Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 24.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminrv Miðvikudagur 24. janúar 1990 .vrr\r\<uu i Hrrr AÐ UTAN Rangæingar Jón Helgason Guðni Ágústsson Unnur Stefánsdóttir Árlegur stjórnmálafundur og viötalstími þingmanna Framsóknar- flokksins verður á eftirtöldum stöðum: Gunnarshólma, fimmtudaginn 25. janúar kl. 15:30. Heimalandi fimmtudaginn 25. janúar kl. 21.00. Viðtalstími LFK Ásta Ragnheiður Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í Útvarpsráði, verður til viðtals fimmtudaginn 25. janúar nk. kl. 10-12 að Nóatúni 21. Allir velkomnir. LFK. m Matarspjallsfundur Guðrún Alda Landssamband framsóknarkvenna verður með matarspjallsfund miðvikudaginn 31. janúar nk. kl. 19.30, þar sem Guðrún Alda Harðardóttir fóstra kynnir drög að frumvarpi til laga um leikskóla. Allir velkomnir. LFK. íslensk friðarsókn íslensk tillaga um afvopnun her- skipa og kafskipa - eða „ókinda sjávarins" eins og einhver hefur orðað það - hefur nú verið tekin upp sem baráttumál af fyrrverandi yfir- hershöfðingja Bandaríkjanna, Crowe, sem kom hingað í sumar er leið, og var víst hvorki frýnilegur né friðarlegur þegar hann kom, en þó nokkuð breyttur þegar hann fór. Er nú svo komið að íslenskrar friðar- stefnu er farið að gæta verulega í málefnum hnattarins og hafa stjórn- málamenn þeir er nú stýra góðan hlut átt að þeim málum og ber þeim heiður fyrir. En að vísu vanþakkar flatneskjan og meðalmennskan all- taf það mest best er gert. í grein minni „Friðarásinn ísland- Berlín", sem birtist í Tímanum 6. des. ’89, segi ég m. a. að „það er hægt að spá því nokkurn veginn með öryggi að á næstunni muni hlutabréf í hergagnaverksmiðjum fara að lækka, vonandi hríðlækka." Dró ég þessa ályktun af atburðum í Austur- Þýskalandi og annars staðar í Aust- ur-Evrópu. Pað mætti e.t.v. segja að . ýmislegt sem hefur frést af síðan styrki rétt minn til að halda ræðunni áfram. Sagt er að mikil eyðni sé komin í þróuii hátæknihergagna og horfi framleiðendur vopna helst von- araugum til ýmissa þriðja heims þjóða sem þeir vona að haldi áfram að drepa hverjar aðrar og þurfi til þess dýr vopn. Athyglisvert þykir mér það að heita má undantekningarlaust að þau lönd sem að þó nokkrum hluta eru byggð fólki með norrænum (germönskum) svip eru þau hin sömu og komist hafa hjá blóðsúthell- ingum til þessa í þessari ótrúlegu umbreytingaskriðu sem engan líka virðist eiga sér í mannkynssögunni (Eystrasaltsþjóðir, Pólverjar, Tékkar, Slóvakar og Ungverjar eru það sem ég á við - en hinir rómönsku Rúmenar, sem lengi lutu Tyrkjum, hafa ekki reynst eins vel). En eins og ýmsir hafa bent á er þessi hreyfing rétt að byrja og veltur nú á miklu að framhaldið verði ekki síðra en upp- hafið. Hið norræna mark á þjóða- hreyfingunni styður það, sem einnig var minnst á í grein minni 6. des., að germanskur friður væri það sem koma ætti (Pax Germanica - Fróða- friður - Pingvöllum 1988). Þögn má ekki verða um það sem mestu máli skiptir. Þegar Gorba- tsjov var að hefja friðarsókn sína, sagði hann hvað eftir annað, sífellt, endalaust: fsland, Reykjavík. „Á fundinum í Reykjavík leit þetta svona út, var þetta svona rætt,“ sagði hann alltaf þegar verið var að vefengja friðaráformin. Eigum við íslendingar að bregðast slíkum manni, sem í trausti á okkur hefur hafið friðarsókn? Eða ættum við að opna fyrir skilningsglætu? „Fljúgandi diskar" hafa víða sést, nú síðast í Voronesj, Vestur-Síb- erfu. Um þetta fyrirbæri hefur tvær skoðanir borið: að það sé ekki neitt, hitt að það sé frá öðrum sólhverfum. Fram yfir þetta hafa umræður verið fátæklcgar. En nú kemur það fram, í fréttinni frá Voronesj, að mók eða syfja hafi komið yfir fjöldann allan af þeim sem sáu, um leið og sýnin hvarf, og bendir þetta til þess að um lífaflfræðilegt („biodynamiskt") fyrirbæri sé að ræða. Öðruvísi sagt: áhorfendurnir gefa kraft frá sjálfum sér í myndun fyrirbærisins. Væri þetta athugað mundu margar mót- sagnir leysast og sambandið við önnur mannkyn í alheimi liggja ljóst fyrir. Og þá væri líka óhætt að spá því, að stórstyrjöld sú sem nú ógnar, milli Tyrkja (Azera) og kristinna (Armena) mundi hjaðna af sjálfu sér. Þorsteinn Guðjónsson Blót lugar dei ilur áhang- enda Buthelezi og Afr- íska þjóðarrác Isins í Natal Mikið hefur verið rætt og ritað um ástandið í Suður-Afr- íku og hinni illræmdu kynþáttastefnu stjórnvalda kennt um allt sem þar fer aflaga. Nú er ekki annað að sjá en að hugarfarsbreyting sé að verða meðal þeirra hvítu sem með völdin fara. Og þá er það spurningin hvernig svörtum takist að vinna saman að bættum hag blökkumanna. Því miður eru þess ótal mörg vegar um héraðið. Á hinum gjár- barminum eru félagar Sameinuðu lýðræðisfylkingarinnar, sem berst gegn kynþáttaaðskilnaði, styður hið bannaða Afríska þjóðarráð og er heiftúðugur andstæðingur mála- miðlunarstefnu Inkatha gagnvart stjórnvöldum. Ekkert til sem heitir hlutleysi Lindelani, þar sem 350.000 land- tökumenn hafa komið sér fyrir, er einkalén Zulu-mannsins Thomas Shabalala, sem gagnrýnendur kalla „stríðsherra". Shabalala heldurþví fram að það sé ekkert til sem heitir hlutleysi milli andstæðinganna tveggja. Gjaldið fyrir að búa í kofabúðunum hans er ósveigjanleg tryggð við Inkatha. f Ntuzuma býr þó nokkur fjöldi „félaga“, en það orð er yfirleitt notað um þá sem sem styðja Sameinuðu lýðræðis- fylkinguna og Afríska þjóðarráðið. Um allt héraðið hafa illindin milli stuðningsmanna Inkatha og „félaganna“ snarversnað að undanförnu. Opinberar tölur lát- inna í átökum í desember sl. eru 120, en opinberar tölur eru al- ræmdar fyrir hvað þær eru þeim er stillt í hóf. Þeir sem fylgjast vel með segja töluna a.m.k. 178. Mörkin milli Lindelani og Ntu- zuma og annarra bæja svartra voru aðalvettvangur drápanna. Þeir sem ekki fylgja Inkatha fylgja Afríska þjóðarráðinu! í því endurbótaandrúmslofti sem verið er að reyna að koma á í Suður-Afríku, en einn þáttur í því er að leysa Nelson Mandela úr fangelsi innan fárra vikna, hefur Inkatha misst stuðning margra þeirra sem áður trúðu að málamiðl- un væri eina leiðin til að tryggja bærilegt líf svartra í Suður-Afríku. Þeir binda nú trú við að Afríska þjóðarráðið, með Nelson Mandela innan sinna vébanda, og önnur samtök sem vitað er að eru lögleg framhlið Afríska þjóðarráðsins sé sigurvænlegra. í ofanálag er sagt að víðtæk spilling og hótanir sem margir embættismenn Inkatha í héraðinu beita hafi fælt marga stuðningsmenn frá. Einn þeirra fáu húseigenda sem enn býr innan sjónmáls frá kofa- hverfinu grípur nú byssu og auka- skotfæri áður en hann fer til dyra. „Fólkið hér er ekki Inkatha, svo að Shabalala og menn hans hafa ákveðið að við séum allir í Samein- uðu lýðræðisfylkingunni í staðinn. Ég er hvorugt, rétt eins og svo margir aðrir, en það er samt ráðist á heimili okkar,“ segir hann. í Lindelani lætur Shabalala það orð sem af honum fer sér í léttu rúmi liggja. „Ég er ekki stríðs- herra. Eg er leiðtogi í samfélaginu hérna,“ segir hann. „Þegar Sameinaða lýðræðisfylk- ingin fór að beita ofbeídi 1985, tók til við að brenna hús og búðir, hervæddi ég fólkið mitt þó að við hefðum ekki orðið fyrir árásum hérna, og okkur tókst að stöðva ofbeldið á þrem dögum. Það voru helst krakkar sem tóku þátt í ofbeldisverkunum. “ Shabalala var sýknaður á árinu sem Ieið af einni morðákæru og fimm ákærum fyrir tilraunir til morðs, eftir að skóladrengur hafði verið skotinn til bana. Einn náinn dæmi að það er ekki hörundslitur- inn einn sem ræður því hverjir eiga samleið og sannleikurinn er sá að ekki lifa allir svertingjar í Suður- Afríku í sátt og samlyndi. Nýlega var blaðamaður frá The Sunday Times á ferð í Natal og eru lýsingar hans á ástandinu þar þessa dagana ófagrar. Þar eigast einkum við stuðningsmenn Buthelezi í hreyf- ingunni Inkatha, og hins vegar áhangendur Sameinuðu lýðræðis- fylkingarinnar, sem fylgir hinu bannaða Afríska þjóðarráði að málum. Hús brennd og ráðist gegn konum og bömum í kirkju Íbúar í svertingjabænum Ntu- zuma, í útjaðri Durban, höfðu búist við að Zulu-mennirnir sem bjuggu í kofahverfi í nágrenninu gerðu á þá árás en þegar að því kom var ofsinn slíkur að engum hafði dottið þvílíkt í hug. Hópur Zulu-manna, kallaður „impi“, - sveit stríðsmanna - lagði í rúst hvert einasta hús sem á vegi þeirra varð og réðist síðan til atlögu við kirkjuna í þeim ákveðna tilgangi að slátra konum og börn- um sem þar höfðu leitað hælis. Sóknarpresturinn, faðir Martin Moore-Corry var staddur mitt í skelfingunni og ringulreiðinni. Hann hafði vaknað við byssuskot og óp manna. „Karlarnir flýðu einfaldlega, það sást ekki í þá fyrir rykmekki. En þá streymdu konur og börn tugum saman inn í kirkj- una og aðrir földu sig í húsinu mínu. Ég hrópaði til þeirra að læsa dyrunum og þá kom í ljós stór hópur karlmanna frá kofabúðun- um. Þeir voru yfir 50, og sungu söngva á máli Zulu-manna: Við erum að koma inn, hleypið okkur inn. Þeirslógu um sig með byssum, kylfum, spjótum og bensínsprengj- um og reyndu að brjótast inn í kirkjuna. Ég hélt ró minni og eftir á varð ég undrandi hvað það tókst. Ég æpti bara að þeim að þeir væru á svæði kirkjunnar og hér yrðu engir bardagar.“ Síðar, mánuði eftir þessar aðfar- ir, marka raðir kolbrunninna, yfir- gefinna húsa mörkin milli Linde- lani, risastórra kofabúða, og bæjar- ins Ntuzuma, þar sem kirkja föður Martins stendur. Pólitísk gjá í Natal Til skamms tíma höfðu kofabú- arnir í Lindelani starað fullir öfundar en uppburðarlitlir yfir lítið dalverpi á múrsteinshús granna sinna í Ntuzuma, þar sem öll þægindi var að finna, rafmagn og rennandi vatn. En þá tók spennan, sem er undirrótin að þeim borgara- legu átökum sem hafa á undanförn- um þrem árum krafist yfir 1000 mannslífa í Natal, að segja til sín. Samfélögin tvö eru hvort á sín- um barmi vaxandi pólitískrar gjár, sem er að gera Natal að einu allsherjar sláturhúsi. Á öðrum barminum er Inkatha, hreyfing Zulu-manna undir forystu Mango- suthu Buthelezi ættarhöfðingja, forsætisráðherra Kwazulu, „sjálf- stjórnarríkis heimalands" Zulu- manna í Suður-Afríku, hrærigrauts meira en 30 aðskilinna svæða víðs Shabalala er stuðningsmaður Ink- atha og fer nú með stríð á hendur nágrönnum sínum sem ekki eru skoðanabræður hans. aðstoðarmaður hans var dæmdur til dauða eftir að hafa verið fundinn sekur um 9 mannrán, 7 morð og eina morðtilraun. Á liðnum árum hafa þrfr fyrrver- andi lífverðir Shabalalas verið dæmdir í 12 ára fangelsi fyrir morð og morðtilraunir, og Shabalala hef- ur nú verið kærður af manni sem haldur því fram að annað augað hafi verið krækt úr honum skv. skipunum Shabalalas, og hann síð- an verið neyddur til að leggja sér það til munns. Þegar Shabalala gengur stórstíg- ur um ríki sitt getur hann stoltur bent á nýjar verksmiðjur, starfs- þjálfunarmiðstöðvar og einingahús sem verið er að reisa, allt sett í gang á fyrra ári með meira en einnar milljónar sterlingspunda fj árstuðningi Suður-Afríkustj órn- ar. Eru landvinningar markmiðið? í skoðunarferð um eyðilögðu húsin í Ntuzuma gaf hann þá skýringu að þetta væri dapurleg en bein afleiðing af árásum Samein- uðu lýðræðisfylkingarinnar á fólk hans. Svo bætti hann ákafur við, og kannski með smávísbendingu um þá landvinningastefnu sem brott- reknu íbúamir halda að hafi legið að baki árásinni: „Ég vildi nú gjarna gera við húsin". Hann bætti því ekki við að hver sá sem kynni að flytja aftur inn í húsið ef svo færi yrði nauðbeygður til að líta á orð Shabalala sem lög þaðan f frá. í hæðum Ntuzuma hitti blaða- maðurinn síðar tvo unga „félaga“, annar þeirra er í felum af ótta við að vera drepinn. Þeir báru ekki mikla virðingu fyrir vilja Shabalala til að endurbyggja brenndu húsin. „Allir hérna eru búnir að fá nóg af Shabalala," sagði annar þeirra. „Okkur tókst að koma stofnunum á fót í Lindelani í fyrra og fórum að kenna unglingunum. Hann segir að við höfum brennt kofana þeirra. Þeir kofar tilheyrðu fólki sem hann rak í burtu þegar hann gerði sér grein fyrir að það hafði hlustað á það sem við höfum að segja. Þetta fólk lifir í ótta“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.