Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn, Þriðjudagur 23. janúar 1990 Fjögur sullatilvik a Fjoröungssjukrahusinu a Akureyri 1984 til 1988: Oftrú að sullaveiki haf i verið útrýmt hér íslendingar eru ekki búnir að útrýma sullaveiki eins og bæði þeir sjálfír og erlendir menn hafa talið. Þvert á móti virðist nú aftur hugsanlega góður „jarðvegur“ fyrir sullaveik- ina til að skjóta rótum, að því er fram kemur í grein Guðna Arinbjarnar, í Læknablaðinu. En þar fjallar hann þar um fjögur sullaveikitilfelli sem meðhöndluð hafa verið á Fjórð- ungssjúkrahúsinu á Akureyri á síðustu árum (1984-1988). Veiki hlekkurinn... „Þar sem „huliðstími" sullaveiki getur verið tugir ára og sannað er, að a.m.k. einn íslendingur hefur smitast á sjötta áratugnum, og árið 1970 fundust (10) ígulsullaveikar kindur verður að telja afar ólíklegt að Islendingar hafi séð sullaveikina í síðasta sinn“, segir Guðni. „Veiki hlekkurinn í vörnum okkar núna er, að menn eru farnir að gleyma sulla- veikinni og slaka á vörnum. Vitað er að heimaslátrun sem verður að telj- ast stór „áhættuþáttur" er enn stund- uð í landinu og sumir telja hana vera að aukast. Einnig er hætt við að hundahreinsun sé ekki fylgt eins vel eftir og áður fyrr. Nú virðist því aftur hugsanlega góður „jarðvegur" fyrir sullaveikina til að skjóta róturn". Ógreind tilfelli mjög líkleg Af þessu segir Guðni ljóst vera að hvergi megi slaka á í hundahreinsun, útrýmingu heimaskátrunar og fræðslu til almennings um varnir/ hreinlæti. Mjög líklegt sé að enn eigi eftir að finnast sjúklingar sem ganga með ógreinda sullaveiki og hafa einkenni af henni. Því ættu allir læknar að hafa sullinn í huga sem greiningu enn um sinn. Bendir Guðni á að í þeim fjórum sjúklingum sem áður er getið hafi sullur upphaf- lega greinst fyrir tilviljun. I einum sjúklingnum kom sullur óvænt í ljós við krabbameinsaðgerð. Að sögn greinarhöfundar var síð- ast fjallað um sull í Læknablaðinu fyrir rúmum áratug. Þar hafi verið fjallað um síðasta tilfelli sulls á íslandi sem vitað var um. Það fannst við krufningu 1967. Jafnframt var þess getið að aðeins væri vitað um að fimm manns hafi tekið sullaveiki eftir síðustu aldamót. Greinarhöf- undur vitnar og til leiðara erlends læknablaðs 1987 þar sem sagði að sullur hafi ekki sést á íslandi í aldarfjórðung. I leiðaranumerþjóð- in þar notuð sem skólabókardæmi um góðan árangur gegn þessum alheimssjúkdómi. Smitun á 6. áratugnum Guðni bendir hins vegar á að allir sjúklingarnir fjórir á Akureyrarspít- ala (1984-1988) voru fæddir á þessari öld. Af þeim voru öruggiega tveir og líklega þó þrír með lifandi sull. Hinn yngsti þessara sjúklinga fæddist á 5. áratugnum og smitaðist á 6. áratugn- um. Tveir sjúklinganna höfðu verið skornir upp við sullaveiki áður. Allir sjúklingarnir gengust undir skurðað- gerð, þar sem fjarlægðir voru sullir, allt upp í hnefastórir. Sjúklingarnir útskrifuðust við góða heilsu innan mánaðar. Að sögn greinarhöfundar vex sull- ur mjög hægt þannig að áratugir geta liðið frá því að hann gerir vart við sig. En það gerist helst með þrýst- ingseinkennum eða að hann springur og gefur einkenni sem geta verið bráðaofnæmislost. „Sigur yfir sullaveiki?“ Páll A. Pálsson setur spurninga- merki við (ofangreinda) fyrirsögn á grein sem hann á í sama Læknablaði. Að sögn Páls hefur íslands tvívegis verið getið í læknatímaritum svo eftirtekt vekti í sambandi við sulla- veiki. I fyrra skiptið um miðja síð- ustu öld þegar danskur læknir taldi að sjötti hver íslendingur væri hald- inn sullaveiki, sem var meira en dæmi þekktust um í nokkru öðru landi. Síðara skiptið var þegar því var haldið á lofti um miðja þessa öld að nú væri saga sullaveiki í fólki öll á íslandi eða um það bil öll. Páll telur hinn mikla árangur í sullaveiki- vörnum tvímælalaust einn af stór- sigrum í heilbrigðismálum landsins. Hundainnflutningur hættulegur Þau dæmi sem nú koma fram frá Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri um sullaveiki í fólki og fundur ígulsulla í sláturfé stöku sinnum undanfarna áratugi sýna, að sögn Páls, að enn er ástæða til að vera á verði gagnvart þessum sjúkdómi. Stöðug ásókn fólks um að flytja til landsins erlenda hunda gæti og aukið á smithættu hvernig sem um hnútana sé búið. „Hörmulegt væri ef sú velmegun- arkynslóð sem nú býr í landinu glutraði niður sigrum forfeðranna vegna andvaraleysis‘% segir Páll. - HEI og Laddi á Hótel Sögu Hótel Saga kveður skammdeg- isdrungann eftirminnilega í kút- inn með splunkunýrri skemmti- dagskrá í Súlnasal. Nokkrir af fremstu skemmtikröftum lands- ins hrífa gesti með sér í bráð- hressandi „sjóferð" þar sem stefnan er tekin á stanslaust fjör. Skipstjórinn er grínfræðingur- inn Halli og skemmtilegustu menn landsins, Laddi og Ómar, bregða sér í allra sjókvikinda líki. Meðal farþega eru gleði- mennirnir Eddi og Elli, Leifur óheppni, hin þokkafulla Elsa Lund, Marteinn Mosdal, poka- presturinn fjölþreifni, Magnús og Mundi, HLÓ flokkurinn og síð- ast en ekki síst magadansmær sem iðar í undurfögru skinninu. Þegar á leiðarenda er komið taka Ragnar Bjarnason og hljómsveit- in Einsdæmi við stjórninni og leika fyrir dansi fram á rauða nótt. Miðaverð (skemmtun+veislu- matur) er 3900 kr. Til hagræðis fyrir gesti utan af landi er boðið upp á sérstaka helgarpakka með ferðum og gistingu í samvinnu við Flugleiði og Arnarflug. 165 útköll Slökkvilið Hafnarfjarðar var á síðasta ári kallað út 165 sinnum. Einungis var um að ræða eld í 86 tilfella og í helming þeirra eð 43 var um cld í rusli, sinu og mosa. Tölu- verð fækkun hefur orðið á brunaút- köllum slökkviliðsins, en árið 1988 var liðið kallað 221 sinni út, þar af 160 sinnum vegna elds. Sjúkraflutningar slökkviliðsins voru á síðasta ári 1357, en voru 1315 árið áður. -ABÓ Ég heití DODDI Eg er meyja SJÁUMSTIDANSHÖLLINNI sjálfan sig vanhæfan Ásgeir Frídjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum. Tímamynd: Pjetur Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- of fíkniefnamálum hefur úr- skurðað sig vanhæfan til að dæma í stóra kókaínmálinu svokallaða og vikið úr dómarasæti. Ríkissaksókn- ari hefur þegar kært þennan úrskurð til hæstaréttar. Þessi niðurstaða kemur í kjölfar hæstaréttardóma um að sýslumenn megi ekki fella dóma í málum sem þeir hafa sjálfir tekið þátt í að rannsaka. Niðurstaðan brýtur í bága við allar réttarvenjur. Úrskurður dómarans er upp á rúmlega 50 vélritaðar síður. Þar gerir hann ítarlega grein fyrirerlend- um dómsniðurstöðum, einkum túlk- unum á mannréttindasáttmála Evr- ópu um réttmæta meðferð fyrir dómi. Þessar erlendu túlkanir fjalla allar um túlkun á danskri réttarfars- löggjöf. í úrskurðinum er velt upp þeirri spurningu hvort þessi danska réttarfarslöggjöf sé sambærileg við þá íslensku. Lögin eru að mörgu leyti ólík, en samt þótti „varlegra" eins og það er orðað, að telja þau skyld um það atriði sem hér skipta meginmáli og þar að leiðandi að dómarinn víki úr dómarasæti. Ásgeir telur að afskipti dómarans og fulltrúa hans á rannsóknarstigi hafi verið lögbundin og eðlileg. Hann telur að dómari hafi ekki haft neina aðstöðu né ástæðu til að víkja sér undan þessum afskiptum. Þessi afskipti felast fyrst og fremst í því að fella gæsluvarðsúrskurði. Ef að hæstiréttur felst á niður- stöðu dómarans verða málsgögn send dómsmálaráðuneytinu og ráð- herra mun síðan skipa nýjan dóm- ara. Ekki er talið að þessi niðurstaða ónýti þá rannsókn sem þegar hefur farið fram í málinu. Ásgeir segir að þessi ákvörðun hafi m.a. verið tekin nú til að koma í veg fyrir að frekari rannsókn málsins ónýttist. Talið er að þessi niðurstaða, verði hún staðfest í hæstarétti, muni hafa víðtæk áhrif á allt réttarkerfið. Ásgeir Friðjónsson sagði í gær að það hefði verið erfitt að komast að þessari niðurstöðu. Málið væri flókið og síður en svo sjálfgefið hver niður- staðan ætti að vera. Örn Clausen hæstaréttarlögmaður og verjandi í kókaínmálinu sagðist fagna þessari niðurstöðu. Hann taldi að hér væri á ferðinni tvímælalaus réttarbót. -EÓ Ásgeir Friðjónsson sakadómari í ávana- og fíkniefnamálum í „stóra kókaínmálinu": Dómarinn úrskurðaði

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.