Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.01.1990, Blaðsíða 8
8 Tíminn Fimmtudagur 25. janúar 1990 lllllllllllllllllllllllllll AÐ UTAN Hong Kong búar kvíða því að lenda undir valdi Kínverja 1997 væri það „borið saman við fyrri ár nokkuð milt“. Li Hou, sem veitir forstöðu þeirri deild í Peking sem hefur Hong Kong á sinni könnu, hrópaði þá með þrumurödd um möguleik- ana á fellibyljum, „vegna þess að sumir Hong Kong-búa halda áfram að færa með sér vind og regn“. Wilson var ekki á því að láta í minni pokann í þessari revíu og svaraði að óhugsandi væri annað en veðrið ætti eftir að batna. Hann sagði það væri mikilvægt, ef væri skýjað, að færa sig yfir á txma þegar himnarnir væru heiðskírari. Eftir þessa veðurspá kom fundur eftir fund. Árangurinn breytti litlu. Þegar Wilson fór frá Peking sagði hann við blaðamenn að ferðin hefði verið farin í erfiðu pólitísku andrúmslofti en hefði engu að síður verið „gagnleg". Hann sagði: „Ég lagði áherslu á að við í Hong Kong eigum enga ósk né höfum fyrirætlan um að þaðan verði stunduð eyðileggingarstarfsemi gegn Kína“. Mannréttindi og þróun lýðræðis efst á óskalista Hong Kong búa Samskipti stjómvalda í London og Peking hafa alltaf verið spennu- hlaðin vegna Hong Kong, og snúist mikið um að „halda andlitinu". Samningurinn frá 1984, sem undir- bjó jarðveginn fyrir umskiptin, var gerður undir áhrifum frá „vorinu í Prag“, snemma á níunda áratugn- um, þegar Deng Xiaoping, æðsti leiðtogi Kína var á skömmu „Dub- cek-skeiði“. Ákvörðun Dengs að senda her- menn til að brjóta á bak aftur lýðræðishreyfinguna gerbreytti öllu. En miðjumenn héldu velli og það er við þessi stjórnvöld ný-Maó- ista sem Bretar þurfa nú að eiga samstarf. í Hong Kong varð venju- legt fólk pólitískara en nokkum tíma fyrr. Síðan í júní hafa herskáir hópar í nýlendunni þrýst á Breta að leggja fram lög sem tryggi lýðræði og mannréttindi. Vandinn er að íbúar Hong Kong hafa aldrei búið við kosin stjórnvöld. Þeir óskuðu aldrei eftir því undir stjóm Breta, né heldur var þeim boðin sú staða. Douglas Hurd spáði í framtíð Hong Kong fyrír 20 árum í reyfara. Nú blasir alvaran við breska utanríkis- ráðherranum. Það sem Wilson ræddi á hinum ýmsu stöðum sem hann stansaði á í ferð sinni um Peking í Rolls- Royce-bifreið breska sendiráðsins, var umbæturnar sem verður að koma á ef Hong Kong á að geta haldið áfram sem hálfsjálfstæð ein- ing eftir 1997, og þá einkum og sér í lagi grunnlögin, smástjórnarskrá fyrir Hong Kong sem á að hljóta samþykki Pekingmanna í mars. Grunnlögin, sem ná til mála eins og mannréttinda og þróunar nokk- urs konar stjómar kjörinna full- trúa, hefur verið uppspretta deilu- mála síðan fyrst var farið að tala um þau. Kínverjar líta á þau sem eins konar Trójuhest lýðræðisins en íbúar Hong Kong líta svo á að þau séu ófullnægjandi til að standa gegn væntanlegri kommúnistaflóð- bylgju. í því sem næst tvö ár hafa Bretar og Kínverjar verið að reyna að semja áætlun þar sem sérhver breyting gerð á núverandi lögum í nýlendunni félli að nýju stjómar- skránni. Yfirvöld í Peking vilja að aðeins 30% þingmanna á smásveit- arstjómarþingi verði kosnir á grúndvelli allsherjar kosningarrétt- ar. Þrýstihópar í Hong Kong vilja að 40% verði kosnir beinum kosn- ingum 1991 og þeir verði orðnir a.m.k. helmingur þingmanna 1997. Ef Hong Kong-búar halda nú áfram með þessa hraðari þróun í lýðræðisátt, verða stjórnvöld í Pek- ing að vinda ofan af þeim til að beita því íhaldssamara kerfi sem gert er ráð fyrir í grunnlögunum. Vandi Hurds þegar hann sótti Hong Kong heim var hvort hann ætti að ögra Kínverjum með því að styðja áætlun Hong Kong-búa um pólitíska þróun eða leita samræmis við stjórnarskrána sem tekur gildi 1997 með því að fylgja fyrirmynd undan rifjum Kínverja sem er sýnu þrengri. Síðara valið myndi gera Breta leiðitamari Kínverjum - þeim síðamefndu áreiðanlega til mikillar ánægju. Hurd hefur gefið nokkrar vís- bendingar um hvernig hann hefur Sjáið fyrir ykkur eftirfarandi sviðsetningu. Harðlínu- kommúnistayfirvöldin í Peking hafa sett Bretum úrslita- kosti: Skilið Hong Kong aftur innan fímm daga eða Frelsisher alþýðunnar leggur til inngöngu. Laumumenn kommúnista útdeila byssum til stuðningsmanna sinna sem faldar hafa verið í peningageymslum Kínabanka, og allt verður vitlaust á götum þessarar gömlu nýlendu Breta í Austurlöndum fjær. Það kemur í Ijós að bandaríski sjóherinn hefur í fórum sínum undraverða áætlun um að hrinda af stað kjarnorku- árás á Kína. Hins vegar er breski utanríkisráðherrann staddur á fasanaveiðum á Chequers. „Hverju skipti það þegar aUt kom til alls?“ segir hann rólega. „Jafnvel eftir við höfum misst Hong Kong verða alltaf fasanar í skógunum og ráðherra utanríkismála.“ Sir David Wilson, ríkisstjóri í Hong Kong fékk það verkefni að sann- færa Kínverja um að áframhald- andi auðvaldsskipulag í Hong Kong væri kínverska ríkinu hag- stætt og að Hong Kong búar hefðu lítinn áhuga á að stunda niðurrífs- starfsemi gegn Kína. sons var fáránlegt, langdregnar og smásmugulegar umræður um veðurfarið. Meðan á heimsókn hans stóð var Peking á kafi í snjó og Li kom með þá athugasemd, að þó að veðrið væri vissulega svalt Spennusagnahöfundur orðinn utanríkis- ráðherra Breta Þessi atburðarás er úr hugskoti Douglas Hurd, spennusagnahöf- undar, 20 árum áður en hann var kominn í þá háu stöðu utanríkis- ráðherra. 1969 samdi hann ásamt Andrew Osmond pólitíska spennu- sögu með sögusvið í Hong Kong, „The Smile on the Face of the Tiger“ (Bros tígursins). Að hluta byggðist bókin á reynslu hans sem breskur stjómarerindreki á sjötta áratugnum í Peking. Nýlega kom Hurd, undir hatti utanríkisráðherra, í fjögurra daga heimsókn til Hong Kong þar sem hann var ákveðinn í að sýna að Bretar ætli að sýna virðulega fram- komu. Á næstu mánuðum verður Hong Kong alvarlegur prófsteinn á stjómvisku Breta. Eftir aðeins sex ár snýr þetta glansandi auðvaldsríki aftur undir alræðisvald Kína. Yfirvöld í Pek- ing hafa heitið því að blanda sér ekki í grundvallarfrelsi nýlendubúa og að halda við „velmegun og stöðugleika“ þar í hálfa öld. Þau hafa heitið því að Hong Kong skuli njóta „sjálfstjórnar í miklum mæli“ innan forskriftarinnar „eitt ríki, tvö þjóðfélagskerfi". Hong Kong svæðið, sem árum saman var lýst sem nokkurs konar sakamannaný- lendu sem Bretar notfærðu sér grimmilega, er nú í augum flestra Kínverja austrænt E1 Dorado og þar kjósa margir áhrifamiklir kommúnistar að ala upp börn sín. En meðal íbúa Hong Kong ríkir enn tortryggni og efasemdir varð- andi samrunann við Kína 1997 og öldungaveldið í Peking virðist ekki hafa mikinn áhuga á að hlusta eftir því sem lítið og fjarlægt engilsax- neskt eyland hefur til málanna að leggja. Heimsókn Sir Davids Wilson, ríkisstjóra Hong Kong, til Peking nýlega varð ekki til að draga úr vaxandi ótta nýlendubúa. Jafnvel fyrir 4. júní, þegar kín- verski herinn beitti skotvopnum og skriðdrekum óg drap svo hundruð- um og jafnvel þúsundum skipti lýðræðissinnaða mótmælendur á Torgi hins himneska friðar, voru alvarlegar efasemdir um framtíð Hong Kong undir stjórn kommún- ista. Blóðbaðið afmáði þá litlu tiltrú sem til var. Áætlunum Breta um snurðulaus umskipti var stefnt í hættu þegar allir sem einn fóru að svipast um eftir björgunarbelti í formi erlends vegabréfs. Hong Kong búar hafa sjálfir verið hirðulausir um lýðræði Þó að íbúar Hong Kong myndu líta á það sem óverðskuldað og ókurteist að segja það upphátt, geta þeir engum öðrum um kennt en sjálfum sér þann skort á lýðræði sem nú gerir þá svo hættulega berskjaldaða gagnvart yfirvöldum í Peking. Þær raddir í Hong Kong sem Hong Kong verður alvarlegur próf- steinn á breska stjórnvisku. hvísluðu í eyra stjórnenda nýlend- unnar - helst ofurríkir iðnjöfrar með eigin hag að leiðarljósi - hafa aðallega einbeitt sér að umræðu- efnum s.s. innra kerfi, fjármála- reglum og viðskiptum. Það voru fáir sem gengu svo langt að taka á sig ábyrgðina af eigin framtíð áður en sú staðreynd rann upp fyrir þeim að Hong Kong hefði skamm- an tíma til stefnu. Því var það að þegar Wilson ríkisstjóri fór til Peking þurfti hann að takast á við því sem næst vonlaust verkefni. Verkefni hans var að sannfæra steinrunnu ábyrgð- armennina að blóðbaðinu á Torgi hins himneska friðar um að lýðræði í Hong Kong væri hvort tveggja, hagstætt ástand og - sem er ofurlít- ið ósennilegt - myndi ekki verða minnsta ógnun við eins flokks stjórn í Kína. Það ætti ekki að koma á óvart að Li Peng forsætisráðherra og emb- ættismenn hans létu sér ekki mikið um finnast þessa röksemdafærslu, þó að þeim þætti auðsýnilega mikið til koma stórskorinn Skotinn sem talaði mandarínakínversku. Jafn- vel eina tilslökunin þeirra við þetta tækifæri, hin mikið auglýsta niður- felling á herlögum í Peking, reynd- ist aðeins vera kaldhæðnisleg æfing í almannatengslum. Vegatálmarnir og hersveitirnar kunna að hafa verið fjarlægð, en nokkrum klukkustundum síðar voru tálm- arnir komnir aftur á sinn stað, en var nú gætt af lögreglu undir al- væpni. Aðalumræðuefnið veðrið! Fyrsta atriðið á efnisskrá Wil-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.