Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 19.01.1990, Blaðsíða 16
AUOLVSINOASÍMAR: 680001 — 686300 | RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvogölu, S 28822 SAMVINNUBANKINN Í BYGGDUM LANDSINS PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTIlR 685060 VANIR MENN Tíniiiui FÖSTUDAGUR 19. JANÚAR 1990 TVO SKIP VIÐ LAX II VEIÐAR UTAN LOGSOGU Við könnunarflug Landhelgisgæslunnar á miðvikudag sáust tvö skip, sem að öllum líkindum sigla undir fána Panama, að ólöglegum laxveiðum, 10-15 sjómílur utan fiskveiðilögsögunnar aust-norð-austur af Langanesi. Engin skráningarnúmer sáust á skipunum. Samtök stangveiði- manna hafa brugðist hart við málinu og meðal annars beðið dómsmálaráðuneytið að beita sér í málinu. Þröstur Sigtryggsson skipherra hjá Landhelgisgæslunni sagði að búnaður og athafnir skipanna bentu eindregið til þess að um laxveiðiskip væri að ræða og land- helgisgæslan hafi ekki áður séð skip með merkingum af þessu tagi kringum landið. Bátarnir hafi ekki verið merktir öðru en nöfnunum: Brodel og Seagull. í skipaskrám finnist skip með þessum nöfnum og þau séu bæði skráð í Danmörku. Seagull er skráð sem flutningaskip en hitt sem fiskiskip og hefur stundað laxveiðar við Færeyjar. Bordel er samkvæmt skránni 134 brúttólestir en Seagull 299 brúttó- lestir. Þjóðir við Norður-Atlantshaf hafa samþykkt að veiða ekki lax í almenningnum utan fiskveiðilög- sagna Færeyja, íslands og Noregs. Landhelgisgæslan telur sig því ekki hafa lögsögu í málinu ef skipin reynast skráð þar. Orri Vigfússon hefur beitt sér í verndun laxveiðistofnsins í Norð- ur-Atlantshafi. Hann sagði samtök stangveiðimanna vera með svartan lista yfir átta skip sem talið er að stundi ólöglegar laxveiðar utan fiskveiðilögsagnanna, þau væru flest skráð undir fána Panama eða í Póllandi, þó væri talið að þau væru gerð út frá Evrópu og grunur félli helst á Danmörku. „Við erum búnir að setja öll hagsmunalöndin í viðbragðsstöðu beggja vegna Atl- antshafsins. Lögfræðingar eru að kanna málið út frá alþjóðalögum, en okkur skilst að Panama sé enn ekki fullgildur aðili að Hafréttar- sáttmálanum. Okkur sýnist því í fyrstu umferð vera erfitt að koma lögum yfir þessa báta. Hinsvegar ber yfirvöldum í löndum sem hafa fullgilt sáttmálann að vernda laxinn í úthafinu.“ Orri sagði að þess hefði verið farið á leit við dómsmálaráðuneyt- ið að samvinna yrði höfð við yfir- völd í Danmörku og Noregi að fullkanna veiðar skipanna, veiðar- færi, skráningu, þjóðerni áhafnar- mm—— innar o.s.frv., til að auðvelda það að koma lögum yfir þau. Orri sagði ennfremur að NASCO stofnunin (North Atlantic Salmon Conservation Organisa- tion) hefði verið sett í málið. Stofnunin væri í viðbragðsstöðu og væri jafnvel tilbúin að hafa form- legt samband við Panamastjórn og fara þess á leit að veiðarnar verði stöðvaðar. Komi hinsvegar í ljós að áhafnir skipanna séu danskar að þá sé ljóst að staða Dana sé erfið og þess verði krafist að dönsk stjórnvöld grípi í taumana. SSH Fyrsti fundur í gær var fyrsti fundur hins nýja bankaráðs Landsbankans. Á myndinni sést Kristinn Finnbogason heilsa Kristínu Á. Sigurðardóttur, fulltrúa Kvennalistans, sem tók setu í bankaráðinu fram yfir starf sitt hjá Kaupþingi. Hún er fyrsta konan sem situr sem aðalfulltrúi í bankaráðinu. Aðrir á myndinni eru Björgvin Vilmundarson (t.v.) og Eyjólfur K. Sigurðsson. Tímamynd: Árni Bjarna Fyrsti fundur Ferðamálaráös: Forsetanum þakkað Á fyrsta fundi Ferðamálaráðs á þessu ári var samþykkt að láta í ljós þakklæti til forseta íslands, frú Vig- dísar Finnbogadóttur, fyrir ómetan- legan stuðning hennar við íslenska ferðaþjónustu með því að koma fram opinberlega við ýmis tækifæri erlendis þar sem ferðamál hafa verið á dagskrá og beint og óbeint vakið með því athygli á íslandi. í ár er svokallað Ferðamannaár og í því tilefni mun European Travel Commission gangast fyrir ráðstefnu um ferðamál í Monaco, dagana 8. og 9. apríl. Samtökin hafa lýst miklum áhuga á að fá forseta íslands til að flytja opnunarræðuna við þetta tæki- færi. Ferðamálaráð íslands fer þess vinsamlega á leit við forseta íslands að þekkjast þetta boð og vekja þar með ennþá einu sinni verðskuldaða athygli á íslandi eins og segir í ályktun frá Ferðamálaráði. -EÓ Um 13% samdráttur í almennum vöruinnflutningi árið 1989: Um 7 milljörðum meira út en inn Innflutningstölur sýna áfram umtalsverðan samdrátt í innflutn- ingi til landsins. Alntennur vöru- innflutningur í nóvembermánuði (að hluta til jólavörurnar) minnk- aði t.d. núna 2. árið í röð, eða alls í kringum 11%, þ.e. ef erlent innkaupsverð er öll árin reiknað á sama gengi. Að magni til mun samdrátturinn ennþá meiri ef tekið er tillit til þess að vörur hækka einnig nokkuð í verði erlendis. í hcild voru vörur fluttar til landsins fyrir 7,1 milljarð kr. í nóvember sem var um 530 milljón- um kr. minna en árið áður reiknað á sama gengi. Útflutningur í mán- uðinum var um 275 millj.kr.meiri en innflutningurinn. Um 5.700 milljónir í olíukaup í nóvemberlok höfðu landsmenn greitt um 65 milljarða fyrir innflutt- ar vörur á árinu. Það var rúmlega 7 milljörðum kr. minna heldur en greitt var fyrir útfluttar vörur héð- an á sama tíma. Af þessum 65 milljörðum fóru tæpir 5 til kaupa á flugvélum, skipum og vörum til Landsvirkjun- ar og um 4 milljarðar til greiðslu á innflutningi stóriðjufyrirtækjanna. í báðum tilfellum var um fjórðungs aukningu að ræða milli ára. I>á námu olíukaup á tímabilinu um 5,7 milljörðum kr., sem var meira en þriðjungs aukning frá árinu áður. Um 7.300 milljónum minni innkaup Samdráttur í innflutningi var því allur og meira til á svonefndum almennum innflutningi. Þessa cll- efu mánuði nam hann rúmlega 50 milljörðum kr., sem var 7,3 millj- örðum króna (13%) minna heldur en fyrir sama tímabil árið áður, reiknað á sama gengi. Sá samdrátt- ur mundi t.d. svara um 100.000 kr. að meðaltali á hverja fjölskyldu á íslandi, sem „hún“ hefur flutt minna til landsins heldur en á sama tímabili ári áður. Á sama tíma fengust um 72 milljarðar kr. fyrir útfluttar vörur, sem var nær 3 milljörðum (4%) meira heldur en árið áður, reiknað á sama gengi. Sjávarafurðir voru að vanda stærsti hluti útflutnings- ins, um 71%, sem var rúmlega 4% meira en árið áður. Fyrir útflutt ál fengust 9,4 milljarðar, sem var fjórðungs aukning milli ára og rúmlega 3,3 milljarðar fyrir kísil- járn, sem var aukning um 16%. Úr 10.000 kr.í 13.300 kr.áárí Aukning og/cða minnkun miðast við það að crlent út- og innflutn- ingsverð sé reiknað á sama gengi bæði árin. Verð erlends gjaldeyris er talið 25,5% hærra á tímabilinu jan.-nóv. 1989 heldur en á sama tímabili árið áður. Sé litið á nóvembermánuð einan hafði verð á gjaldeyri hækkað um 29,1% á sléttu ári. Það þýðir t.d. að vara sem kostaði 10.(K)0 kr. í innkaupi haustið 1988 var komin í 12.910 kr. í nóv. s.l. eða jafnvel í 13.300 kr. hafi erlent verð hennar t.d. hækkað um 3% miili ára. -HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.