Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 3
Föstudagur 19. janúar 1990 Tíminn 3 Reyðfirðingar: Vilja álver Hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps hefur samþykkt ályktun þar sem dregnir eru fram helstu kostir við að staðsetja nýtt álver á Reyðarfirði. Bent er á að stutt verði í orku frá nýrri virkjun í Fljótsdal, samgöngur séu allgóð- ar og að stutt sé í væntanlegan alþjóðaflugvöll. Hreppsnefndin vekur sérstaka athygli á góðum hafnarskilyrðum og segir að þau séu ein hin bestu á landinu. Nefndin telur að líklega sé hvergi ódýrara að byggja höfn á íslandi. Sigling til Evrópu frá Reyðarfirði er u.þ.b. sólarhring skemmri hvora leið en frá Faxaflóa og hafíshætta er hverfandi. Hreppsnefnd Reyðarfjarðar- hrepps mótmælir þeirri skoðun að fámenni Reyðarfjarðar og næstu nágrannabyggða útiloki nánast að reisa fyrirtæki á borð við álver þar. Hreppsnefndin hef- ur meiri áhyggjur af áhrifum stöðnunar á svæðinu en af tíma- bundnum þensluáhrifum sem mundu leiða af byggingu stórfyr- irtækis. -EÓ Nýjustu rannsóknir á afleiðingum gróðurhúsaáhrifa á veðurfar koma á óvart. Meiri líkur á að hitastig muni lækka á íslandi en hækka: „Gróðurhúsavetur" Rannsóknir, sem dr. Warren M. Washington frá Alþjóða- stofnun um rannsóknir á andrúmslofti í Bolder í Colorado hefur gert, benda til þess að aukinn koltvísýringur í andrúmsloftinu geti hugsanlega valdið því að veðurfar á Norður Atlantshafi kólni um allt að 4 gráður yfir vetrartím- ann. Þessi niðurstaða kemur nokkuð á óvart því að hingað til hafa flestir vísindamenn talað um að það muni hitna í veðri alls staðar í heiminum á komandi árum vegna hinna svokölluðu gróðurhúsaáhrifa. Dr. Washington kynnti niðurstöð- ur rannsókna sem hann og samstarfs- menn hans hafa gert, á námstefnu um gróðurhúsaáhrif og veðurfars- breytingar af mannavöldum sem haldin var á vegum íslensku vatna- fræðinefndarinnar. Reyndar er hér ekki um endanlegar niðurstöður að ræða því dr. Washington segir að nauðsynlegt sé að gera frekari rann- sóknir á áhrifum koltvísýrings á veðurfar. Dr. Washington og samstarfs- menn hans hönnuðu reiknilíkan sem segir til um hugsanleg áhrif þess á hitastig í heiminum ef koltvísýringur í andrúmslofti myndi tvöfaldast. Niðurstaða þessara rannsókna, sem hafa staðið í áratugi, er að hitastig muni hækka víðast hvar í heiminum, en á tveimur svæðum, á Norður Atlantshafi og Norður Kyrrahafi, muni kólna. Þessi kólnun kemur til vegna breytinga á loftþrýstingi sem valda því að norðanáttir verða meira ríkjandi. Dr. Washington segir mestar líkur á að þessi kólnun sé tímabundin. Talað hefur verið um 30-40 ár í þessu sambandi. Spurning- in er hins vegar hvort þetta kulda- skeið er þegar liðið. Mælingar benda t.d. til þess að eftir 1950 hafi kólnað í veðri á íslandi. Veðurfræðingar benda á að kol- tvísýringur sé aðeins einn þáttur af mörgum sem hafi áhrif á veðurfar og hitastig. Dr. Washington tekurundir þetta og segist vilja setja marga fyrirvara við sínar niðurstöður. Markús Á. Einarsson veður- fræðingur segir að ljóst sé að aukinn koltvísýringur í andrúmslofti hækki hitastig í heiminum. Hann segir hins vegar að vísindamenn hafi hingað til dregið allt of einhliða ályktanir af þessari staðreynd. „Hingað til hafa menn nær eingöngu verið að velta fyrir sér til hvaða aðgerða þyrfti að grípa vegna hækkandi hitastigs og þar hafa menn t.d. horft á hækkandi yfirborð sjávar. Fáum hefur dottið í hug að efast um sjálfa hitabreyting- una,“ sagði Markús. Trausti Jónsson veðurfræðingur sagðist aldrei almennilega hafa trúað á þessa stóru spádóma um hækkandi hitastig vegna aukins koltvísýrings í andrúmslofti. Hann sagði aftur á móti að hann hefði meiri trú á niðurstöðum dr. Washingtons en annarra vísindamanna, m.a. vegna þess að þær kæmu miklu betur saman við þær mælingar á hitastigi sem gerðar hafa verið í heiminum undanfarin ár. -EÓ Bretar vilja í gólf- plötuframleiðslu á suð-vesturhorninu Breska fyrirtækið Melville Group hefur ákveðið að sækja um leyfi til iðnaðarráðherra til að reisa og starfrækja verk- smiðju á suð- vesturhorni landsins. Fyrirtækið hyggst framleiða hitaþolnar milli- veggjaplötur úr gifsi og vikri sem.er framleiðslunýjung. Áætl- að er að heildarkostnaður við að reisa verksmiðjuna sé um 300 milljónir en markaðssetning vörunnar komi til með að kosta einn milljarð króna. Að líkind- um munu fímmtíu manns starfa við verksmiðjuna. Umsvif Melville fyrirtækisins eru aðallega á Bretlandi og hefur það 150 fyrirtæki og útibú á sínum snærum. Melville tengist fyrirtækinu Butler í Bandaríkjunum sem er risafyrirtæki í byggingariðnaði. Verksmiðjan hérlendis hefur ver- ið í undirbúningi um alllangt skeið. Eitt af skilyrðum fyrirtækisins er að það eigi 80% í verksmiðjunni. For- svarsmenn fyrirtækisins áttu fund með Jóni Sigurðssyni iðnaðarráð- herra og hefur hann fylgst með framgangi málsins. Ekki náðist í iðnaðarráðherra í gær en Páll Flyg- enring ráðuneytisstjóri sagði í sam- tali við Tímann að hann vissi ekki til þess að málið hefði enn borist ráðu- neytinu til endanlegrar afgreiðslu. Samkvæmt viðauka við heimildalög- in hefur ráðherra heimild til að leyfa 80% eignarhald erlendra aðila með vissum skilyrðum. Framleiðslan sem um ræðir eru hitaþolnar milliveggjaplötur til hús- bygginga, sem fyrirhugað er að geti að miklu leyti leyst af hólmi gifsplöt- ur og jafnvel einnig asbestplötur. Ætlunin er að nota íslenskan vikur í plöturnar og ráðgert er að framleiða 5 til 7,5 milljónir fermetra af plötun- um á ári. Þess má geta að Björn Einarsson tæknifræðingur hefur unnið að útfærsiu framleiðslunnar hérlendis. Hvað varðar staðsetningu verk- smiðjunnar hefur verið rætt um Helguvík, Straumsvík, Reykjavík og Þorlákshöfn. SSH ísfisksölur í Bretlandi og Þýskalandi dagana 8. til 12. janúar sl: 1258tonn seld Mjög gott verð fékkst á ísfisk- mörkuðum í Bretlandi og Þýska- landi í liðinni viku. Samtals voru seld 1258 tonn ytra fyrir tæpar 162 milljónir króna. Þrír bátar lönduðu í Bretlandi rúmum 440 tonnum. Þar af voru 420 tonn af þorski og fékkst 120,36 króna meðalverð fyrir kílóið og 192 krónur fyrir kílóið af ýsu, en seld voru rúm 9 tonn. Af ufsa voru 4 tonn seld, fyrir 83,10 króna meðalverð, 1,3 tonn af kola, með- alverð 152,07 krónur, 1,3 tonn af grálúðu, meðalverð 143,23 krónur og af blönduðum afla voru 3,8 tonn seld, meðalverð 193,41 króna. Eins og áður sagði sigldu þrjú skip með aflann: Hjalteyrin EA 310, sem landaði 120 tonnum, meðalverð 137,77 krónur, Hjör- leifur RE 211, landaði 111 tonnum, meðalverð 116,27 krónur og Bessi ÍS 410, landaði 290 tonnum, með- alverð 116,51 króna. Úr gámum voru seld 152 tonn af ísuðum fiski. Þar af voru rúm 135 tonn af þorski og fékkst metverð fyrir kílóið, eða 137,05 krónur. Af ýsu voru seld 6,3 tonn, meðalverð ytra 234,48 krónur;. sem einnig er metverð. 2,6 tonn voru seld af kola, meðalverð 212,69 krónur og af blönduðum afla 6,8 tonn, meðal- verð 124,53 krónur. Heildarmagnið sem flutt var út á Bretlandsmarkað í skipum og gám- um nam 593 tonnum og fengust samtals 75,5 milljónir fyrir. Fjögur skip seldu á Þýskalands- markaði, samtals 665 tonn og feng- ust 86,5 milljónir króna fyrir aflann. Vigri RE 71 seldi tæp 199 tonn, meðalverð 144,27 krónur, Sigurey BA 25 seldi 183 tonn, meðalverð 142,59 krónur, Þorlák- ur ÁR 5 seldi 103,45 krónur og Sindri VE 61 seldi 132 tonn, meðal- verð 121,79 krónur. Afþessum665 tonnum voru 385 tonn af karfa og fékkst 149,04 króna meðalverð fyr- ir kílóið, af ufsa voru seld 147 tonn, meðalverð 92,62 krónur, af þorski voru seld rúm 90 tonn, meðalverð 116,53 krónur, af ýsu 12 tonn, meðalverð 196,80 krónur, af grálúðu 6 tonn, meðalverð 131,76 krónur og af blönduðum afla 23,6 tonn, meðalverð 73,70 krónur. -ABÓ í stað hlýinda?

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.