Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 16

Tíminn - 23.01.1990, Blaðsíða 16
AUGLÝSINGASÍMAR: 680001 —086300 "] RÍKISSKIP NÚTÍMA FLUTNINGAR Halnarhúsinu v/Tryggvagötu, S 28822 PÓSTFAX O.B.LASro TÍMANS ÞRQSTUR 687691 68 50 60 VANIR MENN ÞRIÐJUDAGUR 23. JANÚAR 1990 Leitin af Bretanum Stephen Reader tók nýja stefnu í gær. Skipulagðri leit haldið áfram: Fundu bakpokann skammt frá Hofi Scinni part dags í gær fannst bakpoki sem talið er að Bretinn Stephen Reader hafi verið með þegar hann lagði af stað á Hvannadalshnjúk mánudaginn 15. janúar. Ekkert hefur spurst til Readers þrátt fyrir umfangsmikla leit. Það einkennilega við þennan fund í gær er að pokinn fannst fyrir neðan veg, skammt vestan við Hof, nálægt þeim stað sem bóndinn á Hofi losar sig við sorp. Flest bendir því til að Reader fyrirkomulag þeirrar leitar sem hafi snúið við eða hreinlega aldrei farið á jökulinn. Vonir um að hann muni finnast á lífi hafa því kviknað að nýju en menn voru orðnir vonlitlir um það eftir árang- urslausa leit yfir helgina sem yfir 200 manns tóku þátt í. Jón Ingi Björnsson lögreglu- þjónn sagði í samtali við Tímann um kl. 19 í gærkvöldi að ákvörðun yrði tekin síðar um kvöldið um fara á fram í dag. Er möguleiki á að Bretinn hafi aldrei farið upp á jökul? „Nei, hann hefur farið eitthvað upp, miðað við það hvað dýnan hans fannst ofarlega,“ sagði Jón Ingi. Hann sagðist enga skýr- ingu hafa á því hvers vegna bak- pokinn fannst þar sem hann var. Ætlunin var lögreglan færi í gær- kvöldi með þeim er fann bakpok- ann á staðinn, til að átta sig frekar á ummerkjum ef einhver væru. Guðbrandur Jóhannsson, sem stjórnaði leitinni um helgina, sagði síðdegis í gær að það hefði komið mönnum mjög á óvart að finna bakpokann á þessum stað. „Með þessum fundi hefur málið tekið algerlega nýja stefnu. Hann virðist hafa losað af sér pokann þarna, sem er náttúrulega mjög undarlegt,“ sagði Guðbrandur. Það voru félagar úr björgunar- sveitinni í Öræfum sem fundum pokann en þeir fóru í gær að svipast um eftir Reader. Leitar- menn fóru þá m.a. aftur upp í gilið þar sem talið er að hann hafi misst dýnuna af sér, en eins og kunnugt er fannst einangrunardýna sem Reader var með upp í Hvalvöðu- gili, sem er um 2,5 km norðvestan við Hof. Eftir að yfir 200 manns höfði leitað allan laugardaginn án ár- angurs, var tekin ákvörðun um að hætta skipulagðri leit. Þann dag tóku 194 menn þátt í leitinni, auk yfirstjómar leitarinnar. Fjórir snjóbílar, 34 vélsleðar og 21 bif- reið voru notuð við leitina. Auk þess flugu tvær þyrlur yfir leitar- svæðið. Veður á sunnudaginn varslæmt og því lág leit niðri. í gær fóru nokkrir félagar úr björgunarsveit- inni í Öræfum að stað að nýju. Menn þar eystra töldu ófært að gefast algerlega upp þrátt fyrir hina árangurslausu leit á laugar- daginn. -EÓ/ABÓ Beinagrind í fæðingu Það var ekki æsingurinn eða spennan á samningafundi aðila vinnumarkaðarins í karphúsinu í gær. Fundir voru einkum í sam- starfsnefndum aðila frá því að samningamenn hittust um kl. 14. Ekki kom til kasta Guðlaugs Þorvaldssonar sáttasemjara að miðla málum í gær enda eru aðilar ásáttir um höfuðatriði væntanlegra samninga. Ásmund- ur Stefánsson ræðir hér málin við samherja sína. Beinagrind að kjarasamning er nú á teikniborðinu. Tímamynd: Pjetur Lösreglan við söluturninn á Hringbrautinni skömmu eftir ránstilraunina. - Tímamynd Pjetur Ógnaði afgreiðslu- stúlku með hnífi Ungur maður kom inn í söluturn við Hringbraut á laugardagskvöld og ógnaði afgreiðslustúlkunni með stórum hnífi og krafðist þess að fá peningana úr kassanum. Maðurinn sem var með plastpoka á höfði var mjög æstur og barði í borði. Stúlkan sagði manninum að koma sér út, sem hann gerði. Lögreglan í Kefla- vík handtók árásarmanninn við ann- an mann í Keflavík fyrir ölvunar- akstur og komst þá upp um félagana, en þeir höfðu á laugardagskvöldinu einnig komið við í verslun í Kópa- vogi og stolið þaðan ávísunum á meðan verslunareigandinn sá ekki til. Við húsleit heima hjá tvímenn- ingunum fannst hnífurinn sem not- aður var til að ógna stúlkunni í söluturninum á Hringbrautinni. Utanríkismálanefnd um laxveiðar erlendra skipa rétt utan við 200 mílur íslensku fiskveiðilögsögunnar: Koma skal lögum yf ir sökudólgana Á fundi utanríkismálanefndar í gær var samþykkt að beina því tii ríkisstjórnarinnar að hart verði brugðist við ólöglegum laxveiðum erlendra skipa skammt undan 200 mQna efnahagslögsögu íslands og freklegum brotum á 66. grein Hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Einnig að leitað verði samvinnu við viðeigandi ríki um að koma lögum yfir sökudólgana hvar sem til þeirra næst. Þá verði Landhelg- isgæslunni falið að fylgjast með skipunum og afla nauðsynlegra upplýsinga unt veiðar þessar. í bókun utanríkismálanefndar er einnig óskað greinargerðar frá Guðmundi Eiríkssyni um störf NASCO (North Atlantic Salrnon Conservation Organization) og horfur á því að samtökin ákveði á næsta fundi sínum algjört bann við laxveiðum Færeyinga í sjó í sam- ræmi við ákvæði 66. greinar Haf- réttarsáttmálans og ályktun Al- þingis frá 14. mars 1983. Jóhann Einvarðsson formaður Utanríkismálanefndar sagði í sam- tali við Tímann að einhugur hefði verið í nefndinni um bókunina. Jóhann sagði einnfremur að með orðalaginu „viðeigandi þjóðir“ væri fyrst og fremst átt við Dani þvf menn teldu nokkuð ljóst að þessi útgerð væri í danskri eign og dansk- ir aðilar hefðu áður fengið fésektir vegna löndunar á ólöglega veidd- um laxi. Grunur manna stæði í þá átt að þessir sömu aðilar hafi umskráð skipin og væru farnir að stunda veiðarnar á ný. Danir mættir á ný Ólöglegar laxveiðar Dana hafa áður verið f fréttum en vekja kannski rneiri athygli nú vegna samningaumleitana íslenskra aðila við Færeyinga um kaup á iaxveiði- kvótanum. Haustið 1988 birtist grein í Tímanum eftir Einar Hannesson starfsmann Veiðimálastofnunar um ólöglegar veiðar Dana í al- menningnum utan fiskveiðilög- sagna íslands, Færeyja og Noregs undir fyrirsögninni: „Danskir fiski- bátar við sjóræningjaveiðar á laxi í Atlantshafi". 1 textanum segir: „Fyrir nokkru komst upp um töluvert umfangsmiklar laxveiðar á álþjóðlegu svæði í Norður-Atl- antshafi út af Norcgi. Talið er að þessar veiðar hafi vcrið stundaðar um langt skeið. Koma við þessa sögu sex danskir fiskibátar sem höfðu verið leigðir til þriggja félaga í Panama og var áhöfnin dönsk. Það voru danskir tollverðir sem komu upp um þessar ólöglegu laxveiðar þegar „Panama- laxinn“ var fluttur til Danmerkur en honum hafði verið landað í Þýskalandi. Er talið að verðmæti aflans séu um 20 milljónir danskra króna. Kom þetta illa við dönsk yfirvöld sem líta þetta mál alvarleg- um augum. Á sínum tíma undirrit- uðu Danir alþjóðlegan samning uni verndun Atlantshafsiaxins í úthafinu. Fyrr á þessu ári var upp orðrómur um að stundaðar væru ólöglegar laxveiðar á norðanverðu Atlantshafi og mun íslenska Land- helgisgæslan hafa verið beðin um að huga að þessu en veiðislóðimar sem dönsku fiskibátarnir stunduðu sjóræningjaveiðarnar á eru býsna fjarri íslandi enda í hafinu út af strönd Noregs.“ SSH

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.