Tíminn - 20.01.1990, Side 9

Tíminn - 20.01.1990, Side 9
Laugardagur 20. janúar 1990 Tíminn 17 AR.NAÐ HEILLA il Jóhann Þ. Kröyer í dag er merkismaðurinn Jóhann Kröyer níutíu og fimm ára. Hann hefur alið allan sinn aldur við Eyja- fjörð, lifað þar súrt og sætt, eins og sagt er, og ber í fari sínum öll bestu einkenni Eyfirðinga. Jóhann er hóg- vær maður, hjartahlýr og gaman- samur. Undirritaður hefur raunar þekkt hann frá því að hann var sendill hjá honum, fjórtán ára gamall, á öðru ári eftir að hann kom til Akureyrar, og var því næmari fyrir öllu viðmóti en ella. Honum hefur verið hlýtt til Jóhanns Kröyer allar götur síðan. Jóhann Kröyer fæddist að Svín- árnesi á Látraströnd 21. janúar 1895. Þar var þá útræði og margt í heimili og allir hjallar fullir af fiski, eins og Jóhann hefur sjálfur sagt. Byggð lagðist niður á Látraströnd snemma á öldinni, en Grenivík tók við sem fiskvinnslustaður. Það er því eyði- legt að líta yfir til strandarinnar nú til dags, en eins og svo margar aðrar strendur geymir hún nú minningar þess sem var. Jóhanni mun þykja vænt um Látraströndina, enda tók hann við búi í Svínárnesi eftir föður sinn 1920 og sat þar í fáein ár. En áður en til þess kom fór hann í Gagnfræðaskólann á Akureyri sem óreglulegur nemandi 1912 en tók próf upp í annan bekk árið eftir. Skólabræður hans þar voru m.a. Hermann Jónasson, síðar forsætis- ráðherra, Pálmi Hannesson, síðar rektor Menntaskólans í Reykjavík, Theodór Líndal, síðar lögmaður og Karl Kristjánsson, síðar alþingis- maður. Jóhanni mun hafa gengið mjög vel í námi og hugði hann á framhaldsmenntun, en atvikin hög- uðu því svo að ekkert varð úr því. Hann fór til sjós í Fjörðum og stundaði kennslu á vetrum uns hann hóf búskap. Veturinn 1915-16 sat hann námskeið samvinnumanna á Akureyri, en það námskeið mun hafa verið fyrsti vísir að samvinnu- skóla. Kennarar voru þeir Sigurður Jónsson á Ystafelli í Kinn, síðar níutíu og fimm ára ráðherra, og Hallgrímur Kristins- son, seinna forstjóri Sambandsins. Móðir Jóhanns var Anna Jóakims- dóttir frá Kussungsstöðum í Fjörðum, en faðir Þorsteinn Gísla- son frá Svínárnesi. Afi Jóhanns í föðrætt var lærður skipasmiður frá Kaupmannahöfn og smíðaði hann eitt af fyrstu þilskipunum við Eyja- fjörð. Kona Gísla hét Rakel, dóttir Jóhanns Kröyers á Munkaþverá. Föðurætt hans var dönsk. Jóhann Kröyer eldri vitjaði nafns er Jóhann fæddist, en séra Árni Jóhannesson í Grenivík vildi ekki skýra hann Kröy- er. Jóhann tók sér nafnið síðar. Jóhann átti eina systur, sem var eldri en hann. Næst honum kom svo Ingiveig, þá Vilhjálmur sem lést á fyrsta ári, svo Jóney og Gísli, fyrrum bæjarverkstjóri á Siglufirði, fæddur 1911. Jóhann kvæntist 1918 Evu Páls- dóttur Bergssonar frá Ólafsfirði, en seinna í Hrísey. Móðir hennar var Svanhildur Jörundsdóttir frá Hrísey, sem nefndur var Hákarla-Jörundur. Systkini konu Jóhanns voru m.a. Hreinn Pálsson, söngvari, Gestur leikari, Bergur skipstjóri á Akureyri og Jörundur arkitekt. Sonur Evu og Jóhanns er Haraldur Kröyer, sendi- herra í Oslo, fæddur 1921. Hann hefur verið í opinberri þjónustu í rúm 40 ár, en lengst í utanríkisþjón- ustunni. Erfitt reyndist þeim hjónum að vera í Svínárnesi og varð það úr að þau fluttust til Norðfjarðar 1923, en þar varð Jóhann verkstjóri hjá Konráði Vilhjálmssyni, kunnum at- hafnamanni eystra. Þremur árum síðar fékk Vilhjálmur Þór Jóhann til að koma til Akureyrar. Voru þau hjón ráðin til að annast rekstur Skjaldborgar, sem templarar og Ungmennafélagið höfðu þá nýreist við Hafnarstræti skammt norðan Samkomuhússins á Akureyri. Sama vorið og þau hjón fluttust til Akur- eyrar eignuðust þau dóttur. Hún MINNING JóhannJónsson Fæddur 1. aprfl 1905 Dáinn 14. febrúar 1990. Sá sem eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna... (Hanncs Pétursson) Þannig mun verða með föður- bróður minn og vin Jóhann Jónsson sem lést í Borgarspítalanum hinn 14. þ.m. eftir skammalegu. Hans mun verða sárt saknað af fjölmörg- um vinurn og vandamönnum. En minningin um góðan dreng mun lifa áfram í hjörtum og minni þeirra er hans sakna. Jóhann Jónsson var fæddur að Ytri-Múla á Barðaströnd 1. apríl 1905, sönur hjónanna Guðbjargar Ólafsdóttur og Jóns Péturs Magnús- sonar sem þar bjuggu. Hann var eitt af tíu bömum þeirra hjóna og sá síðasti af systkinunum sem kveður þennan heim. Jóhann kvnætist Björg Sæmunds- dóttir frá Litlu Hlíð á Barðaströnd og hófu búskap á Ytri-Múla og bjuggu þar til ársins 1961 er þau fluttu til Patreksfjarðar. Hann hóf þá störf hjá Hraðfrystihúsi Patreks- fjarðar og starfaði þar til ársins 1982. Jóhann undi hag sínum vel á Patr- eksfiri, og eftir að hann lét af störfum hjá Hraðfrystihúsinu stund- aði hann mikið gönguferðir um plássið og heilasði upp á gamla sveitunga og vini sem búsettir eru á Patreksfirði. Einnig stundaði hann kartöflurækt og reykti bæði kjöt og fisk og mun ég seint gleyma hangi- kjötinu sem ég fékk hjá þeim hjón- um er ég heimsótti þau á liðnu sumri. Mjög gestkvæmt hefur alltaf verið hjá þeim hjónum enda rausn- arskapur og gestrisni þeirra slík að með eindæmum má telja. Jóhann var alla tíð mjög léttur og glaður í lund, söngelskur og ákaflega barngóður. Að leiðarlokum vil ég þakka Jó- hanni frænda mínum fyrir allt það sem hann hefur veirð mér og fjöl- skyldu minni í gegnum tíðina og ekki hvað síst fyrir ferðirnar sem hann „lóðsaði" mig um landið. Kæra Björg megi góður Guð veita þér og fjölskyldu þinni styrk í sorg- inni. Jónas. AfmæliS' og minningargreinar Þeim, sem óska birtingar á afmælis- og/eða minningargreinum í blaðinu, er bent á, að þær þurfa að berast a.m.k. tveim dögum fyrir birtingardag. Þær þurfa að vera vélrit- aðar. fæddist í Hrísey en lifði ekki nema árið. í æviágripi Jóhanns, sem séra Bolli Gústavsson tók saman í það ágæta rit Heima er best, segir Jóhann ýmislegt af samskiptum sínum og Vilhjálms Þór, sem tók rúmlega tvítugur við stjórn Kaupfélags Ey- fírðinga. Þeir kynntust fyrst, báðir unglingar, þegar Jóhann kom á báti föður síns til Akureyrar, oft í for- svari, en Vilhjálmur var sendisveinn. Þá fannst Jóhanni pilturinn æði spur- ull því það var eins og hann vildi allt vita um Látraströndina. Seinna, þeg- ar Jóhann var farinn að vinna hjá kaupfélaginu fékk Vilhjálmur hann með sér í ferð til Hríseyjar. Þá hafði hann uppi hugmyndir um að gera Hrísey að vöruafgreiðslumiðstöð fyrir Eyjafjörð. Þá voru ekki sam- göngur orðnar eins og þær eru nú. Þannig sá Vilhjálmur allt í stórum lausnum. Aftur á móti töluðu þeir yfirleitt ekki mikið um viðskiptamál, heldur ýmislegt um mannlegt eðli og eilífðarmmálin. Jóhann var ekki lengi í Skjaldborg enda óhentugur vinnustaður. Hann hóf störf hjá kaupfélaginu í maí 1926, eða mánuði eftir að hann kom að austan, og vann síðan samfleytt hjá kaupfélaginu og samvinnuhreyf- ingunni í fjörutíu ár. Hann var útibússtjóri Kea í Ólafsfirði í fimm ár, en tók þá við kjötbúðinni 1934 og veitti henni forstöðu til 1948. Kjötbúðin var mikið þrifafyrirtæki í höndum Jóhanns. Þar var kjöt- vinnsla bakatil sem framleiddi góða vöru. Afgreiðslustörfin gengu glað- lega fyrir sig og við sem vorum sendisveinar nutum góðs af þeim góða starfsanda sem ríkti í kringum Jóhann. Ég þykist vita að þeir sem enn muna til þeirra tíðar er þeir voru sendisveinar í kjötbúðinni beri allir sama hug til yfirmannsins, sem var bæði snar í snúningum og gaf sínar fyrirskipanir vafningalaust. Ég var þarna sendill sumarið 1940. Árið eftir varð Jóhann fyrir mikilli sorg, en hann missti fyrri konu sína, Evu, í júlí um sumarið. Þau höfðu búið vel um sig á Akur- eyri. Eins og gengur höfðu þau fyrst verið í leiguhúsnæði, en svo höfðu þau byggt sér einbýlishús við Helga- magrastræti, þar sem Jóhann býr enn. Jóhann tók konumissinn mjög nærri sér. Þau hjón höfðu lagt áherslu á að flytjast til Akureyrar til að koma syni sínum til mennta og nú var þessu kapítula lokið. En þrátt fyrir þetta verður að segjast eins og er, að Jóhann hefur alla tíð verið gæfumaður. Ung stúlka vann í kjöt- búðinni, þegar ég var þar sendill. Hún hét Margrét Guðlaugsdóttir. Gamli sendillinn varð bæði glaður og svolítið hissa þegar hann frétti vorið 1944 að þau hefðu gift sig Jóhann og Margrét. Tuttugu og níu ára aldursmunur var á milli þeirra. Þau hafa búið í Helgamagrastræti síðan og eiga nú uppkomna dóttur. Þá er vert að geta þess að Jóhann og Eva tóku stúlkubarn í fóstur og ólu það upp. Það er Ásta Gísladóttir frá Hóli í Ólafsfirði. Það er gaman að hafa litaö eins langan dag og Jóhann Kröyer. í atvinnusögu landsins hefur hann lif- að þrjár gjörbyltingar og stigið bár- una léttum fótum yfir þær allar. Hann var fyrir Vátryggingarfélagi Kea og síðan Samvinnutryggingu á Akureyri í ein átján ár eftir að hann hætti í kjötbúðinni okkar góðu. Seinast var hann gjaldkeri hjá Sverri Ragnars í Sparisjóði Akureyrar í ein átta ár „eftir að kaupfélagið var hætt að geta notað hann“, sögðu gárung- arnir. Þótt langt sé um liðið, þá er mér enn í fersku ntinni sá ánægjulegi sumartími sem ég var samvistum við Jóhann Kröyer. Það er ómetanlegt fyrir unglinga að eiga þess kost að vinna með slíkum mönnum. Það er líka ómetanlegt fyrir bæjarfélag eins og Akureyri að hinir staðföstu skuli byggja þann reit og verða gamlir. Jóhann er enn furðulega ern og er raunar engan aldurdóm á honum að sjá annan en þann að sjón er farin að daprast. Megi hann njóta níutíu og fimm ára afmælis síns í faðmi fjölskyldu sinnar og með vinurn. Við sem erum fjarri sendum honum góðar óskir. Indriði G. Þorsteinsson Rannsóknaráð ríkisins auglýsir styrki til rannsókna og tilrauna árið 1990 Umsóknarfrestur er til 1 mars n.k. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu ráðsins, Laugavegi 13, sími 21320. • Um styrk geta sótt fyrirtæki, stofnanir eða einstaklingar. • Styrktarfé skal varið til rannsókna og þróunar á nýrri tækni og afurðum, sem talin er þörf fyrir næsta áratug. • Mat á verkefnum, sem sótt er um styrk til, skal m.a. byggt á; - líklegri gagnsemi verkefnis, sérstaklega markaðsgildi niðurstaðna, sem sóst er eftir, - gildi fyrir eflingu tækniþekkingar eða þróunar atvinnugreina hér á landi, - hæfni umsækjenda/rannsóknamanna. • Forgangs skulu að öðru jöfnu njóta verkefni, sem svo háttar um að; - samvinna fyrirtækja og stofnana innanlands er mikilvægur þáttur í framkvæmd verkefnisins, - samstarf við erlend fyrirtæki og rannsókna- og þróunarstofnanir er mikilvægt, - fyrirtæki leggja umtalsvert framlag til verkefnisins, - líkindi eru á skjótum og umtalsverðum árangri. Heimilt er einnig að styrkja verkefni, sem miða að uppbyggingu þekkingar og færni á tæknisviðum, sem talin eru mikilvæg fyrir atvinnuþróun hér á landi í framtíðinni. I

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.