Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn « v « : > * • - • • , . .. % , Miðvikudagur 24. janúar 1990 Timinn MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aöstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson Eggert Skúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Ofsókn gegn Sverri Sjálfstæðismenn þykjast öðrum hneykslaðri á vonsku einflokkskerfa kommúnistaheimsins og lát- ast fagna því manna mest að alræði eins stjórnmála- flokks sé að hruni komið, eða á leið með að hrynja, í hverju kommúnistalandinu á fætur öðru. Varla þarf að taka það fram að þessi sjálfsímynd íhaldsins um að það sé í fararbroddi lýðræðissinna er tóm blekking. Þótt sjálfstæðismenn fagni eins og aðrir íslendingar afnámi ofurveldis eins stjórnmála- flokks í kommúnistaheiminum, þá eru þeir hvorki einir um slíkan fögnuð né að þeir séu umfram aðra boðberar lýðræðis og þingræðis og þeirrar fjöl- hyggju og fjölflokkakerfis sem fylgir lýðræðisþjóð- félögum. Svo mjög sem sjálfstæðismenn gera úr sjálfum sér sem andstæðingum einflokkskerfis og mið- stjórnarvalds í fjarlægum heimshlutum, sækjast þeir ekki eftir öðru meira hér á heimaslóðum en að halda uppi flokkseinræði, umfram allt í Reykjavík, og efla miðstjórnarvaldið í landinu þar sem það má verða þeim sjálfum til framdráttar, þannig að sjálfstæðismenn hafi alla valdatauma í hendi sér og yfirráð áhrifastofnana. Sjálfstæðismenn hafa lagt ofurkapp á að ná sem sterkustum áhrifum á sviði fjölmiðlunar eins og sókn þeirra á Stöð 2 er lifandi dæmi um síðustu vikur og daga. Framundir þetta hafa menn haft ástæðu til að trúa því að hrakspár margra um að einkareknar útvarps- og sjónvarpsstöðvar lentu í höndum pólitískra afla, hafi ekki orðið að veru- leika, fyrr en nú að Stöð 2 er án allrar leyndar orðin eign harðsvíruðustu kapitalistanna í innsta hring S j álfstæðisflokksins. í engu er þó hræsni sjálfstæðisforystunnar í lýðræðis-, fjölhyggju- og valddreifingartali jafn augljós og í rógsherferðinni gegn samvinnuhreyf- ingunni. Alkunna er að Samband íslenskra sam- vinnufélaga hefur átt í miklum fjárhags- og rekstr- arerfiðleikum. Stjórn Sambandsins og forstjóri hafa lagt sig fram um að rétta við fjárhagsstöðu fyrirtækisins með öllum tiltækum ráðum og að sjálfsögðu átt um það mál við aðalviðskiptabanka sinn, Landsbanka íslands. Hafa þau samskipti á allan hátt verið eðlileg og hafa miðað að því að styrkja rekstrargrundvöll Sambandsins. Hins vegar hafa stjórnendur Landsbankans ekki haft starfsfrið fyrir pólitískum upphlaupum Þorsteins Pálssonar og liðsins kringum hann, sem trúir því að hægt sé að ganga af samvinnuhreyfingunni dauðri og vill að það verði gert. Sverrir Hermannsson bankastjóri hefur unnið af heilindum að því af hálfu Landsbankans að fjár- hagsleg endurskipulagning Sambands íslenskra samvinnufélaga takist sem best má verða. Fyrir þær sakir fellur hann í ónáð hjá Þorsteini Pálssyni og ofríkisliði Sjálfstæðisflokksins, sem telur það skyldu hvers flokksmanns að hamast á andstæðing- um sínum eins og völd og áhrifastaða hvers og eins gefur tilefni til. Varaþjónusta íhaldsins við lýðræði og fjölhyggju er tóm hræsni. GARRI llllllllllllllllllllllllllillllllllllllllli bönkum fara flatt Margir á Bankasinfónían íslenska er eitt stórkostlegt spilverk. Þeir þrír menn sem helst viðra þetta hljóm- sveitarverk fyrir augum almenn- ings eru Þorsteinn Pálsson, for- maður Sjálfstæðisflokksins, Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra og Ásmundur Stefánsson, formaður ASÍ. Allir hafa þeir lagt nokkuð af mörkum til bankamála, en þó er kannski mest um verð sú skapgerð- arlýsing sem birtist í bankaafskipt- um þeirra. Ljóst hefúr verið í nokkum tíma, að liðsoddar Sjálfstæðisflokksins eiga þann draum stærstan að gera Landsbankann að hlutafélagi. Skrif Þorsteins Pálssonar að undanförau um bankastjóra Landsbankans og skipti bankans við SÍS, bera að nokkru merki um þessa óskhyggju. T.d. má Sverrir Hermannsson aldrei verja svo hagsmuni bankans, að Þorsteinn birti ekki yfirlýsingar um að við- horfum Sverris verði að mæta af fyllstu hörku. Ekki má Landsbank- inn innheimta skuldir, svo Morg- unblaðið birti ekki stórar fréttir um þá „ósvinnu“. Mun það að einhverju leyti stafa af löngun MBL til að gera bankann að hluta- félagi, og svo hinu að einstaka gulldrengir kvarta undan innheimt- unni, og er þá ekki 85 milljóna kr. skuld Gullskipsins meint sérstak- lega. Vinátta til óbóta Bankar eru viðkvæmar stofnanir og um þá þarf að ríkja friður. Aðför Þorsteins Pálssonar að Sverri Hermannssyni, ber einkenni þess að Þorsteinn og Uðsoddar hans vilji bankann feigan í þeirri mynd, sem hann er í nú. Þá bera heitingar í garð Vals Arnþórsson vitni um sérkennilega fákunnáttu, en Valur hefur ekki haft með að gera kaupin á Samvinnubankanum eða viðskipti SÍS yfirleitt eftir að hann varð bankastjórí. Þorsteinn og Sverrir eru gamlir samherjar í pólitík. Eftir að Sverrir varð bankastjóri er tórat mál að tala um hann í sambandi við póUtik, og hann sinnir öUum viðskiptavinum bankans jafnt eins og hinir banka- stjórarair tveir, líka innheimtum sem MBL heldur að sé blaðamatur. Vináttu ræktu þeir Þorsteinn og Sverrir með ágætum. Nú er skipt um skreið og verður ekki annað séð en vináttan hafi verið stunduð Sverri tíl óbóta. Islandsbanki veiti aðhald! MBL segir stóra frétt af þvi á baksíðu, að Fríhöfnin á Keflavík- urveUi hafi flutt veltufé sitt úr Landsbanka á reikninga hjá Is- landsbanka. Ástæðan er sögð hag- stæðari samningar um vexti á veltu- reikningum. Þaraa sést hvað banki getur, sem ekki er ríkisbanki, segir MBL. I því sambandi er vert að geta þess að Jón Sigurðsson, bankamálaráðherra, sagði eitthvað á þá leið á hátíðastundu, að ís- landsbanki myndi veita ríkis- bönkunum aðhald. Ásmundur Stefánsson, bankaráðsformaður, stendur nú í ströngu við að semja um lækkun vaxta við ríkisvaldið, en Islandsbanka varðar Utið um það, einkum ef hann getur yfirboð- ið í veltufé. Sannleikurinn um vextina segir aðra sögu og meirí í þágu almenn- ings hvað snertir ríkisbankana. Frá 21. janúar í ár eru forvextir á víxlum sem hér segir. Landsbank- inn 24%, íslandsbankinn (þ.e. að- haldsbankinn hans Jóns) 26,5%, Búnaðarbankinn 22,5%. Vextir af yfirdráttarlánum (hlaupareikningi) frá 21. janúar eru sem hér segir. Landsbankinn 29%, íslandsbanki (þ.e. banki Ásmundar) 33%, Bún- aðarbankinn 27%. Það er von að Þorsteinn Pálsson og Uðsoddar hans í Sjálfstæðis- flokknum séu friðlausir yfir að Landsbankinn skuU ekki vera hlut- hafabanki. Aðhaldsbankinn mikli, eins og Jón Sigurðsson boðaði að hann skyldi vera, tekur nú 2,5% hærri forvexti af víxlum en annar ríkisbankinn og 4% hærri forvexti en hinn ríkisbankinn. Af yfirdrátt- arlánum tekur aðhaldsbankinn 4% hærri vexti en annar ríkisbankinn og 6% hærri vexti en hinn. Þegar Ásmundur Stefánsson sit- ur við samningaborðið þá sldlur hann þessar tölur og veit hvers vegna ríkisbankamir era lægri. Hann situr einnig í íslandsbanka en þar lætur hann nægja að trúa Jóni Sigurðssyni um aðhaldið sem hann á að veita ríkisbönkunum. Um Þorstein Pálsson gegnir öðru máU. Hann hefur snúið gamalli vináttu við fyrrverandi ráðherra sinn upp í gagnrýni á helsta banka landsins og reynt að rýra traust hans að ósekju. Garri llllllllllllllllllllllllll VITTOGBREITT Röklegar skýringar — eða hvað? Kunnur fróðleiksmaður, lektor í félagsvísindum og höfundur bókar um sögu Sjálfstæðisflokksins, hef- ur látið þá skoðun í ljósi að teiknar- inn Sigmund hafi gleggra pólitískt nef en samanlögð ritstjóm Morg- unblaðsins. Hér hefur því verið haldið fram í fúlustu alvöru að 89 á stöðinni sé áreiðanlegasta og sannorðasta fréttastofan hérlendis. í skúmaskoti Þjóðviljans getur iðu- lega að líta heilbrigðari hugsun og fágaðri framsetningu skoðana eða skoðanaleysis en á öllum síðum blaðsins samanlagt. Svo var t.d. í málgagninu í gær. Þar spyr smáfugl stóran og reyndan fugl hvers vegna sumir vilja fara fram sér en aðrir saman. „Ja, sum fyrirbæri eiga sér einfaldlega enga röklega skýringu, væni minn,“ var svarið, ef svar skyldi kalla. Samnefnarinn Maður varpar öndinni léttar þeg- ar svona afdráttarlaus fréttaskýring birtist í véreinirvitumblaðinu. Af umbúðamiklum og hástemmdum fréttum undanfama daga um sam- eiginlegt framboð „vinstri aflanna" á móti Davíð botnar óbrotinn fréttaneytandi (flott orð sem nota mætti í kennslu í fjölmiðlaháskóla) hvorki upp né niður. í öllu fimbulfamblinu um fram- boð saman og framboð sér er flokkum og flokksbrotum ruglað og Reykjavíkurborg og Sjálf- stæðisflokknum er gefið samheitið Davíð og upp í hugann kemur hið fomkveðna: Hvur er hvur og hvur er hvurs? Flokksfélög halda fundi um framboð saman og framboð sér og liggur við klofningi gamalgróinna stjómmálaflokka vegna þessa al- vömmáls. Allaballar og Birtingarfólk er ýmist í sama félagi eða sitthvoru félaginu og er stefnan tekin sam- tímis til allra átta og niðurstöður í þokumóðu. Það besta sem kom út úr alla- ballafundinum var að auðugur fé- lagi og hugsjónaríkur snaraði út 300 þúsund krónum í félagsgjöld fyrir sína menn, en var svo plataður um atkvæðagreiðsluna og þar við situr. Er enn óútkljáð hvort farið verð- ur fram sér eða saman á móti því sameiningartákni Reykjavíkur og Sjálfstæðisflokks sem íhaldsand- stæðingar hafa reist sér, honum Davíð. Borgararog „óháðir borgarar“ Alþýðuflokksfélögin í höfuð- borginni samþykktu á mjög útbás- únuðum fundi, að fara í sameigin- legt framboð með Alþýðubanda- lagi og Borgaraflokki og kallar Alþýðublaðið þá ákvörðun útrétta hönd Alþýðuflokksins. Nú er sýnt að Alþýðubandalag er ekki einu sinni fært um að ákveða að fara fram með eigin lista, hvað þá að sameinast enn öðrum flokkum. Einhverjir hafa verið að múðra um að vinstri sósíalistar geti ekki farið fram með Borgaraflokknum, sem kratar samþykktu að gera. í gær kom svo upp úr kafinu að gleymst hafði að spyrja reytumar af Borgaraflokki hvort þeir sjálfir ætla að fara fram sér eða saman. Borgaraflokkur breiddi úr sér í öllu sínu veldi og tilkynnti að aldrei hafi annað staðið til en að flokkurinn byði fram sér í borgar- stjórnarkosningunum, og fer þá væntanlega að fara um íhaldið. En kratar þurfa ekki að spyrja neinn um hvort þeir ætli að fara fram sundur eða saman eða sér og saman. Helgarfundur þeirra sam- þykkti nefnilega að taka „óháða borgara" inn í framboð sitt og láta fara fram víðtækt prófkjör þar sem alþýða Reykjavíkur raðar upp lista sínum. Hverjir „óháðir borgarar“ eru verður væntanlega upplýst þegar fréttaskýringarljósin fara að tendra týrur sínar og framreiða röklegar skýringar handa fréttaneytendum. En þar sem engirframboðsaðilar sýnast færir um að takast á við erkifjandann og samnefnarann Davíð hvort sem þeir fara fram sér eða saman er hér uppástunga um nýtilega samfylkingu og jafnvel skiljanlega. Sósíalistar, birtingar, kratar, Borgaraflokkur og óháðir borgarar bjóði fram saman. Sigurjón verði settur í fyrsta sæti en prófkjör verði um afganginn á listanum. Skúmur Þjóðviljans er sjálfsagt borgarstjóraefni, enda fyndinn og orðheppinn eins og Davíð og finn- ur enga röklega skýringu á hvers vegna sumir vilja fara fram sér og sumir saman. OO

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.