Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 8

Tíminn - 27.01.1990, Blaðsíða 8
16 HELGIN Laugardagur 27. janúar 1990 I TIMANS RAS ATLI MAGNÚSSON: M Innri fjársjóður Fyrir svo sem tuttugu og fimm árum varö „bylting“ í höfuðborg Is- lands hvaö snerti ilmvatns og feg- urðarlyfjabúðir hverskonar. Braut- ryðjendur, sem kunnu að nema kall límans, setlu upp tvœr eða þrjár þœr fyrstu hér um bil samtímis og kynnlu um leiö fjölda ódáins- smyrsla, sem ekki höföu verið á boðstólum áður, en þorri manna hafði fram til þessa tíma notasl við Nivea — og Atrixáburðinn eina saman og ilmvatnið „Paris Soir“. Viðtökur við nýbreytninni urðu svo framúrskarandi að fyrr en varði rann lieill múgur á lyktina (í bók- staflegasta skilningi!) og snyrti- vörubúö spralt upp í hverju skoti viö helstu verslunargölur, sem yfir varð komist. En eins og gengur uröu ýmsir höndum seinni og tókst ekki að anda sínum „fragrance" í vit kaupenda, fyrr en „boom“ — ið var afstaöið. Sorglega lagera dagaði uppi í bílskúrum og kjöllurum, þar sem þeir söfnuðu ryki og dráttar- vöxtum, umvatðir þungu ilmskýi nœturliljunnar og lólusblómsins. Því er þessi saga sögö hér að hún hefur síðan verið að endurlaka sig í margvíslegu formi, eftir að stofnun smellinna fyrirtœkja varð að því vinsœla tómstundagamni, sem hún œ síðan hefur verið. Eftir að menn fylltust tortryggni gagnvart stofnun sjoppa skaut upp vídóleigunni, sem þólti hreint upplagt Ijölskyldugam- an að spreyta sig á. Hún var ekki jafn áhœttusamt fyrirtœki og t.d. tískubúð. Byrja mátti smátt með því að úlvega sér brúkaða spóluskrjóða og leigja þá út fyrir lílið og fœra svo út kvíarnar. En margur brenndi sig á því að allir hölðu þegar séð Casa- blanca og Goldfinger og það var tómlegt um að litast í vindlakassan- um, þegar mamma gamla eða eða Gussi (15 ára sonur í fjölsky ldunni) röllu heim af vaktinni eftir lokun. Um síðir var ekki um annað að rœða en gefast upp fyrir köldum veruleika, skrá „ábatasamt fyrir- tœki í örum vexti" til sölu hjá nœsta fasteignasala og bjarga því sem bjarga mátti með að halda sparlegar en nokkru sinni á því sem Verslun- armannfélagstaxtinn í „aðalstarf- inu“ leyfði. En nú upp á síðustuna hafa margir gert sér ljóst að þeir höfðu farið yfír lœkinn að sœkja vatn. Þeir höfðu gleymt að oft er sá auðurinn bestur, sem býr í mönnum sjálfum. Þeim haíði sést yfir að allra handa feilspor þeirra og yfirsjónir á lífs- leiðinni voru í raun og sannleika fólginn fjársjóður. Þessa auðlegð mátti töfra fram á þann einfalda hátt að opna hjarta sitt í œvisögu. Hrœðileg ölœðisglöp, stœrstu brim- sjóir í stormasömum hjónaböndum, grátbólgnar andvökur — allt kunni þetta að breytast í skírasta gull á nótlinni helgu, sem eins og kunnugt er hefur löngu tekið við af Jóns- messunóttinni, sem óskastund þeirra er þora að láta draumana rœt- ast. Skriftastólar bókaforlaganna hafa því verið troðnir hin síðustu ár- in af játendum þessara einföldu sanninda og margir hafa öðlast hjálprœöi og fengið inngöngu í ríki hinna efnalega sjálfstœðu. En þó bendir margt til að einnig þessi gullni vegur kunni senn að lokast, eins og gerðist í ilmvatns „boom“ — inu foröum daga. Guð jólamark- aðarins er sagður vera farinn að þreytast á œðrunarbunu örmagna sálna og œ fœrri eru „útvaldir“. Margir munu hafa gengið slyppir frá á síðustu friðarhátíð. Þeir sem því vonast eftir áheyrn á komandi jólum skulu þess vegna búa sig undir að verða að hafa jántingarull- una œrlega krassandi og draga ekk- ert undan, opna sér þœr fossandi undir opinberandi sannleika, sem einar fá hrœrt pyngjurnar til að ljúk- ast upp. Nú duga ekki nema virki- legar stórsyndir meir. Gettu nú Lausnin á spurningu okkar síðast var sú að við vorum stödd uppi á Hengli. Á myndinni hér með sjáum við til Búrfells og Heklu. En spurningin er — hvar er Ijós- myndarinn staddur, þegar hann tekur myndina? KROSSGATA

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.