Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 12

Tíminn - 18.01.1990, Blaðsíða 12
12 Tíminn Fimmtudagur 18. janúar 1990 Kópavogur - Þorrablót Hið landsfræga þorrablót framsóknarfélaganna í Kópavogi verður haldið í Félagsheimili Kópavogs laugardaginn 20. janúar og hefst kl. 20.00. Hátíðarræða: Jóhann Einvarðsson alþing- ismaður. Bæjarlistamaður Kópavogs, Sigurður Braga- son skemmtir með söng. Matinn frá Sveinbirni í Veislustöðinni þekkja allir og Lúdósextett og Stefán sjá um fjörið fram undir morgun. Miðapantanir: Einar í sima 43420 og 41590, Guðrún í síma 641512 og hjá formönnum Jóhann Einvarösson félaganna. Tryggið ykkur miða tímanlega á þessa glæsi- legu skemmtun. Nefndin. REYKJAVÍK Létt spjall á laugardegi Laugardaginn 20. janúar kynnir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi, fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir árið 1990 á léttspjallsfundi í Nóatúni 21 kl. 10.30. Fulltrúaráðið Jólahappdrætti Framsóknarflokksins Eftirtalin vinningsnúmer komu upp í jólahappdrætti Framsóknar- flokksins: Fyrsti vinningur kom á miða nr. 7428, 2. vinn. nr. 4104, 3 vinn. nr. 2145, 4. vinn. nr. 5677, 5. vinn. nr. 3774, 6. vinn. nr. 1304, 7. vinn. nr. 6227. Vinninga skal vitja á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóatúni 21, Reykjavík, innan árs frá útdráttardegi. Allar frekari upplýsingar veittar á skrifstofu flokksins eða í síma 91-24480. Framsóknarflokkurinn. Drffa Sigfúsdóttir Viðtalstími LFK Drífa Sigfúsdóttir, bæjarfulltrúi í Keflavík, verður til viðtals á skrifstofu Framsóknarflokksins, Nóa- túni 21, fimmtudaginn 18. jan. kl. 16-18. Sími 91-24480. Stjórn LFK Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. ■■■■i DAGBÓK llllillllllllllllM Atríði úr leikritinu „Óvitar“ sem er sýnt í síðasta sinn í Þjóðleikhúsinu á sunnudag Þjóðleikhúsið: Barnaleikritið ÓVITAR - Síðasta sýning - Á sunnudag 21. jan. kl. 14:00 verður síðasta sýning á barnaleikritinu „Óvitar“ eftir Guðrúnu Helgadóttur. Leikritið var fyrst sýnt 1979 á Barnaári Sameinuðu þjóðanna og sýnt þá í 2 ár, en síðan aftir á sl. ári og í byrjun þessa árs. Um 48 þúsund sýningargestir hafa séð „Óvita“ alls í Þjóðleikhúsinu. Leikstjóri og leikmyndateiknari sýn- ingarinnar nú voru þau sömu og fyrir 10 árum, þau Brynja Benediktsdóttir og Gylfi Gíslason. Ljósahönnuður er Ás- mundur Karlsson. 1 þessu leikriti leika börn fullorðið fólk en fullorðnir leikarar eru í hlutverkum barnanna. Þór Thulinius og Halldór Björnsson leika söguhetjurnar, Guð- mund og Finn, auk þeirra eru leikaramir María Ellingsen, Sigrún Waage, Guðlaug María Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir, Randver Þorláksson, Örn Ámason og Flosi Ólafsson öll í bamahlutverkum. Mörg börn leika fullorðna fólkið og má nefna Guðrúnu Jóhönnu Ólafsdóttur og Hauk Karlsson, sem leika foreldra Guð- mundar og Vöku Antonsdóttur og Torfa F. Ólafsson, sem leikar foreldra Finns. Um 20 böm önnur taka þátt í sýningunni. BÆKUR Til þeirra sem landið erfa Út hefur verið gefin bókin Regimus - horft til nýrrar aldar eftir Gunnþór Guðmundsson. Hér er um að ræða andlegt rit, örlítið safn heilræða og umhugsunarefna í dagsins önn og amstri. Bókin boðar frið öllum mönnum, hið innra sem hið ytra. Úlfur Ragnarsson læknir ritar bókinni formála og teiknar í hana eina mynd við hvert efni. í formála segir: Það sem fram kemur í þessari bók er ritað með penna alþýðumanns. Glöggskyggnum lesanda má þó ljóst vera að annar stendur þar að baki. 2. bindi Svaðastaða- hrossa Isafold hefur gefið út bókina Svaðastaðahrossin, uppruni og saga, II bindi eftir Anders Hansen. í þessu bindi er haldið áfram að rekja sögu þessa merka hrossakyns sem er nú útbreiddasti stofninn innan íslenska hrossastofnsins. í fyrra bindinu, sem út kom fyrir ári, var saga Svaðastaðahrossanna rakin allt frá miðri 18. öld. Nú er haldið áfram þar sem frá var horfið og getið margra þekktustu gæðinga og stóðhesta landsins. Sérstakir kaflar eru um einstök hross, m.a. Hörð 591 frá Kólkuósi og hrossaræktarbú, svo sem Svaðastaði, Vatnsleysu, Axlarhaga og Þverá í Skagafirði og Kröggólfsstaði í ölfusi. Sérstakur þáttur er af ræktun Sveins Guðmundssonar á Sauðárkróki og margir af kunnustu stóðhestum landsins fá sérstaka umfjöllun. Ritverkið um Svaðastaðahrossin er þegar orðið grundvallarrit um íslenska hrossarækt. Ritverkið geymir hafsjó af upplýsingum um menn og hesta sem aldrei hafa birst opinberlega áður. Bækurnar eru þvi í senn skemmtileg lesning og ómissandi uppsláttarrit fyrir alla þá sem áhuga hafa á íslenska hestinum. Bókin er 360 bls. og unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. G0t>HEIMAI? 5 IÐUNN Förin til Útgarða-Loka Hjá Iðunni er komin út ný teiknimyndasaga í flokknum Goðheimar sem byggður er á frásögn Eddukvæða og Snorra- Eddu um æsi og viðskipti þeirra við jötna, forynjur og furðuverur. Eftir þessum sögum og teikningum Peter Madsen hefur verið gerð kvikmynd sem sýnd hefur verið hérlendis. Þessi nýja bók nefnist Förin til Útgarða-Loka og er framhald Sögunnar um Kark sem út kom í fyrra. Hér segir frá þvi að þegar æsir hafa fengið sig fullsadda á hrekkjusvininu honum Karki ákveða þeir að skila honum aftur til Jötunheima. Bók um Bette Davis Leikkonan Bette Davis lést í október. 1 minningu hennar sendir Bókaútgáfan Reykholt á markaðinn á ný ævisögu hennar sem Bókaútgáfan Rauðskinna gaf út fyrir örfáum árum. Bókin heitir Bette Davis - Líf og listir leikkonu. Höfundurbókarinnar er Charles Higham, en þýðandi Ólafur Ólafsson. Bette Davis er ein mikilhæfasta leikkona allra tíma. Hún vann stórkostlega leiksigra og hlaut ýmsan frama fyrir list sína, m.a. Óskarsverðlaun, en í einkailífinu átti hún oft við erfiðleika og vonbrigði að striða. Bókin segir frá báðum þessum þáttum í ævi Bette á hreinskilinn og heiðarlegan hátt, án þess að reynt sé að draga neitt undan eða ýkja í eyður. Frr«Télagi eldri borgara Opið hús í dag, fímmtudaginn 18. janúar, í Goðheimum, Sigtúni 3. Kl. 14:00 er frjáls spilamennska, kl. 19:30 félagsvist og kl. 21:00 verður dansað. Athugið: Göngu-Hrólfur. Félagar hitt- ast laugardaginn 20. jan. kl. 11:00 að Nóatúni 17. Digranesprestakall Kirkjufélagsfundur verður í safnaðar- heimilinu við Bjarnhólastíg í kvöld, fimmtud. 18. jan. kl. 20:30. Spiluð verður félagsvist. Kaffiveitingar, og að lokum helgistund. Frá Kvenfélagi Kópavogs Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíðar- fundinn fimmtudaginn 25. janúar í Fél- agsheimilinu kl. 20:30. Skemmtidagskrá. Félagsmenn eru beðnir að láta vita sem fyrst um þátttöku í símum 40332, 40388, 675672. Spilakvöld Rangæingafélagsins Annað spilakvöld Rangæingafélagsins í Reykjavík verður kl. 20:30 að Ármúla 40, fimmtudaginn 18. janúar. Félagsvist Húnvetningafélags- ins Húnvetningafélagið í Reykjavík er með félagsvist laugardaginn 20. janúar og hefst hún kl. 14:00 í Húnabúð, Skeifunni 17. Verðlaun og veitingar. Allir velkomn- ir. Þorrablót „burtfluttra Saurbæinga" Þorrablót burtfluttra Saurbæinga verð- ur haldið í Breiðfirðingabúð laugardagin 20. janúar kl. 20:00. Passíukórinn á Akureyri heldur tónleika Passfukórinn á Akureyri heldur tón- leika í Akureyrarkirkju sunnud. 21. janúar kl. 17:00. Á efnisskrá eru tvö verk eftir Antonio Vivaldi fyrir einsöngvara, kór og hljóm- sveit. Einnig verða flutt tvö önnur kirkju- leg verk Vivaldis, Magnificat og Introduz- i ione et Gloria. Hljómsveit skipuð félög- um úr Kammersveit Akureyrar leikur með og Björn Steinar Sólbergsson leikur á orgel. Einsöngvarar á tónleikunum verða Margrét Bóasdóttir sópran, Liza Lillicrap sópran, Þuríður Baldursdóttir alt og Michael Jón Clarke tenór. Stéfnt er að því að næsta verkefni kórsins verði að taka þátt í konsertupp- færslu á söngleiknum My Fair Lady með Kemmersveit Akureyrar og fleiri kórum. Sýningar á Kjarvalsstöðum Nú standa yfir á Kjarvalsstöðum þrjár sýningar: í austursa! er sýningin “Kjarval og landið“, verk í eigu Reykjavíkurborgar. f vestursal sýnir Margrét Jónsdóttir olíumálverk. Sýningin stendur til 21. janúar. í vesturforsal sýna Helgi Þorgils Friðjónsson og Hallgrímur Helgason Portrett. Sýningin stendur til 21. janúar. Kjarvalsstaðir eru opnir daglega kl. 11:00-18:00 og er veitingabúðin opin á sama tíma.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.