Tíminn - 30.01.1990, Side 1

Tíminn - 30.01.1990, Side 1
ÞRIÐJUDAGUR 30. JANÚAR 1990 - 20. TBL. 74. ÁRG. - VERÐ LU Nauðsynlegt að Húsnæðisstofnun hafi eftirlit með byggingaraðilum sem byggja íbúðir fyrir aldraða, segir í skýrslu frá félagsmálaráðherra: ER ALDRAD FOLK HAFT AÐ FÉÞÚFU ? Samkvæmt skýrslu sem félagsmálaráðherra hefur látið vinna um húsnæðismál aldraðra virðist Ijóst að byggingaraðilar hafa gamalt fólk í mörgum tilfellum að féþúfu þegar kemur að sérstökum byggingum fyrir aldr- aða. í skýrslunni er beinlínis talað um að nauðsynlegt sé að Húsnæðisstofnun taki upp eftirlit með þessum byggingaraðilum og að það eftirlit nái til teikninga, hvaða kröfur eru gerðar til slíks húsnæðis, og síðast en ekki síst verði tekið upp eftirlit með byggingarkostnaði. Sérstakar þjón- ustuíbúðir fyrir aldraða hafa margar hverjar reynst óheyrilega dýrar þegar upp er staðið og þess finnast jafnvel dæmi að gömlu fólki hafi verið seldar þessar íbúðir á fölskum forsendum. • Bladsíða 5 „Kýlum við þá á þetta?“ gæti Þórarinn V. Þórarinsson frkvstj. VSi verið að segja við EinarOdd Kristjánsson, formann VSÍ, sem virðist hugsi, þar sem þeir ræddu málin í gær. Tfmamynd: Ámi Bjarna Samningar að takast? Ymislegt bendir tit að tímamótasamningar á vinnumarkaði séu í þann mund að takast. Gengið hafði verið frá fjölmörgum atriðum kjarasamnings milli vinnuveitenda og launþega í gær, en slík samningsdrög byggðust þó á verulegri kröfugerð á hendur ríkisvald- inu, sem fólst m.a. í óbreyttu búvöruverði og hærri skattleysismörk- um. Um þessa kröfugerð fundaði ríkisstjórnin eftir kvöldmat í gær og seint í gærkvöldi gengu aðilar vinnumarkaðarins á fund ríkisstjórnarinnar til að fræðast um viðbrögð hennar. Að þeim fundi loknum var allt eins búist við næturfundi samningsaðila í Karphús- inu. Opnan

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.