Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 7
Föstudagur 19. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Sigurjón Jóhannsson, blaðamaður og leiðbeinandi í fjölmiðlanámi: Vextir og verðbætur Herra ritstjóri, Indriði G. Þorsteinsson. í blaði þínu Tímanum var í fyrri viku tekið fyrir mjög þarft umræðuefni sem fjallaði um skilning fólks á ýmsum þeim nöfnum er varða ávöxtun fjár og vexti. Viðmælendur virtust margir hissa á því að almenningur næði ekki áttum í þessu nafnarugli í sambandi við vexti. Ég er aftur á móti ekkert hissa á því og hef reyndar verið þeirrar skoðunar lengi að þessi gjörningur sé meiri háttar tilræði við fólkið í landinu. Einhvern tímann sagði ég í hópi miðstjórnarmanna ASÍ að kratar á Norðurlöndum (og eflaust fleiri stjórnmálaöfl) myndu aldrei leyfa neinum að rugla fólk í ríminu með því að kalla vexti mörgum nöfnum, hvað þá að hleypa inn í einföld vaxtadæmi ófögnuði á borð við verðbótaþætti, lánskjaravísitölu, raunvexti, nafnvexti og fleiri slík- um spekiyrðum. í Noregi, þar sem ég þekki talsvert til, eru vextir kallaðir vext- ir og ekkert annað. En þeir eru ýmist „ódýrir", „meðaldýrir" eða hreinlega “dýrir“ og er þá miðað við laun og verðbólgu. Þegar verðbólga rokkar á bilinu 5-8% á ári, eins og er að jafnaði í nágrannaríkjum okkar, er öllum almenningi ljóst um hvaða stærðir er verið að tala, bæði hvað snertir Hvenær leyfist okkur að taka upp á ný einfalt mannamál hér á ís- landi þegar við höfum þörf á að ræða um vexti? Er til of mikils mælst að ríkisstjórn hinna vinnandi stétta (eða hvað?) kasti nú- verandi kerfi út í hafs- auga og öllum f ínu orð- unum um vexti með? laun, ráðstöfunarfé og lánsfé. At- vinnurekendur og launþegar vita fyrirfram um hvað er hægt að semja þegar samningar eru lausir og oft er samið upp á brot úr prósenti, t.d. 5,4% launahækkun. Þegar meðaljóninn í Noregi fer í banka veit hann alveg hvað hann er að kalla yfir sig því hann kann einfaldan prósentureikning rétt eins og fulltrúi bankans. Eftirfarandi sarntal gæti hæglega átt sér stað í bankanum: Meðaljóninn: Ég er kominn til að biðja bankann um 50 þúsund króna lán (norskar krónur). Fulltrúi: Já, það ætti að vera í góðu lagi. Til hvers ætlarðu að nota lánið? M: Ég ætla að kaupa notaðan bíl, fæ hann á góðu verði ef ég get borgað hann á borðið. F: Já, en þú gerir þér væntanlega grein fyrir að vextirnir af svona háu láni eru býsna háir, 14%, eða 6% hærri en t.d. af húsnæðislánum? M: Já, ég geri mér grein fyrir því. Ég hefði nú ekki þorað að taka svona dýrt lán nema af því að ég hef fengið aukavinnu næstu þrjá mánuði. Launin mín hækka víst ekki meira en um 5,2% í ár og mér skilst að verðbólgan geti orðið 8% í ár, svo ég verð víst að draga úr eyðslu. Ég legg nú reyndar alltaf fyrir lítilræði, en það gengur ekki eins vel síðustu tvö árin og áður. Er það annars ekki rétt skilið að 14% vextir þýði að ég greiði 7 þúsund krónur í vexti á ári ef ég greiði ekkert af láninu? F: Jú, það er rétt, og þú sérð þá að þetta eru býsna háir vextir og því eins gott að byrja strax að Ieggja til hliðar fyrir afborgunum og vöxtunum. Hvenær leyfist okkur að taka upp á ný einfalt mannamál hér á íslandi þegar við höfum þörf á að ræða um vexti? Er til of mikils mælst að ríkisstjórn hinna vinnandi stétta (eða hvað?) kasti núverandi kerfi út í hafsauga og öllum fínu orðunum um vexti með? Þá þyrfti ég ekki að fara á námskeið til að skilja öll dularfullu nöfnin sem þessi undarlega þjóð hefur yfir jafneinfaldan hlut og vexti. Má ég, fyrir mína hönd og allra þeirra stórfyrirtækja sem eru að fara á hausinn af því að þau skilja ekkert frekar en ég verðbætur, lánskjaravísitölu, raunvexti og nafnvexti, biðja um ofur einfaldan hlut: Finnið gamla góða prósentu- reikninginn og setjið hann aftur ómengaðan á stall. Þá mun okkur aftur vel farnast á þessu landi. VEIÐIMAL Stjórn Veiðifélags Apavatns: Frá vinstri: Magnús Guðmundsson, Neðra Apavatni, Kjartan Helgason, Haga, formaður og Snæbjörn Þorkelsson, Austurey. (Ljósm. Ein«r H.nnesson) Koma þarf jaf nvægi á f iskistof na Apavatns Eitt af þekktari veiðivötnum hér á landi er Apavatn í ofanverðri Ámes- sýslu. Nýlega hefur verið birt skýrsla Suðurlandsdeildar Veiðimálastofn- unar um rannsóknir á vatninu. Það virðist hafa orðið veruleg röskun á eðlilegri stærðardreifingu fisks í vatninu, sem tekja megi til þess að veitt hafi verið hlutfallslega of mikið af stóram físki úr vatninu. Niðurstöður fyrrnefndrar skýrslu kalla á breytt vinnubrögð við veiði- skap með netum í Apavatni, ef takast á að koma eðlilegu jafnvægi á í fiskstofnum vatnsins. Talið er að Apavatn, sem er 1.360 hektarar að flatarmáli gæti gefið árlega 5-10 kíló af fiski á hvern hektara vatnsins. Framleiðslugetan er því 7-14 lestir af silungi, sem er langt frá því, sem fengist hefur af fiski úr vatninu á seinni tímum. Veiðiálag má því auka í Apavatni, en huga verður betur að möskvastæð netanna. Veiðifélag stofnað Vorið 1988 var stofnað veiðifélag um Apavatn, en félagið tekur til vatnsins sjálfs og fjögurra fiskgengra lækja sem í það falla. Félagar ábú- endur og eigendur 15 jarða við fiskihverfið. Meðaldýpi Apavatns er 1,5 m og mesta dýpi vatnsins um 2,5 m, og er í 59 m hæð yfir sjó. í vatninu er bleikja, urriði og hornsíli og stöku lax. Netaveiði hefur alla tíð verið stunduð og oft veitt af krafti í vatninu og auk þess stunduð þar stangaveiði á seinustu áratugum. Úr vatninu fellur Hagaós, sem á ós í Brúará. Rannsóknir Fisk- og botndýrarannsóknir á Apavatni voru gerðar 1987 og 1988 og þeim verður væntanlega haldið áfram næstu ár, þannig að unnt verði að fylgjast með þróun mála þar. Fyrmefnd skýrsla sem þeir Magnús Jóhannsson, deildarstjóri á Selfossi og Lárus Þ. Kjartansson, líffr. sömdu, gefur glögga vitneskju um ástand fiskistofna í vatninu þessi tvö ár. Hér á eftir verður í stuttu máli greint frá þessum rannsóknum. Mergð smábleikju í vatninu Við athuganir 1987 og 1988 kom í ljós, að mikið var af smárri og fremur ungri bleikju í Apavatni. Holdafar fisksins var fremur lélegt og hátt hlutfall þeirra kynþroska. Vöxtur bleikjanna var góður fyrstu tvö árin en þegar 20-25 sm lengd er náð virðist draga verulega úr vexti jafnframt því sem þær verða kyn- þroska. Hluti stofnsins virðist verða stærri. Ástand urriðans var á annan veg, því bæði kom fram í tilrauna- veiði smár og stór urriði. Ofveiði - vanveiði? Þeir félagar Magnús og lárus komust aðþeirri niðurstöðu, að svoi virðist sem að veitt hafi verið mest fiskur um 30 sm að lengd, þar sem menn hafi mest notað á undanförn- um árum net með 29-40 mm möskva. Slík net veiði ekki fisk undir 25 sm að lengd. Það sé því ljóst, að veiddar séu nær eingöngu stærstu bleikjurnar og þær hraðvöxnustu. Við þessar aðstæður hafi rýmkast um yngri fiskinn (smábleikju) og meira komist upp af honum, þ.e. nýliðun orðið meiri en áður. Þessi aukning hafi síðan leitt til meiri samkeppni fisks- ins um fæðuna og afleiðing orðið minni vaxtarhraði, sem síðar leiddi til kynþroska hjá smáum bleikjum. Svipað hafi gerst með urriðann hvað snertir stærðardreifingu í vatn- inu, stærri fiskurinn hafi verið veidd- ur áður en hann hafði tekið út fullan vöxt. Hætt sé við, að beitarálag hafi orðið minna af þessum sökum á hornsíli og aukið samkeppni þess og bleikjunnar um fæðuna. Úrbætur Tillaga félaganna er að ráðlegast sé að nýta Apavatn með því að dreifa veiðiálaginu á stofninn þannig, að veidd sé smábleikja en einnig stærri bleikja. Rétt sé að veiða með 25 mm möskva og minni, en einnig með 35-40 mm möskva. En veitt sé í minna mæli með netum, með 26-32 mm möskva. Ef ekki yrði veitt með netum með möskva, stærri en 40 mm, myndi veiðiálag á stóran urriða minnka og honum fjölgað og hann yrði að jafnaði stærri. Fjölgun urriðans myndi væntanlega fækka hornsílum (sem hann étur) og draga úr fæðusamkeppni homsíla við bleikjuna, sem byggi við hagstæðari skilyrði í vatninu. Að takmarka hrygningarfisk Einnig er bent á leið til að fækka smábleikju, þ.e. að takmarka hrygn- ingu hennar. Slíkar aðgerðir krefjist víðtækrar samvinnu landeigenda þar sem mikilvægar hrygningarstöðvar bleikju séu í ánum sem falla í vatnið. Þá er stungið upp á að nota gildru við veiðar á smábleikju. Svipaða sögu þessari um Apavatn má segja um ýmis önnur silungsvötn á landinu, eins og rannsóknir hafa víða sýnt. Hér er á ferðinni flókið samspil fisks, fæðu og veiða. í stjóm Veiðifélags Apavatns em Kjartan Helgason, Haga, formaður, Magnús Guðmundsson, Neðra- Apavatni og Snæbjöm Þorkelsson, Austurey. eh.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.