Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 20. janúar 1989 HELGIN |S 11 Tyrkir beita vatni/ Eufrat í deilum við ír- aka og Sýrlendinga Vatni hefur löngum verið beitt sem pólitísku vopni í deilum ríkja í Austurlöndum nœr. Nú grípa Tyrkir til þessa gamla vopns og er œtlun þeirra í og með að koma vilja sínum fram gagnvart grönnum sínum Sýrlendingum og Irökum. Tyrkir reisa nú risaorkuver í Anatólíu og loka fyrir vatnsrennsli í Efr- at meðan á hluta framkvœmdanna stendur. Þessu una írakar og Sýrlendingar illa enda eiga þeir mikið undir áveitum úr ánni. Tyrkir sjá sér þarna leik á borði að neyða Sýrlendinga og íraka til að fara að vilja þeirra á landamœrum ríkjanna. Frá þessu þrasi segir nýlega í Der Spiegel. Risaorkuver óg áveitukerfi I fjarlœgasta afkima Anatólfu, þar sem Kúrdistan er hvað óbyggi- legast, verður „Paradís framtíðar- innar“ og „Hið gullna land 21. ald- ar“. Tyrkneskir stjórnmálamenn, s.s. Siileyman Demirel fyrrverandi forsœtisráðherra nota þessar há- stemmdu lýsingar um það sem lík- lega verður öflugasta og djarfleg- asta vatns- og orkuvinnsluver í heimi. A landsvœði sem er tvisvar og hálfum sinnum stœrra en Belgía er tyrkneska ríkið nú að byggja 21 stíflu og 17 vatnsorkuver. Árið 2001 á þetta 18 milljarða dollara risafyrirtœki að vera risið. Meginkjarni „Suðaustur- Ana- tólíuáœtlunarinnar (einfaldlega kölluð GAP á tyrknesku) er hin nœstum tveggja kílómetra langa og 166 melra háa Ataturk-stífla. Þetta stórkostlega mannvirki, sem nefnt hefur verið eftir stofnanda nútíma Tyrklands, á í framtíðinni að anna miklum hluta rafmagnsþarfar Tyrk- lands í framlíðinni. Annar ávinningur af þessum framkvœmdum er að um víðáttu- mikið áveitukerfi á að gera svœði sem til þessa hefur að mestu leyti verið órœktanlegt fijósamt. Skipu- leggjendur gera sér vonir um að þarna verði bráðum „brauðkarfa Austurlanda nœr“. Stórfljótið orðið að lœk Reiknað er með að það taki fjögur ár þar til lónið við stífluna hefur náð endanlegri stœrð með stíflubyggingum. Vatnið verður tekið úr ánni Eufrat. Þetta stœrsta fljót Vestur-Asíu á upptök sín í há- lendi Austur-Anatólíu, rennur um Sýrland og írak og á ósa sína eftir um 2700 km leið við Basra við Persaflóa. Nú er svo komið að bœndur á bökkum Eufrats, sem til þessa hafa veriö kallaðir virðingarheitinu „sol- dán“ (stjómandi), geta brátt vaðið í fyrrverandi stórfljótinu, sem þá er aðeins orðið að lœk. Því hafa vald- ið tyrknesku stíflumúrarnir. 13. janúar sl. átti að því sem nœst alveg að þurrka upp farveg Eufrats með stíflugerð og á sú þurrkun að standa í mánuð. Þessi þurrkun stendur meðan verið er að fylla Ataturk-lónið en það á að vera einum og hálfum sinnum stœrra en Bodenvatn. Stjórnarerindrekar nágranna- ríkjanna íraks og Sýrlands hafa ver- ið í miklum önnum síðan ákvörðun tyrkneskra stjórnvalda var tilkynnt í byrjun desember. Sendinefndir háttsettra manna frá Damaskus og Bagdad hafa að undanfömu átt tíð- ar ferðir til Ankara til að rcyna að fá Tyrki til að slá þessum fram- kvœmdum á frest. Varautanríkisráöherra Iraks, Nizar Hamdun segir að þurrkun Eufrats eigi eftir að valda landi hans þungum efnahagslegum bú- sifjum. Hveiti- og hrísgrjónaakrar í mið- og suðurhlutum landsins geti fljóllega orðið þurrki aö bráð og Ir- ak orðið að þola alvarlegan vatns- skort. Sýrlenski embœttisbróðir hans, Jussuf Schakur gerði líka tilraun til að fá Vyrid til að skipta um skoðun. Einmitt land hans verður illilega fyrir barðinu á þessari tímabundnu þurrkun árfarvegarins. Því að gagn- stœtt því sem er í írak, sem getur a.m.k. veitt vatni úr öðm stórfljóti, Tígris, er Sýrland ákaflega háð Eufrat. 70% rafmagnsins í Sýrlandi er fengið úr Eufrat. _ SVA.RIA,- Rlsaframkvœmdlr standa yflr við Efrat-fljótlð en þar œtla Tyrklr nú að stöðva vatnsrennsll um árfarveglnn meðan þelr safna vatnl í lón vlð Atatiirk-stífluna. Loforð tyrkneska forsœtisráðherrans lítils virði Ekki bœtir það úr skák að vatns- magnið í fljótinu hefur minnkað hratt undanfama mánuði. Óvenju þurrt sumar olli því að vatnsborð Assad-stíflunnar lœkkaði svo mikið að draga varð úr rafmagnsfram- leiðslunni. Afleiðingin er sú að í höfuðborginni Damaskus fer raf- magnið hvað eftir annað af. Schakur varautanríkisráðherra hamraði á að samkomulag yrði gert milli tyrknesku ríkisstjórnarinnar og hans eigin þegar hann var í Ank- ara. Þegar Turgut Özal, þáverandi forsœtisráðherra Tyrklands, var í opinberri heimsókn í Damaskus hafði hann lofaö gestgjöfum sínum að þeir fengju 500 kúbikmetra af vatni úr Eufrat á sekúndu, 24 klst. á sólarhring alla 365 daga ársins. Þegar Özal, sem nú er orðinn forseti Tyrklands, var minntur á þetta loforð greip hann til undan- bragða. Víst vœri slíkt samkomulag til, það vœri hins vegar ekki skrif- legt og þar af leiðandi lítils virði. Þar að auki, moetti rœða um að stytta þetta fjögurra vikna þurrkun- artímabil, sögðu ráðgjafar Özals við Sýrlendinga. Hins vegar yrði þá líka að rœða um að Sýrlendingar vœru reiðubúnir til að taka upp tals- vert árangursríkari öryggisráðstaf- anir á sameiginlegum landamœrum landanna. Aðstoð við kúrdiska skœruliða deiluefnið Þar með var hulunni svipt af því hvað fyrst og fremst vakir fyrir Tyrkjum meö þessum risamann- virkjum. Tyrkland notar stíflubygg- inguna í Eufrat fyrst og fremst til að beita Sýrland og írak geysilegum þrýstingi — eins og svo oft áður í sögu Austurlanda nœr er vatninu einu sinni enn beitt til þvingunar lil aö ná pólitískum markmiðum. Tyrknesk stjórnvöld ásaka bœði arabísku ríkin um að veita kúrdisku aðskilnaðarhreyfingunni PKK stuðning og aðstoð. Skœruliðar marxisk-lenínisku hreyfingarinnar „Verkamanna- flokkur Kúrdistans“ hafa helgað sig vopnaðri baráttu gegn yfirvöldum í Ankara. Iöulega lœðast hryðju- verkamannahópar PKK yfir landa- mœrin inn í Tyrkland. Þeir ráðast þar ekki einungis á varðsveitir og búðir tyrkneska hersins, heldur líka sína eigin landa. Skœruliðastríð PKK, sem berst fyrir sjálfstjórnar- svœði í Austur-Anatólíu, hefur frá því í ágúst 1984 kostað því sem nœst 1500 manns lífið. Þar eru meðtaldir meira en 500 óbreyttir borgarar m.a. öldungar jafnt og konur og börn. PKK stundar líka hryðjuverk í Evrópu og nú hafa 18 Kúrdar verið ákœrðir í Dússeldorf fyrir að hafa myndað hryðjuverkasamtök. Sömuleiöis rekur PKK þjálfunar- búðir í Bekaa-dalnum í Norður- Líbanon, þar sem Sýrlendingar ráða lögum og lofum. Yfirmaður PKK, Abdullah Öcalan, nýtur verndar sýrlenskra embœttismanna. En róttœkir Kúrdar laum- ast líka frá írak til Suðaustur-Ana- tólíu. Að því er Tyrkir halda fram gerði sveit PKK skyndiárás á þorp- ið Ikiyaka í lok nóvember og felldi 28 manns. Að því loknu fóru morð- ingjamir aftur yílr landamœrin til íraks, í nokkur hundruð metra fjar- lœgð. „Við stöndum betur að vígi“ segja Tyrkir Tyrkneska stjórnin gerir sér von- ir um að „koma endanlega vitinu" fyrir granna sína, eins og háttsettur embœttismaður kemst aö orði, með því að beita vatnsvopninu. „Því fyrr sem þeir skilja að við stöndum bet- ur að vígi, því betra verður það fyr- ir þá,“ segir þessi emboettismaður. Talsmaður tyrknesku stjórnar- innar hefur nýlega lagt enn meiri áherslu á hótunina. Hann sagði í blaðaviðtali aö vera kynni að stytta mœtti tímann sem fárvegur Efrat verður þurr. Hins vegar gœti líka þurrkunin vegna Efrat- stíflunnar varað lengur en þessar fyrirhuguðu fjórar vikur, „ef aðstœður krefjast" sagði hann.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.