Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 9

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 9
8 Tíminn Miðvikudagur 24. janúar 1990 Miðvikudagur 24. janúar 1990 Tíminn 9 Mannréttindi bresks ferðamanns reynast Lík Bretans Stephen Readers fannst um klukkan tíu í gærmorgun, aðeins um 700 metrum frá bænum Hofi í Öræfum. Síðdegis á mánudaginn fannst bakpoki, sem Reader var með, um 200 metrum fyrir neðan þjóðveg. Líkið fannst fáum metrum frá pokanum. Talið er að Re- ader hafi orðið úti á fimmtudaginn en þá gerði aftakaveður um allt Suðurland. Leitin að honum hefur kostað nokkrar miiljónir króna. Var harðákveðinn í að klífa Hvannadalshnjúk Stephen Reader var 25 ára gamall og átti heima í Surrey í suðausturhluta Englands. Sagt er að hann hafi verið einrænn og dálítið sérlundaður. Hann mun hafa haft gaman af útiveru, en hann getur þó vart talist vanur fjallgöngumað- ur. Reader kom hingað til lands fimmtu- daginn 11. janúar og fór sunnudaginn eftir með rútu austur að Hofi í Öræfum. Heimafólk á bænum reyndi mikið til að fá hann ofan af fyrirætlan sinni að klífa upp á Hvannadalshnjúk. Meðal annars var haft samband við lögregluna á Höfn, en hún taldi sig ekki hafa heimild til að aðhafast nokkuð í málinu. Snemma á mánudagsmorguninn vakti Reader heimafólkið á Hofi og sagðist vera að leggja af stað upp á jökulinn. Hann virðist því hafa haft járnharðan vilja til að fara þessa ferð. Þegar ekkert hafði spurst til Readers á miðvikudaginn, en þá hafði hann áætlað að koma til byggða, fór heimafólk á Hofi að svipast um eftir honum. Haft var samband við lögregluna á Höfn á fimmtudagsmorgninum og þá flaug flug- vél yfir jökulinn. Leitarsveitir frá Öræf- um, Höfn og Kirkjubæjarklaustri fóru strax á staðinn en veður var slæmt svo ákveðið var að bíða til föstudags með frekari leit. Björgunarsveitir úr Reykja- vík, Kópavogi og Garðabæ leituðu þann dag ásamt heimamönnum. Á laugardeg- inum var gott veður og þá lögðu leitar- menn allt undir. Um 200 manns leituðu ásamt tveimur þyrlum. Eina sem fannst var dýna sem Reader mun hafa átt. Skipulagðri leit var hætt á laugardags- kvöldið vegna slæms veðurs. Á mánu- daginn leituðu nokkrir menn úr Öræfum og fundu bakpokann eins og áður segir. Talið er að Reader hafi orðið úti á fimmtudaginn Um þrjátíu manns voru að búa sig undir leit í gærmorgun þegar Reader fannst, tuttugu menn frá Höfn og tíu úr Öræfum. Leitarmenn voru ekki einu sinni komnir út úr bílum sínum þegar líkið fannst. Guðbrandur Jóhannsson leitarstjóri var spurður í gær hvort eitthvað væri vitað um ferðir Readers eftir að hann fór frá Hofi að morgni 15. janúar. „Við vitum ekki hvað hann hefur farið langt upp á jökulinn, en það eru allar líkur á því að hann hafi gengið töluvert um. Að öllum líkindum hefur hann verið að koma niður á fimmtudeginum og lent þá í aftakaveðri. Hann hefur síðan hrakist undan veðri niður úr Hvalvöðu- gili, þar sem hann missti dýnuna, og niður fyrir þjóðveg. Þar hefur hann tekið af sér pokann og síðan hefur hann haldið aðeins áfram þangað sem hann fannst.“ Veðrið á fimmtudaginn var afar slæmt og sagði Guðbrandur ólíklegt að Reader hafi áttað sig á því þegar hann fór yfir þjóðveginn. Skjóllaust er þar sem líkið fannst. í bakpokann vantaði ísexi og svefnpoka. Þar voru hins vegar blaut föt í plastpoka. Guðbrandur segir að Re- ader hafi borðað talsvert af því nesti sem heimilisfólk á Hofi lét hann hafa, en það styrkir þá skoðun að hann hafi gengið um í nokkra daga áður en hann varð úti. Líkið var flutt til Hafnar í Hornafirði í gær og þaðan verður það væntanlega flutt til Reykjavíkur í dag þar sem það verður krufið. Leitin kostaði nokkrar milljónir Guðbrandur var spurður hvort björg- unarmenn gætu dregið einhvern lærdóm af þessari leit. „Það er ljóst að svona ferðalag er ekki við hæfi við þessar aðstæður. Varðandi leitina sjálfa vil ég segja að við erum ánægðir með að hún fór fram á því svæði sem hann hefur farið um. Það sem gerði það að verkum að við fundum hann ekki fyrr er að það snjóaði yfir bakpokann og hann sjálfan. Það var því alveg borin von að við myndum finna hann á laugardag- inn þegar aðalleitin fór fram. Þetta var mjög erfið leit. Björgunar- menn sem komu að sunnan, og hafa leitað víða um land, voru sammála um að þetta sé langerfiðasta svæði sem þeir hafi farið yfir.“ Guðbrandur sagði að ekki hafi verið um annað að ræða en að hætta skipu- lagðri leit á laugardagskvöldið vegna þess að veðurspá fyrir sunnudaginn var mjög slæm. „Það er ábyrgðarhlutur að vera að senda menn út í glórulaust veður. Meginreglan hjá okkur er að hætta ekki lífi manna. Þegar við hættum leit á laugardagskvöldið var veðrið orðið svo slæmt að við áttum í fullu fangi með að ná öðrum skíðahópnum niður af jöklinum. Hópurinn lenti í myrkri og éljum." Getur þú á þessari stundu metið hversu mikið þessi leit hefur kostað? „Við höfum ekki tekið það saman. Við munum hins vegar á allra næstu dögum taka saman skýrslu um hve margir menn tóku þátt í leitinni og hve mörg tæki voru notuð. Þá verður hægt að áætla kostnaðinn, en ég sé það strax í hendi mér að þetta skiptir milljónum króna. Björgunarsveitirnar og þeir aðilar sem tóku þátt í leitinni bera þann kostnað. Eitthvað af þeim tækjum sem við notuðum urðu fyrir skemmdum.“ björgunarfélögunum í • íf,- ■* » í' " dýr að stoppa hann? Ég held að fólkið sem er kunnugt staðháttum í Öræfum og lagði hart að manninum af fara ekki í þessa ferð, hafi gert allt sem hægt var að gera. Bein afskipti lögreglu hefðu aðeins getað staðið í sólarhring og að öllum líkindum verið ólögmæt." Mjög erfitt er að setja reglur um ferðalög fólks um hálendið Heldur þú að það sé hægt að búa til lög sem hindri fólk í að fara svona ferð eins og hér er um að ræða? „Ég held að það sé ákaflega erfitt að búa til einhverja almenna reglu um þetta. Það er auðvitað hægt að hugsa sér bann sem sé bundið við einstaka staði yfir hávetrartímann. Það yrði þó vand- farið með þetta bann. Ef ég þekki fólk rétt þá tel ég að það myndi telja sér misboðið með slíku banni. Fólk myndi telja frelsi einstaklingsins stórlega skert. Það eru æðimargir í þjóðfélaginu sem telja hlutverk stóra-bróður vera orðið of mikið. í dag vaða menn um hálendið á öllum tímum árs. Menn eru jafnvel farnir að tala um að selja ferðamönnum sérstakar vetrarferðir. Menn eru því ekki alltaf sjálfum sér samkvæmir í hugleiðingum sínum um þetta. Mér finnst þó sjálfsagt að menn hugleiði Ljósm. Matthías Sigurdsson þetta í framhaldi af þessum hörmulega atburði,“ sagði Páll. Heimafólk á Hofi hefur haft mikið ónæði af draumspöku fólki Heimafólk á Hofi í Öræfum er mjög slegið yfir þessum atburði. Það var búið að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að reyna að stöðva Reader. Mikið hefur mætt á því síðastliðna daga. Aðfaranótt þriðjudags varð fólkinu á Hofi ekki svefnsamt vegna endalausra hringinga frá ýmsu fólki m.a. fólki sem taldi sig hafa dreymt hvar Reader væri að finna. I Ekki er vitað til að þessar upphringingar hafi komið að miklu gágni við leitina. Leitarsvæðið var hrikalegt, sem sjá má af þessari mynd, þar sem meðlimir Björgunarsveitar Ingólfs úr Reykjavík ráða ráðum sínum. Á laugardeginum voru notaðir 34 vélsleðar, 4 snjóbílar, 21 bifreið og 2 þyrlur. Reynt var að gera allt sem hægtvartil að koma í veg fyrir þennan atburð Finnst þér að það eigi að setja strang- ari reglur um ferðir fólks á hálendinu yfir vetrartímann? „Það var virkilega mikið gert til að reyna stöðva manninn í að fara þessa ferð. Ég held raunar að það megi segja að það hafi verið gengið feti lengra en venjulega er gert í svona tilfellum. Mér finnst að það eigi að skylda menn sem ætla að ferðast utan venjulegs ferðamannatíma til að kaupa sér trygg- ingu. Menn sem fóru frá okkur í þjálfun erlendis urðu að skrifa undir skjal þess efnis að þeir væru þar á eigin ábyrgð. Það þyrfti á einhvern hátt að tryggja að þeir sem halda út í óbyggðir hafi með- ferðis viðeigandi búnað. Þetta er hins vegar mjög þungt í vöfum,“ sagði Guð- brandur. Páll Björnsson sýsiumaður í Austur- Skaftafellssýslu var spurður hvort lög- regluyfirvöld hefðu enga heimild til að stöðva mann sem væri á ferð um hávetur, illa búinn til útiveru. „Við höfum mjög takmarkaðar heim- ildir til að handtaka fólk sem er að ana út í einhverja vitleysu á þessum árstíma. Þær heimildir sem við höfum eru ef börn eru á ferð, ef menn eru ekki með réttu ráði og ef menn eru greinilega undir áhrifum lyfja eða áfengis. Við höfum hins vegar engar heimildir til að stöðva venjulegan mann sem ætlar að ferðast á svæði sem allir mega ferðast um. Ef við gerðum slíkt er okkur skylt að fara fyrir dómara innan eins sólarhrings. Ég spyr hver skyldi halda að þessi maður hefði látið sér snúast hugur á þeim tíma sem lögreglan hefði hugsanlega getað verið að veltast meðhann, þ.e.a.s. ef lögreglan hefði haft einhverja einustu heimild til

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.