Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 1

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 1
27.-28. JANUAR 1990 wmsM INGOLFUR OG ARNARHÓLL Flestum munu í fersku minni hávœr andmœli sem urðu vegna fyrirœtlana um byggingu Seðlabankahúss á Amarhóli. Niðurstaðan var sú að framkvœmdum við bygginguna seinkaði nokkuð og er hún loks var reist, þá var hún byggð norðar og neð- ar í landi hólsins en fyrst var áformað. En hvað kom til að ekki hafði verið byggt á hólnum fyrr á tíð eitthvert mannvirki, því vegna þess hve hátt hann ber í landinu, hefði hann átt að sýnast kjörinn til að reisa þar einhverjar heldri byggingar. Raunin er sú að margoft var áformað að byggja á Arnarhóli, en einhver „forlög" komu jafnan í veg fyrir það. Þar átti eitt sinn að rísa íslenskt gistihús, „Hotel du Nord", sem teikningar höfðu verið gerðar af, en aldrei komst í f ramkvœmd að byggja. Á Arn- arhóli var líka upphaflega œtlað að núverandi stjórnarráð (þá tukthús) yrði reist. Mönnum kom Arnarhóll líka í hug, þegar velja skyldi Dómkirjunni stað, svo og Alþingishúsinu. En einhver atvik stjökuðu ölium byggingum jafnan af Arnarhóii. Það var eins og hann vœri geymdur til þess hlutverks sem hann nú gegnir—að vera verðugur staður fyrir líkneski fyrsta landnámsmannsins, Ingólfs Arnarsonar. Hér verður nú sagt frá tildrögum þess að þetta reisulega verk Einars Jónssonar var gert og hvernig það loks komst á sinn stað eftir langan og oft erfiðan aðdraganda. Um 1860 var stofnað í Reykjavík félag, sem nefndist Leikfélag andans, en síöar fékk nafnið Kvöldfélagið. í félaginu voru nœr allir fremstu and- ans menn í bœnum og komu þeir vikulega saman, til þess að kapprœða eða flytja erindi um merkileg málefni. Bar þarna margt á góma, en aldrei varð félagið fjólmennt, enda voru íbúar bœjarins þá ekki nema um 1500. Nú var það að kvöldi þess 10. janúar 1863 að Jón Árnason, þjóð- sagnasafnari og þá varaformaður fé- lagsins, hreyfði því að tími vœri til kominn að hugleiða hvernig minnast skyidi Ingólfs Arnarsonar, þar sem senn vœru þúsund ár liðin frá því er hann nam land. Vœru nú ekki nema ellefu ár til stefnu. Vildi hann að fé- lagið hefði forgöngu um þelta mál. Spunnust af þessu miklar umrœð- ur og á nœsla fundi var ákveðið að Sigurður Guðmundsson, málari, skyldi flytja erindi um þetta efni. Þeir Jón Þorkelsson, rektor og Jón Árna- son skyldu svo gera athugasemdir við tillögu hans. Á nœstu tveimur fundum flutti Sigurður svo mál sitt og hefur það ef- laust verið langt og ítarlegt. En tillög- ur hans voru þessar: Byrja skal á því að semja ritgerð um Ingólf og skrifa sögu Reykjavíkur frá öndverðu til þess að skýra þetta málefni fyrir landsmönnum. Síðan skyldi leita samskota um allt land, svo hœgt yrði að reisa minnismerki um landnámsmanninn. Þarna er í fyrsta skipti vakið máls á því að nauðsynlegt sé að rita sögu Reykjavíkur. Og þarna er einnig í fyrsta skipti stungið upp á að reisa Ingólfi Arnarsyni líkneski og verður Sigurður májari að teljast upphafs- maður þess. I Reykjavík var þá engin stytta til, því styttan af Thorvaldsen kom ekki fyrr en 1875. Um málið spunnust miklar um- rœður í Kvöldfélaginu og er svo að sjá sem flestir hafi orðið sammála. Var kosin nefnd til þess að berjast fyr- ir þessu máli og voru þeir í henni Sig- urður málari, Sveinn Skúlason al- þingismaður, Gísli Guðmundsson, kennari og Jón rektor Þorkelsson. I mat' um vorið var efnt til ritgerð- arsamkeppni um sex ákveðin efni, þar á meðal Sögu Ingólfs og Reykjavík. Enn var samþykkt að ef margar góðar ritgerðir bœrust um eitthvert efni, en engin um önnur, þá mœtti verðlauna þrjár ritgerðir í þeim flokki. Síðan innti forseti nefndina eftir hvað hún hefði gert í minnisvarðamálinu og hvað henni hefði orðið ágegnt. En þá voru svörin frekar dauf og kvaðst nefndin hafa afráðið að gera ekkert í málinu fyrir nœsta Alþingi, nema að undirbúa það sem best. í byrjun nóvember 1863 kom svo grein í Þjóðólfi eflir Halldór Kr. Frið- riksson kennara. Hann mun ekki hafa verið í Leikfélagi andans. Þar minnt- ist hann á að kominn vœri tími til að hugsa um hvað gera œtti á þúsund ára afmœli landnámsins. Vildi hann að þjóðin gerði eitthvert álak til þess að frœgja þau límamót og slingur upp á að reist verði safnahús, einkum þó fyrir Forngripasafnið. Skoraði hann á alla íslendinga að skjóta nú saman fé í þessu skyni, helst með árlegu tillagi í þau ellefu ár, sem séu til stefnu. Líklegt er að þessi tillaga hafi dregið móð úr Sigurði málara, því honum var Forngripasafnið mjög hjartfólgið. Er og sagt að hann hafi síðar lagst á sveif með Halldóri Kr. Friðrikssyni. Svo var það í maí nœsta ár að for- seti Kvöldfélagsins krafði Ingólfs- nefndina sagna um hvað hún hefði gert. Sigurður málari varð fyrir svör- um og kvaðst álíla að enn vœri ekki kominn tími til að hreyfa þessu opin- berlega, en hann hefði ritað hjá sér ýmislegt um þetta efni. Á nœsta fundi, sem haldinn var í öndverðum júní, kom Gísli Magnús- son svo fram með uppkast að grein til þess að birta í blaði. Kvað hann Einar Jónsson, myndhöggvari, áyngriárum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.