Tíminn - 20.01.1990, Síða 16

Tíminn - 20.01.1990, Síða 16
RÍKfSSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Hafnarhúsinu v/Tryggvagötu, _____S 28822 SAMVINNUBANKINN í BYGGÐUM IANDSINS J • i • í\ NORÐ- AUSTURLANO Á PÓSTFAX TÍMANS 687691 ÞRttSTUR 685060 VANIR MENN LAUGARDAGUR 20. JANÚAR 1990 Leitin að Bretanum árangurslaus til þessa: UM 150-170 MANNS MUNU LEITA í DAG í gær leituðu um hundrað björgunarmenn að Bretanum Steven William Reader sem lagði eins síns liðs upp á Hvannadalshnúk síðastliðinn mánudag. Ekkert hefur til hans spurst síðan, en hann áætlaði að koma til byggða á miðvikudag. Leit í gær var árangurslaus. Farið var yfir allstórt svæði í Leitarsvæðið er mjög erfitt yfir- gær. Um tíma var rætt um að ferðar, mikið er um gil og skorn- nokkrir menn yrðu eftir upp á jöklinum en horfið var frá því. Veður var nokkuð gott niðri við fjallsræturnar en slæmt þegar ofar dró. Færð var vond fyrir beltatæki og tafði það fyrir leitarmönnum uppi á jöklinum. I dag var áætlað að hefja leit strax í birtingu. Spáð var sæmiiegu veðri og standa vonir til að hægt verði að nota þyrlur við leitina. í nótt komu fleiri björgunarmenn frá Reykjavík og Hellu til leitar. Fyrir á staðnum eru leitarsveitir frá Öræfum, Höfn, Kirkjubæjar- klaustri, Reykjavík, Kópavogi og Garðabæ. Áætlað er að 150-170 manns leiti í dag. inga. Einn leitarmanna sagði að þetta væri með erfiðustu leitar- svæða á landinu. Að sögn Breska sendiráðsins er Reader mikill útivistamaður og hefur gaman af fjallgöngum. Um leið og sendiráðið harmaði að þetta skuli hafa gerst að nauðsynjalausu vildi það koma á framfæri innilegu þakklæti til björgunarmanna. -EÓ Þessi mynd var tckin þegar Björg- unarsveitin Ingólfur var að leggja af stað frá Reykjavík til leitar austur í Öræfasveit. Tímamynd Pjetur yfell EA við bryggjuna í Rifi. Þetta er fyrsti stóri báturinn sem keyptur er til Rifs s.l. 10 ár. TímanivnH 4/oír I>| Tímamynd Ægir Þórðarson, HellLssandi Nýr bátur í flota Neshrepps Frá Ægi Þórðarsyni, fréttaritara Tímans á Hellissandi Nýr bátur bættist í flota Neshrepps, þegar Eyfell EA kom til Rifshafnar á mánudagskvöldið. Báturinn, sem er 167 tonn að stærð, var keyptur frá Hrísey og hét áður Sigurður Þorleifsson og var gerður út frá Grindavík. Hann var smíðaður árið 1973 og er hann yfirbyggður eins og allir stærri bátarnir í Rifi. Báturinn er í mjög góðu ásig- komulagi. Honum fylgir bolfisk- kvóti, ásamt rækju- og síldarkvóta, og verður hann gerður út allt árið. Hinn nýi eigandi, Kristján Guðmundsson í Rifi, á tvo báta fyrir, Tjald og Hólmstein. Nýi báturinn, sem ekki hefur fengið nýtt nafn enn, verður fyrst gerður út á línu og er stefnt að því að veiðar geti hafist nú í janúar og er undirbúningur þegar kominn í fullan gang. Einnig mun hann róa með þorskanet þegar netavertíð byrjar. Búið er að manna bátinn og ráða beitingarmenn og verður Jó- hann Rúnar Kristinsson skipstjóri, en hann var með Tjaldinn áður. Næg atvinna hefur verið á He!l- issandi og í Rifi undanfarin ár, þrátt fyrir að enginn togari sé á staðnum. Og með tilkomu nýja bátsins mun atvinnulífið eflast enn frekar og er þetta mikil lyftistöng fyrir byggðina í Neshreppi. ENGAR DEKKJA- RENNURí ÁR í fyrravetur gekkst gatnamála- stjóri fyrir því að setja upp svokall- aðar dekkjaþvottarennur þar sem borgarbúum gafst kostur á þvo hjól- barða sína, en við það fengu þeir aukna spyrnu í hálku og slabbi. Þessar þvottarennur hafa ekki verið í notkun það sem af er vetrar. Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri var spurður af hverju. Hann sagði að það hefði verið mikil ásókn í þessa þjónustu og ekki síst af ökumönnum sem óku á nagla- dekkjum, en þessi þjónusta var fyrst og fremst ætluð þeim sem aka á snjódekkjum. Nú eru bensínstöðv- arnar hins vegar farnar að selja hreinsiefni í mjög hentugum umbúð- um sem er ætlað til að hreinsa hjólbarðana. Ingi sagði að mönnum hefði þótt óeðlilegt að borgin væri að bjóða upp á þjónustu í samkeppni við bensínstöðvamar. Gatnamálastjóri sagði að talsverð mengun hefði verið af þessum þvottarennum því að stór hluti af hreinsiefninu hefði farið beint út í jarðveginn. Þá sagði hann að oft hefði skapast umferðaröngþveiti á þeim stöðum þar sem rennurnar voru og lögreglan hefði verið lítið hrifin af því. -EÓ Jón og Ólafur „í nýju ljósi“ Birting, félag jafnaðar- og lýðræð- issinna, heldur næst komandi þriðju- dagskvöld fund með Jóni Baldvin Hannibalssyni utanríkisráðherra og Ólafi Ragnari Grímssyni fjármála- ráðherra. Umræðuefnin verða splunkuný stjómmálaviðhorf á breyttum tímum heima og erlendis. Fundurinn er haldinn í Ársal Hót- el Sögu og hefst kl. 20.30. Fundar- stjóri verður Ævar Kjartansson út- varpsmaður. Fundurinn er öllum opinn.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.