Tíminn - 20.01.1990, Page 3

Tíminn - 20.01.1990, Page 3
T/rnion 3. Laugardagur 20. janúar 1989 Héraðs- dómarar sjái um dómsátt Dómsmálaráðherra íhugar nú að leggja fram frumvarp um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem felur það í sér að lög- reglustjórum er heimilt að Ijúka fleiri málum en nú er, án dómsmeðferðar. Þá þykir tryggara að hinir nýsettu hér- aðsdómarar geri dómsáttir í opinberum málum. Þessi mál voru m.a. rædd á fundi full- trúa dómsmálaráðuneytisins með sýslumönnum og bæjar- fógetum fyrr í vikunni. Eins og Tíminn greindi frá á þriðjudag er nýju héraðsdómunum ætlað að dæma í opinberum málum í þeim 20 embættum, sem þeir hafa með höndum. “Við bentum á, á þessum fundi með sýslumönnum, að tryggara væri að héraðsdómararnir gerðu einnig dómsáttir í opinberum málurn," sagði Þorsteinn Geirsson ráðuneytisstjóri í dómsmálaráðu- neytinu. Hann sagði að vissulega kæmi það til álita að sýslumenn og þeirra fulltrúar geti gert dómsáttimar, en ráðuneytið teldi það tryggara og meira í samræmi við anda dóma Hæstaréttar að héraðsdómararnir færu með þau mál einnig. Dómsáttir sem gerðar em í héruð- um utan Reykjavíkur em býsna margar eða 2500 til 3000 á ári. Utan Reykjavíkur starfa 16 héraðsdómar- ar, með nýsettu héraðsdómurunum, þannig að 150 til 200 dómsáttir koma að meðaltali í hlut hvers og eins. Þetta eykur mjög vinnuálag þeirra, og hefur því dómsmálaráðherra nú til athugunar að leggja fram frum- varp um breytingar á lögum um meðferð opinberra mála, sem felur efnislega í sér að lögreglustjórum er heimilt að ljúka mun fleiri málum, en nú er, og vísast þar einkum til mála er varða 112 gr. í lögum frá 1974 um meðferð opinberra mála. Þau mál sem þar um ræðir eru m.a. ölvunarakstur, ef ekki er um ítrekun að ræða, og fyrir að aka ef viðkomandi hefur verið sviptur öku- réttindum. „Þessar breytingar ef af yrði eru í samræmi við hugmyndir réttarfarsnefndar í nýjum drögum að frumvarpi að lögum um meðferð opinberra mála, sem væntanlega verður lagt fram á Alþingi nú í vor til kynningar,“ sagði Þorsteinn. Að sögn Þorsteins var ekki annað hægt að ráða af ummælum sýslu- manna en að þeir tækju þessum breytingum vel. „Að okkar mati var ekki hægt að gera annað en þetta í framhaldi af dómum Hæstaréttar," sagði Þorsteinn. Hann sagði að af ráðuneytisins hálfu þá væri það eðlilegt að héraðs- dómurunum verði falið að úrskurða í þeim fógeta-, skipta- og uppboðs- málum, þar sem yfirmaður embættis er aðili að máli sem innheimtumaður opinberra gjalda. í þeim málum þar sem dómar hafa ekki fallið hjá sýslumönnum fyrir lagabreytinguna, sagði Þorsteinn það ljóst að sýslumenn mundu ekki kveða upp þá dóma í ljósi þess sem undan er gengið og yrðu þau mál því færð til héraðsdómaranna. Um þá dóma sem nýfallnir eru hjá sýslu- mönnum, sagði Þorsteinn að það yrði bara að sýna sig, því oft á tíðum væri það svo að menn sættu sig við héraðsdóma og væru ekkert að áfrýja þeim. -ABÓ Allt að Til dæmis: Nordmende Galaxy 51 20" sjónvarp Verð áður: 52^40,- Verð nú: -MÍI- Nordmende V-1005 myndbandstæki Verð áður: VeiMliilj,- Maxell UL60 hljómsnældur 10 í pk. maxell. ULTRA IOW /VO/SE CASSETTE POSITION IEC TYPE I NORMAL Verðáður:T2j-Verðnú:3|apr./slk. Goldstar ER-5054 örbylgjuofn Verðáður: 28140,- Verðnú: m * Verðáður:2^Verð íM: ... og margt, margt fleira. Athugiö, takmarkað magn ! Ath ! A hverjum degi fær 25. hver kaupandi tækifæri á ab kaupa íþróttasett á abeins 25,- kr. og 100. hver Citizen CBM-777 geislaspilara á abeins 100,- kr. Nordmende MS-3001 hljómtækja- samstæöa meö geislaspilara Verðáður:53m- Verð nu: 43.150,- Goldstar útvarpsvekjaraklukkur Viö tökum vel á móti þér! 19 SKIPHOLTI SÍMI 29800 greiöslukjör til allt að 12 mánaða

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.