Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 25. janúar 1990 Tíminn 7 VETTVANGUR Eyjólfur Valgeirsson: Skapofsi og rangfærslur „Hossir þú heimskum gikki hann gengur lagið á.“ Þessi spakmæli komu mér í hug við lestur greinar frú Regínu Thorarensen er birtist í DV undir fyrirsögninni „Oft verður lítið úr högginu, sem hátt er reitt.“ Oft hafa skapofsi og rangfærslur frúarinnar risið hátt, en þessi ritsmíð mun þó bera hæst í þeim orðavaðli og óhróðri, sem við hér í sveit höfum mátt búa við af hennar hálfu og litið á sem einskonar kross sem yrði að bera möglunarlítið. Er og ærin ástæða til að hún færist í aukana því segja má að hún sé nú fyrst að hljóta umbun fyrir iðju sína með útgáfu bókar og síðan hefur víðfræg popphljómsveit gert hana ódauðlega með samningu „sinfóníu“, henni tileink- uð, sem á eflaust eftir að bera frægð hennar vítt um heim. Mér hefur ætíð verið það ráðgáta hvað ritsmíðar og fréttaflutningur frúarinnar hafa vakið mikia athygli og jafnvel aðdáun ýmsra, því sjald- an mun hafa birst frá henni frétt, að ekki hafi fylgt einhver umsögn og hnjóðsyrði í garð þeirra manna, sem hafa haft forræði í málum sveitarinnar. En þetta á sjálfsagt sínar skýringar, því flesta kitiar meira í eyru að heyra það sem náunganum er sagt til lasts en hitt sem til lofs ?r talið. En þegar svo langt er gengið í umfjöllun fjölmiðla um Reginu að því er haldið fram að skrif hennar og fréttamennska hafi stuðlað að ýmsum framfaramálum sveitarinn- ar, svo sem flugvallargerð á Gjögri og hafnargerð á Norðurfirði, er ástæða til að mótmæla slíkri sögu- fölsun, sem eingöngu er til þess að kasta rýrð á þá, sem að þessum málum unnu og eiga heiðurinn að framkvæmd þeirra. Það væri hlutverk sálfræðinga að dæma um hvaða hvatir liggja að baki samningar umræddrar greinar Regínu og þeirra illyrða og æru- meiðinga, sem hún ber þar á borð um Guðmund í Bæ, en mín leik- mannsskýring er sú, að hér gæti verið um að ræða einhverja tegund af ást, sem ekki hefur verið endur- goldin (ekki fengið „samsvörun" mun það kallast á nútímamáli). Eru og mörg dæmi þess úr sög- unni að konur eru til alls vísar þegar um slík tilfelli er að ræða. En betur má ef duga skal, Reg- ína mín góð, ef þú átt eftir að sanna það fyrir okkur og alþjóð að Guðmundur hafi verið slíkur óþurftarmaður fyrir sveit sína og þú vilt vera láta. Mér er kunnugt um að Guð- mundur í Bæ á í fórum sínum bók sem er gjöf frá heiðursmanninum Emil heitnum Tómassyni, föður Regínu, og fylgdu henni þakkir til Guðmundar fyrir hvað hann hefði reynst Regínu vel. Þetta bendir til þess að hún hafi einhverntíma kynnst því örlæti og samhug til náungans, sem þau Bæjarhjón hafa verið svo rík af og sýnt í verki um dagana. Það er ekki ætlun mín að fara að rökræða við Regínu um kirkjumál, þótt grein hennar gefi tilefni til þess. Ef það er þeim sem þar eiga hlut að málum til framdráttar að litið sé á þá sem píslarvotta og þar sé annarsvegar góða fólkið með góðu tilfinningarnar en hins vegar mannvonskan, þá má sú skýring haldast óbreytt án athugasemda frá mér. í upphafi greinar sinnar kemur frúin enn á ný inn á viðskipti sín við Kaupfélag Strandamanna og er Guðmundur í Bæ þar höfuðfjand- inn eins og í öllu öðru illu, og beitti þar meinræðisvaldi sínu óspart. Á þessum árum var Pétur Guð- mundsson í Ófeigsfirði stjómarfor- maður Kaupfélagsins og með- stjómendur Guðmundur á Melum og Guðmundur á Bæ. Þegar Kaupfélagið setti á stofn útibú á Djúpuvík var ákveðið af stjórn félagsins, að þeir viðskipta- vinir þess, sem atvinnu stunduðu á Djúpuvík, skyldu greiða vöruút- tekt sínamánaðarlega. Undirritað- ur var þá framkvæmdastjóri félags- ins og bar því sem slíkum skylda til að sjá um framkvæmd þessa máls eins og annars daglegs reksturs þess, og ef um einhverja rangláta aðför að einstaka viðskiptamönn- um hefur verið að ræða, er það mín sök en ekki annarra. Þeir sem hafa staðið í svipuðum störfum munu kannast við að hér gat oft verið um viðkvæm mál að ræða. En mitt álit var, og er enn, að oft geti verið bjarnargreiði að hafa þau of laus í böndum. Ég minnist ekki annars en allir væru ásáttir um þessa tilhögun, og þótt þá væri farið að halla undan í atvinnumálum sveitarinnar, munu allir hafa staðið í skilum við Kaup- félagið og aðeins í einu tilviki verið frávik frá því. Var þar um óveru- lega fjárhæð að ræða. Á þessum árum var frú Regína fréttaritari Morgunblaðsins og birti hvern langhundinn af öðrum um Kaupfélagið, stjórn þess og fram- kvæmdastjóra, þar sem margt var tínt til, m.a. margnefnt saltleysi, vöruskortur og fleira og fleira með tilheyrandi svívirðingum, sem mér eru ekki lengur í minni. Var blaðið trútt sinni köllun, þá sem nú, að þiggja með þökkum allt sem taldist kaupfélögum og samvinnumönn- um til hnjóðs. Til andsvara þessum vaðli frúar- innar birtust tvær blaðagreinar í Tímanum, önnur frá undirrituðum en hin frá formanni stjórnar Kaup- félagsins, Pétri Guðmundssyni. Grein Péturs hafði verið hafnað af Morgunblaðinu og því birtist hún í Tímanum, Pétur var alla tíð sjálf- stæðismaður og einu sinni - í framboði fyrir flokkinn. Stjórn- málaskoðanir hans komu þó ekki í veg fyrir að hann ynni alla tíð heilshugar að málum Kaupfélags- ins og var eins og áður er sagt formaður stjórnar þess um langt árabil. Gilti raunar það sama um flesta aðra hreppsbúa, að stjórn- mál blönduðust lítið málum Kaup- félagsins. Ég minnist með ánægju sam- starfs okkar Pétur og tel mig ekki hafa kynnst betri og réttsýnni Mér hefur ætíð verið það ráðgáta hvað rit- smíðar og fréttaflutn- ingur frúarinnar hafa vakið mikla athygli og jafnvel aðdáun ýmsra, því sjaldan mun hafa birst frá henni frétt, að ekki hafi fylgt einhver umsögn og hnjóðsyrði í garð þeirra manna, sem hafa haft forræði í málum sveitarinnar. manni. Hann var fastur fyrir í skoðunum og hefði áreiðanlega ekki látið mig eða Guðmund í Bæ (báða vonda framsóknarmenn) hafa sig til þeirra óhæfuverka, sem Regína fullyrðir að hún hafi orðið fyrir af hálfu Kaupfélagsins eða Guðmundar í Bæ (þ.e. að ætla að svelta hana og fjölskyldu hennar í hel). Þess verður að geta Morgun- blaðinu til hróss, að þrátt fyrir að það neitaði Pétri um birtingu grein- arinnar, mun það hafa hafnað frekari skrifum frúarinnar um þessi mál. Mér er nú fátt í minni úr þessum skrifum, en man þó úr grein Péturs að hann líkti ástandi frúarinnar við alkunnan kvilla, frá fyrri tíð, er menn fengu á vorin þegar selveiði hófst. Þá sóttu flest heimili sel til Ófeigsfjarðar eða annarra staða, þar sem selalagnir voru. Kjötmeti frá haustinu áður var þá til þurrðar gengið hjá flestum og við fæð- isbreytinguna fengu sumir þrálátan niðurgang eða svokallaða „ræpu“. Bar hann fram þá ósk frúnni til handa að henni batnaði fljótlega sú andlega ræpa, sem virtist þjá hana. Ég vil svona til gamans birta eina vísu úr gamanbrag, þar sem getið er tíðinda úr hreppnum og er þar vikið að þessum fyrirgangi frúar- innar, en hún er á þessa leið: Keypti hann Eyjólfur Krossnesið, kappinn prúði, kappinn prúði Kaupfélagið og kvenskassið kempan flúði, kempan flúði. Og Pétur í vegavinnu fór já vasklega stjómar hún Regína Thor. Enginn trúði, enginn trúði. (J á eitthvað varð undan að láta). Er hér vikið að því að ég lét af störfum í Kaupfélaginu um þetta leyti og sýnir að hún átti í höggi við fleiri en Guðmund í Bæ. Ekki vil ég vera svo illgjarn að endurtaka ósk Péturs, því ég veit að ef hún rættist væri heilsa frúar- innar ekki í lagi. Og ég nota tækifærið og votta henni hér með samúð mína út af lasleikanum í haust, sem að hennar sögn var til þess að dráttur varð á að umrædd ritsmíð hennar birtist. Veit ég að það hefur verið henni andleg á- reynsla að birgja þetta svona lengi með sjálfri sér. Ég veit ekki hvort ég hef gert rétt í því að sýna viðbrögð við þessari margnefndu grein frúarinn- ar og í raun er hún ekki svaraverð, en síendurtekinn óhróður og lygar verða að sannleika ef engum and- mælum er hreyft. Og þegar þeir, sem eru manni nákomnir eiga í hlut, er ástæðan tvöföld. Mun ég svo láta staðar numið og ekki framlengja orðaskipti við frúna, jafnvel þó að hún kunni að gefa tilefni til þess (sem fullvíst má telja). Ég óska henni svo farsæls árs og þá einkum og sérstaklega bónda hennar, sem ég hef alla tíð talið meðal vina minna, enda hefur hann aldrei gefið tilefni til annars. Krossnesi 5. janúar 1990 Eyjólfur Valgeirsson. Grein þessi var fyrst send DV en þar fékkst hún ekki birt. Fremri röð sitjandi frá vinstri: íma Þöll Jónsdóttir, Guðrún Árnadóttir, Móheiður Anna Sigurðardóttir, ÞórhUdur HaUa Jónsdóttir. í aftari röð: Þorsteinn Hauksson, Birgitta Spur, Bergljót Jónsdóttir, Þorkell Sigurbjöms- son, Kolbeinn Bjarnason og John Speight. Islensk tónverkamiöstöð og Listasafn Sigurjóns Ólafssonar kynna tónskáld og verk þeirra: Nýstárlegar kvöldstundir íslensk tónverkamiðstöð og Lista- safn Sigurjóns Ólafssonar mun á fyrstu mánuðum ársins gangast fyrir þeirri nýbreytni að efna til tón- skáldakynninga, sem nefnast „Kvöldstund með tónskáldi“.Fjögur tónskáld munu kynnt og var fyrsta kvöldstundin með Þorkatli Sigur- bjömssyni í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar, þann lóþessamánaðar. Markmið þessara kvöldstunda er að gefa tónlistaráhugafólki tækifæri til að hlusta á tónskáldin kynna eigin verk og skyggnast með þeim inn í tónsmíðaheim þeirra. Tónskáldin segja frá einstökum verkum og/eða tímabilum á tónsmíðaferli sínum og leika sýnishorn af hljómböndum til frekari skýringa. Jafnframt munu flytjendur leggja sinn skerf að mörkum, með því að flvtja eitt til tvö verk hverju sinni. Á myndinni má sjá Þorkel og það tónlistarfólk sem var honum til fulltingis við flutning tónverka hans á dögunum. -ÁG Stefán Guðmundsson alþingismaður: HVER ER TILGANGURINN, ÞORSTEINN MÁR? Athugasemd við ummæli í blaðinu Frjáls verslun er viðtal við Þorstein Má Baldvinsson, fram- kvæmdastjóra Samherja hf. á Akur- eyri, sem gefur mér tilefni til athuga- semda. í nefndri grein ræðir Þor- steinn Már um togarakaup til Sauð- árkróks og segir m.a.: „Auðvitað getur maður ekkertýtt frá sér þeirrí hugsun að svona aðilar ætli sér ekki að borga reikn- ingana að lokum og treysta á áframhaldandi forsjá hins opin- bera.“ Þessi ummæli þín um Fiskiðju Sauðárkróks hf. eru atvinnurógur, settur fram af óskiljanlegum hvötum og af ótrúlega lítilli þekkingu á sjávarútvegi nágranna þinna. Fisk- iðja Sauðárkróks hf. var stofnuð árið 1955 og hefur alla tíð staðið í skilum við viðskiptaaðila sína. Vegna orða þinna er rétt að það komi skýrt fram að Fiskiðja Sauðár- króks hf. er ekki og hefur ekki verið í vanskilum hjá Byggðastofnun. Af þeim sökum er augljóst að Byggða- stofnun hefur aldrei tapað fjármun- um vegna viðskipta við Fiskiðju Sauðárkróks hf. Fiskiðja Sauðárkróks hf. og sjáv- arútvegsfyrirtæki í meirihlutaeigu hennar vega mjög þungt í atvinnu- málum á Sauðárkróki og eru reyndar einn aðalburðarás atvinnulífs við Skagafjörð með um 140 starfsmenn. Það er rétt sem kemur fram í grein þinni að Fiskiðja Sauðárkróks hf. fékk lán hjá Byggðastofnun þegar hún keypti togara á s.l. ári m.a. til að treysta rekstrarstöðu fyrirtækisins og efla atvinnulíf við Skagafjörð. Það eru engar fréttir að Byggða- stofnun láni útgerðaraðilum vegna kaupa á skipum. M.a. hvíla lán frá þeirri stofnun á skipum í umsjá Samherja hf. og á síðasta fundi Byggðastofnunar, sem haldinn var á Akureyri, var samþykkt lán til út- gerðaraðila á Norðurlandi eystra til kaupa á skipi sem Samherji hf. var að selja. Ég gæti haft þetta lengra en læt þetta nægja, Þorsteinn Már. Ég harma ummæli þín, dylgjur og at- vinnuróg um atvinnufyrirtæki á Sauðárkróki, ummæli sem eru þér ekki sæmandi og á þeim ættir þú að biöjast afsökunar. Ég óska ykkur hjá Samherja hf. áframhaldandi velgengni. Höfúndur er alþm. Norðurlands vestra.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.