Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tímlim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVIHNU 0G FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Ritstjórar: Aðstoðarritstjóri: Fréttastjórar: Auglýsingastjóri: Kristinn Finnbogason Indriði G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason OddurÓlafsson Birgir Guðmundsson EggertSkúlason SteingrímurGíslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og með 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 ,Leyndarmál Islandsbanka Fátt hefur vakið meiri athygli síðustu daga en sú frétt úr bankaheiminum að íslandsbanki h/f, nýstofn- aður með blysförum og skrautflaugaskotum, hafi náð til sín til vörslu margmilljóna reiðufé Fríhafnarinnar á Keflavíkurvelli. Fríhöfnin er arðvænlegt ríkisfyrir- tæki, sem ber sig aðallega vegna þess að hún hefur enga samkeppni og myndi ekki þola hana, ef brugðið væri út af rekstrarskipulagi hennar eins og það er. Svo mjög munar íslandsbanka í innlán, að grunur leikur á að ráðamenn hans greiði tvítugfalda vexti fyrir að mega forvalta skiptimynt þessa „einokunar- fyrirtækis“, sem það heitir á máli nýkapitalistanna, sem eiga íslandsbanka. Áður hafði Landsbanki íslands geymt reiðufé Fríhafnarinnar og verið við- skiptabanki þessa ríkisfyrirtækis sem eðlilegt var og sjálfsagt þótti þar til Þorsteinn Pálsson varð fjármála- ráðherra nokkur misseri og gerði fésýslumönnum og fjárhagslega völtum bönkum þeirra það til þægðar að ákveða að ríkisfé mætti ávaxta utan ríkisbanka og ríkisstofnanir þyrftu ekki að halla sér eingöngu að ríkisbönkum um þjónustu og viðskipti. Hvað Fríhöfn varðar hefur nú verið látið á reyna um sjálfræði hennar í bankaviðskiptum. Forstöðumanni Fríhafnar er það vorkunnarmál að hann notfærir sér þetta frelsi, þegar íslandsbanki kostar því til viðskiptanna að yfirbjóða allt banka- kerfið eins og það leggur sig með óþekktum fríðind- um í vaxtagreiðslum af veltufé. Fyrir Fríhöfnina var ekkert annað að gera en að taka þessu boði, sem þó er svo leyndardómsfullt að forstjóri Fríhafnar vill ekki upplýsa Morgunblaðið, sem er áhugasamt um bankamál, um hversu háa vexti innistæður Fríhafnar bera í hinum nýja viðskiptabanka. Það hlýtur þó að koma fram í ríkisreikningi síðar nema einhver alþingismaðurinn spyrjist fyrir um það hjá ráðherra eftir reglum þingskapa. Morgunblaðið hefur eðlilega mikinn áhuga á ávöxtunarsnilld íslandsbanka og langar til að upplýsa lesendur sína um hvurs konar kolumbusaregg hafi nú verið brotið til framgangs landvinningum hávaxta- stefnunnar. Hafi það verið að fara í geitarhús að leita ullar að spyrja forstjóra Fríhafnar um vaxtakjörin í íslandsbanka, þá var það eins og að tala við steinvegg að biðja íslandsbanka sjálfan að útskýra ávöxtunar- og þjónustustefnu sína. Bankastjóri íslandsbanka ber nú fyrir sig banka- leynd og segist ekki geta rætt við Morgunblaðið, hvað þá aðra fjölmiðla, um viðskipti við einstaka viðskipta- menn bankans, í þessu tilfelli ríkisfyrirtækið Fríhöfn á Keflavíkurflugvelli. Þetta þarf í grundvallaratriðum ekki að vera röng afstaða hjá íslandsbankastjóranum, en stingur hins vegar í stúf við þá kröfu sem uppi hefur verið gagnvart Landsbankanum að ræða við- skipti þess banka við sína viðskiptamenn opinskátt og án tilvitnaðrar bankaleyndar. Má með sanni segja að íslandsbankastjóri hafi gert Þorstein Pálsson og hans lið afturreka með kröfur sínar um að létta bankaleynd af Landsbankanum, nema aðrir siðir eigi að ráða um hann en Hlutafélagið íslandsbanka. GARRI Við jötur íhaldsins Sósíalistar og gamlir kommúnist- ar, sem enn hafa ekki skrifað sinn Skáldatíma, eru í miklu samfylk- ingarstuði þessa dagana. Gömlu tuggurnar eru dregnar úr pólitísku skúffunni og Þjóðviljinn er bæði farinn að skrifa með samfylkingu fjölda flokka og með Sigurjóni einum. Hann er sá maður hjá Alþýðubandalaginu, trésmiður að mennt, sem gamla liðið telur ómissandi á framboðslista, og fer um hann eins og í austanlöndun- um, að allar umbætur og samfylk- ingar enda á Sigurjóni. Þarna fyrir austan vilja menn ekki sleppa völd- um sínum. Hér vilja menn ekki sleppa af Sigurjóni. Þess vegna er útlit fyrir það, að Alþýðubandalagið verði að sam- fylkja með sjálfu sér i borgarstjórn- arkosningunum. Þykist vera foringi Þjóðviljinn heldur því fram að Sigurjón hafi yfirburðaþekkingu á málefnum Reykjavíkur. Þeirrar þekkingar hefur hann aflað sér með því að gerast vinur íhaldsins, komast í bankaráð og önnur ráð og nefndir, enda sér ihaldið um að honum eru greidd svo mikil laun, að hann getur ómögulega misst af þeim. Sigurjón hefur launað þetta ofeldi íhaldsins með því að greiða atkvæði gegn óskum allra, sem sótt hafa um lán eða aðra fyrirgreiðslu, hafi þeir ekki verið hugmynda- bræður Ceausescu, sem Mogginn kallar nú nasista til hjálpar komm- únistum. í krafti þeirra vinmæla, sem hann ástundar við íhaldið, hefur hann gengið fram fyrir skjöldu og þóst vera foringi minnihlutans. Hann er slíkur for- ingi að hvorki Framsóknarflokkur- inn né Kvennalisti vill fara í kosn- ingabandalag við hann. Alþýðu- flokkurinn gerir grín að honum, og Siguijón Pétursson. Birting, félagsskapur innan Al- þýðubandalagsins, sem vill losna við áhrif gömlu jaxlanna, sem ekk- ert hafa lært, tekur það mjög óstinnt upp, eigi að sameinast um framboð bara til að tryggja Sigur- jóni fyrsta sætið. Gamla tungutakið Þótt Sigurjón sé með tekjuhæstu mönnum í störfum sem íhaldið hefur skaffað honum af því það hefur trúað honum sjálfum um að hann væri foringi minnihlutans í borgarstjóm, hefur öryggisleysið hjá þessum vini alþýðunnar númer eitt aldrei verið meira en núna, vegna þess að ungt fólk, sem stendur í því að bræða saman flokka og félög í framboð, varðar ekkert um Sigurjón. Líklegt er því að hann verði að snúa sér aftur að trésmíðinni, sé hann ekki búinn að gleyma iðninni, eftir langar stöður við jötur íhaldsins. Best væri auðvitað að Alþýðu- bandalagið byði fram sér í borgar- stjóra. Þá væri hægt að losna við hugmyndabræður Ceausescu á einu bretti. Þetta vita þeir og fylgihnettir þeirra. Þess vegna sækja þeir fast á um að samfylkja, eins og þeir kalla það á gömlu kommamáli. En grunnhyggnin er slík, að Sigurjón skal oní kok á samfylkingunni hvað sem tautar. Og hann verður erfiður biti að kyngja fyrír þá sem trúa því í einlægni að nú séu nýir tímar að ganga í garð eftir atburðina í aust- urlöndunum. Hæna í tólf vindstigum I komandi borgarstjórnarkosn- ingum á fólk um nóga kosti að velja án þess að kjósa íhaldið. En vegna þess að samfylking vinstrí manna strandar á Sigurjóni og hans liðsmönnum, kemur að því að íhaldið styður framboð vinar síns og hlöðukálfs bæði leynt og Ijóst. Þannig hefur borgarstjórnaríhald- ið alltaf vitað hvar það átti bandamanna að leita. Þessir bandamenn hafa miklast svo af „hefð“ sinni að þeir hafa óbeðnir tekist á hendur að tala eins og þeir væru forystumenn minnihlutans. Enginn hefur gengið lengra í því en Sigurjón. Þjóðviljinn er þessa daga eins og reytt hæna í tólf vindstigum. Blaðið heldur einn daginn með unga fólk- inu, og boðar að í Reykjavík sé að myndast Ijöldahreyfmg samfylk- ingar. Hinn daginn minnist blaðið ekki á að unga fólkið sé farið að líta á erfiðleika við dagvistun barna sem ill örlög. Þá er Sigurjón kom- inn til sögunnar og fer nú mikinn, sem óumdeildur forystumaður minnihlutaflokkanna, sem einn veit eitthvað um fjárhagsáætlun borgarinnar. Það á sem sagt ekki að standa með unga fólkinu lengur en að dyrum samfylkingarinnar. Eftir það ræður Sigurjón. Garrí. v(tt og breitt Byltingin gleypir bömin sín Könnun sem Gallup gerði um útvarpshlustun 12. janúar s.l. sýn- ist hvergi hafa vakið neina athygli nema að í Tímanum var getið aðeins um hana í gær. Ástæðan til að niðurstöðum þessarar könnunar er lítill gaumur gefinn eða öllu fremur að ekki er sagt frá þeim er vafalítið sú, að útvarpshlustun er langt fyrir neðan það mark sem hollt er fyrir útvarps- stöðvarnar að fréttist. Þeir sem mest guma af fjölmiðla- byltingunni eru þeir sem talið hafa sjálfum sér trú um að hafa lagt eitthvað nýtt til málanna, svo sem eins og að spila popp allan sólar- hringinn með ívafi frétta- og brand- arakarla og kerlinga. Byltingin fólst einna helst í því að stofnaðar voru margar útvarps- stöðvar og Ríkisútvarpið hóf sam- keppni við sjálft sig með aukarás- um og landshornarásum. í sjónvarpsmálum var gerð rugl- bylting og nú stendur þar yfir gagnbylting endurskoðendasinna og ríkissjónvarpið ætlar að bæta við sig rásum. Stórfækkun Fjölmiðlabyltingin felst í því að fólk á íslandi er nær alveg hætt að hlusta á útvarp. Eftir því sem útvarpsstöðvum fjölgar og lauslæt- ið verður meira og fjölbreyttara í rásinni fækkar hlustendum. Samkvæmt Gallup var hlustun á einkastöðvarnar frá núlli upp í 9% þegar best lét þann dag sem könnunin var gerð. Ríkisrásirnar komu heldur betur út úr könnuninni en það er langt því frá að neinir dagskrárliðir séu nándar nærri eins vinsælir og af er látið. Lengi vel tókst Ijósvakamiðlun- um að falsa niðurstöður hlustenda- kannana og áhorfendakannana með því að skipta með sér prósent- um þeirra sem voru að hlusta eða horfa þegar könnun var gerð. Þannig var gert ráð fyrir að hvert einasta mannsbarn væri að hlusta eða horfa á ljósvakamiðlil en þeir aldrei taldir með sem hvorki voru að hlusta eða horfa. Með þessu fengust ævintýralega falsaðar prós- entutölur og fjölmiðlabylting varð að veruleika - með mátulegum ómerkilegheitum. Áróðursbrellur Fréttastofur lásu yfirleitt það sem þeim sýndist og kom best út úr niðurstöðum skoðanakannananna. Oftast nær eru þær gerðar á vegum tiltekinna stöðva sem velja tíma og útvarpsefni sem kemur þeim best í hverri könnun. Síðan eru niður- stöður matreiddar samkvæmt samanburðarfræðinni með prós- entum og línuritum og ágæti fjöl- miðlabyltingarinnar er tíundað með áróðursbrögðum sem enginn stjórnmálaflokkur í lýðfrjálsu landi mundi leyfa sér að viðhafa. Auglýsingastofur nota svona gögn til að ginna fávísa auglýsend- ur til að kasta fé sínu á glæ. Svo skilja þeir sem fá leikara og popp- ara til að leika og syngja og tromma boðskap þeirra út í ljósvakann, að salan stendur í stað og aðsóknin minnkar og allt er á góðri leið með að fara á hausinn. Þar er nefnilega enginn að taka á móti auglýsingatromminu á hin- um endanum. Það er nánast lögmál að eftir því sem útvarpsstöðvum og rásum fjölgar minnkar heildarhlustun og byltingin nagar sjálfa sig upp til agna. Samkvæmt hlustendakönnun Gallup 12. janúar gætu sumir plötusnúðanna í útvörpunum allt eins spilað á græjurnar heima hjá sér og látið vera að senda byltingu sína út í ljósvakann. Það gæti þá verið að fólkið á hinni hæðinni heyrði einhvern óm af spilverkinu, en á útvarpsstöðina hlustar alls enginn. Svo tala byltingarsinnar fjöl- miðlunarinnar um dagblöð sem koma daglega fyrir augu tugþús- unda lesenda sem einhverja smá- snepla „sem enginn vill lesa.“ Og fávísir auglýsingahrappar telja við- skiptavinum sínum trú um að þeir einir sitji uppi með þá visku hvar á að eyða auglýsingafé, svo að gagni komi. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.