Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 18. janúar 1990 Tíminn 7 VEIÐIMAL Kaup á úthafslaxveiðikvóta Fœreyinga og Grænlendinga vekja alheimsathygli Mikla athygli hefur vakið meðal laxveiðimanna víða um heim það framtak Orra Yigfússonar að beita sér fyrir því að festa kaup á laxveiðikvóta Faereyinga og Grænlendinga í sjó. Nýlega birtist í blaðinu „Trout and Salmon“ grein eftir einn af virtustu pennum blaðsins þar sem hann fer lofsamlegum orðum um starf Orra og sér ástæður til að binda vonir við að það beri árangur. Hélt að ránið á miðunum væri eins og hver annar kross sem yrði að bera Síðasta aldarfjórðung hafa lax- veiðimenn á Norður-Atlantshafs- svæðinu haft miklar áhyggjur af þróun úthafsveiða á laxi á eldis- stöðvum hans út af Grænlandi og Færeyjum. Merking fullvaxins lax á miðun- um og seiða í uppeldislöndunum gaf til kynna að fiskur frá öllum helstu laxalöndunum væri nýttur, þó að mismunandi væri eftir land- fræðilegri legu og frá einu ári til annars. Þegar ég skrifaði grein um þetta efni í janúarhefti „Trout and Salmon" 1986 komst ég að þeirri niðurstöðu að veiðarnar væru und- ir stjóm, eftir kvótakerfi sem sam- þykkt hafði verið af „North Atlant- ic Salmon Conservation Organisa- tion“ (NASCO) og að ólíklegt væri að farið væri að nýta ný laxveiði- svæði í úthöfunum. Ég stakk upp á litið yrði svo á að ránið á þessum miðum væri eins og hver annar kross sem við yrðum að bera, enda væri ólíklegt að það færðist í vöxt, en jafnólíklegt væri að því yrði hætt. Ánægjulegt framtak Orra Mér er það ánægja nú að geta sagt frá framtaki sem kynni, með heppni og góðvilja, að breyta ógn úthafslaxveiðanna til hins betra. Framkvæmdasamur íslenskur stangveiðimaður, Orri Vigfússon, hefur lagt fram tillögu um að „kaupa upp“ laxveiðikvótann á úthafsmiðunum. Sumir kynnu að spyrja hvað væri nýtt við þá hugmynd. Þau tvö sjónarmið sem eru ný eru að nú er rétti tíminn, og að Orri hefur gengið í málið á réttan hátt og hefur náð eftirtektar- verðum árangri. Hvers vegna er nú rétti tíminn? Einfaldlega vegna þess að heims- verð á laxi er svo lágt að veiðamar hafa ákaflega lítið fjárhagslegt gildi. Þetta stafar eingöngu af hinu geysilega magni sem framleitt er í laxeldi, fyrst og fremst í Skotlandi og Noregi. f Skotlandi varð fram- leiðslan 18,000 tonn árið 1988 og er spáð að hún verði um 35,000 tonn 1989. Berið þessar tölur sam- an við alla stang- og netaveiði í Skotlandi 1987 sem náði 921 tonni! Raunverulega hefur verð á laxi farið fallandi síðustu 10 árin og náði mestri lægð 1989. Lax frá úthafsmiðunum kemur á markað óslægður og frosinn og sá sem kemur úr reknetum við Grænland er oft í iélegu ásigkomulagi. Þessi fiskur er í samkeppni við eldisfisk- markaðinn en ekki hinn dýra sjó- gengna lax í ám. Öðru hverju á vertíðinni 1988/89 hættu fiskimenn bæði í Færeyjum og við Grænland veiðum á laxi og tóku heldur til við veiðar á öðmm tegundum vegna þess að verðið sem þeir fengu fyrir laxinn réttlætti ekki frekari veiðar. Heildarveiði Færeyinga 1988 var 219 tonn og vel undir 600 tonna kvóta þeirra og spáð er að heildar- veiðin 1989 verði minni en kvótarn- ir. Því er það að líklegt má telja að það sé miklu ódýrari tillaga að „kaupa upp“ kvótana nú en hún hefði verið fyrir aðeins nokkrum árum. Orra í hag að hann er íslendingur Fyrsta atriðið sem Orra er í hag, er að hann er íslendingur. ísland, Færeyjar og Grænland eru öll lítil lönd sem eiga ákaflega mikið undir fiskveiðum komið. Þessi lönd eiga mikið sameiginlegt og Orri hlaut góðar viðtökur þegar hann hreyfði málinu við þessa nágranna. Hann leitaði ráða hjá utanríkisráðuneyt- inu í sínu eigin landi um hvernig hann ætti að halda málinu áfram. Utanríkisráðuneytið setti sig í sam- band við ríkisstjórnir Færeyja og Grænlands, sem upphaflega stungu upp á að samband yrði haft við fulltrúa fiskimanna. Að því myndi að sjálfsögðu koma að ríkisstjórnirnar yrðu að taka beinan þátt í viðræðunum þar sem strangt til tekið tilheyrir kvót- inn ekki fiskimönnunum, en yfir- völd landanna voru ánægð með að frumviðræður færu fram á þennan hátt. Eftir heimsókn Orra til Fær- eyja og heilmiklar viðræður voru viðbrögð Færeyinga þau að þeir samþykktu í stórum dráttum og væru reiðubúnir að tala um verð. Samningaviðræður um grænlenska kvótann eru skemmra á veg komn- ar og enn er eftir að semja um ýmis viðkvæm mál. Kaupin á kvótunum fjármógnuð með frjálsum framlögum Hvernig á að fjármagna þessi viðskipti? Orri hefur fengið ákaf- lega góðar viðtökur við tillögum sínum beggja vegna Atlantshafs og er bjartsýnn að unnt verði að afla fjár, a.m.k. til fyrsta ársins, með frjálsum framlögum. Hann gerir sér vonir um að honum takist að skipuleggja full kaup á kvótum ársins 1990 sem eru undraverðar horfur. Það er þó augljóst að til lengri tíma litið verður nauðsynlegt að ganga formlegar frá málunum og væri æskilegast að framlag land- anna deildist niður í hlutfalli við þann ávinning sem þau fá. Þetta er nokkuð erfiðara en það hljómar þar sem vísindamönnum hefur ekki tekist að ná fram alger- lega öruggu mati á hlut hverrar þjóðar í samsetningu aflans, þrátt fyrir það starf að merkingu sem fram hefur farið. Samt eru nokkrar góðar vísbendingar fyrir hendi og Orri hefur lagt fram bráðabirgða- mat, únnið af vinum hans í vísinda- mannastétt. Samkvæmt því er hluti (B^J-PARIS|> c. frákklanh Bretlandseyja við Færeyjar u.þ.b. 14% og við Grænland 34%. Nokkrar lagfæringar kann að þurfa að gera við nánari vandlegar athug- anir á gögnum, en ég held að þetta sé ekki fjarri lagi. Hvað varðar úthafsveiðarnar við Færeyjar er það Noregur sem nú tapar mestu, á því að fá mest bætt og verður því farið fram á að greiði mest. Augljóst er að þær upphæðir sem búast má við að um verði að ræða fara eftir niðurstöðu samn- inga og skiljanlega er Orri ófús að nefna tölur sem kynnu að gefa forkaupsrétt í samningunum. Hann bendir samt á að hver lax sem veiddur var við Grænland 1989 hafi verið seldur fyrir aðeins um 7 sterlingspund og hljóti að hafa kostað h.u.b. eins mikið að veiða hann, ef veiðarnar gefa svo lítið af sér sem virðist. Við skulum hafa í huga þá staðreynd að nú erum við að tala um hugsanlegan vor- og sumarlax (á þessum miðum er mjög lítið um mögulegan lax sem gengur í fyrsta skipti upp í á) og þá er það sorglegra en tárum taki að hugsa til þess að laxinn okkar sé niðurlægður í hræ sem er aðeins eins til tveggja sterlings- punda virði þeim sem hremmir hann. Lítið vart við árangurinn í fyrstu Ef veiðar á báðum þessum mið- um yrðu stöðvaðar, t.d. á næsta ári, hvaða hagur má búast við að verði af því? Eins og er óttast ég að ávinningurinn yrði lítill. í fyrsta lagi yrði lítið vart við árangurinn í eitt ár; Grænlandsaflinn og hluti af aflanum við Færeyjar er veiddur að haustlagi, fiskur sem myndi snúa aftur nokkrum mánuðum síðar. í öðru lagi eru engar ná- kvæmar tölur til um nýtingarhluta hinna ýmsu tegunda á miðunum tvennum. MAFF vísindamenn hafa metið nýtingarhlutfall mögu- legs lax (ekki ársfisks) í afla Færey- inga á u.þ.b. 1% og í afla Græn- lendinga um 5.17%, mismunandi eftir árum og ám. Vísindamennirn- ir styðjast þá við skiladagsetningar á merkjum frá miðunum og vatna- svæðum nokkurra áa á norðaustur- strönd Englands. Miðað við þessar tölur veiða Færeyingar einn og Grænlendingar frá fimm til 15 fiska af hverjum 100. Raðútreikningar fyrir „North Esk“, unnir af skosk- um úthafsvísindamönnum um einn árgang (klakinn 1979) gáfu til kynna að um 3.7% af fullvöxnum fiski væru veidd við Færeyjar. Fá gögn eru til um hlutfall nýtingar á öðrum breskum fiski við Grænland sem gætu gefið til kynna að það sé annað hvort meira, minna eða svipað og við þessar ár. Þó að hlutfallið sé tiltölulega lágt safnast það saman upp í að vera heilmikill fiskur um landið allt. Ef við styðj- umst við tölur Orra eru í meðal- kvóta Færeyinga um 20.000 fiskar frá Bretlandseyjum. Sé tekið með í reikninginn úrkast og önnur afföll í sambandi við veiðar má e.t.v. bæta 15 prósentum við þessa heild- artölu. Þá kunna önnur lönd að hafa af því meiri ávinning, framlag- ið sem farið verður fram af okkur verður takmarkað. Mesta gildi þessarar þróunar er þó að mínu áliti að með því að taka úr umferð þessi mið sem keppa við okkur um fiskinn okkar, einn og einn, verða þau mið sem áfram verða starfrækt í vaxandi mæli einangruð og at- hyglin beinist sterkar að þeim.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.