Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 3

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 3
Laugardagur 27. janúar 1990 þingi (1867) var kosin nefnd til þess að undirbúa hátíðahöld í tilefni af 1000 ára minningu íslandsbyggðar. Nefndin sendi svo áskorun til allra landsmanna um að leggja fram fé til þess að hœgt yrði að reisa Al- þingishús úr íslenskum steini og „skyldi þar á sett mynd Ingólfs Arn- arsonar." Skyldi þetta hús vera minn- ismerki er þjóðin reisti sér á þessum merku tímamótum. Hér var gripin hugmynd Halldórs Kr. Friðrikssonar um húsbyggingu, en aðeins breytt til. Eins á hér að ganga til móts við þá sem reisa vildu Ingólfi minnisvarða, þar sem mynd hans skyldi vera á húsinu. En ekkert var á það minnst hvernig þessi mynd skyldi vera, né hvernig henni skyldi komið fyrir. Fóru leikar svo að aldrei framar var minnst á mynd Ingólfs. Alþingishúsið var fullgert 1881, en þar var engin mynd af landnáms- manninum. Jason eða Ingólfur? Nú leið og beið fram til sumars- ins 1906. Þá var íslensku þingmönn- unum boðið til Kaupmannahafnar. Fóru þangað 35 þeirra. Þarna sátu þeir í dýrðlegum fagnaði og hvers kyns dáloeti og voru leystir út með gjöfum. Og ofan á allt þetta kom svo fyrirheit um að danska ríkisþingið œtlaði að gefa Islandi standmynd úr eiri af Jason, gríska fornkappanum, gerða eftir hinni heimsfrœgu frum- mynd Albert Thorvaldsens. Skyldi henni œtlaður staður á Austurvelli hjá mynd Thorvaldsens og vonar- gyðjunnar. Þegar dönsku blöðin komust að þessu voru þau ekki ánœgð með myndarvalið. Var því hreyft bœði í Nalionaltidende og Politiken að gefa heldur mynd af Ingólfi Arnarsyni eft- ir Einar Jónsson. Önnur blöð tóku undir þetta og myndablöðin birtu myndir af styttu Einars Jónssonar og luku lofsorði á hana. Undir þetta tóku og blöð úti um land í Danmörku. Þetta írafár meðal Dana og ákafi um að gefa íslendingum gjafir, mœltist þó ekki sem best fyrir hér á landi. En það varð þó til þess að gerð var gang- skör að því að reisa Ingólfi minnis- merki fyrir íslenskt fé. Þá sló í dönsku bakseglin. Ritzau fréttastofan var látin flytja þá fregn að ríkisþingið œtlaði ekki að gefa Is- lendingum neina standmynd. Kom þelta eins og skollinn úr sauðarleggn- um, eftir allt það er blöðin höfðu sagt um málið. En er leitað var skýringar á þessu þótti lang sennilegast að rík- isþingmenn hefðu œtlað að skjóta saman fé til kaupa á Jason — þeir hefðu getað fengið ódýra afsteypu af honum. En Ingólfur þótti þeiin allt of dýr. „Illa farið og ekki illa fariö þó í aðra röndina", segir ísafold er fréttin barst, „að vér fáum ekki Ingólf í þetta sinn og þann veg, sem hér slóð til. Því satl að segja lá við að oss œllaði að fara að þykja nóg um danskar gjafir. Er miklu mannalegra og skemmtilegra að vér komum upp Ingólfsmyndinni sjálfir. Vér hljótum að gera það einhvern tíma. Mœtti þá ekki byrja á að efna til þess nú þegar. Hver vill gangast fyrir fjársöfnun? Sá má vitja 50 kr. hjá ísafold — til þess að einhver byrji." i Blaðið Ingólfur tók dýpra í ár- inni: „Það vœri þjóðarsmán ef vér létum Dani verða fyrsta til að reisa Ingólfi minnisvarða hér... Hann myndi snúa sér í gröf sinni." Iðnaðarmannafélagið tekurafskaríð Þegar umtalið um gjöfina stóð sem hœst, kom Jón Halldórsson hús- gagnasmiður á fund Knud Zimsen, sem þá var formaður Iðnaðarmanna- félagsins. Jón var þá nýkominn frá úflöndum. Honum var mikiö niðri fyrir: „Þú veist nýju fréttirnar," sagði hann. „Danir œtla að fara aö gefa okkur standmynd af Ingólft Arnar- syni. Finnst þér prýði að því? Danir að gefa íslendingum mynd af Ingólfi landnámsmanni! Nei, i þessu máli verða íslendingar að sjá sóma sinn, þeir eiga sjálfir að reisa Ingólfi minn- ismerki og gera það óstuddir." Vildi hann að Iðnaðarmannafé- lagið hefði forgöngu í málinu og skoraði á Knud Ziemsen að kalla saman fund. Fundurinn var haldinn 17. sept- ember. Jón Halldórsson reifaði málið þannig að allir fundarmenn hrifust af. Samþykkt var að veita 2000 kr. úr sjóði félagsins til að byrja með og fela Einari Jónssyni að gera minnis- merkið. Og svo var kosin nefnd til að hrinda málinu í framkvœmd. Hún símaði brátt Einari Jónssyni: „Iðnað- armannafélagið gengst fyrir fjársöfn- un til Ingólfsmyndar þinnar. Starfaðu öruggur!" Þetta var sögulegt skeyti á fleiri en einn veg. Það var fyrsta almenna símskeytið sem fór frá þessu landi, var sent um leið og ritsíminn var opn- aður. Og það gaf Einari vonir, sem ekki var hœgt að uppfylla. Félagið hafði ekki nema þessar 2000 krónur og það var ekki nema tíundi hlutinn af verði myndarinnar. Fjársöfnunin gekk ákaflega treglega. Þá réðist nefndin í þaö að reisa íbúöarhús og efna til happdrœttis um það. Sveinn Jónsson, trésmíðameistari, og fleiri gáfu 900 fermetra lóð undir það við Bergstaðastrœti. Húsið komst upp og menn voru sendir út um land að kaupa happrœttismiða. Fólk áttaði sig ekki á þessu. Það vildi ekki kaupa happdrœttismiða. Þá var öldin önnur en nú. Reyndar voru fleiri fjáröflunar- leiðir en róðurinn var þungur. Og þannig leið hvert árið af öðru. Um síðir var þó dregið í happdrœttinu hinn 2. janúar 1914. Og þá var tekin sú ákvörðun að Iðnaðarmannafélagið greiddi allt sem á vantaði, hversu mikið sem það yrði. Svo liðu enn mörg ár. En 1922 var mynd Ingólfs steypt í brons og 24. febrúar 1924 var hún afhjúpuð á Arnarhóli og afhent ríkisstjórninni sem alþjóðareign. Allir þeir sem fyrir þessu máli börðust eru nú fallnir frá. En Ingólfur stendur svipmikill á hólnum og ber hátt. Um 1960 var tvífari hans reistur í Hrífudal á Fjölum, œttatóðali hans — gjöf frá íslendingum. Sú fram- kvœmd gekk skjótt og vel fyrir sig og fór ekki hátt. Tvennir eru tímarnir. Styrkir til umhverfismála Landvernd mun á næstunni úthluta styrkjum úr Pokasjóði Landverndar. 1. Úthlutun er bundin verkefnum á sviöi umhverf- ismála, svo sem landgræðslu, skógrækt, friðun, verndun, fegrun og snyrtingu lands og til fræðslu og rannsókna. 2. Verkefni, sem sótt er um styrk til þurfa að vera vel afmörkuð og skilgreind. Styrkumsókninni þarf að fylgja verk- og fjárhagsáætlun. 3. Farið er fram á að styrkþegar leggi af mörkum mótframlag sem getur falist í fjárframlögum, vélum, tækjum, efni eða vinnu. 4. Styrkþegar skuldbinda sig til að skila skýrslu um framkvæmd og árangur verkefnisins fyrir lok úthlutunarárs. 5. Styrkumsóknir þurfa að berast skrifstofu Land- verndar fyrir 15. febrúar 1990. Landvernd Skólavörðustíg 25,101 Reykjavík. FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Allsherjar- atkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjómar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félags- manna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð óg 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18:00 þriðjudag- inn7. febrúar 1990. Stjórn Félags járniðnaðarmanna ">W. " Sýnum gagnkvæma tillitssemi í umferðinni. FROWIER fró ARCTIC CAT, nýr frá grunni. Nýtt framfjöðrunarkerfi, svipað og í kappakstursbilum (Double-Wishbone). Einnig er nýtt, þróoð fjöðrunarkefi að oftan með mestu slaglengd sem til er. Ný, léttbyggð, vökvakæld vél 440 c.c. (ca 62 hö). Nó er stýri, mælar og vindhlíf sambyggð og hreyf- ist með stýri. Hér er ó ferð- inni ný kynslóð af MCTIC CIT vélsleðum. Verðfrá 596.027 WILDCAT Verðfrá 697.016 EL TIGRE EXT PANTHERA Verðfrá 650.308 PANTHER Verðfrá 518.996 COUGAR Verðfrá 541.902 CHEETAHTOUR Verðfrá661.870 JAGA.F.S. Verðfrá 472.349 «<v BIFREIÐAR&LANDBÚNAÐARVÉLARHF. €§5} £$$& Ármúla 13 - 108 Reyfc/'avrtr - s 681200 <&r*f , j°ií-o. ?"r,s> HEILSUGÆSLUSTÖÐ Á BLÖNDUÓSI Tilboð óskast í að fullgera húsnæði á 1. hæð heilsugæslustöðvar á Blönduósi, sem nú er tilbúin undir tréverk. Flatarmál hússins er um 700 m2. Verkið skal unnið af einum aðalverktaka. Verktími ertil 1. maí 1991. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Borgartúni 7, Reykjavík, til og með föstudags 15. febrúar 1990 gegn 10.000,- kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, þriðjudaginn 20. febrúar 1990, kl. 11:00. IIUIUKAUPASTOFNUN RÍKISIIMS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.