Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 4

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 4
12 Tíminn Laugardagur 27. janúar 1989 Sigrún Magnúsdóttir, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins: Skyldur ii rgannnar haf a verið hundsaðar „Þegar sést út hve miklum fjármunum borgin hefur að spila þá er auðséð að henni er hægt að stjórna betur. í slíku góðæri sem verið hefur hefði verið hægt að koma miklu betur til móts við þarfir borgarbúa. Það er átakanlegt að sitja vikulega fundi borgarráðs og sjá þar sífellt teknar kostnaðarsamar skyndiákvarðanir, - oft rangar." Þetta segir Sigrún Magnúsdóttir borgarfulltrúi Framsóknarmanna. Við ræddum við Sigrúnu um stjórnina á borginni, samstarf minnihíutaflokk- anna á kjörtímabilinu sem senn lýkur og um vangaveltur um sameiginlegt framboð þeirra í borgarstjórnarkosn- ingunum. Minnismerki eða fólk Sjálfstæðismenn virðast geta stokkið fyrirvara- og undirbúningslaust á alls konar fjárfestingar. Hins vegar eru tillögur okkar í stjórnarandstöðunni um nauðsynlega félagslega þjónustu eins og t.d. um að mætt verði brýnum þörfum aldraðra í formi þjónustu- íbúða eða hjúkrunarheimila, ítrekað felldar eða þeim vísað frá vegna fjárskorts, eða að þær eru að veltast í kerfinu svo jafnvel árum skipti. Peningarnir eru til hjá borginni. Það fer ekki fram hjá neinum. Þeim er hins vegar sóað í skakka hluti. Ég ætla ekki að nefna að sinni hin alkunnu gælu- verkefni sem gleypa hrikalegar fúlgur í fjárhagsáætlun borgarinnar. Það er nefnilega svo að hér er um að ræða ákveðna stjórnunarstefnu því það er nánast í hverri viku að stokkið er til og keypt einhver fasteign eða þvílíkt, til dæmis j arðir og veitingahús. Hlutverk borgarstjornenda - Þú hefur gagnrýnt fjárhagsáætlun meirihlutans og þá stjórnarstefnu sem hún endurspeglar. „Borgin hefur ákveðnar skyldur við íbúana; að sjá til þess að skólar, dagvistarheimili og þjónusta við aldr- aða og almenningssamgöngur, um- hverfismál o.fl. séu í lagi. Þessu er hins vegar haldið í lágmarki og framlög skorin við nögl, bæði til rekstrar og uppbyggingar í góðærinu. Borgin stendur í stórframkvæmdum á sama tíma og þjónusta við borgarbúa er óæskilega og óþarflega lítil, það er til vitnis um stjórnarstefnu íhaldsins. Davíð Oddsson gumar af því að borgin verji þrefalt meiru til félags- mála á íbúa en önnur sveitarfélög á landinu. Þetta er alrangt. Það er einum þriðja meira og á þessu tvennu er mikill munur. í ár á að verja sömu krónutölu til félagsmála og gert var í fyrra. Það þýðir umtalsverðan sam- drátt og er allsérstætt þegar litið er til atvinnuástands og þess að miklu fleiri leita nú aðstoðar félagsmálastofnunar en á síðasta ári. Félagslegri þjónustu er einfaldlega haldið í lágmarki til að ekki skorti fé til stórframkvæmda og lúxusbygginga. Lýðskrumari? - En Davíð virðist vera sterkur foringi og vinsæll þrátt fyrir að pólitík hans þjóni lítt hinum almenna íbúa og sé um margt hreinlega vitlaus. Hvers vegna? Davíð hefur þann eiginleika að hann hælir sér gjarnan af því sem hann veit að er hvað lélegast í stjórn hans. Lítum á dagvistunarmálin. Hann hældi sér af því að í þeim málum væri hann í forystu í hinum vestræna heimi. Ég hef upplýsingar um að svo er alls ekki. Davíð heyrði víst einhvern halda því fram að svo og svo mörg börn væru á biðlistum í Stokkhólmi, jafnvel fleiri en hér. Án þess að kynna sér málið gleypti hann þetta agn vegna þess að hann hefur verið einna mest gagnrýnd- ur fyrir daggvistunarmálin. Með þessu sló hann um sig og gerði sig þar með hlægilegan og jafn vel brjóstumkenn- anlegan. Tökum annað dæmi: Davíð er fullljóst að borgarbúar eru almennt andsnúnir því að skerða starf- semi Fæðingarheimilisins og leigja út stóran hluta húsnæðis þess. Til þess að drepa málinu á dreif blaðrar hann um heilbrigðisráðherra, stefnu hans og ríkisstjórnarinnar. Þá eru ítrekaðar árásir hans á ríkis- stjórnina eins og þegar hann fylgdi fjárhagsáætluninni úr hlaði, sérlega óviðeigandi. Vitanlega hefði hann get- að sem borgarstjóri gagnrýnt samskipti borgar og ríkisvalds, t.d. í sambandi við gildistöku virðisaukaskattsins. Það er hins vegar fáránlegt að hann sem æðsti embættismaður borgarinnar leyfi sér að vanvirða æðstu embættismenn þjóðarinnar á þann hátt sem hann gerði. Davíð á verndudum vinnustað? Ég tel hins vegar að hann leyfi sér alls konar stráksskap vegna þess að hann er í afar vernduðu umhverfi - á vernduðum vinnustað. Hvenær heyrist að einhver borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokksins eða embættismaður borgar- innar deili á orð eða gerðir borgarstjór- ans? Aldrei. Embættismenn eru allir smeykir og/ eða samdauna áratugagömlu valda- kerfi Sjálfstæðisflokksins og leggja ekki út í neins konar gagnrýni enda gæti slíkt reitt yfirvaldið til reiði og þá yrði óvíst um framhald starfa viðkom- andi hjá borginni. Þannig er búið að reisa þagnarmúr um starfsemi borgar- stofnana. Einnig finnast þess dæmi að einstakar stofnanir borgarinnar séu farnar að starfa sjálfstætt og eftirlits- laust einsog til dæmis embætti borgar- verkfræðings. Þar koma hinir kjörnu fulltrúar hvergi nærri. Samstarf minnihlutans - Stjórnarandstaðan í borgarstjórn hefur unnið vel og málefnalega saman á kjörtímabilinu. Hvað um sameigin- legt framboð? „Það er rétt. Við gerðum ákveðinn málefnasamning í upphafi í helstu málum. Samstarfið endurspeglast sem rauður þráður í öllum fjárhagsáætlun- um okkar og þar kemur fram hvernig við viljum að borginni sé stjórnað. Það sem einkennir vönduð vinnubrögð okkar er að gert er ráð fyrir tekjum á móti útgjöldum. - Tal Sjálfstæðismanna um sundur- þykkju úrtölur og væl minnihlutans er rangt? „Það er gersamlega út í hött og hefur sannast í umróti síðustu daga. Þar hafa allir fulltrúar minnihluta- flokkanna látið málefni ráða en ekki framboðsmálin sem þó hafa verið ofarlega á baugi. Ef við lítum til framboðsmála andstöðuflokkanna þá er það sameiginlegt markmið þeirra að breytt verði og áherslur í stjórn borgar- innar og fundnar verði leiðir til að fella íhaldsmeirihlutann. Sameiginlegt f ramboð Þetta var rætt fram og til baka í fyrravetur og fram kom sú hugmynd, sem okkur Framsóknarmönnum var helst að skapi. Hún var í stuttu máli sú að hver flokkur hefði áfram sitt borgar- málaráð en skiptu með sér þeim átta sætum sem máli skipta á sameiginleg- um framboðslista. Þetta sprakk síðan á Sjafnarmálinu í fyrravor en fram að þeim tíma hafði ríkt eining um málið þótt ýmis smærri atriði hefðu enn verið óútkljáð og ekki útséð með þátttöku Kvennalistans. Mín skoðun er sú að verði af sameiginlegu framboði s.é það frum- skilyrði að allir minnihlutaflokkarnir standi að því. Eftir að borgarfulltrúi Alþýðuflokksins hafnaði sameinuðu framboði vegna tortryggni gagnvart Alþýðubandalaginu þá var hugmyndin að mínu áliti dauð. Síðan hefur það gerst að stofnað var Alþýðubandalagsfélagið Birting sem leitað hefur samvinnu um framboð félagshyggjufólks. Þá gerist það skyndilega að Alþýðubandalagsf élagið fer einnig að leita hófanna um það sama og í kjölfar þessa kemur sú hugmynd fram hjá Alþýðuflokki um að hafa galopið prófkjör. Ég lýsti því yfir á fundi hjá Alþýðu- bandalagsfélaginu í Reykjavík að slíkt kæmi ekki til greina af hálfu Fram- sóknarmanna, enda er það afar ein- kennilegt í ljósi atburða síðustu daga. Sjálfstæðisflokkurinn mun ekki halda prófkjör, sennilega vegna þess að Davíð vill sjálfur ráða sínum eftir- manni eftir næstu Alþingiskosningar. Á sama tíma koma fram tillögur um að halda galopið prófkjör og gefa þar með Sjálfstæðisflokknum tækifæri til að taka þátt í því. Það er gersamlega út í hött. Það eru margar ónotaðar kosningavélar hjá íhaldinu sem gætu farið í gang og þannig mótframboði sínu. Á Davíð Oddsson að fá að ráða bæði sínum eigin lista og lista andstæð- inganna? Ég segi nei. - Er sameiginlegt framboð með einum eða öðrum hætti þá úr sögunni? Ef einhver nýr flötur kemur upp á þessu máli þá erum við Framsóknar- menn tilbúnir til viðræðu, en framboð með þeim formerkjum sem nú eru uppi koma ekki til greina af okkar hálfu, enda sýnist mér að þeir einu sem nú tala um slíkt séu A-flokkarnir sem ekki gátu unnið saman s.l. vor. Þá finnast mér ummæli formanna A-flokkanna á „Nýju ljósi" heldur vafasöm. Formaður Alþýðuflokksins sagði að þar að kjósendur myndu greiða félaga Bjarna og félaga Sigur- jóni atkvæði með hangandi hendi en raunin yrði önnur ef um yrði að ræða sameiginlegan lista. Getur þetta verið álit formanns á frambjóðendum og kjósendum flokks síns í stærsta kjör- dæmi landsins? Er nema von að fylgið sé ekki mikið þegar formaðurinn segir slíkt. Það er vinsælt slagorð í þessu sam- bandi að tala um að annars vegar séu flokkar, hins vegar fólkið. Flokkar eru hins vegar ekkert annað en fólk og eru því síbreytilegir og breyta um áherslur eftir því hvernig þjóðfélagið þróast. Einnig eru flokkar misjafnlega opnir og þeir sem ekki eru það og ríghalda í gamlar kennisetningar eru staðnaðir og höfða ekki til fólks. Framsóknarflokkurinn er ekki þannig flokkur. Það besta sem sagt hefur verið um hann er að hann sé opinn í báða enda. Við tökum við öllum hugmyndum og vegum og met- um og skilum þeim sem ekki eru nothæfar. - Hver yrði staða Framsóknar- flokksins ef hann stæði utan einhvers konar sameiginlegs framboðs? Ég vona að við höfum sýnt og sannað það að við eigum auðvelt að starfa með hinum flokkunum á grund- velli málefna. Ég er því ekkert smeyk við að við förum ein fram og að við getum eins starfað með þeim áfram eftir kosningar þótt einhverjir þeirra fari sameinaðir fram. Ég tel að vel athuguðu máli enga ástæðu til að leysa upp flokksbönd í stærsta kjördæmi landsins en ítreka að Framsóknarflokkurinn er reiðubúinn til samstarfs umákveðin málefni áfram. Þau sameiningaráform sem nú eru uppi milli A-flokkanna eru í mínum augum aðeins örvæntingarfull tilraun til þess að leyna fylgishruni beggja og bjóði þeir saman fram verður erfiðara að kenna einhverjum einstökum mönnum um eftir kosningar hvernig fór. Því sé ég enga ástæðu til fyrir Framsókn og Kvennalista að dragast á einhvern hátt inn í innanflokksátök Alþýðubandalagsins milli Birtingarfé- laga oe hinna. - A hvað muntu leggja áherslu í kosningabaráttunni sem framundan er? Það er enn óráðið hverjir verða í framboði en að mínu mati verður að fara að leggja höfuðáherslu á það sem ég vil kalla einu nafni fjölskyldumál ekki síst hér í Reykjavík. Þegar þétt- býli hefur náð ákveðinni stærð fara ýmsar neikvæðar hliðar að koma skýr- ar í ljós. Einskis má því láta ófreistað til að styrkja stöðu fjölskyldunnar, svo sem í dagvistunarmálum. Þau má ekki miða einungis við þarfir svokallaðra forgangshópa. Við verðum að styrkja fjölskylduna þar sem hún er horns- steinn þjóðfélagsins á sama hátt og stjórnmálaflokkar eru hornsteinar lýð- ræðisins. Þá má heldur ekki líðast að fólk þurfi að kvíða ellinni í þessari ríku borg. Ég vil að borgin sé skipulögð þannig að næg tækifæri séu til útvistar og hollrar hreyfingar. Til þess eru frá náttúrunnar hendi öll skilyrði. Þeim má ekki spilla með óskynsamlegum ákvörðunum. Ég hef á þessu kjörtíma- bili flutt tillögu um samtengingu hinna dásamlegu útivistarsvæða borgarinn- ar, frá miðbæ og upp í Heiðmörk. -sá

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.