Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Tímirm MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinnog ______Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aðstoðarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuðmundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskriftog dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Húsfriðun hafnað Nú er komið í ljós að menntamálaráðherra hefur að engu rökstudd mótmæli við því að gerbreyta salarkynnum Þjóðleikhússins. Ráðherra kýs að halda sér við þá ákvörðun að fullnægja tískubundnum nytsemishugmyndum afmarkaðs hóps og kröfu hans um róttæka nýsmíði (endurhönnun) áhorfendasalar. Með þessu er ráðherra að ganga gegn hinni almennu stefnu, sem viðurkennd er í öllum menningarlönd- um, að vernda beri upprunaleik bygginga eftir listrænu og sögulegu gildi þeirra. Fljótt á litið mætti virðast að hér tækjust á tvær jafngildar stefnur. Svo er þó ekki þegar betur er að gætt. Varðveislustefnan hefur að öðru jöfnu forgang fyrir kröfum um breytingar, viðbætur og nýsmíði listrænna mannvirkja. Lögbundin stefna um húsa- friðun bindur hendur ríkisvaldsins í þessum efnum, gerir þá kröfu til ráðherra að ganga fram af gætni, vera íhaldssamur þegar það hæfir tilefninu. Ráðherra hefur í þessu máli haft rökstudd mót- mæli að engu. Þar ber hæst að hann virti einskis orð húsafriðunarnefndar, sem er lögskipuð ráðgjafar- nefnd ráðherra og ríkisstjómar í húsafriðunarmál- um. Húsafriðunarnefnd fór fram á að Þjóðleikhúsið yrði friðað samkvæmt ákvæðum þjóðminjalaga. Því hefur ráðherra hafnað og þar með brotið blað í samskiptasögu ríkisvalds og húsafriðunarnefndar. Rökin fyrir breytingunum, sem fyrst og fremst eiga að vera reist á praktiskum viðhorfum, eru of veik til þess að láta þau skáka út friðunarstefnunni. Ráðamönnum leikhússins hefur alls ekki tekist að færa sönnur á að áhorfendasalurinn standi rekstri Þjóðleikhússins fyrir þrifum, enda í eðli sínu langsótt viðbára og engin skýring á vanda leikhússins. Eftir stendur sem áður að hagnýtt gildi breytinganna er umdeilanlegt. Þegar svo stendur á, er í mikið ráðist að láta friðunartillögu húsafriðunarnefndar víkja fyrir kröfu þjóðleikhússtjóra um endurhönnun áhorfendasalarins. Með því hefur ráðherra valið verri kostinn, ef um eitthvað var að velja. Ráðherraskipuð bygginganefnd Þjóðleikhússins hefur svarað aðfinnslum um að breytingatillögur hennar séu brot á höfundarheiðri arkitekts hússins, Guðjóns Samúelssonar, með því að bera fyrir sig uppdrætti og hugmyndariss sem til eru úr fórum hans frá ýmsum tímum. Þess háttar gögn leiða ekki annað í ljós en að húsameistarinn hefur velt ýmsum hugmyndum fyrir sér áður en hann tók ákvörðun um lokagerðina. Litlu skiptir hvort hann komst að niðurstöðunni í samráðum við aðra eða ekki og óviðurkvæmilegt að gefa í skyn að Guðjón Samúels- son hafi guggnað fyrir íhlutunarsemi annarra um verk sín. Auk þess er það bíræfni af bygginganefnd- inni að láta í það skína að hún leggi nánast eftirlátnar teikningar Guðjóns sjálfs til grundvallar breytinga- áformum sínum nú. Svo er alls ekki. Um skilning á þeim tekur bygginganefndin sér sjálfdæmi sem ekki verður borið undir Guðjón Samúelsson úr þessu. Eftir stendur sú staðreynd að bygginganefndin knýr fram breytingar á Þjóðleikhúsinu eftir eigin höfði í andstöðu við nútímasjónarmið í byggingaverndar- málum og gagnstætt höfundarrétti. Þriðjudagur 23. janúar 1990 GARRI GELT AÐ BÍLUM Davíð Oddsson og meirihluti hans í borgarstjóm hefur lagt fram fjárhagsáætlun borgarinnar og vekur athygli, að fyrir utan venju- legar álögur er Rafmagnsveitunni og Hitaveitunni gert að greiða ríflegan ágóðahlut til borgarinnar, þó allt sé þetta í raun sami kassinn. Krafa borgarstjómarmeirihlutans um ágóðahlut af rafmagni og hita er ekkert annað en skattlagning til viðbótar fasteignagjöldum og út- svari. Hefði mátt álíta að hjá sveitarfélagi sem er vel stætt og getur leyft sér margvíslegan til- kostnað, sem margir telja óhóf og braðl, eins og stjömustöðina á öskjuhlíð, þætti skynsamlegra að hlífa borgarbúum við greiðslum fyrir rafmagn og hita sem era hærri en nauðsyn krefur. Réttir taktar Mörg dæmi era þess, síðan Davíð Oddsson varð varaformaður Sjálfstæðisflokksins, að hann hafi stýrt borginni sem eins konar þætti í stjómarandstöðu. Frægt er dæm- ið úr umræðunum um verkaskipt- ingu sveitarfélaga, þegar stjóraar- andstaðan fluttist út úr Alþingi í skrifstofu borgarstjóra við Austur- stræti. Spuraing er hvort kjósendur Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík kæra sig um að borginni sé beinlínis blandað í stjóraarandstöðuna með slíkum hætti. Þá ber fjárhagsáætl- unin keim af því, að hún er samin með hliðsjón af stjóraarandstöðu. Auknar álögur á Ibúa Reykjavíkur í háu verði á rafmagni og hita umfram nauðsyn, aðeins til að skila ágóða í fullan kassa borgar- innar, ganga þvert á þær leiðir sem verið er að fara til samkomulags við launþegahreyfinguna. Með þeim hætti að halda tilkostnaði heimilanna uppi telur forysta Sjálf- stæðisflokksins að varaformaður- Davíð Oddsson. inn sýni rétta takta. Þannig reynir hann að verða þessari forystu Sjálf- stæðisflokksins í stjóraarandstöðu að liði þótt hann sitji utan þings og hafi fyrst og fremst skyldur við borgarbúa. Maður út í bæ Meðan Davíð borgarstjóri situr í sínum stól sem borgarstjóri ætti hann að fara sér rólega í stjóraar- andstöðu. Hann á að minnsta kosti ekki að halda þannig á málefnum borgarbúa, að verk hans beri keim af stjómarandstöðu. En það er stundum eins og borgarstjórinn ráði sér ekki fyrir eðlishvöt. Má vera að honum finnist pólitíkin hjá stjómarandstöðunni heldur þunn- ur þrettándi, og vilji því teygja sig eins og hann getur henni til hjálpar. En hvað stjómarandstöðuna snert- ir er borgarstjórinn aðeins maður út í bæ á meðan hann situr ekki á þingi. Það liggur svo í augum uppi að hagur Davíðs á eftir að vænkast, því Ijóst er að í næstu þingkosning- um verður hann kjörinn á þing og þá horfa þessi mál allt öðra vísi við. Vilji hann þá sitja áfram sem borgarstjóri verður embættið eins og varaskeifa í laginu. Drossíur fara um veg Ákvarðanataka í þjóðmálum fer fram annars staðar en við Austur- stræti. Davið verður því að una þvi enn um sinn að sitja utan hringsins og á áhorfendabekk. Frammíköll hans í æsingi leiksins bitna fyrst og fremst á borgarbúum eins og dæm- ið um rafmagnið og hitann sýnir.. Mörgum áhorfendum fer þannig í hita leiksins, að þeir linna ekki frammíköllum og hrópi. Þannig er það á hnefaleikum, sem hér eru bannaðir, og á fótbolta og hand- knattleikjum. Þetta á sér einnig stað annars staðar og á neðri tröppum dýraríkisins. Þegar bfla- öldin hófst í landinu og drossíur fóra um veg vöknuðu búrtíkur af væram svefni og hófu aðför að dranandi sjálfhreyfivögnum, læstu tönnum í dekkin og drápu sig, eða þá að þær lentu undir drossíunum. Enn helst sá siður í sveitum, að gelt er að bflum. Ekki kallaður enn Ástæðulaust er að vera með samlíkingar, en skósmiður heldur sig við leistinn og það er mergurinn málsins. Davíð Oddsson þarf engu að kvíða. Framundan bíður hans mikið starf á vettvangi þjóðmál- anna. Hann verður áreiðanlega, þegar tímar líða, ein meiriháttar pólitísk drossía, enda hefur hann alla burði til þess, svo sem eins og aldamótaskáldskapur hans á síð- asta landsfundi bar vitni um. En á meðan hann hefur ekki verið kall- aður inn í hringinn ætti hann að láta vera að íþyngja borgarbúum með nauðsynjalausum álögum og forðast frammíköllin. Garri. VÍTT OG BREITT Endalok mannúðarstefnu Haft er fyrir satt að sjónvarp sé fyrst og síðast afþreyingartæki og þar af leiðandi vel fallið til að skemmta, en síður til að dreifa upplýsingum og fræða. En sem áróðurstæki er sjónvarpið áhrifa- meira en önnur miðlun sé kunn- áttusamlega á málum haldið. Fyrir kemur að sjónvarp tekur öllum öðrum upplýsingamiðlum fram þegar sjón er ótvírætt sögu ríkari. Á sunnudagskvöld var eitt af viðbjóðslegum eymdarbælum sós- íalismans fært inn í stofur væru- kærra neytenda vestræns neysl- uþjóðfélags. Er hætt við að mörg- um hafi hnykkt við að horfa upp á þau ódæmi sem við blöstu þegar sýnt var hvernig búið hefur verið að sjúkum og hrjáðum börnum, unglingum og gamalmennum í kommúnistaríkinu Rúmeníu. Fársjúkum börnum til sálar og líkama og fólki með margs kyns bæklun var hrúgað saman í þröngar, kaldar, skítugar og illa þefjandi vistarverur á ríkisreknum hælum. Böm og unglingar vom klæðaiaus til að auðvelda þrifnað. Mannfyrirlitning Læknir sem skorti allt til alls til . að lina þjáningar og bæta aðbúnað á svona hörmulegum stað sagði yfirvöld kommúniStaríkisins vera ómannúðleg, barnfjandsamleg og kvennakúgara hin mestu. Myndir sjónvarpanna af með- ferð sósíalistanna á líkamlega og andlega bækluðum mannvemm á öllum aldursstigum em teknar í Evrópu nútímans, á því herrans ári 1990. Þá hefur kommúnisminn ver- ið við lýði í 70 ár í Ráðstjómarríkj- unum og í nærri hálfa öld í öðmm sósíalískum ríkjum Evrópu. Innan við hálftfma frá þeim tíma sem ríkissjónvarpið gaf ofurlitla innsýn í botnlausa mannfyrirlitn- ingu rúmenskra sósíalista nútím- ans gekk vel til hafður Islendingur um kóngsins Kaupmannahöfn og lýsti með glæsilegu orðflúri hvar landar hans vættu kverkamar gegnum aldimar. Bmgðið var upp skyndimyndum af dyrastöfum og gluggum hátt á veggjum og nær- myndum af ornamentum margvís- legum og var þama samandreginn mikill fróðleikur á borð við þann að Konunglega leikhúsið stendur við Kóngsins Nýjatorg og að þar hafa Islendingar sungið og leikið og að ölkrár em við Nýhöfnina, og , hafa verið lengi. Á einum stað stansaði íslending- urinn ölkráafróði til að koma á framfæri að fyrir hundruðum ára hafi staðið þar stofnun sem piltum var hrúgað í til að gera þá að andlega og líklamlega bækluðum aumingjum á vegum yfirvalda. í táradalnum Þau yfirvöld sem þannig léku smælingjana fyrir tvö til þrjú hundmð ámm vom vond og ómannúðleg og átti bæklað fólk og þroskaheft ekki upp á pallborðið hjá þeirri yfirstétt sem þá réði ríkjum. Til sögunnar vom nefndir tveir íslendingar sem veittu hinni broguðu stofnun forstöðu um skeið. Aldrei er ástæða til að mæla þeirri meðferð bót sem geðveilir og fatlaðir urðu að sæta á fyrri öldum. En virða verður fyrri kyn- slóðum til vorkunnar að fáir lækn- isdómar vom þekktir, lífsbaráttan var harðari en nú er og mannúðin beindist iðulega meira að eilífri velferð guðs bama en að daglegu heilsufari og vellíðan hér í tára- dalnum. Nú er það sjálfsagt og eðlilegt að minnast grimmilegrar og ómann- úðlegrar meðferða fyrri kynslóða á sjúkum og fötluðum og gera löngu liðin yfirvöld ábyrg fyrir að bækla unglinga til líkama og sálar. En sögumaður sjónvarpsins þarf ekki að leita aftur í aldir til að hneykslast á svo hörmulegu athæfi. Það á sér stað hér og nú og hefði hann nokkm sinni horft opnum augum og með gagnrýnu hugarfari á hvemig mennhelgi hefur verið og er fótum troðin í sósíölskum ríkj- um Evrópu, svo ekki sé lengra farið, þyrfti hann ekki að leita langt aftur í aldir til að til að setja sig í stellingar vandlætarans og upphefja einhvers konar mannúð- arstefnu á strætum velferðarþjóð- félags Danmerkur. í þeim rfkjum Evrópu sem höfn- uðu handan jámtjaldsins er ekki lengur fínt að vera kommúnisti og er þeim og skoðunum þeirra hafn- að og er að vonum talin ómannúð- leg. Á íslandi snýta þeir sér enn í skýin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.