Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 23. janúar 1990 vr\r\<ðw i «nr DAGBÓK m Guðrún Alda Matarspjallsfundur Landssamband framsóknarkvenna veröur með matarspjallsfund miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. Viðtalstími LFK Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Útvarpsráði, verður til viðtals fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 10-12 að Nóatúni 21. Allir velkomnir. LFK. Rangæingar JónHelgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdottir Árlegur stjórnmálafundur og viðtalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum: Gunnarshólma, fimmtudaginn 25. janúar kl. 15:30. Heimalandi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21.00. Keflavík Skoðanakönnun meðal stuðningsmanna Framsóknarflokksins um val frambjóðenda í komandi bæjarstjórnarkosningum fer fram í Félagsheimili flokksins að Hafnargötu 62 sunnudaginn 28. janúar kl. 10.00-17.00. Skoðanakönnunin er opin öllum stuðningsmönnum flokksins. Mætið vel og takið þátt í könnuninni. Kaffiveitingar á staðnum. Uppstillingarnefnd Kópavogur - Opið hús Opið hús alla miðvikudaga að Hamraborg 5, kl. 17-19. Alltaf heitt á könnunni. Framsóknarfélögin. + Innilegar þakkir fyrir hluttekningu og hlýhug vegna andláts og útfarar móður okkar, tengdamóður, ömmu og systur Valgerðar Halldórsdóttur fró Hvanneyri Þórhallur, Sveinn, Halldór og fjölskyldur, Þórhallur Halldórsson. + Systir okkar, mágkona og frænka Karitas Guðmundsdóttir Bjarnastíg 2, Akureyri andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð mánudaginn 22. janúar. Fjölskyldan. Guðmunda Elíasdóttir 70 ára í dag Guðmunda Elíasdóttir, Vesturgötu 26b í Reykjavík, fæddist á Bolungarvík 23. janúar 1920. Hún fór til Kaupmanna- hafnar árið 1939 til að læra hjúkrun en sneri sér skömmu síðar að söngnámi og lauk burtfararprófi frá tónlistarháskóla Kaupmannahafnar í stríðslok 1939. Guðmunda er einn af frumherjum óperuflutnings á íslandi og hefur tekið þátt í fjölda uppfærsla og haldið sjálf- stæða tónleika á íslandi, Danmörku, Bandaríkjunum og Kanada. Undanfarin ár hefur Guðmunda kennt söng við Söngskólann í Reykjavík og víðar. Jafnframt hefur hún stöðugt endur- menntað sig í söngfræðum og sótt fjölda námskeiða hér heima og erlendis. KVENNAATHVARF Húsaskjól er opið allan sólarhringinn og aðstoð fyrir konur sem beittar hafa verið ofbeldi í heimahúsum eða orðið fyrir nauðgun. Síminn er 21205 - opinn allan sólar- hringinn. Hafnarborg: „Det Grönne Mórke“-Sýning á verkum fimm norskra málara 1 Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, Strandgötu 34, var nýlega opnuð sýning á verkum fimm norskrar málara. Listamennirnir eru: Anne Katrine Dolvcn, Erik Annar Evensen, Olav Christopher Jenssen, Jon Arne Mogstad og Bjöm Sigurd Tufta. Til sýningarinnar er stofnað af hálfu Norrænu listamiðstöðvarinnar í Sveaborg í Finnlandi og hefur hún verið sett upp í Finnlandi, Svíþjóð, Danmörku og nú síðast í Noregi. Verk eftir þessa listamenn hafa ekki verið sýnd hér á landi áður, utan sýningar á verkum Bjöm Sigurd Tufta í Norræna húsinu árið 1987. Formáli í sýningarskrá er skrifaður af Maaretta Taukkuri, sýningarstjóra Nor- rænu Listamiðstöðvarinnar í Sveaborg. Sýningin í Hafnarborg stendur til 4. febr. n.k. Opnunartími er kl. 14:00-19:00 alla daga nema þriðjudaga. Breyttur opnunartími á Þjóðminjasafni íslands Frá og með 16. sept. til 14. maí verður safnið opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 11:00-16:00. Aðgangur er ókeypis. Strætisvagnar sem stansa við Þjóð- minjasafnið: 5, 6, 7, 13, 14, 16, 100. MÁLVERKAUPPBOD1. febrúar Gallerí Borg heldur málverkauppboð fimmtudaginn 1. febrúar. Málverkaupp- boðið fer fram að Hótel Sögu og hefst kl. 20:30. Tekið verður á móti verkum á uppboðið fímmtudaginn 25., föstud. 26. og mánudaginn 29. jan. í Gallerí Borg, Pósthússtræti 9. FÍM'Salurinn Samsýning félagsmanna í Félagi ís- lenskra myndlistarmanna stendur yfir í FÍM-salnum og Galleríinu, Garðastræti 6. Opið er kl. 14:00-18:00 virka daga. Nýhafnarklúbburinn starfar á ný Nýhafnarklúbburinn tekur aftur til starfa 5. febrúar nk. Þetta er annað árið sem hann starfar, en starfsemi klúbbsins byggist á fyrirlestrum um myndlist og verða fjórir fyrirlestrar á vorönn og fjórir á haustönn. 23. júlí verður svo Jóns- messuhátíð eins og sl. ár. Ætlunin er að fara í Iistskoðunarferð til Madrid í fylgd sérfróðra manna um miðjan marsmánuð. Sú ferð er á vegum ferðaskrifstofunnar Lands og Sögu í Bankastræti, sem veitir allar upplýsingar. Fjöldi þátttakenda í klúbbnum er tak- markaður og ganga meðlimir síðasta árs fyrir, en þeir sem hefðu áhuga á að bætast í hópinn geta látið skrá sig í listasalnum Nýhöfn, Hafnarstræti 18, sími 12230, fyrir 1. febrúar. Árshátíð Húnvetningafélagsins Árshátíð Húnvetningafélagsins í Reykjavík verður haldin 3. febr. n.k. í Glæsibæ, Álfheimum 74, og hefst hún með borðhaldi kl. 19:00. Upplýsingar í símum 41204 og 30752. Frá Kvenfélagi Kópavogs Kvenfélag Kópavogs minnir á hátíðar- fundinn fimmtudaginn 25. janúar í Fé- lagsheimilinu kl. 20:30. Skemmtidagskrá. Félagsmenn eru beðnir að láta vita sem fyrst um þátttöku í símum 40332, 40388, 675672. Listasafn Einars Jónssonar Listasafn Einars Jónssonar er opið alla laugardaga og sunnudaga kl. 13:30-16:00. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga kl. 11:00-17:00. Kvenfélag Kópavogs Spilað verður í kvöld, þriðjud. 23. jan., í Félagsheimili Kópavogs. Byrjað verður að spila kl. 20:30. MINNING llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllN^ Höqni Torfason Vorið 1967 kom Sigurður Bjarna- son frá Vigur að máli við mig, en ég var þá þingfréttaritari Morgunblaðs- ins, og réð mig að vinna á skrifstofu Sjálfstæðisflokksins á ísafirði fram að kosningum. Skömmu síðar sá ég Högna Torfa- son í fyrsta sinn og ég gleymi ekki fyrstu orðum hans til mín: „Svo þú ert pilturinn, sem senda á vestur að passa mig.“ Mikil harka hafði hlaupið í fram- boðsmál þar vestra. Þorvaldur Garð- ar Kristjánsson hafði lotið í lægra haldi fyrir liði Vigurmanna og Matt- híasar Bjarnasonar og tók ekki sæti á listanum það sinn. Högni Torfason var þá erindreki Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum og gætti vissrar tor- tryggni í garð hans, einkum úr hópi Matthíasarmanna, en Þorvaldur var þá framkvæmdastjóri flokksins og yfirmaður Högna og hafði ráðið hann. Högni vann í kosningunum af eindrægni og hollustu við Sjálfstæð- isflokkinn. Ég fór svo vestur og bjó hjá þeim Matthíasi Bjarnasyni og frú Kristínu Ingimundardóttur. Þar var gott að vera og lærdómsríkt. Því var ekki að neita, að Högni var orðinn nokkuð einangraður á ísafirði. Átökin höfðu verið hörð og óvægin og staðið lengi. Högni tamdi sér aldrei mjúkmæli hirðmanna og áskildi sér ætíð rétt að hafa eigin skoðanir. Hreinskiptni hans kom honum stundum í tímabundin vand- ræði, eins og þetta vor. Þau mál voru síðar gerð upp og menn viður- kenndu, að Högni hafði verið hafður fyrir rangri sök. Það sýnir það traust, er Vestfirðingar báru til Högna, að alla tíð eftir að hann flutti til Reykja- víkur sá Högni um utankjörfundar- kosningar fyrir Vestfirðinga, vini sína. Á ísafirði bjuggu Högni og kona hans, frú Guðbjörg Guðbjartsdóttir, með þremur börnum sínum á efstu hæð Uppsala, en skrifstofur Sjálf- stæðisflokksins voru á næstu hæð. Högni var jafnframt ritstjóri Vestur- lands og birti þar merkileg viðtöl við fræga Vestfirðinga. Var Högni óvenjulega vel ritfær maður, hvort heldur var á íslensku eða ensku. Löngu síðar vann ég með honum að enskri útgáfu tímaritsins Skákar í tengslum við skákmót á Kjarvals- stöðum. Ritaði Högni það blað nær’ einn, þótt aðrir drægju að efni. fréttamaður Erlendum mönnum þótti þetta „Shakespearean English“ á blaðinu, en þar gætti áhrifa frá nánum kynn- um Högna af enskum fagurbók- menntum. Léttmeti var ekki sú and- lega fæða, sem hann nærðist á. Þau Guðbjörg tóku mér afar vel, ókunnugum unglingi sem skorti mánuð í kosningarétt, og þann tíma sem ég var á ísafirði átti ég margar ánægjustundir á heimili þeirra. Alla tíð síðan kallaði Högni mig pólitísk- an fósturson sinn og óneitanlega voru athugasemdir hans um menn og málefni í þeim litum, að þær mást seint en halda mætti sínum. Frú Guðbjörg er góð kona og reyndist Högna vel. Mönnum líður vel í návist hennar. Síðustu kosningaferð sína um Vestfirði fór Högni fyrir síðustu Alþingiskosningar, en þá tók Hildi- gunnur dóttir hans þátt í prófkjöri sjálfstæðismanna. Högni gekk vask- lega fram fyrir dóttur sína. Náði hún góðum árangri og bætti um betur, er hún var kjörin í miðstjórn Sjálf- stæðisflokksins á síðastliðnum lands- fundi. Þá sá ég Högna í síðasta sinn. Duldist ekki, að heilsu hans hafði hrakað. En það var bjart í augum hans yfir velgengni dóttur hans. Högni var átakamaður. Hann vann mikið og gott starf f þágu skáklistarinnar og var varaforseti Skáksambands fslands 1976-1979. Þegar sovésk stjórnvöld ofsóttu Victor Kortsnoj var Högni fremstur í flokki þeirra, er börðust fyrir því, að Kremlverjar létu fjölskyldu Kortsnojs í friði fara. Voru að undirlagi hans mynduð samtök manna hér á landi Kortsnoj til styrktar. íslensk stjómvöld beittu sér af alefli í þessu máli og Friðrik Ólafsson, er þá var forseti FIDE, gekk vasklega fram. Galt hann fyrir það með embætti sínu síðar meir. Högni þýddi sjálfsævisögu Victors Kortsnojs á meitlaða íslensku. Sú bók er holl lesning hverjum manni. Högni var fréttamaður á útvarp- inu 1948-1962. Er víðkunnugt viðtal hans við Ungverjalands-Hjalta, en það var birt í útvarpinu 1956, þegar rússneskir skriðdrekar kæfðu upp- reisn Ungverja í blóði. Er efamál að frægara viðtal hafi verið flutt. Högna voru þessir atburðir oft í huga og eldheitur andstæðingur kommúnista sem hann var, voru honum frelsistíðindin úr austurvegi mikil gleðitíðindi. Eins og fyrr segir var Högni af- burðafær íslenskumaður. Var hann hagur nýyrðasmiður. Sjálfur var hann góðum gáfum gæddur og hefði því mátt ætla, að hann færi í lang- skólanám, enda stóð hugur hans tíl þess. En skólagöngu hans lauk með óvæntum hætti. Segir Steindór Steindórsson frá Hlöðum, skóla- meistari á Akureyri, frá því í ævi- sögu sinni, að Sigurður Líndal Páls- son hafi vegna óvildar komið því fram, að Högni náði ekki framhalds- einkunn og gaf kona Sigurðar, sem var prófdómari í teikningu, „þrátt fyrir mótmæli teiknikennarans, hon- um svo lága einkunn, að dugði til falls. Og ótti skólameistara við að missa nafna sinn frá skólanum dró úr honum allan mátt til íhlutunar." Ekki er að efa, að þessi hremming markaði líf Högna og særði hann djúpu sári, sem e.t.v. greri aldrei til fulls. Undir harðri brynju Högna Torfa- sonar sló hugprútt hjarta. Hann var vinur vina sinna og gekk ævinlega fremstur í orrahríð. Guð blessi minningu Högna Torfasonar. Haraldur Blöndal

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.