Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 23. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Jónas Jónsson: LANDBÚNAÐURINN 1989 Erindi flutt í búnaöarþætti í Ríkisútvarpinu Árferði var landbúnaðinum fremur erfitt. Veturinn eftir áramót var eins og menn minnast óvenju harður, snjóþung- ur og gjaffelldur og voraði mjög seint þó að ekki væru slæm veður. Vetrarmánuðirnir að janúar undanskUdum voru kaldir og yfirleitt mjög úrkomusamir. Janúar var aðeins hlýrri en í meðalári. Febrúar var kaldur og snjóþungur, sá þriðji kaldasti í Reykjavík á öldinni og sá úrkomusamasti frá upphafi mælinga á Akureyri. Mars var einnig óhagstæður og sá snjóþyngsti í Reykjavík frá 1921. Apríl var úrkomu- samur um allt land og mjög snjóþungur um vestan- og norðanvert landið. Maí var einnig fremur kaldur og óvenju úrkomusamt var um sunnan- og vestanvert landið. Nokkuð bar á heyleysi í snjóþyngstu héruðum og voru hey flutt við erfiðar aðstæður einkum í nokkrar sveitir á norðanverðum Vestfjörðum. Langt er um liðið síðan svo tæpt hefur staðið með hey í öllu landinu, segja má að nær öll hey hafi gefist upp og lá víða við heyskorti fyrir hross einkum hjá þéttbýlisbúum. í júní hlýnaði sæmilega þó að kalt væri undir lokin. Vegna hinna miklu snjóalaga frá vetrinum og seinnar vorkomu, komu tún óvenju seint undan snjó, einkum á norðan- og vestanverðu landinu og voru dæmi um að skafl- ar lægju á túnum fram í júlí. Tún voru allvíða nokkuð kalin einkum í útsveitum, við það bættist að víða var mjög seint hægt að bera á. Spretta var þvf mjög seint á ferð þó að betur rættist úr en á horfðist. Sláttur hófst almennt með allra síðasta móti og sums staðar ekki fyrr en í lok júlí eða byrjun ágúst. Júlí var sólarlítil og heldur kaldur um vestanvert landið en hlýr fyrir norðan og austan. Ágúst var aftur vætusamur á norðanverðu landinu. Heyskapartíð var því hvergi stöðug en þó urðu engin vandræði. í september var fremur risjótt tíð en hvergi mjög slæm. Sumarið var ívið kaldara f Reykjavík en í meðal ári en heldur hlýrra en í meðal ári á Akureyri. Mánuðirnir október nóvember og fram í des- ’ ember voru fremur mildir og snjó- lítið hefur verið og lítið um áhlaup. Síðari hluti ársins bætti þann fyrri því verulega upp og árið var nálægt meðallagi hvað hitafar varðar en. miklu úrkomusamara var það í ölium landshlutum. Einstakir þættir Áburðamotkun var aðeins meiri en á síðasta ári eða í heild 57.713 lestir Í54.792)*, sem er 5% aukn- ing. Áður hafði áburðarnotkun dregist saman um nær þriðjung, en þessa aukningu má örugglega skýra með því að bændum, sem ekki áttu fymingar og þeim sem sáu fram á rýrari uppskeru vegna kal- skemmda hefur þótt ástæða til að bera nokkuð meira á. Heyfengur. Af tölum úr forð- agæsluskýrslum er enn lítið hægt að fullyrða um heildarheyfeng en ljóst er að votheysverkun hefur stóraukist, eða um 30-40% þar er um rúllubaggana að ræða. Líklegt er að heildarheyfengur sé um 5-10% minni en árið 1988. Kornrækt varð heldur minni en árið áður, enda stóð tæpt með að sáðvaran fengist nægilega snemma vegna verkfalla, auk þess sem seint var hægt að sá vegna seinnar vor- komu. Sáð var í 311 ha (333). Uppskera var einnig minni eða um 1 lest á ha að meðaltali, en mjög misjöfn frá 1/2 lest og upp í 2 1/2 lest á ha. Enda varð veðurfar- ið á Suðurlandi kornræktinni óhag- stætt. Vegna frétta af innflutningi á hálmi til svepparæktar, sem ekki hefur heimild í lögum er ástæða til að benda á að augljóst virðist að þessar tvær greinar, svepparækt og komrækt ættu að geta stutt hver aðra og því ástæðulaust að taka þá áhættu sem fylgir innflutningi á hálmi og jafnvel búfjáráburði. Hraðþurrkað fóður. Fjórar gras- kögglaverksmiðjur störfuðu á ár- inu eins og áður og framleiddu alls um 5000 lestir (3830). Allir gras- kögglar seldust upp á síðasta vori og var þá ekki hægt að sinna eftirspurn og hvatti það til nokkuð meiri framleiðslu nú. Fóðurbætisnotkun. Tölur liggja eingöngu fyrir um notkun á inn- fluttu kjamfóðri. Innflutt kjarn- fóður fyrstu 11 mánuði nam 33.505 lestir (35.393) sem er 5,5% sam- dráttur. Svína- og alifuglarækt nota nú um eða yfir helming af hinu inn- flutta kjarnfóðri. Áburður og kjarnfóður hafa löngum verið tveir stærstu út- gjaldaliðir venjulegs búrekstrar. Fullyrða má að framleiðslutak- markanir í hefðbundnum búskap hafa leitt til verulegs sparnaðar í notkun þessara aðfanga. Garðávextir og ylrækt Kartöflurækt. Uppskeran í heild var í slöku meðallagi og víða fremur léleg. Góð uppskera fékkst þó í Austur-Skaftafellssýslu. Þessu réði annars vegar vætusöm tíð á Suðurlandi og hins vegar hve seint var hægt að sitja niður á Norður- landi (Eyjafjarðarsvæðinu). Enn ríkir glundroði í markaðs- málum bæði framleiðendum og neytendum til mikils tjóns. Gulrófnaræktun gekk með svipuð- um hætti en ekki er vitað um það frekar en um kartöflurnar hver heildaruppskeran hefur orðið. Grænmetisframleiðsla. Uppskera útiræktaðs grænmetis 1989 varð í heild góð, þrátt fyrir að vorið og sumarið væri blautt og frekar svalt Sunnanlands. Því varð uppskeran oft í seinna lagi. í september var víða álitamál hvort seinsprottnar tegundir, einkum hvítkál, myndu ná fullum þroska, en þar sem Fyrri hluti veður var ákaflega milt fram eftir nóvember náðu flestar plantnanna að skila góðri uppskeru. Ræktun kínakáls jókst mikið frá síðasta ári og hefur ræktun þess aukist jafnt og þétt á síðustu árum. Ennfremur var um nokkra aukn- ingu að ræða í hvítkáli, en ræktun annarra tegunda var svipuð og á síðasta ári. Lítil breyting var á framleiðslu grænmetis í gróðurhúsum frá síð- asta ári, nema framleiðsla papriku jókst nokkuð. Sala grænmetis var í heild treg á síðasta ári, rétt eins og á síðustu árum og hefur verð til framleið- enda ekki verið í samræmi við þróun tilkostnaðar á síðustu árum. Eiga íslendingar enn langt í land að ná nágrannaþjóðunum í neyslu grænmetis. Blomaræktun. Tiltölulega litlar breytingar voru í framleiðslu blóma frá síðasta ári, en þá var um umtalsverða aukningu að ræða í framleiðslu afskorinna blóma og hélst sú aukning á árinu. Framleiðsla og sala pottaplantna var með svipuðu sniði og á síðasta ári. Á síðustu árum hefur notkun raflýsingar aukist mikið og hefur því vetrarframleiðsla aukist veru- lega, einkum á afskornum blómum. Þessi þróun á eflaust eftir að halda áfram, því mikill áhugi er fyrir raflýsingu að vetri, en raf- orkuverð og tilkostnaður stendur henni fyrir þrifum. Annað. Mikill innflutningur er á rótuðum plöntum og afskornum blómum til landsins, það skapar mikla hættu á að hingað til lands berist nýir, alvarlegir plöntusjúk- dómar og meindýr. Á árinu olli nýtt, mjög alvarlegt meindýr, am- eríska blómatripsið, miklum skakkaföllum í nokkrum gróðrar- stöðvum. Ljóst er að leggja verður mikla áherslu á að hefta útbreiðslu þess hér á landi og að koma í veg fyrir að slíkt endurtaki sig. Búfjárframleiðsla Sauðfjárslátrun. Alls var slátrað 664.643 fjár í sláturhúsum, (722 þús.) þar af voru dilkar 623.812 (677.952) og fullorðið fé 40.831 (44.063). Fækkun dilka var um 8% og fullorðins fjár um 7,3%. Kjötmagn sem kom í sláturhús nam í heild 9.950 lestum, (10.664). Dilkakjötð nam 9.026 lestum (9.675). Af þessu fara 9.609 lestir til sölu, annað 342 lestir var heim- tekið eða úrkast. Kindakjötsframleiðsla dróst saman um 6,7% og dilkakjötið um 6,7%. Meðalfallþungi dilka var nú 1,447 kg (14,27) sem er með betra móti. Síðustu tvö árin hefur kinda- kjötsframleiðslan dregist saman um 20,5% eða 1/5 og síðan 1983 um 23,4% en þá var sala innan- lands um 10.300 lestir eða verulega meiri en öll framleiðslan nú. Neysl- an hefur hins vegar dregist verulega saman frá því að vera um 10 þúsund lestir í flestum árum allt niður undir 8 þúsund lestir á ári. Síðustu tólf mánuðina sem nú eru til skýrslur yfir það er frá og með desember ’88 til og með nóvember ’89 varð kindakjötssalan 8.333 lestir sem er tæplega 3% meiri sala en tólf mánuðina þar á undan. Með nokkurri bjartsýni mætti því álíta að samdráttarskeiði í kindakjötsneyslu væri lokið. Hitt er þó meiri raunsæi að segja að ef verðlagsþróun almennt í landinu og verðlag til neytenda á þessari mikilvægu kjöttegund ráði mestu um það hvernig neyslan þróast. Ekki þarf að hafa mörg orð um það hvaða áhrif það hefur svo aftur á þróun byggðar í sveitum. Nautaslátrun. Innlagt nautakjöt fyrstu ellefu mánuði ársins nam 2.690,7 lestum (2.717) sem er um 1% samdráttur. Sala var jöfn og góð og birgðir hlóðust ekki upp. Hrossaslátrun fyrstu 11 mánuði var verulega meiri en árið áður og nam kjötið 690 lestum (480), aukn- ing 43,7%. Um 117 lestir voru fluttar út til Japan. Birgðir hafa aukist nokkuð. Það er athyglisvert að útflutningur til Japan, þar sem aðeins hluti af fallinu er fluttur út (læri og hryggur) gefur betra skila- verð en annar útflutningur á kjöti. Hrossaútflutningur var meiri nú en um langt árabil. Flutt voru út 1019 hross (678), þar af 42 stóðhestar og 397 hryssur. Verð á hrossum var fremur gott og má reikna með að þessi útflutningur hafi gefið yfir 100 milljónir í gjaldeyristekjur. Svínakjötsframleiðsla fyrstu 11 mánuðina nam 2.385,6 lestum (2.189) aukning varð því um 9%. Aukning síðustu tvö árin hefur orðið nær 36%. Veruleg kreppa vegna offramboðs og undirverðs var hjá svínabændum á árinu. Alifuglaslátrun nam 1.184 lestum fyrstu 11 mánuðina (1.005) sem er um 18% aukning en árið 1987 var framleiðslan verulega meiri (1.787). Eggjaframleiðsla dróst enn nokk- uð saman varð 2.286 lestir (2.322) fyrstu 11 mánuðina. Mjólkurframleiðsla varð 92,4 millj. lítra fyrstu 11 mánuðina (95,0) og dróst því enn saman um 2,69%. Eins og komið hefur fram hefur neyslan heldur aukist unda- farandi ár. Birgðir af mjólkurvör- um eru alveg í lágmarki og ætti því að auka framleiðsluna nokkuð. * Tölur í svigum hér í greininni eru sambæri- legar tölur fyrir áríð 1988.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.