Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 5
Þriðjudagur 23. janúar 1990 Tíminn 5 Vill formaöur Sjálfstæðisflokksins Sverri Hermannsson burt ur Landsbankanum? Þorsteinn Pálsson í Morgunblaðsgrein: Framhleypni mætt af fullri hörku „Ég er kominn út úr pólitík eins og þú veist og því hættur að Iesa pólitíska langhunda í blöðunum. Ég hef því ekki séð grein formanns SjáIfstæðisflokksins,“ sagði Sverrir Her- mannsson bankastjóri Landsbankans þegar Tíminn bar undir hann efnisatriði greinar Þorsteins Pálssonar í Morgunblaðinu s.l. laugardag. Þorstein Pálsson fjallar í Morgun- blaðsgreininni um umdeilda skipun fulltrúa Kvennalistans í bankaráð LÍ og viðbrögð eins af bankastjórum bankans. Umþettasegirhannm.a.: „í annan stað vakti það nokkra athygli þegar einn af bankastjórum Landsbankans lýsti yfir því að bank- inn myndi mæta þessari ákvörðun Alþingis af fullri hörku. Nú er það svo að bankastjórar eru undirmenn bankaráðsmanna. Þó að álitaefni af þessu tagi sé uppi er það ekki hlutverk undirmanna bankaráðsins að standa í opinberum stríðsrekstri af því tilefni. Þvert á móti ætti bankaráðið sem kjörið er af Alþingi að mæta slíkri framhleypni undir- manna sinna af nokkurri hörku. Hér var hlutverkum snúið við eins og menn gerðu sér ekki grein fyrir hver ætti að ávíta hvern.“ - Er hér verið að mælast til þess að tiltekinn bankastjóri verði rekinn úr starfi? Mun bankaráðið taka bankastjórann á beinið fyrir fram- hleypnina og jafnvel vísa honum úr starfi? „Ég hef lýst því yfir í blöðum og endurtek að ég hef ekki hugsað mér að standa í deilum við mína undir- Friðrik Sophusson spyr hvort ríkisstjórnin ætli að aðstoða Sambandið með sérstökum aðgerðum: Ekkert slíkt á borð- um ríkisstjórnarinnar Fyrirspum Friðris Sophus- sonar þingmanns Sjálfstæðis- flokksins um afskipti ríkis- stjórnarinnar af fjárhagsörð- ugleikum Sambands ís- lenskra samvinnufélaga, var tekin til umræðu utan dagskrár í gær, en þá kom þingheimur saman á ný að loknu jólaleyfi. Ástæðuna fyrir þessari fyrirspurn sagði Friðrik yfirlýsingar ráðamanna þjóðarinnar í fjölmiðlum um erfið- leika Sambands íslenskra samvinnu- félaga. Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra sagði að það væri þingmanninum eins vel ljóst og hon- um sjálfum að fjárhagserfiðleikar eins allra stærsta viðskiptavinar Landsbankans gætu valdið Lands- bankanum gífurlega miklum erfið- leikum. Steingrímur sagði að vitan- lega myndi það hafa áhrif á lántöku- möguleika íslendinga erlendis ef eitthvað af skuldum SÍS glötuðust, sem hann sagði vera milli 9 og 10 milljarðar. „Eftir því sem ég best veit þá stefnir ekki í þetta og eignir munu nægja fyrir skuldum. Mér er tjáð að það horfi til betri vegar bæði með reksturinn sérstaklega og með samninga við skuldheimtumenn," sagði forsætisráðherra og vísaði síð- ar til þess að þetta mætti lesa úr ársreikningi SÍS er hann var nánar spurður út í þetta atriði. Friðrik lagði átta spurningar fyrir forsætisráðherra og aðra ráðherra fara spurningar Friðriks hér á eftir ásamt svörum forsætis og utanríkis- ráðherra. 1. Ætlar ríkisstjórnin að aðstoða SÍS með sérstökum aðgerðum? „Svarið er nei, það hefur engin beiðni um það komið og ekkert slíkt verið á borðum ríkisstjórnarinnar," sagði forsætisráðherra. 2. Hefur Sambandið óskað eftir einhvers konar afskiptum ríkisvalds- ins við losun eigna og hver eru þau afskipti? „Þann 6. janúar gengu nokkrir fulltrúar stjórnar Sambands- ins á minn fund, þar voru einnig fjármála- og viðskiptaráðherra. Þeir sögðu sig vilja ganga til viðræðna við ríkisvaldið um sölu á hluta sínum í íslenskum aðalverktökum að hluta eða öllu leyti. Þar var jafnframt vísað til þess, sem þeim var kunnugt um eftir viðræður við utanríkisráð- herra, að það væri áhugi á því hjá ríkisstjórninni að eignast meirihluta í íslenskum aðalverktökum. Reynd- ar hafði tillaga um það verið lögð fyrir ríkisstjórnina 19. desember og hún samþykkt," sagði Steingrímur. 3. Hafa forystumenn SÍS beðið um ríkisábyrgð á erlendum lánum fyrir- tækisins? „Svarið er nei, þeir hafa ekki gert það,“ sagði Steingrímur. 4. Hvers vegna hafði ríkisstjórnin afskipti af sölu SÍS á hlut sínum í Samvinnubankanum? „Ríkisstjórn- in hafi engin afskipti af því. Hins vegar hefur að sjálfsögðu sá ráðherra sem fer með bankamál fylgst með því, enda kemur slíkt til hans kasta að lokum. Hann þarf að athuga hvort það samræmist almennum hagsmunum í bankamálum að einn banki kaupi annan,“ sagði forsætis- ráðherra. 5. Hvers vegna vill ríkisstjórnin kaupa meirihluta í íslenskum aðal- verktökum? „Það er samkomulag um það í ríkisstjórninni að í þessu fyrirtæki, þar sem um mjög víðtækt einkaleyfi er að ræða, með mikla hagnaðarvon, þá sé eðlilegt að ríkis- valdið eigi þar meirihluta,“ sagði Steingrímur. „Hvers vegna, jú hér er um að ræða ríkisverndaða einok- un. Arðurinn af þeirri starfsemi ætti því að renna til samfélagsins í heild en ekki til einstaklinga sem úthlutað hefur verið þessu forréttindavaldi af ríkisvaldinu. Ég tek það að vísu skýrt fram að það þarf ekki endilega að þýða til frambúðar ríkisrekstur í þessu tilviki, það getur komið til álita að þreifa fyrir sér með víðtæka almenningseign í formi almennings- hlutafélags, en það verður þá að vera tryggt að hún sé mjög almenn,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson ut- anríkisráðherra. 6. Verður frumvarp um það lagt fyrir þingið? „Ég er sammála for- manni fjárveitingarnefndar. Ég sé ekki að þess sé þörf nema um sé að ræða nauðsyn að fá fjárveitingu til að kaupa þann hlut,“ sagði forsætis- ráðherra. „Hingað til hef ég ekki gert ráð fyrir því. Hins vegar er því kannski ekki hægt að svara endan- lega á þessari stundu, vegna þess það ræðst af því hvernig samningar takast milli aðila. Ég er ráðinn í því að hafa samráð um þetta mál við fjárveitinganefnd," sagði utanríkis- ráðherra. 7. Hvaða ráðuneyti á að fara með hlut ríkisins í stjórn ísl. aðalverktaka ef af samningi verður? „Utanríkis- ráðherra fer nú með þann hlut og ekki ráðgerðar neinar breytingar á því,“ sagði forsætisráðherra. 8. Hve mikils eru eignir ísl. aðal- verktaka metnar, en það ljóst að viðskiptavildin er búin til með bréfi viðskiptaráðuneytisins, en sam- kvæmt því hafi aðalverktakar einok- un á verktakastarfsemi á Keflavík- urflugvelli? „Það veit ég ekki á þessari stundu, en ef til vill hefur utanríkisráðherra svör við því,“ sagði Steingrímur. „Sú tala liggur ekki fyrir, um hana er verið að ræða og verða skiptaði sérstakir mats- menn til þess. Ég tek undir það sem mér skildi koma fram í máli ræðu- manns að þar ber ekki að meta viðskiptavild með venjulegum hætti af þeirri ástæðu að hún er raunveru- lega sköpuð af ríkisvaldinu sjálfu,“ sagði Jón Baldvin. -ABÓ menn. Að öðru leyti vil ég ekkert um þetta mál segja," sagði Eyjólfur K. Sigurjónsson formaður banka- ráðs Landsbankans. „Ég þarf ekki tilsögn frá einum eða neinum þegar mér þykir að gengið sé á rétt Landsbanka íslands. Ef Þorsteinn Pálsson álítur að það verði Sjálfstæðisflokknum til fram- dráttar að agnúast við mig þá er honum velkomið að gera svo. Ég er ekkert of góður að gera Sjáifstæðis- flokknum greiða þótt í litlu sé,“ sagði Sverrir Hermannsson þegar honum höfðu verið lesin ummælin í grein formanns Sjálfstæðisflokksins. í grein Þorsteins Pálssonar segir einnig að Landsbankinn hafi ónógar tryggingar vegna skulda Sambands íslenskra samvinnufélaga í bankan- um og spurningar vakni um hverjir beri ábyrgð á því að veð Sambands- ins gagnvart Landsbankanum séu ófullnægjandi þannig að gera hafi þurft um það sérstakar samþykktir í bankaráði svo úr yrði bætt. - Eru veð Sambandsins ófullnægj- andi? „Nei, það er rangt að svo sé og hér er talað af vanþekkingu enda hefur engin samþykkt verið gerð í banka- ráðinu um þetta efni,“ sagði Sverrir Hermannsson bankastjóri. Miklar umræður urðu um skipun Kristínar Sigurðardóttur fulltrúa Kvennalistans í bankaráð Lands- bankans þar sem hún var deildar- stjóri hjá verðbréfafyrirtækinu Kaupþingi sem að nokkru er því samkeppnisaðili við Landsbankann. Málið hefur síðan leyst með því að Kristín sagði upp starfi sínu hjá Kaupþingi. Þrír aðilar skiluðu álitsgerð um Sverrír Hermannsson bankastjóri: -Þorsteini er velkomið að agnúast við mig haldi hann að það sé Sjálf- stæðisflokknum til framdráttar. Þorsteinn Pálsson formaður Sjálf- stæðisflokksins: - Bankaráð Lands- banka fslands ætti að mæta fram- hlevpni undirmanna sinna af nok- kurri hörku lögmæti skipunar Kristínar í ráðið. Þeir voru Friðrik Ólafsson skrif- stofustjóri Alþingis, Bankaeftirlitið og Sigurður Líndal lagaprófessor. Álit þessara aðila voru með þrennu móti, allt frá því að ekkert athuga- vert væri við setu Kristínar í ráðinu til þess að seta hennar jafnframt starfi hjá verðbréfafyrirtækinu væri fráleit. Hið síðastnefnda kemur fram í álitsgerð Sigurðar Líndals en hann segir m.a. eftir að hann hefur rakið málsatvik: „Að framansögðu verður niður- staðan sú að Kristín Sigurðardóttir deildarstjóri innheimtudeildar Kaupþings h.f. teljist almennt van- hæf til að sitja í bankaráði Lands- banka íslands samkvæmt grundvall- arreglum íslensks stjórnarfarsrétt- Isflug er ekki björgunarleið „Þessi frétt í Rikisútvarpinu á við engin rök að styðjast og er með öllu óskiljanleg enda hafa fyrirætlanir í þessa átt aldrei verið á borðinu. ísflug er engin útgönguleið fyrir Arnarflug," sagði Magnús Bjarna- son, einn þriggja manna fram- kvæmdastjórnar Árnarflugs í gær. Ríkisútvarpið greindi frá því um helgina að hlutafélag sem stofnað var s.l. haust; ísflug hefði það að höfuðmarkmiði að yfirtaka milli- landaflug Arnarflugs ef það yrði gjaldþrota. Stofnendur ísflugs eru nokkrir hluthafar og stjórnendur Arnarflugs og er tilgangur félagsins að annast leiguflug og taka að sér leiguflugs- verkefni, einkum erlendis, sem Arn- arflug getur ekki annað ýmissa or- saka og aðstáeðna vegna. Félagið fékk flugrekstrarleyfi í síðustu viku. Arnarflug berst nú í bökkum fjár- hagslega og fyrir helgina var auglýst nauðungaruppboð á flugskýli félags- ins á Reykjavíkurflugvelli og 6. hæð hússins að Lágmúla 6 í Reykjavík. Uppboðsbeiðendur eru Gjaldheimt- an og Landsbankinn og Tollstjóri. Veðbönd á fasteignum Arnarflugs og fasteignum ýmissa hluthafa vegna skulda félagsins eru veruleg og skipta tugum milljóna. Magnús Bjarnason sagði í gær að öllu skipti fyrir félagið að það öðlað- ist jafnréttisaðstöðu á við Flugleiðir í sambandi við áætlunarflug til og frá landinu. Hann sagði að árið 1982 hefði verið talið að flugmálastefnan yrði sú að Arnarflug fengi að fljúga inn á Evrópu en Flugleiðir inn á Bretland, Skandinavíu og Bandarík- Eg heiti SISSA Ég er sauður - ég meína hrútur SJÁUMST í DANSHÖLLINNIÁ LÁUGARDAGINN

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.