Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 20.01.1990, Blaðsíða 8
í 6 IP ' HELGIN Laugardagur 20. janúar 1989 llllll ÍTIMANS RÁS lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll llllllllllllllllllll ATU MAGNÚSSON: § I Minningabrot frá fjarlœgri borg Oft er það gott sem gamlir kveöa, og telst engin nýlunda. Fyrr á tímum iögðu menn líka gjarna á sig langar feröir lil aö sœkja vitur gamalmenni aö ráðum og þótti þaö ómaksins virði. Og fyrir fimm árum fór höfundur þessa pistils í langt ferðalag, fyrst og fremst til aö rœða viö merkilegan öldung og þaö var sannarlega sérstök og eftirminnileg reisa, enda bjó sá gamli í hii'öum Kákasusfjalla í Azerbadjan. Ekki getur þaö talist nema von aö þessi för leiti á hugann nú, þegar til stór- tíðinda er aö draga í hinu íjarlœga landi. Ferðin var farin í desember og fátt um aðkomumenn í Bakú og sjálfsagt var það orsök þess að gest- gjafarnir, sem voru sovéskir blaða- menn, lögðu það á sig að lósa gest sinn hundruð kílómetra upp í fjöll- in. Þar kúrði í dalverpi borgin Sheki. íbúar voru um níutíu þúsund talsins og hér var meginatvinnuveg- urinn silkiormarœkt og silkifram- leiðsla og hafði veriö frá örófi alda. Meðan landið laut yfirráðum Persa hafði setiö hér einn Ijögurra um- boðsmanna þeirra, sent kölluðust „khan“. Var höll khansins helsl fornra minja borgarinnar, forkunnar skrautleg og sett margskonar flúri, sem heill verkstœði var starfrœkt til að halda við, og var það verkefni óendanlegt að sögn. Svo kirfilega var borg þessi af- skekkt að ntér var tjáð að ég vœri eini veslur — Evrópumaðurinn, sem komið hafði þarna þetla árið. Arinu áður haíði birst Skoti í Sheki. Því fannst mönnum mikill furðu- fiskur á fjörur sínar rekinn og á leiksýningu í bœjarleikhúsinu sneru leikendur nokkrum setningum í gamanleik sem var á íjölunum upp á þetta fjarstœðukennda land — Is- land — og vakti það stóra lukku! En ferðin var þó sérstaklega far- in til að sýna gestinum einn þessara afgömlu karla, sem Kákasusbúar eru svo kunnir fyrir og eru þeim sjálfsagt eitthvaö svipaö og hverir eöa fossar okkur löndum. í Sheki var víst fjöidi þessara öldunga, en ég var hátíðlega boðinn til samsœtis í húsi Mustafa Mamedovs. Mustafa var hundraö ára, en hljóp um allt eins og unglingur og þuldi ógrynni af ljóðum. Hann lét fœra sér hvert kvœðakverið af öðru og þuldi á ýmsunt tunguni, því hann var lœs á arabisku og tyrknesku auk heimt- ungunnar. Hvergi hef ég komið í bókmenntalegra hús og hvergi eru fleiri styttur af skáldum en í Bakú. Langalangafasonur Mustafa, átta ára, flutti líka heljarlangt ljóð. Mustafa Mamedov mundi vel tímana fyrir byltingu, þegar varölið keisarans sat í borginni. Hann sagði þá karla hafa farið fram með mikl- um ofslopa og beitt fólk kúgun. Nú vœri betri tíö í sósíalismanum. Hann hafði fengiö orðu árið 1940 fyrir hetjuleg vinnuafköst og þá verið boðinn til Moskvu. Það var hans eina utanför. En enginn sósíalismi haíði haggað trúnni á Allah og tvívegis stökk öldungurinn frá borðinu til bœna. Synir hans og sonarsynir hentu gaman aö þessari trúrœkni og létu á sér skilja að þeir hetðu varpað öllu slíku fyrir róða. Ýmsar venjur í húsinu bentu þó til annars. Til dœmis var engin kona í samsœlinu, heldur voru þœr hafðar afsíðis og lágu á gœgjum, mjög óframfœrnar aö sjá. Þessir Azerar voru annars mjög myndarlegt fólk. Þeir eru víð- kunnir hestamenn og duglegir bœndur og landið svo frjósamt að það er sem einn samfelldur ávaxta- garður. Gestrisni þeirra var slík að það hálfa hefði verið nóg og hvergi hef ég mœtt svipuðu. Þessi fáu minningabrot um heimsóknina til þessarar undarlegu borgar, sem ekki finnst nema á bestu landabréfum, skýrir auðvitað lítt þá mynd sem menn nú reyna að skapa í huga sér af þjóð sem fyrir skömmu var varla nokkru sinni minnst á, en er nú orðin aö mið- punkti athygli heimsins. Sem gestur Azera kynntist maður höfðinglegu og gáfuðu fólki, sem virtist lifa og hrœrast í ljóðum sínum og eldgam- alli bókmenntahefð. Nú kemur á daginn hve hlálega einföld sú mynd hefur verið. Ef til vill er það helsti lœrdómurinn sem draga bera af ferðinni til silkiborgarinnar góðu. Gettu nú Þaö var vistheimilið að sólheimum í grímsnesi, sem síðast var spurt um. Að þessu sinni er spurningin létt fyrir þá sem stundað hafa fjallaferðir og útivist, en kann að vefjast fyrir öðrum. Skeggi nefnist hann kamburinn fyrir miðri mynd. En á hvaða fjalli er hann að finnna? KROSSGÁTA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.