Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 2
10 HELGIN Laugardagur 27. janúar 1990 MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Laus staða Dósentsstaöa (37%) í sýklafræði við læknadeild Háskóla íslands er laus til umsóknar. Gert er ráð fyrir að staðan verði veitt frá 1. júlí 1990. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækj- enda, ritsm íðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6,150 Reykja- vfk, fyrír 23. febrúar n.k. Auglýsing um starf námstjóra tónlistarfræðslunnar Samkvæmt ákvæðum 71. greinar laga um breytingu á verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga, nr. 87/1989, er hér með auglýst til umsóknar starf námstjóra tónlistarfræðslunnar. Samkvæmt áðurgreindum lögum er verksvið námstjóra tónlistarfræðslunnar yfirstjórn námskrár- og námsefnisgerð- ar, samræming náms, prófa og réttinda er þau veita, aðstoð varðandi ráðningar kennara, ráðgjöf varðandi starfs- og fjárhagsáætlanir skóla, upplýsingamiðlun og erlend sam- skipti. Jafnframt skal námstjóri tónlistarfræðslunnar sinna ráðgjafar- og leiðbeiningarstörfum fyrir kennara og skóla- stjóra tónlistarskóla. Samkvæmt áðurnefndum lögum er námstjóri tónlistarfræðslunnar jafnframt formaður fimm manna samstarfsnefndar tónlistarfræðslunnar svo sem nán- ar er kveðið á um í lögunum. Ráðið er í starf námstjóra tónlistarfræðslunnar til fjögurra ára f senn. Um er að ræða hálfa stöðu. Umsækjendur skulu hafa lokapróf frá Tónlistarskólanum í Reykjavfk eða sambærilega menntun. Áskilin er menntun í uppeldis- og kennslufræðum og starfsreynsla við kennslu- störf í tónlistarskóla. Umsóknir ásamt afritum af prófskírteinum og upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu berast menntamálaráðuneyt- inu fyrir 20. febrúar 1990. Umsækjendur þurfa að geta tekið við starfi sem fyrst. Menntamálaráðuneytið 25. janúar 1990. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMSÓKN Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og í önnur trúnaðarstörf í félaginu fyrir árið 1990 og er hér með auglýst eftir tillögum um félagsmenn í þau störf. Frestur til að skila listum er til kl. 12 á hádegi mánudaginn 5. febrúar 1990. Hverjum lista þurfa að fylgja meðmæli 100 full- gildra félagsmanna. Listum ber að skila á skrifstofu félagsins, Skipholti 50A. Stjórnin. «*>£* Allsherjar- atkvæðagreiðsla Allsherjaratkvæðagreiðsla verður viðhöfð við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs fyrir næsta kjör- tímabil. Tillögur skulu vera samkvæmt B-lið 19. greinar í lögum félagsins. Tillögum, ásamt meðmælum hundrað fullgildra félagsmanna, skal skila á skrifstofu félagsins, Skólavörðustíg 16, eigi síðar en kl. 11 fyrir hádegi þriðjudaginn 6. febrúar 1990. Kjörstjórn Iðju. INGOLFUR OG ARNARHÓL nefndina sammála um að koma niál- inu þannig á framfœri við almenning. Einnig œilaöi hún að koma því á framfœri við heldri menn, svo sem Jón Guðmundsson, ritstjóra, sem þá var formaður bœjarstjórnar. Vildi nefndin að hann kallaði saman bœjar- stjórnarfund og kysi þar í nefnd stift- amtmanninn, bœjarfógela og sjálfan sig. — Þetta þótti skynsamlegt og var nefndinni falið aö gera þetta. Stytta eða safnahús Hinn 12. ágúst birtust svo tvœr greinar um málið í Þjóðólfi. Er ónnur undirrituð B... og telja menn að hana hafi Jón Árnason skrifað. Sé svo, þá er sýnilegt aö eitthvað hefur verið far- ið að kastast í kekki milli hans og Sig- urðar málara. Byrjar hann á að minn- ast á áskorun Halldórs Kr. Friðrikssonar og segir að þaö sé óvið- eigandi að reisa hús til minningar um þúsund ára hátíðina. Miklu œskilegra og betur viðeigandi telur hann að Ing- ólfi verði reistur „heiðarlegur minnis- varði" á Austurvelli, mynd steypt úr málmi og sett þar á háan stöpul. Vœri það mjög fögur endurminning þess að landið hafi verið byggt í þúsund ár og gœti um margar aldir orðið landi voru og Reykjavík til sóma og prýði. Hin greinin er komin frá nefnd- inni í Kvöldfélaginu, en undirrituð „Nokkrir íslendingar". Þar er lagt lil að Ingólfi verði reistur minnisvarði þar sem öndvegissúlur hans rak að landi — á Arnarhóli. Er því talið að taka verði frá toppinn á hólnum og gera þaðan gangstíg niður að sjó. Byrja megi á að setja þar stein og slélta umhverfið. „Hér er gott tœki- fœri fyrir Islendinga að sýna að þeir geti komið fram sem þjóðfélag, er hefur þann sameiginlega áhuga að gœta sœmdar sinnar. Reykjavík er af náttúrunni kjörin til aö vera höfuðbœr og hefir það fram yfir flesta höfuð- staöi í veröldinni aö hún er elsta höf- uðból landsins og elsta fasta heimili. Allir œttjarðarvinir œltu að kappkosta að hún geti haldiö fullum sóma sínum sem Ingólfsbœr." Síðan koma tillögur þeirra um hvað gera beri fyrir þjóðhátíðina, og eru þocr á þessa leið: 1. Gerð veröi útskýring um land- nám Ingólfs, um merkustu örnefni í landnámi hans og hve langt þaö náði. 2. AÖ rannsakað verði hvar Ing- ólfur bjó, eða hvar í Reykjavík stóð hinn forni Reykjavíkurbœr. 3. Gerður verði uppdráttur af Reykjavík og sett þar á hin fornu ör- nefni, er menn kynnu að finna að til hafi verið, til dœmis Ingólfsnaust. 4. Samin verði saga Reykjavíkur frá upphafi, sagt frá valdi hinna fornu Reykvíkinga og hvern þátt þeir áttu í elstu stjórn landsins, svo og um Reykvíkingagoðorð eða allsherjar- goðorö og um takmörk þess og hve lengi það hélst í œttinni. Síðan er stungið upp á þjóðnefnd til þess að annast allar framkvœmdir, þeim stiftamtmanni, bœjarfógeta og Jóni Guðmundssyni ritstjóra. Að lok- um segir:„Allir erum vér Reykvíking- ar leiguliðar Ingólfs og höfum honum mikla landskuld að gjalda. Nú er komið aö skuldadögunum." Óskabarn félagsins Alþingi var háð í Reykjavík sum- arið 1865. Ingólfsnefndin í Kvöldfé- laginu hafði talið rétt að málið yrði lagt fyrirþingið. Og á fundi í félaginu S.júní var Sveini Skúlasyni falið að bera málið fram á þingi og tók hann það að sér. I júlí bar svo Steinh fram á Al- þingi tillögu í þremur liðum. Var að- alefni hennar þetta: Að þingið skori á sliftamtmann og bœjarfógeta að Sigurðurmálarí. Kvöldfé- lagið kjöri harm formann „Ingólfsnefndarinnar". ganga í nefnd með einum manni er kosinn verði meðal þingmanna til þess að sjá um að gert verði eitthvað í sambandi við þjóðhátíðina „er geti haldið á lofti fyrir eftirkomendum vorum sýnilegum votti þess að vér ís- lendingar á þessari öld hefðum haft tilfinningu fyrir því fagra og háleita sem felst í þessum viðburði og endur- minningunni um það þegar hinn elsti œttfaðir þjóðar vorrar, Ingólfur Arn- arson, skildi við eignir og óðul í Nor- egi, af því að hann vildi verða frjáls maður." Nefndin skyldi Ifka taka við öllu samskotafé. Þingmenn skyldu hver í sínu kjördœmi skrlfa sýslu- manni, prófasti og prestum og öðrum merkustu mönnum og skora á þá að Jón Árnason stakk upp á aðlngóifíyrðireistur „heiðaríegurminnisvarði" áAusturvelli. gangast fyrir samskolum. Samskota- fénu yrði síðar varið eftir ákvörðun Alþingis „til verðugrar minningar um íslands bygging og hinn fyrsta œlt- föður vorn, Ingólf Arnarson." Málið fékk œrið drœmar undir- tektir. Þótti mönnum eigi sýnt að Al- þingi gœti krafist þess af stiftaml- manni að hann gengi í slíka nefnd. Sumir sögðu að alþingi gœti ekki tek- ið afstöðu til tillögunnar. Betra vœri að reyna að koma á nefnd meðal þingmanna sjálfra. Bent var og á að önnur slík þingmannanefnd vœri til og vildu sumir vísa málinu til hennar. Þetta var nefnd, sem kosin hafði verið á þjóðfundi á Þingvöllum árinu áður, til þess að reyna að koma upp ein- hvetju skýli á Þingvöllum. Var helst talað um „einhverja kringlótta tótt úr múruðu grjóti, er tjalda mœtti yfir í bráð." En Sveini líkaði þetta ekki og vildi fá þingnefnd í málið. En þá fór svo að þaö var fellt og máliö þar með úr sögunni í sölum þingsins. Helgi E. Helgesen, skólastjóri, sem var formaöur Kvöldfélagsins, reyndi þó aö halda málinu vakandi þar. Kvaö hann uppástunguna um minnismerki Ingólfs vera frá félaginu komna og því að þakka hvað þokað heföi áleiðis. Kvað hann þetta mál „óskabarn félagsins". En áhugi ann- arra hefur sýnilega farið dofnandi. Sennilega hefur áhugi félagsins þó ýtt viö sumum, því á nœsta Al-

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.