Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 14
14'Tíminn BÓKMENNTIR Föstudagur 19. janúar 1990 Góður vil ji enga gerir stoð Einar Heimisson Götuvísa gyðingsins Útg. Vaka-Helgafeli. 1989 168 bls. Sagan segir af ungum þýskum gyðingi, Otto Rosenberger, sem árið 1936 flýr ofsóknir nasista í heima- landi sínu og til íslands - á tíð kreppu og atvinnuleysis hérlendis. Á eftir Otto kemur kona hans Agnes og barn þeirra og síðar bróðir kon- unnar og móðir. Otto tekst með drenglunduðu harðfylgi að koma undir sig og fjölskyldu sína fótum, þau reka dálitla leðuriðju, en bróðir- inn gerist fjósamaður á sveitabýli. í búsetusögu þessarar fjölskyldu á ís- landi er einkum lögð áhersla á samskipti hennar og landsmanna, atburðir raktir sem sýna að sambúð- arvandinn var óbreyttur þrátt fyrir aðsetursskiptin, að íslendingar eru ekki skárri að skömminni til en Þjóðverjar þegar að gyðingum kem- ur og þótt fyrrnefndum hafi ekki boðist tækifæri til að ganga milli bols og höfuðs á gyðingum. Hérlendis mætir fjölskyldan Rosenberger for- dómum og atvinnumisrétti og hún hefur ekki dvalið tvö ár í landinu þegar henni er vísað burt og aftur í greipar hinna þýsku ofsóknar- manna- fjölskyldan var þýsk sam- kvæmt vegabréfi þegar hún kom til landsins. Afleiðingarnar gat enginn séð fyrir árið 1938, en í ljósi þess að frásögnin er í meginatriðum sönn er okkur íslendingum ætlað af bókar- höfundi, Einari Heimissyni sagn- fræðinema í Þýskalandi um þessar mundir, að axla okkar skerf ábyrgð- ar á órétti þeim sem gyðingar hafa verið beittir og viðurkenna að við erum ekki síður skepnur en hver annar þegar til kastanna kemur. Þörf er áminningin, en þar með er líka allt talið sem hrósvert er um bók þessa. Efnisrök hennar eru engin fyrir því að svo hafi farið sem fór og ekkert sem tengir söguna veru- leikanum annað en fullyrðingar á bókarkápu. Skáldsaga þessi, kölluð heimildasaga, er sjálf eins konar „gyðingur" meðal hreinræktaðra „aría“ fræðanna og sannleikans, al- ger þerna hans, henni er ætlað að vera hundflöt hælsleikja hans, ger- sneydd dramatískum tilþrifum, pers- ónusköpun ekki fremur en í dúkku- lísulcik, innsæi í lifnaðarhætti og menningu alls ekkert - hvort sem höfundur er gæddur slíkum eigin- leikum eða ekki. Það er engan veginn ófrávíkjanleg regla að nas- istaunglingar séu feitir og bólugrafn- ir. Og algerlega óviðunandi er að sérkennum gyðinga meðal annarra manna séu gerð þau ein skil í sögu um gyðingaofsóknir að þeir klæðist EINAR HEIMISSON Götuvísa svörtu og hafi samsvarandi háralit (stundum). Ef innri rök vantar er skáldsaga ekkert annað en uppgerð og útskryppi og ekkert stoðar að vísa til ógnarlegra sögulegra stað- reynda. Og til hvers að vera að nostra við stíl ef markmiðið er lágkúra á borð við þessa dæmigerða: „Á dansgólf- inu stígur smávaxið par dans; þau dansa létt en örugglega og vekja raunar fljótt athygli fyrir danslipurð sína. Þetta fólk dansar mikið og drekkur lítið, raunar má segja að þau dansi stanslaust allt kvöldið. Þau yrða á fáa og fáir yrða á þau; þeim er í sjálfu sér sama, kannski vilja þau hafa það þannig ... “ (bls. 133) Ytri lýsingar - sjónrænar - eru kæfandi nákvæmar í sögunni en um ekkert annað en sjálfar sig, einkum þær frá Þýskalandi. Lýst er húsum og götum, skemmtunum fólksins og klæðaburði - mataræði landans hlýt- ur gott rými og yfirleitt lifnaðarhætt- ir á líðandi stund. Persónurnar njóta aftur á móti ekki sömu athygli. Á bls. 67, heilu ári eftir komu aðalpers- ónunnar Ottos til íslands, segir svo um Otto: „Já, þetta er vetrarland," segir fölleitur, svipsterkur maður við borðið." - Lesandi hefur hlotið að fylgjast með manni þessum frá fyrstu síðu, á ferð um tvö lönd, en nær honum en þetta fer höfundur ekki að hálfnaðri sögunni. í bókar- lok eru þau Otto og Agnes jafnfjar- læg lesanda og á fyrstu síðum. Er þó tilgangurinn áreiðanlega að vekja samúð með persónunum, ýta við samvisku lesandans. Einfalt samasemmerki er sett milli valds og sektar, fátæktar og sakleys- is. Birt eru bréf Ottos og bróður hans Nathans til hérlendra yfirvalda, en um þau yfirvöld gildir að þau eru ekki séríslenskari í háttum en það að þau eru menn í frakka. Maður í frakka getur vakið hin ýmsu áhrif í sjónvarpsmynd eftir samhengi en hér á þvílíkur safnaður frakkaklædd- ur ekki heima og ætti að hypja sig hið fyrsta út úr miðlinum og yfir í þá sjónvarpsmynd aftur þaðan sem hann villtist. Yfir í heim þar sem einfaldanir og útþynningar eru góð og gild vara. Tómleiki, sljóleiki, hirðuleysi, heimóttarskapur og sú hugsjón kergjunnar að hver hokri að sínu kann að hafa komið gyðingafjöl- skyldu á íslandi á kaldan klaka í eina tíð og kann að gera það aftur - og aftur - rétt eins og mörgum íslend- ingnum fyrr og síðar, en „Götuvísa gyðingsins" sannfærir varla nokkurn mann um að Islendingar hafi art í sér til að andskotast svo í gyðingum sem ýmsar aðrar þjóðir hafa gert, öllu heldur er bókin til þess eins fallin að draga dul á þá ókosti og þá ann- marka sem mark sitt hafa sett á þjóð og þjóðlíf í þessu iandi alla tíð, t.d. þann brest að íslendingar hafa jafn- an verið sjálfum sér verstir hvernig svo sem þeir hafa komið fram við fólk með sérþarfir, s.s. gyðinga. í þessari umsögn hefur ekkert verið sagt um höfund umræddrar bókar, bráðungan mann, allt átti það að vera um bók hans, hina fyrstu trúi ég. Engu líkara en höfundur með vilja, metnað og þekkingu - og fleiri mannkosti - hafi villst af leið með efni sitt, það á áreiðanlega fremur heima í heimildabók af því tagi sem t.d. Þór Whitehead sagn- fræðingur hefur verið að senda frá sér á undanförnum árum. Þessi bók er einfaldlega út í hött. María Anna Þorsteinsdóttir HÁSKÓLI ÍSLANDS Sumar- ogfjarkennslunám í uppeld- is- og kennslufræðum við Félagsvís- indadeild Háskóla íslands Næsta sumar byrjar tveggja ára nám (30 e.) í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands. Nám þetta er einkum ætlað leiðbeinendum í framhaldsskólum og erformlega eins uppbyggt og að fullu sambærilegt við eins árs nám í uppeldis- og kennslufræðum við Háskóla íslands. Nemend- ur munu stunda nám sitt annars vegar í Háskóla íslands og hins vegar með aðstoð fjarkennslu. Námið hefst í Háskóla íslands 15. ágúst n.k. og stendur til 25. ágúst. Nemendur mæta síðan sem hér segir: 1. Eina viku um mitt skólaár 1990-91. 2. Tvær til þrjár vikur í júní 1991. 3. Eina viku um mitt skólaár 1991-92. 4. Tvær til þrjár vikur í júní 1992. Kennslustjóri í uppeldis og kennslufræðum veitir allar nánari upplýsingar. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Félagsvísindadeildar Háskóla íslands s. 694502. Umsóknir berist skrifstofunni fyrir 20. mars 1990. Háskóli íslands Félagsvísindadeild Hvergerðingar - Sunnlendingar! Þorrablót Framsóknarfélags Hveragerðis verður haldið að Hótel Örk, föstudaginn 19. janúar 1990 kl. 19.30. Heiðursgestir kvöldsins verða: Indriði G. Þorsteinsson og frú. Veislustjóri verður: Garðar Hannesson. Ýmis skemmtiatriði. Eftirhermur og gamanmál. Félagar mætum öll og tökum með okkur gesti. Allir velkomnir. Miðaverð kr. 1500,- Miðapantanir fyrir fimmtudag hjá: Gísla Garðarssyni s: 34707. Garðari Hannessyni s: 34223. Sturlu Þórðarsyni s: 34636. Indriði G. Þorsteinsson MINNING llllllllillilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Hansborg Fædd 29. nóvember 1898 Dáin 19. janúar 1988 „Hún amma mín það sagði mér..." Á hverju sumri var haldið til Hansborgar ömmu á Hellissandi. Pabbi með nikkuna á bakinu og mamma með ballskóna í töskunni. Hvalfjörðinn þekkti ég eins og handarbakið og andaði léttar þegar sporðinum var náð. Vegamót - Ólafsvík - Hellissandur. Pá var enginn vegur á Enninu og við urðum að sceta lagi: Stökkva á milli steina ballskórnir í töskunni bíll í fjarskanum Sandur við sjóndeildarhringinn. Stundum mátti sjá Ijós í álfhólnum í kvöldkyrrðinni - stundum. Amma beið í dyrunum á Grund eins og klettur. Umvafði alla - svo hlý. Langafi lá rúmfastur í litla herberginu, alltaf brosandi með Ijóð á vör. Þetta sumar sneri ég heyinu með Gunna frænda á hverjum morgni. Um haustið barst bréf til Reykjavíkur. Lítill snáði fékk sín fyrstu laun. Golsótt lamb fyrir snúningana. Jónsdóttir / kjallaranum á Grettisgötunni fór vel um ömmu Hansborgu. Hún eignaðist vin. Hann bjó í kjallaranum við hliðina. Hún eldaði matinn. Hann las í blaðinu. Kaffitár á eftir. Kannski voru þetta bestu árin hennar ömmu. Hver veit? Hamingjan var skammvinn. Vinurinn veiktist og lést, skyndilega. Offljótt. Eitthvað í ömmu dó líka. Neisti augnanna dofnaði. Ljósið í álfhólnum hœtti að loga. Úr herberginu hennar Hansborgar ömmu á elliheimilinu sást Snæfellsjökull úti við sjóndeildarhringinn á góðum degi. Golsótt? Ári síðar kom annað bréf. 800 krónur - bankabók. Þannig er víst lífið hjá litlum lömbum. Líka golsóttum lömbum. Brátt fluttust flestir í bæinn. Meiri vinna var sagt. Amma kom í kjölfarið. Afi og langafi báðir fallnir frá. Amma sá hann ekki - hún fann fyrir honum. Stundum fórum við í hugarflug til Hellissands og rifjuðum upp gamla tíma - þegar amma var ung með langa fléttu að mitti. „í hvolnum kvað við samhljómur klukknanna á kvöldin.“ Sverrir Guðjónsson

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.