Tíminn - 20.01.1990, Page 13

Tíminn - 20.01.1990, Page 13
Laugardagur 20. janúar 1990 Tíminn 21 Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 27. janúar n.k. I Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs- cafe) og hefst kl. 19.30. Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins. Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn). Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Framsóknarvist Framsóknarvist verður haldin sunnudag 21. janúar kl. 14 í Danshöllinni (Þórscafé) Þrenn verðlaun karla og kvenna. Verð að- göngumiða kr. 400,- kaffiveitingar innifaldar. Stutt ávarp flytur Alfreð Þorsteinsson formaður F.R. Framsóknarfélag Reykjavíkur Áífreð Þorsteinsson Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Kópavogur, miðvikud. 24. jan. kl. 20 Hafnarfjörður, þriðjud. 30. janúar kl. 20 Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást í hópinn. Far og gisting í svefnpokaplássi mun kosta tvö þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar n.k. kl. 20.30 í húsakynnum félagsins að Eiðistorgi. Dagskrá: 1. Aðferð við val frambjóðenda á lista í næstu sveitastjórn- arkosningum. 2. Kosning uppstillinganefndar. 3. Útgáfumál. 4. Önnur mál. Stjórnin. Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. llillllllllllllllllllllllll SPEGILL lllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Skipt um spaða Þeir gerðu stormandi lukku tenniskapparnir heimsfrægu, Mats Wilander og John McEnroe, þegar þeir tóku sér gítara í hönd í stað tennisspaða. Tennisstjömurnar voru að skemmta sér í næturklúbbi í Holl- ywood og nú var ekki keppni á milli þeirra, heldur hið besta samspil. Þeir höfðu greinilega tek- ið lagið saman áður. Mats Wilander, sænski tennisk- appinn t.v. og John McEnroe t.h. spUuðu saman og tó í vel upp Heimilisfaðirinn skipti um kyn - Hét áður Michael, en nú Andrea „Jú, eiginmaður minn gerðist kona með aðstoð læknavísind- anna, - en ég hef ekki yfirgefið hann/hana. Þegar besti vinurinn á í erfiðleikum þá er það ekki hægt. Við stöndum saman og reynum að hjálpast að, sama er að segja um Ciaran, 7 ára son okkar,“ segir Colleen Brosnam, eiginkona Mic- haels Brosnan, - sem reyndar heitir nú Andrea. Brosnan fjölskyldan býr í lítilli borg á Nýja Sjálandi og það var engin leið að leyna þessum um- skiptum á fjölskylduföðurnum. Þetta tók líka allt nokkuð langan tíma. Michael sagðist svo frá, að sent barni hafi honum fundist hann frekar vera stelpa en strákur. Hann lék sér með brúður og annað stelpudót, en sem unglingur hafði hann áhyggjur af þessu. Þá ákvað hann að fara að stunda íþróttir og reyna að verða eins og aðrir jafn- aldrar. Þau Colleen kynntust mjög ung í skóla og hún varð fljótt besti vinur Michaels. Hann fór í hjúkr- unarnám, en Colleen varð tölvu- sérfræðingur og vann hjá ríkisfyrir- tæki. Þau eignuðust soninn Ciaran og hamingjan virtist blasa við þeim. En þá fór að sækja enn sterkar á hann löngunin til að verða kona. Hann trúði þó ekki strax eiginkonu sinni fyrir þessari þráhyggju, en sóttist í að fá að máta og klæðast fötum konu sinnar. Henni þótti þetta einkenni- leg della, en tók það ekki alvarlega. Dag nokkurn tók hann í sig kjark og ræddi málið. Michael sagðist elska Colleen og son þeirra, en hann þráði að geta orðið kona og hann væri óhamingjusamur og vildi reyna að athuga hvort nokkuð væri hægt að gera. Colleen segir, að þetta hafi verið sér algjört áfall, en þegar hún fór að átta sig hugsaði hún sem svo: Honum er alvara. Hann er besti vinur minn og á í miklum erfiðleik- um, og ég verð að reyna að hjálpa honum. Þau fóru síðan saman að tala við félagsráðgjafa og heimilislækni, og eftir rannsóknir komust sér- fræðingar að því, að eitthvað yrði að gera. Læknavísindunum fleygir fram á þessum sviðum, og nú byrjaði Michael í hormóna-meðferð. Hún stóð í tvö ár, og þá breyttist líkami hans. Varð kvenlegri og röddin breyttist. Hann fór að klæðast kvenfötum og láta hárið vaxa og tók sér nafnið Andrea. „Jú, ég varð stundum fyrir háðsglósum, en ég var búinn undir Þau Michael og Colleen Brosnan með soninn Ciaran. Þama hafði Michael ekki enn byrjað á hormónameðferðinni Brosnan fjölskyldan í dag. T.v. er Andrea (áður Michael) og Colleen situr með soninn sem nú er 7 ára. Hann segir að það sé bara betra að eiga tvær „mömmur“ það,“ segir Michael/Andrea. Á árinu 1988 fór hann síðan til Brussel í Belgíu, þar sem hann gekkst undir skurðaðgerð sem er síðasta stig í kynskiptum. Nú segjast Colleen og Andrea (áður Michael) búa saman eins og systur; hafa sitt hvort svefn-her- bergið og hafa samið um það að þeim sé frjálst að fara út á lífið og þá auðvitað báðar með karlmönn- um ef þær vilja. Ekki hefur þó reynt á það enn. Colleen hefur ekki sótt um skilnað. Hún segir Ciaran litla leita til þeirra beggja jafnt og hann virðist sætta sig við ástandið eins og það er. „En það er ekki hægt að segja neitt um framtíðina. Við biðjum vini okkar og ættingja að reyna að taka okkur eins og við erum, - bara venjulegt fólk sem vill lifa lífinu í friði við alla,“ sagði Colleen við blaðamann sem kom á heimili þeirra og tók viðtal við „þær“.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.