Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 2

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 2
2 Tíminn Þriðjudagur 30. janúar 1990 Ari og Kristín uppboð í vikunni Málverkið af Ara Magnússyni lögmanni og Kristínu Guðbrandsdóttur Þorlákssonar Hólabiskups, sem mikið hefur verið fjallað um í fjölmiðlum vegna mismunandi meininga manna um aldur þess, verður selt á málverkaupp- boði Gallerí Borgar á Hótel Sögu nk. fimmtudag. Talið var að málverkið væri allt að 400 ára gamalt þegar það kom fram á sjónarsviðið nú í mánuðinum og Tíminn greindi frá þann 17. janúar sl. benda á að þar sem Þjóðminjasafns- myndin hafi verið send utan til viðgerðar eftir að hinn örlagartki guli litur kom til sögunnar megi allt eins búast við að sú mynd er boðin verður upp hafi einnig einhverju sinni verið færð til viðgerðar. Hún hafi þá verið lagfærð með þeim nýjustu litum sem tiltækir voru og þá þeim cadmiumgula lit sem einn er talinn benda til aldurs hennar. Hvað gula litinn varðar hafa þeir sem efast um rétta aldursgreiningu einnig bent á að jafnvel þó nú sé ekki vitað um tilveru þessa litar fyrr en árið 1818, gæti hann allt eins hafa verið í notkun hjá einstaka málurum mun lengur. í tilkynningu Gallerí Borgar kem- ur fram að loks bendi efasemdamenn á niðurstöðu rannsóknarmanna á athugun bláa litarins. í uppboðs- myndinni er náttúrulegt ultramarin, (þó ekki óyggjandi niðurstaða), en engin niðurstaða fékkst úr greiningu bláa litarins í mynd Þjóðminjasafns- f tilkynningu frá Gallerí Borg segir að aldursgreining hafi farið fram hér á landi sem framkvæmd er af okkar færustu sérfræðingum. Þeir sem greininguna gerðu telja sig hafa fengið ótvíræða niðurstöðu, en segja að málverkið sé, „líklega unnið einhverntíma á tímabilinu 1830- 1910“ segir í tilkynningu Gallerí Borgar. Er sú líklega niðurstaða byggð á því að í gula litnum fannst efni sem talið er að fundið hafi verið upp 1815 og sett á markað um 1830. Við aldursgreininguna var áþekk mynd í Þjóðminjasafninu notuð til viðmiðunar og aldursgreind á sama hátt og sú er boðin verður upp. Kemur fram í greinargerð fræðing- anna að báðar myndimar séu upp- settar á sams konar blindramma, en Þjóðminjasafnsmyndin var send til Kaupmannahafnar til viðgerðar fyrir síðustu aldamót. Þeir sem efa að rétt niðurstaða sé fengin í þessari aldursgreiningu ins. Um náttúrulegt últramarin segja rannsóknaraðilar að það hafi verið algengt litarefni fram yfir aldamótin 1800, þegar tókst að framleiða það með efnafræðilegum aðferðum, (verksmiðjuframleiða). Það fyrir- finnst þó í u.þ.b. 5% kannaðra málverka frá 19. öld. í lok tilkynningar Gallerí Borgar segir að af ofangreindu megi ljóst vera að endanlegri aldursgreiningu sé ekki lokið og ótímabært sé að fullyrða hvor myndanna tveggja uppboðsmyndin eða mynd Þjóð- minjasafnsins sé eldri. „Þar eð eig- endur uppboðsmyndarinnar telja ekki ástæðu til að leggja út í frekari kostnað við aldursgreiningu, t.d. flutning myndarinnar til erlendrar greiningarstöðva, verður myndin boðin upp nk. fimmtudagskvöld og fylgir henni greinargerð um aldurs- greininguna sem þegar hefur verið gerð,“ segir í tiikynningunni. Auk myndarinnar af Ara og Krist- ínu verða nokkur önnur málverk boðin upp. Þar á meðal eru tvö stór olíumáiverk eftir Jóhannes S. Kjarval, módelmynd eftir Jón Stef- ánsson, fjögurra mynda vatnslitaser- ía eftir Jón Engilberts, vatnslita- mynd eftir Brynjólf Þórðarson, vatnslitamyndir eftir Gunnlaug Blöndal svo einhverjar séu taldar. - ABÓ limamynd: rjetur. Júróvisjónlagið valið Sextíu poppmenningarvitar komu saman í Sjónvarpssal s.l. föstudags- kvöld til að heyra sex lög af þeim tólf sem til greina koma sem framlag íslands til söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva. Keppnin var síðan sýnd í Sjónvarpinu kvöldið eftir. Sextíumenningarnir hlustuðu á lögin og horfðu á flytjendur á sjón- varpsskjám og greiddu síðan því lagi sem þeim þótti best þrjú stig, því næstbesta tvö og því sísta eitt. Lagið „Eitt lag enn“ varð hlut- skarpast enda mjög júróvisjónlegt. Forvalinu verður haldið áfram n.k. laugardag en þá verða greidd at- kvæði um sex lög til viðbótar. Síðan verður framlag íslands valið endan- lega í beinni útsendingu laugardag-. inn 10. febrúar. Hljómsveit undir stjórn Vilhjálms Guðjónssonar leik- ur undir hjá öllum flytjendum. Á myndinni er einn lagahöfunda og flytjenda, Ingi Gunnar Jóhanns- son, og stjórnandi undankeppninn- ar, Egill Eðvarðsson, og aðstoðar- kona hans er fyrir miðri mynd. nauuor Asgnmsson sjavarutvegsráðherra fær sér af saltfiskrúllunum. Vöruþróunarátak Iðntæknistofnunar: Rúmmálsmæling í stað vigtunar Fyrirtækið Meka hf. kynnti í gær nýstárlegan vigtunarbúnað til nota í togurum, þar sem að í stað þess að vigta á hefðbundinn hátt er rúm- málsmæling notuð. Framleiðsla þessa vigtunarbúnaðar er þáttur í Vöruþróunarátaki Iðntæknistofnun- ar. Fjögur fyrirtæki sem þátt taka í Vöruþróunarátakinu kynntu í gær nýjar vörur sem fyrirtækin eru að þróa og í þann veginn að setja á markað. Fyrirtækin eru auk Meka, Skipasmíðastöð Marsellíusar, Hug- ur og Maska og SÍF. Með tilkomu meiri sérhæfingar á vinnslustöðvum og uppboðs- mörkuðum hafa kröfur um betri og nákvæmari flokkun og skömmtun afla um borð aukist. Til að mæta þessu ákvað Meka hf. að hefja þróun búnaðar sem auðveldað gæti áhöfninni þessar aðgerðir. Ákveðið var í þessu sambandi að þróa eftir- farandi búnað, þ.e. flokkunarborð þar sem einn maður getur flokkað aflann í ker eftir tegundum, stærð- arflokkari sem mælir lengd fisksins og flokkar hann eftir stærð, og skömmtunarker sem skammtar ákveðið fiskmagn í ker eða kassa. Þetta er gert með rúmmálsmælingu í stað hefðbundinnar vigtunar. Að söng Elíasar Gunnarssonar fram- kvæmdastjóra Meka hefur með þess- ari aðferð tekist að ná frávikinu niður í 3%. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings vegna kaupa áfengis á kostnaðarverði: Ekki frekari athugasemdir Ríkisendurskoðun gerði að beiðni yfirskoðunarmanna ríkisreiknings fyrir árið 1988 sérstaka athugun á áfengisúttektum aðalskrifstofa ráðu- neyta á árinu 1988. Niðurstaða þeirra athugunar liggur nú fyrir og sjá yfirskoðunarmenn ekki ástæðu til frekari athugasemda. Yfirskoðunarmenn ríkisreiknings fóru sérstaklega fram á það að Ríkisendurskoðun grandskoðaði hvort sambærileg atvik hefðu átt sér stað og upplýst hefur verið að gerst hafði í maímánuði 1988, er þáver- andi fjármálaráðherra tók út áfengi á kostnaðarverði sem afhent var á einkaheimili í Reykjavík. Til að svara þessari beiðni tók ríkisendurskoðun saman yfirlit um sérhverja áfengisúttekt hjá hverju ráðuneyti, tilefni tilgreint og skráð í þeim tilvikum sem þau komu fram á reikningum og eða úttektarbeiðn- um. Upplýsingarnar voru síðan af- hentar hverju ráðuneyti og óskað staðfestingar þeirra, auk þess sem óskað var eftir skýringum á þeim úttektum þar sem þær voru ekki fullnægjandi Eftirtalin ráðuneyti gáfu að mati Ríkisendurskoðunar fullnægjandi skýringar á áfengisúttektum á árinu 1988, menntamála-, landbúnaðar-, dómsmála-, félagsmála-, iðnaðar- og viðskiptaráðuneyti. Hjá öðrum ráðuneytum liggja fyrir fullnægjandi skýringar. í bréfi Ríkisendur- skoðunar segir ennfremur að það sé mat Ríkisendurskoðunar að ekki sé tilefni til að álíta að sambærilegt tilvik hafi átt sér stað á árinu 1988 og gerðist í maí mánuði sama ár og það tekið fram að fyrrverandi fjármálar- áðherra hafi endurgreitt á fullu verði umræddar áfengisúttektir. í yfirlýsingunni er ítrekuð sú krafa þeirra og Ríkisendurskoðunar um bættan frágang greiðsluskjala varð- andi risnukostnað ráðuneyta. - ABÓ Þá hefur Meka unnið að því undanfarin ár að þróa slægingarvél, sem ætluð er um boð í ísfisktogurum og er henni ætlað að meðhöndla fiskinn á sama hátt og gert er með höndunum, m.a. verða innyflin sog- in heil úr fiskinum til að hægt sé að hirða hluta þeirra, s. s. lifur og hrogn. Skipasmíðastöð Marsellíusar kynnti nýja fiskdælu sem hönnuð hefur verið í samráði við Vöruþró- unarátak Iðntæknistofnunar. Fyrir- mynd hennar er rækjudæla sem er undirstaða undir rekstri fyrirtækis- ins. Tilgangur fiskdælunnar er tví- þættur, þ.e. flutningur fisks bæði í skipum og milli vinnslustaða (milli hæða) í fiskvinnslustöð, svo og þvottur á fiski, bæði í skipum og vinnslustöðvum. Dælunni er ætlað þríþætt hlutverk um borð í fiskiskip- um. í fyrsta lagi að tryggja góðan þvott á fiskinu, í öðru lagi að tryggja að fiskurinn sé í ákveðinn tíma í vatninu þannig að honum nái að blæða og í þriðja lagi að dæla fiskinum að lúgu niður í lest það sem vatnið er skilið frá og kemur þannig í stað fyrir 1 til 4 færibanda sem taka bæði píáss á dekki og kosta viðhald. Prófunum á fiskdælunni er ekki að fullu lokið, en búnaður sem þessi hefur verið til reynslu í frystihúsi, þar sem hann hefur gefið góða raun, að sögn Sævars Birgissonar fram- kvæmdastjóra Skipasmíðastöðvar Marsellíusar. í þriðja lagi kynnti fyrirtækið Hugur, tímaskráningarkerfið Útvörð, sem leysir stimpilklukkuna af hólmi og um 150 fyrirtæki hafa tekið í notkun hér á landi. Ákveðið hefur verið að setja Útvörð á markað í Danmörku og hefur þurft að breyta hugbúnaðinum í samræmi við þar- lenda vinnulöggjöf. Verið er að semja við Dani um dreifingu og markaðssetningu á Útverði þar í landi. Að lokum kvnnti Maska hf. í samráði við SÍF, saltfiskrúllur á grundvelli annarra sjávarréttarúlla sem fyrirtækið er nú að koma með á markað. Saltfiskrúllurnar eru mark- aðsfærðar erlendis af SlF og hafa fengið góðar viðtökur á mörkuðum eins og í Frakklandi og á Spáni. - ABÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.