Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 1
21.-22. JANUAR 1990 Astard ry kku r kónga og aðals Sagt frá súkkulaðinu og hlutverki þess í evrópskri menningu Ekki er gott að segja hve mörgum smálestum hefur verið sporörennt hér á landi af súkkulaði í mynd konfekts og í margvís- legu öðru formi um nýliðnar hátíðir. Vœri það reiknað út yrðu margir hissa, hvað þá ef við reiknuðum út alla ársneysluna, því súkkulaðið skipar all veglegan sess í nútíma neysluvenjum. En eitt sinn var þessi munaður ekki œtlaður nema örfáum útvöldum og var nokkurskonar stöðutákn. Hér verður nú sagt frá innreið súkkulaöis í evrópskt menningarlíf, mestu velmektardögum þess meðal fyrirfólks og þeirri „hnignun" er það komst á borð almúga- fólks, sem var ekki fyrir svo ýkjalöngu. Þótt kaffi vœri orðið kunnur tískudrykkur á sautjándu og átjándu öldinni, er ekki erfitt að skipa því þjóðfélagsfrœðilegan sess. Neysla þess hélst í hendur við þróun borgar- lega og síðar kapitaliska þjóðfélags- ins í norðanverðri Evrópu — í Eng- landi, í Frakklandi og í Hollandi. Þar lofuðu bœði lœknisfróðir menn og skáld örvandi áhrif þess, og í þessum löndum fengu kaffihúsin þjóðfélags- lega og efnahagslega þýðingu, enda varð kaffið kjördrykkur borgarastétt- arinnar. Fösturéttur kaþólskra Saga súkkulaðisins er talsvert önnur, líka landfrœðilega. Það átti sín höfuðból í sunnanverðri Evrópu, einkum á Spáni og á ítalíu. Til þess lágu m.a. trúarlegar og hugmynda- frœðilegar orsakir, og má segja að kaffið hafi verið drykkur mótmœl- enda, en súkkulaðið drykkur kaþ- ólskra. Hér skal nú farið fáeinum orðum um kakóið og súkkulaðið. Kakó er heitj plöntunnar og þess ávaxtar sem húri ber. Súkkulaði er hins vegar heiti þeirrar vöru sem úr kakói er fram- leidd og hefur verið til frá því nokkru eftir 1500. Nafnið á sér fornan mexik- anskan uppruna, líkt og kakóið einn- ig. Það fer eftir smekk hvernig súkku- laði er framleitt, en oftast er kakóið blandað sykri, kanel og vanillu. Á sextándu og sautjándu var farið að framleiða það í föstu formi og það steypt í plötur og teninga. En fyrst og fremst var þess neytt sem drykkjar og það þá leyst upp í heitu vatni eða mjólk, og oft var vín sett saman við. Það er því drykkurinn sem við er átt, þegar talað er um súkkulaði á sautj- ándu og átjándu öld. Súkkulaðið er andstœða við kaffi hvað efnafrœðilega gerð þess snertir. Stofnefnið, kakóið, inniheldur ekki koffein, heldur aðeins ögn af teo- bromini. Raunar eru áhrif þessa efnis ekki alls ólfk áhrifum koffeins, en þau eru mikið veikari. Súllulaði hefur því ekki nein merkjanleg áhrif á mið- taugakerfið. Þess geta raunar þeir höfundar sem um það skrifa á átjándu öldinni. En þótt súkkulaðiö standi kaffi og te að baki hvað örvandi áhrif snertir, þá hefur það þó eitt fram yfir þessa drykki — það er mjög nœringarríkt. Einmitt þetta gerði það svo eftirsótt í kaþólska heiminum. Þar sem neysla fljótandi fœðu taldist ekki brot á föstusiðum (Liquidum non frangit jejunuum) kom það í stað annars mat- ar á fóstu. Það var löngum álitið allt að því lífsnauðsynlegt á Spáni og á Italíu og er svo víða enn. En þetta var aðeins einn liðurinn í þýðingu þess meðal kaþólskra. Upp- götvun súkkulaðisins stóð í nánum tengslum við Hans allrakaþólskustu hátign (eins og hann þá var titlaður), Spánarkonung. Þegar Spánverjar í byrjun sextándu aldar tóku að flytja með sér kakó frá Mexikó, varð súkkulaðið sér — spœnskur drykkur, vegna einokunar Spánverja á við- Almenn trú var á súkkulaðinu sem drykk er örvaði tll ásta. Myndinni hér að ofan fylgdi textJ í bundnu máll, þar sem eiginmað- urlnn lofsyngur eiglnkonuna og súkkulaðiö í senn og lýkur með þessum orðum: „Og þannig, hjartkœra ektavíf, mun súkkulað- ið fœra okkur erfingjann." skiptum við Nýja heiminn. Við svo búið stóð í heila öld. Súkkulaði þekktist ekki utan Spánar nema í spœnsku nýlendunum í Evrópu — á ítalíu og á Niðurlöndum. Fyrst fór orð af því sem föstudrykk meðal klerka, en síðar sem veraldlegum tískudrykk. Súkkulaðidrykkja varð stöðutákn við spœnsku hirðina, og það hafði sín áhrif seinna, þar sem spœnska hirðin varð fyrirmynd þeirrar frönsku í Vers- ölum. Morgunverður ásilkisvœflum En við Iok sautjándu aldar fór franski stfllinn að leysa þann spœnska af hólmi, þótt framan af gœtti þar mjög spœnskra áhrifa. Mikilvœgt ár- tal í þessu sambandi er brúðkaupsár habsborgaraprinsessunnar Önnu af Austurríki og Lúðvíks XIII. — 1615. Með Önnu, sem alist hafði upp við spœnsku hirðina, barst súkkulaðið til Parísar. Þar með hvarf af því hinn spœnsk — kaþólski föstukeimur: það var ekki lengur einskoröað við jesúít- ana, rannsóknarréttinn og Escorial- höll, heldur fékk það nú á sig ljóma rokokótímans. Það varð að drykk evr- ópskra aðalsmanna, stöðutákn, eins og frönsk tunga, tóbaksdósirnar og blœvœngurinn. Einkum var þaö við morgunverð- inn, sem aðalssamfélagið kaus að njóta súkkulaðidrykkjunnar. Fólk neytti þess gjama í svefnherbergjum sínum, liggjandi í rúminu. Þessi súkkulaðimorgunverður átti fátt sam- eiginlegt með hinum borgaralega morgunverði, þar sem rjúkandi kaffi var á borðum. Borgarafjölskyldan var að örva sig til átaka við nýjan dag, meðan allt einkenndist af hóglífi og makrœði meðal aðalsins, þar sem set- ið var og legið í senn. Þetta má sjá víöa á málverkum ro- kokótímans, en súkkulaðidrykkja á silkisvœflum var jafn vinsœlt við- Prúðbúnir þjónar fœra frú sinnl bolla af súkkulaði í rúmlð. Mál- verk eftir Nicholas Lancret. fangsefni í þá daga og hirðirinn í lauf- guðum lundi og fáklœddar skógardís- ir. Hin notalega og ástleitna stemmning kom vel fram yfir súkku- laðinu. En þessi tengsl súkkulaðis við ástleitna stemmningu voru ekki ein- skorðuö við listmálara eina. Sú trú festi snemma rœtur að að súkkulaðið örvaöi fólk til ásta og hún var við lýði fram á nítjándu öld. „Af súkkulaði- drykkju öðlast menn styrk til að gegn tilteknum skyldum", segir í talsvert djörfum bœklingi frá lokum sextándu aldar. Einnig í þessu efni greindist súkkulaðið frá kaffinu. Kaffið var álitið framur óhollt og síst til þess fallið að auka kynkraftinn. Menn œtl- uöu að þann styrk sem kaffið veitti andlega, tœki það frá líkamanum. Öðru máli gegndi um súkkulaðið. Það nœrði líkamann og hressti á allan hátt. Þetta var undirrótin að því að síðla á sextándu öldinni tóku tvenns konar veitingastofur að blómstra í London. Önnur tegundin var kaffi- húsin, þar sem flest var með borgara- legu yfirbragði og reglufesta og iðju- semi sveif yfir vötnunum, en hin tegundin var súkkulaðistofurnar eða súkkulaðihúsin. Þar safnaðist saman fólk, sem var kynleg blanda af aðals- fólki og lausingjalýö — bóhemarnir. Þarna ríkti talsverður léttúðarandi og stundum voru súkkulaðistofurnar einskonar gleðihús. Eftirlœti kvenna og barna Hvert sem litið er sannast það á sextándu og sautjándu öldinni að súkkulaðið var kjördrykkur hirðar og aðals, en kaffið drykkur hins fram- takssama borgara. Goethe, sem not- aði listgáfu sína til þess að hefj'a sig upp í raðir aðalsins frá borgaralegum uppruna sínum og baðaði sig í tiginni ró, eftir að hafa óðlast virðingarstöður sínar, var sídrekkandi súkkulaði. Hins vegar var Balzac, sem vann eins og hann œtti lífið að leysa, til þess að fullnœgja markaösþörfinni, einn al- rœmdasti kaffibelgur allra tíma. Eftirtektarverð voru þau örlög sem súkkulaðið hlaut á nítjándu og tuttugustu öldinni. Með falli hins glœsta hirðlífs frá öldunum áður var skeið þess á enda runnið. Nánar til tekið þá hœtti það að tíðkast sem súkkulaði, en liföi áfram sem kakó. Og sem kakó var þaö drukkið mestan hluta 19 aldar. Kakóframleiðsla, eins og hún nú tíðkast, hófst um 1820 og var uppfinning Hollendingsins Van Houten. Hann fjarlœgði mest af ol-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.