Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 5

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 24. janúar 1990 Tíminn 5 Halldor Asgrimsson sjavarutvegsráðherra segir að til að na hagkvæmni i veiðum verði aó vera hægt að framselja kvota: Menn verða að ná fram sátt í þessu sem ððru Stjórn Farmanna- og fiskimannasambands íslands sam- þykkti ályktun á fundi sínum í fyrrakvöld, þar sem segir að stjórn sambandsins samþykki ekki frumvarp til nýrra laga um stjórnun fiskveiða eins og það birtist í drögum þann 20. janúar sl. FFSÍ hefur algjörlega hafnað hugmyndum um sölu á óveiddum fiski. Halldór Ásgrímsson sjávarútvegs- ráðherra sagði í samtali við Tímann að það væri alveg ljóst að til þess að ná hagkvæmni í veiðunum yrði að vera hægt að framselja afla á milli skipa. Ráðgjafanefnd sem um frum- varpsdrögin fjallar hefur ekki skilað af sér, en búist er við að til þess komi á allra næstu dögum. í ráðgjafa- nefndinni eiga sæti fulltrúar hags- munaaðila, ásamt fulltrúum þing- flokka og fer Árni Kolbeinsson ráðu- neytisstjóri í sjávarútvegsráðuneyt- inu með forystu í nefndinni. Frum- varpsdrögin voru kynnt á ríkisstjórn- arfundi í gærmorgun og sagði Hall- dór það hafa verið eert til að ríkis- stjórnin gæti fylgst með því starfi sem fram fer í nefndinni. Stefnt er að því að nefndin ljúki störfum á næstu dögum, en málið hefur verið til umfjöllunar í þingflokkum að undanförnu. I ályktun stjórnar FFSl segir að helsta ástæða þess að stjórnin sam- þykki ekki drög að nýju kvótafrum- varpi sé sú að í frumvarpsdrögunum sé gert ráð fyrir sölu á óveiddum fiski, sem leiða muni af sér byggða- röskun, misvægi milli einstakra út- gerðarflokka, t.d. báta og togara og aukinn tekjumun milli sjómanna. Þá vill FFSÍ benda á það ósamræmi í frumvarpinu sem felst í því ákvæði sem segir að nytjastofnar á íslands- miðum séu sameign þjóðarinnar á sama tíma og einstakir handhafar veiðiréttar hafa umtalsverðar tekjur af sölu á óveiddum fiski. Sjávarútvegsráðherra sagðist ekki vilja tjá sig um einstaka fyrirvara aðila í málinu. „Það er alveg ljóst að til þess að hægt sé að ná fram hagkvæmni í veiðunum þarf að vera hægt að framselja afla á milli skipa og ef ná á því markmiði að minnka flotann, þá þarf einnig að vera mögulegt að sameina veiðiheimild- ir,“ sagði Halldór. Hann sagði að ef menn vildu stefna að því að viðhalda margvíslegri óhagkvæmni, sem er í flotanum, þá væri það sjónarmið út af fyrir sig. „Farmanna- og fiskimannasam- bandið hefur haft áhyggjur af fram- sali á veiðiheimildum í gegnum tíð- ina og það hafa ýmsir aðrir. Hins vegar er í þessu máli eins og öðru að markmiðin stangast á og einhvers staðar verða menn að mætast og samræma sjónarmið," sagði sjávar- Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs- ráðherra. útvegsráðherra. Hann sagðist vænta þess að nú sem fyrr þá muni takast að sætta sjónamúðin, en það ætti hins vegar ekki að koma á óvart þótt það kosti nokkrar fæðingarhríðir. Mjög mikið hefur miðað í starfi nefndarinnar að sætta ólík sjónar- mið, en að sögn Halldórs getur niðurstaðan aldrei orðið slík að öllum líki. „Menn verða í þessu máli sem öðru að ná fram þeirri sátt sem hægt er að starfa við í sjávarútvegin- um,“ sagði Halldór. í ályktun stjórnar FFSÍ segir enn- frernur að harmað sé hversu litla umfjöllun sala á óveiddum fiski hefur fengið hjá ráðgjafanefndinni, þá sérstaklega um þær afleiðingar sem óheft sala á óveiddum fiski getur haft í för með sér, bæði fyrir einstaklinga og þjóðarbúið í heild. „FFSÍ lýsir eindregnum vilja til að finna lausn á því vandamáli, sem sala á óveiddum fiski er í dag og gæti orðið í framtíðinni og er því reiðu- búið til að vinna að frekari útfærslum eða hugmyndum, sem gætu leitt til farsællar lausnar á þessu vandasama máli,“ segir í ályktun stjórnarinnar. -ABÓ Kopavogshæli: Fjórir starfs- menn gn inaðir um f jári drátt f framhaldi af rannsókn sinni á fjárreiðum gjaldkera Kópavogshælis mun Ríkisendurskoðun vísa málum fjögurra starfsmanna hælisins til Rannsóknarlögreglu ríkisins. í frétt- um Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi var fullyrt að auk gjaldkerans hefðu þrír deildarþroskaþjálfar dregið sér fé sem vistmenn fengu greitt frá almannatryggingum. Eins og fram kom í fréttum fjöl- miðla fyrir nokkru komst upp unt misferli í fjárreiðum gjaldkera Kópavogshælis síðari hluta síðastlið- ins árs. Gjaldkerinn lét af störfum í októbermánuði og í framhaldi af því varð uppvíst um fjárdráttinn sem samtals nemur 1,5 milljónum króna. Við áframhaldandi rannsókn Ríkis- endurskoðunar á fjárreiðum starfsmanna sem séð hafa um sjóðs- vörslu fyrir vistmenn hælisins, kom í ljós að þrír deildarþroskaþjálfar höfðu dregið sér fé á bilinu 30 þúsund krónur til 650 þúsunda króna. Starfsmennirnir hafa allir lát- ið af störfum hjá Kópavogshæli. Peningarnir sem starfsmennirnir fjórir hafa dregið sér eru greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins til vistmanna hælisins en féð hefur verið í vörslu starfsmanna hælisins. Yfirstjórn Ríkisspítala hefur lýst því yfir að allt muni verða gert til þess að koma í veg fyrir að slíkt athæfi geti átt sér stað og jafnframt verði séð til þess að vistmenn beri ekki fjárhagslegan skaða af misferli starfsmannanna. SSH Borgin kaupir Sólheimakot Reykjavíkurborg hefur keypt jörðina Sólheimakot í landi Mos- fellsbæjar fyrir 20 milljónir króna. Jörðin er 65 hektarar. Salan var samþykkt með fjórum atkvæðum gegn einu atkvæði Sigurjóns Péturs- sonar á fundi borgarráðs í gær. Með sölunni voru þrír fulltrúar Sjálf- stæðisflokks og Bjarni P. Magnús- son, fulltrúi Alþýðuflokks. Davíð Oddsson borgarstjóri var spurður hvers vegna hefði verið ráðist í þessi jarðarkaup? „Við höfum verið að kaupa lönd á þessum slóðum undanfarin ár. Þetta er liður í því að tryggja framtíð borgarinnar. Þetta land er að vísu í Mosfellsbæ, en landið er ekki á því svæði sem Mosfellsbær mun nokk- urn tíma byggja á.“ Nú barðist þú á sínum tíma gegn því að byggt yrði upp til heiða. Er hér ekki um stefnubreytingu að ræða? „Nei, það er það ekki. Ég barðist á sínum tíma gegn því að borgin byggði upp við Rauðavatn. Hins vegar hef ég keypt lönd eins og Úlfarsfell, Úlfarsá, Reynisvatn, Engey og Viðey og reyndar margar spildur aðrar. Borgin á að eiga þessi lönd.“ Sólheimakot er norður af bænum Gunnarshólma sem margir kannast við sem ekið hafa um Suðurlands- veg. -EÓ Verkamenn sem lengst hafa unnið í Áburðarverksmiðjunni mun lífseigari en jafnaldrar þeirra almennt: Áburðarverksmiðjan hollur vinnustaður? Af um 600 starfsmönnum Aburð- arverksmiðjunnar í Gufunesi árin 1954 til 1984 hafa hlutfallslega færri dáið heldur en ætla mætti miðað við aðra íslenska karla á sama aldri á sama tíma. Þetta varð m.a. niður- staða rannsóknar sem sagt er frá í Læknablaðinu og gerð var til að athuga hvort starfsmenn Áburðar- verksmiðjunnar, sem vinna að fram- leiðslu áburðar, dæju fremur en aðrir íslenskir karlar á sama aldri úr krabbameini, einkum lungna- og magakrabbameini. Sérstaka athygli vekur að dánar- hlutföll vegna krabbameina sem og allra dánarmeina, reyndust lægst hjá þeim sem lengst höfðu starfað í Áburðarverksmiðjunni (16 ár og lengur) en fóru hækkandi því færri ár sem menn höfðu staðið þar við í starfi. Hæst var dánarhlutfallið með- al þeirra sem unnu skemur en eitt ár, þannig að ástæðunnar verður að leita annarsstaðar en í áburðinum. Hópnum var m.a. skipt eftir störf- um í vélgæslumenn (sem vinna á vöktum og eru í minnstri snertingu við áburðarefnin), almenna verka- menn (sem mest vinna utandyra) og aðra (skrifstofumenn, iðnaðarmenn og aðrir). Þá kom m.a. í ljós að dánartölur vegna bæði krabbameins og hjartasjúkdóma voru hærri hjá vélgæslumönnum en búast mátti við. Hjá almennum verkamönnum voru dánartölur vegna allra dánarmeina mun lægri heldur en vænta mátti, sem nægði til þess að hið sama átti við þegar tekið var mið af öllum hópnum óskiptum. Með rannsókninni var sérstaklega stefnt að því að leita tengsla milli nítratneyslu (óbeinni með rykmeng- un í munn og lungu) og magakrabba- meins. í ljós kom að vélgæslumenn höfðu hæst dánarhlutfall. Þeir voru því athugaðir sérstaklega og tekið tillit til starfsára. Þá kom í ljós að dánarhlutfall, sem reiknað var fyrir krabbamein og öll dánarmein var hærra en vænta mátti hjá þeim sem styst höfðu unnið, en lækkaði eftir því sem starfsaldur í verksmiðjunni var lengri. Athúgumn hefur því vakið aðrar spurningar en lagt var upp með, en svaranna væri vert að leita, segja rannsóknarmennirnir Vilhjálmur Rafnsson og Hólmfríður Gunnars- dóttir. í umfjöllun sinni varpa þau m.a. fram þeirri spurningu hvort þeir sem standi stutt við í vinnu hafi aðra lífshætti heldur en þeir sem lengur eru á sama stað, eða hvort þeir sem unnu innan við ár við vélgæslu í Áburðarverksmiðjunni voru á ein- hvern hátt veikbyggðari en hinir og þoldu vinnuná verr. Rannsóknin náði til 603 starfs- manna sem hófu störf á árunum 1954, þegar verksmiðjan var stofnuð, til ársins 1985. Miðað við jafnaldra þeirra almennt mátti búast við að 81 hefði látist þegar könnunin fór fram. í raun voru hins vegar 70 látnir, þar af lang flestir (51) úr hópi þeirra sem hófu störf fyrir 25-35 árum, sem vænta mátti, en aðeins einn út hópi þeirra sem hafið hefur störf eftir 1974 og til ársins 1985. - HEI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.