Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Fimmtudagur 18. janúar 1990 Fimmtudagur 18. janúar 1990 Tíminn 11 ■:.. ■ . . ■ ?. I-.. . . . ■ ; ■■ 6000 tonna saltpækill til að koma í veg fyrir hálku í Rvk Á síðasta vetri var 5798 tonnum af salti dreift á götur Reykjavíkur. Yfir 1200 tonnum af salti var dreift á Reykja- nesi árið 1988, þannig að varlega áætlað hefur verið dreift sjö þúsund tonnum af salti á höfuðborgarsvæðinu á síðasta vetri. Á sama tíma hefur dregið úr notkun á negldum hjólbörðum um 10- 15%. Eftir sem áður þarf Reykjavíkur- borg að eyða um 150 milljónum á ári til viðgerða á gatnakerfi sínu. Á siðasta vetri dró úr notkun negldra hjólbarða um 10*15% Negldir hjólbarðar munu vera finnsk uppfinning frá 1959. Almenn notkun negldra hjólbarða hófst í Skandinavíu veturinn 1961-1962 og þeir urðu einnig fljótlega vinsælir í Vestur-Þýskalandi. Á íslandi voru negldir hjólbarðar fyrst notaðir í einhverjum mæli haustið 1964. Notkun þeirra hér á landi varð strax nokkuð almenn. Rannsóknir sem Gatnadeild Borgar- verkfræðings, Rannsóknastofnun bygg- ingariðnaðarins og Vegagerð ríkisins gerðu, benda til þess að á tímabilinu 1976-1987 hafi 55-65% allra bifreiða í Reykjavík ekið um á nagladekkjum yfir háveturinn. Tölur fyrir landsbyggðina eru ekki eins nákvæmar, en flest bendir til þess að þær séu á bilinu 30-80%. Á Akureyri eru yfir 90% allra bifreiða á nagladekkjum yfir háveturinn. Á hinum Norðurlöndunum er notkun negldra hjólbarða mismunandi, um 10% í Danmörku, 50% að meðaltali í Svíþjóð en yfir 90% í Noregi og Finnlandi. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri Reykjavíkurborgar hefur til margra ára verið ötull baráttumaður fyrir því að höfuðborgarbúar dragi úr notkun á nagladekkjum. í fyrravetur var farið af stað með herferð til að hvetja borgarbúa til að skipta ekki yfir á nagladekk. Gatnamálastjóri segir að þessi herferð hafi skilað þeim árangri að um 10-15% færri bifreiðar séu nú á nagladekkjum yfir vetrartímann. Ingi segir að ekki hafi dregið áfram úr notkun negldra hjól- barða á þessum vetri þrátt fyrir að tíðarfar hafi verið miklu betra það sem af er vetrar en í fyrra. Ingi segir að nú sé áætlað að um 50% af öllum bílum á höfuðborgarsvæðinu aki um á nagla- ‘dekkjum. Nagladekk skemma fyrir um 150 milljónir í Reykjavík á ári Fljótlega eftir að notkun negldra hjól- barða hófst að marki, varð vart við slæman fylgifisk hennar, sem var aukið slit á götum. Slitið fer eftir gerð, stærð og fjölda nagla í hjólbarða. Ýmsar athuganir hafa verið gerðar á því hversu mikið götur slitna af völdum negldra hjólbarða. Hér á landi hafa verið gerðar slitmælingar á malbiki og steypu á undanförnum 15 árum. Helstu niðurstöður þeirra eru að fólksbíll á fjórum negldum hjólbörðum, slítur 50 g af malbiki við að aka einn kílómetra. Sé ekið á steyptu slitlagi, er sambærileg tala um 30 g. Hér er um meðaltal að ræða, en niðurstöður eru nokkuð mismunandi. Erlendis hafa verið nefndar tölur í þessu sambandi og má nefna Finnland, þar sem reiknað er með að fyrir malbik sé sambærilegt slit 30-40 g og 10-25 g fyrir steypu. Þar er einnig talið að vörubílar á nagladekkjum slíti götum 6,2-6,8 sinnum meira en fólksbílar. í Reykjavík er áætlað að verja þurfi um 150 milljónum króna til endurbóta á götum sem nagladekk hafa skemmt. Islenskt slitlag endist ekki eins vel og erlent. Á síðustu árum hefur verið reynt að bæta íslenska malbikið með því að nota betra steinefni. Þetta hefur tekist að einhverju leyti, en erlent malbik hefur einnig batnað mikið. Nagladekk geta í vissum tilfellum dregið úr umferðaröryggi Erlendis hefur víða verið komist að þeirri niðurstöðu að notkun negldra hjólbarða leiði til fjölgunar óhappa. Hins vegar er sú reynsla ekki einhlít. Til dæmis hafði bann í Minnesota í Banda- ríkjunum og Ontario í Kanada ekki ■' merkjanleg áhrif á fjölda umferðar- óhappa. Athuganir á íslenskum gögnum benda til þess að þeir sem aka á negldum hjólbörðum lendi almennt síður í um- ferðaróhöppum en hinir, óháð aðstæð- um, ef til vill af því að þeir eru varkárari ökumenn. Þetta kom einnig fram í þýskum könnunum og tilgátan um að ökumenn á negldum hjólbörðum sé varkárari en hinir er þar sett fram sem rökstudd skýring. Það er hins vegar erfitt að segja til um hvað þetta þýðir í raun fyrir óhappatíðina, þar sem ekkert er vitað um hversu oft þessir ökumenn voru „næstum lentir“ í óhappi en björguðust af því þeir óku á negldum hjólbörðum. Negldir hjólbarðar hafa minna viðnám á þurru yfirborði sem þýðir minna veg- grip og lengri hemlunarvegalengdir. Hafa verður í huga að áhrifin eru mun minni en áhrifin af bættu veggripi á ís og þjöppuðum snjó. Hjólfaramyndun vegna slits dregur úr umferðaröryggi. Þá eyðast vegmerkingar vegna nagladekkja og við það skapast oft hætta. Á síðasta ári var dreift tæplega sex þúsund tonnum af satti í Reykjavík Salt hefur um margra ára bil verið notað til hálkuvarna í heiminum. Strax á þriðja áratugnum var farið að nota það sem hjálparefni við vetrarviðhald í Svíþjóð. Hér á landi var farið að salta brekkur og aðra erfiða staði í Reykjavík á stríðsárunum, en almenn söltun, með dreifikössum, hófst um 1970. Saltnotkun er nokkuð háð árferði. Síðastliðinn vetur voru notuð 5798 tonn af salti í Reykjavík, sem er met. Síðustu tíu ár hefur að jafnaði verið notuð 3000-5000 tonn af salti á ári. Vegagerð ríkisins notar einnig mikið af salti til hálkuvarna, einkum þó á Reykjanesi. Árið 1988 notaði hún 1200 tonn af salti og hafði saltnotkun stofnunarinnar auk- ist mikið frá árunum þar á undan. Sú skoðun hefur verið nokkuð lífseig að saltið leysi upp malbikið. í skýrslu borgarverkfræðingsins í Reykjavík um neglda hjólbarða, salt og umferðarör- yggi, sem hér er mikið stuðst við, segir að þetta sé ekki rétt nema á óbeinan hátt. Saltið eykur veðrunaráhrif á steypu og malbik og flýtir því fyrir skemmdum. Saltið hefur sína kosti og galla líkt og nagladekkin Saltið skiptir miklu máli í viðleitni borgaryfirvalda í Reykjavík til að koma í veg fyrir umferðarhnúta, sem kunna að myndast í erfiðri færð. Saltið er þó alls engin töfralausn. Það virðist eyða aðeins um 1/3 af ís eða snjólagi á vegum. í Finnlandi var gerð tilraun með ósaltaða vegi árin 1970-1971. Þegar ósöltuðu vegirnir voru bornir saman við vegi sem voru saltaðir, kom ekki í ljós marktækur munur á slysatíðni. Hins vegar kom í ljós að dauðaslysum fækkaði á ósöltuðum vegum. Norsk rannsókn frá 1981 bendir aftur á móti til þess að óhöpp á ósöltuðum vegum séu 30% fleiri en á vegum sem hafa verið saltaðir. Þó að salt hafi almennt séð tilhneig- ingu til að draga úr umferðaróhöppum getur það einnig haft öfug áhrif. Salt veldur því að yfirborð vega getur haft mismunandi viðnám, þannig að öku- menn lenda á óvæntum hálkublettum. Umferðarhraði á söltuðum vegum eykst og óhappatíðni þar með. Þá getur krap og slabb sem myndast á götum aukið óhappatíðnina. Salt eykur auk þess ryð- myndun í bílum og getur haft hættuleg áhrif á umhverfi, sérstaklega ef það nær að menga neysluvatn. Búið er að stytta tíma sem aka má á nagladekkjum um heilan mánuð Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri hefur tekið þátt í norrænni nefnd sem fjallar um neglda hjólbarða. Nefndin komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri ráðlegt að banna nagladekk, en hins vegar ætti að fækka nöglum í dekkjunum og stytta tímann sem aka má á nagla- dekkjum. Öll Norðurlöndin, að Finn- landi undanskildu, hafa nú stytt tímann. Nýlega gaf dómsmálaráðuneytið út reglugerð sem felur það í sér að bannað verður að aka um á nagladekkjum frá 14. apríl til 31. október. Þetta þýðir að tíminn sem aka má á nagladekkjum hefur verið styttur um hálfan mánuð að hausti og vori. Götur í Reykjavík voru mjög slæmar í vor, svo slæmar að jafnvel fólk af landsbyggðinni sem þekkir vel slæma vegi, ofbauð. Gatnamálastjóri segir að menn hafi einfaldlega ekki komist yfir að gera endurbætur á öllum þeim götum sem nauðsynlegt var að gera við. Hann sagði að í haust hefðu borgaryfirvöld ekki náð að ljúka öllum endurbótum á götunum sem naglarnir skemmdu síðast- liðinn vetur. Gatnamálastjóri segist vilja að öku- menn dragi úr notkun á nagladekkjum eins og kostur er. Hann sagðist hins vegar ekki mæla með slíku ef að menn þyrftu að aka mikið utan höfuðborgar- svæðisins. „Við erum með það góðar hálkuvarnir innan höfuðborgarsvæðisins þannig að þeir sem aka fyrst og fremst þar ættu alveg að geta sloppið við að aka á nagladekkjum. Góð snjódekk eiga að nægja,“ sagði Ingi Ú. Magnússon. ■ ■ — . ^ |||n|.M|.IM11III' ■!' IIMMII ||1I .......-........ .............................

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.