraldargæða sem gerir uppa að uppum og lífið þess virði að græða sem fyrst og mest. Þarna er m.a. kennd viðskipta- tækni og stjórnun hótela (ekki veitir af) og sallafínir ungir menn, stífpressaðir með silkibindi og glæsipíur að baki á dýrindisstöðum vísa veginn til þeirrar framtíðar sem námskeið í Viðskiptaskólan- um gefur fyrirheit um. 1 þetta selskap er Blaðamanna- félag íslands komið og það á háskólastigi, þar sem meðal annars er hægt að læra „inngang að mál- fræði og stafsetningu“ og íslenskt nútímamál ásamt öðrum hagnýtum háskólagreinum og er enn ný fjöl- miðlabylting í burðarliðnum. Hvergi er getið um kostnað af , skólahaldinu í auglýsingunni, hverjir borga og með hvaða skil- málum. Hvort háskólastigið er einkamál BÍ og Viðskiptaskólans er óupplýst eða hvort menntamála- ráðuneytið og lánasjóður náms- manna eiga einhvern hlut að máli. En sem félagi í BÍ hlýtur maður að vera ofurlítið upp með sér að vera orðinn meðeigandi að háskóla þótt erfitt sé að koma auga á hvað launþegafélag er að burðast með að kenna óviðkomandi fólki staf- setningu í samvinnu við viðskipta- tæknifræðinga. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.