Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 13

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 23. janúar 1990 Tíminn 13 rkvnnwð i Mnr Þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík Hið árlega þorrablót framsóknarfélaganna í Reykjavík verður haldið laugardaginn 27. janúar n.k. í Norðurljósasal Danshallarinnar (Þórs- cafe) og hefst kl. 19.30. Heiðursgestir verða frú Edda Guðmundsdóttir og Steingrímur Her- mannsson forsætisráðherra, sem jafnframt flytur ræðu kvöldsins. Aðgöngumiða- og borðapantanir eru í síma 24480 (Þórunn). Verð aðgöngumiða kr. 2.500,-. (Greiðslukortaþjónusta) Framsóknarfélag Reykjavíkur. Framsóknarfélag Seltjarnarness Félagsfundur verður haldinn þriðjudaginn 23. janúar n.k. kl. 20.30 í húsakynnum félagsins við Eiðistorg. Dagskrá: 1. Aðferð við val frambjóðenda á lista í næstu sveitar- stjórnarkosningum. 2. Kosning uppstiliinganefndar. 3. Útgáfumál. 4. Önnur mál. Stjórnin. Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Akranes - Opinn fundur Fundur um skipulagsmál í Framsóknarhúsinu við Sunnubraut, miðvikudaginn 24. janúar kl. 20.30. Rætt verður um deiliskipulag Akratorgssvæðis. Frummælandi: Ingólfur Hrólfsson, fulltrúi Framsóknarflokksins í skipulagsnefnd. Allir velkomnir. Framsóknarfélögin Akranesi Staðan tekin Stjórn SUF og stjórnir FUF félaganna efna til skrafs og ráðagerða- funda á næstu vikum sem hér segir: Fyrstu fundir: Kópavogur, miðvikud. 24. jan. kl. 20 Hafnarfjörður, þriðjud. 30. janúar kl. 20 Keflavík, þriðjud. 6. febrúar kl. 20 Selfoss, fimmtud. 15. febrúar, kl. 20. Allir velkomnir. Stjórnin Akureyrarferð FUF félaga Akureyrarferð FUF félaga verður farin helgina 9. til 11. febrúar. FUF félögum að sunnan til skrafs, skemmtunar og ráðagerða. Allir FUF félagar velkomnir. Haldið verður frá skrifstofum Framsóknarflokksins Nóatúni 21 síðla dags föstudaginn 9. febrúar og komið til Reykjavíkur að nýju sunnudagskvöldið 11. febrúar. FUF félagar á Vesturlandi og í Norðurlandskjördæmi vestra eru hvattir til að slást i hópinn. Far og gisting í svefnpokaplássi mun kosta tvö þúsund krónur. Nánari upplýsingar og skráning: Þórunn á skrifstofu Framsóknarflokksins s. 24480 á daginn. Guðmundur Birgir í síma 77044 á kvöldin. FUF félagar á höfuðborgarsvæðinu. Framsóknarfólk Norðurlandi vestra Skrifstofur Framsóknarflokksins og Einherja, Suðurgötu 3 á Sauðár- króki, verða fyrst um sinn opnar mánudaga kl. 13-17 og þriðjudaga og miðvikudaga kl. 9-12, sími 36757. Illllllllllllllllllllllllllll SPEGILL llllllllllllllllllllllllllllflllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll^ Nadia Comaneci flýði frá Rúmeníu - og hefur tekið saman við ástmann sinn, sem hjálpaði henni að flýja. Hann er kvæntur maður og fjögurra barna faðir Maria, eiginkona Constantins Panait, með bömin þeirra. í bladaviðtali grátbiður hún mann sinn að koma heim tii sín og barnanna, hún vilji fyrirgefa honum vixlsporið og reyna að skilja hvað kom honum til þ ;s að yfirgefa þau. Það þótti stórfrétt, þegar það spurðist, að rúmenska Olympíu- stjarnan Nadia Comaneci hefði flúið frá föðurlandi sínu og væri komin alla leið til Bandaríkjanna. Þetta gerðist meðan Rúmenía var enn lokað land, svo allir vissu að Nadia hefði haft góða hjálp utan- lands frá. Það var bandarískur Rúmeni, Constantin Panait, 34 ára, sem hjálpaði Nadiu og fleiri Rúmenum að flýja land. Panait og Nadia höfðu kynnst á ferðum hans til Rúmeníu er hann var að heim- sækja foreldra sína. Þau urðu ást- fangin, og þegar Nadia komst í frelsið tóku þau saman og ætla að ganga íhjónaband,-þ.e.a.s. þegar hann hefur fengið skilnað frá nú- verandi konu sinni og móður fjög- urra barna þeirra. Nadia viðurkennir, að hún hafi vitað það, áður en hún lagði upp í flóttann, að Panait væri kvæntur, -en þau elskuðu hvort annað og það væri aðalmálið. Þegar þau Nadia og Panait komu saman til New York birtust myndir af þeim brosandi í faðmlögum í blöðum. Það var það fyrsta sem Maria, eiginkona hans í Florida, vissi um samband þeirra. Hún varð öskureið og lét hafa eftir sér ókvæðisorð um hjónaleysin. „Nadia er hjónadjöfull og þjófur. Hún hefur stolið eigin- manni mínum og föður bamanna okkar. Hann hefur óvirt mig og kastað mér frá sér sem einhverri druslu. Ég skil ekki hvernig hann getur fengið af sér að koma svona fram við litlu bömin okkar, sem eru frá tveggja ára til sex ára.“ Þegar blaðamenn í New York spurðu Olympíustjörnuna Nadiu, hvort hún hefði vitað að Constant- in Panait væri kvæntur maður, þá svaraði hún að bragði: „Já, - og hvað með það?“ Hún sagðist hafa kynnst honum fyrir tveimur árum þegar hann var að heimsækja ættingja sína, og hann kom aftur síðar, og þá fóru þau að leggja á ráðin um að koma Nadiu úr landi. Það var svo sunnudagskvöldið 26. nóvember sem hún yfirgaf heimili sitt í Búkarest með Panait og 6 vinum hans. Hann skildu þau eftir, þegar um það bil 10 km voru eftir til ungversku landamæranna, og eftir erfiða og hættulega ferð komust þau heilu á höldnu yfir landamærin, þar sem Panait beið þeirra. „Við vissu.m ekki nema að það yrðu jarðsprengjur á leið okkar að landamærunum og urðum að leggj- ast niður hvað eftir annað svo rúmensku landamæraverðirnir sæju okkur ekki, því þá hefðu þeir örugglega skotið á okkur," sagði Nadia í viðtalinu. Þau Nadia og Panait fóru síðan 4. desember til Miami á Florida, - ekki langt frá fyrrverandi heimili hans í Hallandale, þar sem eigin- kona hans býr með börnin fjögur. Nadia segir að þau séu yfir sig hamingjusöm og muni gifta sig strax og málefni þeirra séu komin í lag. Turtildúfurnar Nadia Comaneci og Constantin Panait á blaðamannafund- inum við komuna til Bandaríkjanna. konu sína yfir þröskuldinn á hóte íbúð þeirra í New York.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.