Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 7
Laugardagur 20. janúar 1989 HELGIN 15 SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL SAKAMÁL Hlaðan þar sem llklð fannst Á slóðanum fremst á myndinnl voru dularfullu hjólförin sem vísuðu á það. voru spurðir og útilokaðir. Slíkt var formsatriði til að ryðja brautina fyrir eðlilega rannsókn. í svona málum treystir lögreglan mjög á þau sönnunargögn sem tœknimenn leggja til. Um árabil hafa þau iðulega ráðið úrslitum um lausn mála sem virðast í fyrstu óleysanleg. Rannsókn á líki Rachelar leiddi í ljós tvö mikilvœg atriöi. I hári henn- ar fundust merki um sjaldgœft ein- angrunarefni sem notað er til ein- angrunar gegn hávaða og hita. í örðu lagi l'annst töluvert magn af sœði morðingjans í leggöngum líksins. Fyrir nokkrum árum hefði það harla litlu máli skipt en nú var hœgt að greina slíkt rétt eins og blóð, með kjarnasýrugreiningu, öðru nafni DNA. Vitaö er nú að DNA einstaklinga er mismunandi, nema um sé aö rœða eineggja tvíbura. Við rannsókn á sœðinu varð meðal annars ljóst að morðingi Rachelar var hvítur maður og yngri en 35 ára. Nú var ákveðið að fara óvenju- lega að: Tekiö skyldi blóðsýni úr hverjum manni í þorpunum umhverf- is sem uppfyllti þau skilyrði sem fundust við rannsóknina. Þetta var seinlegt verk enda um 4.000 menn að rœða. Þegar niðurslöður voru athug- aðar fannst meðal sýnanna eitt sem kom alveg heim og saman við þaö sem leitað var að. Eigandi sýnisins var hinn 31 árs Ronald Cheshire. Hann var hvítur og starfaði sem byggingaverkamaður. Frumathugun á högum hans sýndi að vissara vœri aö fara varlega að honum og rannsaka málin niður í kjölinn, áður en nokkuð yrði að gert. Helst mœlti Ronald ekki vita neitt af öllu saman. Sonur lögreglumanns Venjulega vœri slíkt ekkert vandamál en í þessu máli vildi svo illa til að faðir Ronalds var starfandi lögreglumaður og átti meira að segja þátt í rannsókninni á morði Rachelar Partridge. Við athugun á sambandi þeirra feðga þótti ljóst að faöirinn myndi varla bregöast trausti lögregl- unnar. Feðgarnir liöfðu aldrei verið nánir. — Hann ber enga virðingu fyrir lögunum, sagði faðirinn. — Mest all- an starfsferil minn hefur hann oröið mér til skammar og notið þess að núa mér því um nasir. Þegar hann var 25 ára rak ég hann á dyr og sagði honum að bjarga sér sjálfum. Hann var alltaf svarti sauðurinn í fjölskyldunni. Þar sem feðgavandinn var nú úr sögunni, þótti óhœtt að halda áfram að rannsaka málið eins og venjulega. Ronald Cheshire hafði orð á sér fyrir að renna hýru auga til kvenna og stundum gerði hann öllu meira en það. Hann hafði fengið á sig kœru fyrir árás á stúlku. Ronald stundaði líkamsroekt af kappi og fékk viðurnefnið „Ron Rambó“. Eftir nokkra athugun og þegar tœknimenn höíðu safnað tölu- verðu af sönnunargögnum, þá þótti mál til komið að rœöa við kauða. — Segðu okkur frá Rachel Partr- idge, sagði lögreglumaður við hann. — Eg veit ekki um hvað þú ert að tala, svaraöi Ronald ofur rólega. — Hefurðu aldrei kynnst henni? hélt lögreglumaðurinn áfram í mesta kœruleysistón. — Nei, ég kannast ekki við hana, var svarið. Lögreglumennirnir virtu Ronald fyrir sér þar sem hann stóð, vöðva- stœltur í ermalausum bol. Augljóst var að hvorki Rachel né nein önnur heíöi roð viö slíkum manni í átökum. Athygli vakti líka að hann var mjög svo húöflúraður en þar var ekki um að rœða akkeri, fugla eða blóm. Húð- flúrið var allt kvenmannsnöfn og lausleg talning á staðnum sýndi strax 25. Taldi sig ómótstœðilegan — Hverja' eru þetta? gat lög- reglumaðurinn ekki stillt sig um að spyrja. — Bara dömur sem ég hef kynnst, svaraði Ronald og brosti gleiðgosal- ega. — Ég sé hvergi nafnið Rachel, sagði hinn eftir nokkra stund. — Ég hef heldur aldrei þekkt neina Rachel, noestum hreytti Ronald út úr sér. — Ekki það? sagði lögreglumað- urinn kuldalega og ákvað nú að koma Ronald óþocgilega á óvart. . Ronald átti lítinn sendiferðabíl sem þegar hafði verið rannsakaður rœkilega. Það var gert á meðan Ron- ald vissi ekki af. Hjólbarðaförin voru borin saman við gipsmótin frá hlöð- unni og skór sem fundust heima hjá Ronald voru bornir saman við gips- mótin af skóförunum. Hvað einangrunarefnið í hári líks- ins varðaöi, þá var farangursrýmið aftur í bílnum klœtt meö því efni. Það kom ekki frá framleiðanda bflsins heldur haíði Ronald gert það sjálfur í því skyni aö minnka hávaðann utan frá. Þrátt fyrir að allt þetta vœri borið á borð fyrir Ronald þá neitaði hann enn að hafa nokkum tíma þekkt nokkra Rachel Partridge. — Þiö get- ið ekkert sannað á mig, sagði hann þrjóskur.— Víst getum við það, var honum tjáð og síöan fékk hann kennslustund um DNA og öll hin sönnunargögnin og þá þýddi ekkert að þroeta.— Þá þaö, ég hitti hana, sagði hann loks. — Segðu okkur nánar frá því, bað lögreglan. Saga Ronalds Cheshire var á þá leið að hann heíði verið á leið heim til sín seint um kvöld 24. ágúst þegar hann kom auga á stúlku sem stóð við veginn og beið fars. Hann var ekki maður sem sleppti tœkifœrum og tók því stúlkuna upp í. Það var Rachel Partridge. Hann bauðst til að aka henni heim og þau spjölluðu saman. Hann skrúf- aði frá töfrunum og það dugði. — Venjulega var svo, sagði Ronald og hló við. Bjó með skólastúlku Hann ók út af veginum og stöðv- aöi bílinn. Eftir svolítiö meira spjall fóru þau aftur í bílinn og höfðu kyn- mök. Rachel stakk þá upp á að þau fœru í hlöðuna þar sem rúm og noeöi vœri betra. Ronald gerði eins og stúlkan sagði og ók að hlöðunni. Hann lagði bílnum viö dyrnar og aftur höíöu þau kynmök í honum. Þá kvaöst Ronald hafa sagt Rachel að hann þyrfti að flýta sér heim og skyldi aka henni um leiö. Hún sagöist heldur vilja ganga því hún œtti heima rétt hjá. Foreldrar hennar kœrðu sig ekki um að sjá hana koma heim í ókunnugum bfl. Hún fór út úr bílnum og iagði af stað heim. Ronald kvaðst hafa horft á eflir henni um stund en ekið svo heim. Hann fullyrti aö hún heföi ver- ið soel og ánoegö þegar hann sá hana síðast. Stúlkur vœru það alltaf eftir að hafa verið meö sér. Lögreglumennirnir trúðu ekki einu orði af þessari sögu. Ronald var því formlega ákœrður fyrir morðið og stungið í fangelsi meöan hann biöi réltarhalda. Nœr ár leið áður en málið var tek- ið fyrir. Á þeim tíma kom sitthvað fleira í ljós um Ronald Cheshire. Nœr strax eftir moröið á Rachel for- fœrði hann 15 ára skölastúlku. Hún hafði heillast svo af vöövum hans og kröflum aö hún strauk að heiman lil að búa hjá honum í þorpinu Gawcott, í um 35 km fjarlœgð frá moröslaönum, en þangað hafði Ronald flutt lveimur dögum eftir morðið. Fljótlega varð stúlkan ófrísk en það gerði Ronald ekki hið minnsta ánœgðan að verða faðir. Þá sá stúlkan fyrst hina hlið elskhuga síns sem rauk nú upp í brœöi og skipaöi henni aö losa sig við afkvœmið. Foreldrar stúlkunnar höíðu uppi á henni og töldu hana á að koma heim með sér og að fá fóstureyðingu, hvað hún gerði enda var það best fyrir alla aöila. Hins vegar var þetta ekki endirinn á sambandi telpunnar við Ronald. Hann sótli hana nocr daglega í skól- ann og þau höfðu mök aflur í bílnum hans, sama bíl og Rachel Patrtridge endaði ocvi sína í. Kviðdómurónœmur Á meðan hann sat í fangelsinu skrifaði slúlkan honum reglulega og lýsti fyrir honum áœtlunum sínum uni sameiginlega framtíð þeirra. Hann svaraði í sömu mynt og stúlkan var enn heilluð upp úr skónum og með sljörnur í augum. Hins vegar heillaði Ronald ekki konur í kviðdómi, þegar hann kom fyrir réttinn 6. niars 1989. Hann brosti sínu blíðasta við þeirn en þoer horfðu bara kuldalega á móti. Sockjandi hélt því fram að Ronald hefði tekiö Rachel upp í bílinn og ákveðið aö freista þess aö komast yf- ir hana. Mólmœli hennar ceslu hann upp svo hann nauðgaði henni. Jafn- vel eftir það var Rachel ekki á að gef- ast upp svo Ronald barði hana í höf- uöið meö járnstöng. Hún lá þá kyrr og kveinaði en var ennþá á lífi og það þoldi Ronald ekki svo hann brá höndunum aö hálsi hennar og herli vel aö. Þaö dugði. Viku síðar var Ronald Cheshire fundinn sekur um morðið og docmdur í lífstíðarfangelsi. Eftir á fékk hann 10 mínúlur til að rœöa viö fööur sinn og sagðist þá enn vera saklaus. Foreldrar Rachelar gátu ekki af- boriö að búa lengur í litla húsinu sem áður haföi veriö þeim sœlureilur. Eft- ir nokkra daga fluttu þau burl og hófu nýtt líf á nýjum slóðum. KOTASÆLA fitulítil og freistandi Þessi fitulitla og kalkríka afurð býr yfir óþrjótandi fjölbreytni: Hún er afbragð ein sér, frábær ofan á brauðið með t.d. kryddjurtum, gæðir súpuna rjómabragði og gefur sósunni á grænmetissalatið fyllingu og ferskleika. KOTASÆLA - fitulítil og freistandi AUK/SlA k9d1-387

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.