Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 6

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 6
6 Tíminn Timiim MÁLSVARIFRJÁLSLYNDIS, SAMVINNU OG FÉLAGSHYGGJU Útgefandi: Framsóknarflokkurinn og _____Framsóknarfélögin í Reykjavík Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason Ritstjórar: Indriöi G. Þorsteinsson ábm. IngvarGíslason Aöstoöarritstjóri: OddurÓlafsson Fréttastjórar: BirgirGuömundsson Eggert Skúlason Auglýsingastjóri: Steingrímur G íslason Skrifstofur: Lyngháls 9, Reykjavík. Sími: 686300. Auglýsingasími: 680001. Kvöldsímar: Áskrift og dreifing 686300, ritstjórn, fréttastjórar 686306, íþróttir 686332, tæknideild 686387. Setning og umbrot: Tæknideild Tímans. Prentun: Blaðaprent h.f. Frá og meö 1. ágúst hækkar: Mánaðaráskrift í kr. 1000,-, verð í lausasölu í 90,- kr. og 110,- kr. um helgar. Grunnverð auglýsinga kr. 660,- pr. dálksentimetri Póstfax: 68-76-91 Kaldar kenningar Þorvaldur Gylfason, kennari í viðskiptadeild Há- skóla íslands, ritar grein í Morgunblaðið sl. laugar- dag sem hann nefnir: ísland og Austur- Evrópa. Eins og atburðir hafa verið að gerast í Austur-Evr- ópu síðustu mánuði hefði mátt ætla að grein með slíkri fyrirsögn hefði að geyma trúverðugan saman- burð á stjórnarháttum, stjórnskipulagi, lífskjörum og mannfrelsi á íslandi og löndum kommúnista- heimsins fyrr og nú. Slíkur samanburður er fróðleg- ur, auk þess gagnlegur. Hann mundi leiða í ljós að í áratugi hefur íslensk alþýða búið við batnandi lífskjör, persónufrelsi og þjóðfrelsi meðan þessu er öfugt farið í alþýðulýðveldum og sovétlöndum. Þessi samanburður er gagnlegur að því leyti að til þess að ná slíkum árangri um lífskjör og frelsi má sýnt vera að „blandað hagkerfi“, lýðræði og norræn velferðar- stefna, sem íslendingar hafa aðhyllst, hefur í öllum aðalatriðum reynst vel til þess að tryggja mannfrelsi og félagslegar framfarir, treysta lífsafkomu almenn- ings og draga úr sárustu broddum stéttamunar. Grein Þorvalds Gylfasonar fjallar ekki um neitt af þessu. í henni er ekki að finna minnsta vott af samanburði á félags- og frelsisþróun á íslandi og kommúnistaríkjunum og að sjálfsögðu ekkert um kosti blandaðs hagkerfis. Þvert á móti. Greinin er tilraun til þess að renna stoðum undir þá pólitísku firru að finna megi samlíkingu með íslensku hagkerfi og stalinísku þjóðfélagi. Og hvernig má það vera? Það á að vera vegna þess að íslenskir stjórnmála- menn hafa ekki tekið ráðum Þorvalds Gylfasonar og annarra málsvara nýkapitalismans um að fórna félagshyggju í atvinnu- og efnahagsmálum fyrir viðskiptafrelsi alþjóðlegra auðhringa. Allt sem ekki er hreinn kapitalismi er að þeirra hyggju stalinismi. Svo enn sé minnst á samanburðaraðferðir við- skiptafræðikennarans, þá heldur hann fast við þann boðskap að íslendingar séu aftur úr öllum þjóðum í frelsismálum og það því fremur að nú séu Austur- Evrópuþjóðir að taka upp „markaðsbúskap“ sem greinarhöfundur skýrgreinir reyndar ekki nánar, en gefur sér að þar sé um að ræða það efnahags- og viðskiptafyrirkomulag auðhringanna sem hann mælir sjálfur með og heldur að sé upphaf og endir frelsishugsjóna. Allt annað frelsi er Þorvaldi Gylfa- syni óskiljanlegt. í hans huga er ekkert frelsi til nema viðskiptafrelsi hins alþjóðlega kapitalisma. Því þarf engum að koma á óvart, þótt Morgun- blaðsgrein prófessorsins fjalli að verulegu leyti um þá „plágu“ sem matvælaframleiðsla er í óskalöndum vöruframleiðenda, milliliða og verðbréfasala. Þar eiga menn að „klippa kúpona“. Draumahagkerfi kapitalismans rúmar ekki frumframleiðslu matvæla, hvort heldur hún er bundin ökrum og beitarlöndum eða fiskimiðum. Sannfærðir kapitalistar telja það vera „snöggan blett“ á Evrópubandalaginu, svo notað sé orðalag Þorvalds Gylfasonar, að hafa haldið uppi „verndarstefnu í landbúnaðarmálum“. Ekki er furða þótt menn af þessari pólitísku gerð vilji útrýma íslenskri bændastétt sem fyrst með reglugerðum og öðrum skjótvirkum stjórnvaldsaðgerðum. Ef þetta er frelsisstefna þá er hún a.m.k. ekki mannúðar- stefna. Þetta er kaldrifjuð auðhyggja, frelsishugsjón auðhringanna. Þriðjudagur 30. janúar 1990 GARRI STORSONGVARINN Við íslendingar höfum eignast stórsöngvara með skömmu milli- bili, þ.e. eina þrjá á þessari öld fyrir utan fjöldann allan af stút- ungssöngvurum, sem hafa gert það gott á heimahlöðum. Þessir stór- söngvarar hafa verið Pétur Jónsson (unser Peter), Stefán Islandi og Kristján Jóhannsson. Pétur fluttist heim eftir að hafa sungið mikið í Þýzkalandi og andaðist hér í sæmi- legri elli. Stefán Islandi er kominn heim fyrir löngu frá Danmörku, en Kristján er að syngja í útlöndum, enda ungur maður. Hann kemur þó heim endrum og sinnum til að syngja hér af ýmsu tilefni. Eins og fyrrnefndir söngvarar hafa borið vitni um, þeir Pétur og Islandi, hafa þeir boríð hróður lands síns víða á söngferli sínum og njóta heiðurs og virðingar lífs og liðnir. Svo er tækninni fyrir að þakka að tekist hefur að bjarga hinni gullnu rödd Islandi næstum heilli á plötur, svo hægt verður að njóta söngs hans enn um langar stundir. Upp- tökur á söng Péturs voru varla búnar að slíta barnsskónum þegar hann var upp á sitt besta og má söngur hans líða lítillega fyrir það, þótt auðheyrt sé hvaða jarl er þar á ferð. Með reifaðan besefann I þeim tónlistarlega uppagangi, sem hér er við lýði í dag, virðist eftir viðtali við Kristján Jóhanns- son í Mbl. að dæma, sem margir séu kallaðir til að beisla gandinn. Þar sem meðalmennskan ríkir hef- ur hún tilhneigingu til að vera sjálfri sér næg. Maður getur ímynd- að sér, að hafi þeir Pétur eða Islandi boðist til að gera eitthvað fyrir ísland í sönglistarlegu tilliti, hvort ekki hefði verið tekið vel í það hér heima? Hefði einhver neitað að þiggja aðstoð þeirra? Þótt öllu hafí farið fram síðan Kristján Jóhannsson Pétur og Islandi sungu, virðist eins og menningarlífíð hafí tileinkað sér meðalmennskuna, og hangi þar í lygnum straumi sjálfsánægjunnar baðað flóðljósum fátæklegra og þröngsýnna fjölmiðla. Listahátiðir er haldnar til að efla þessa meðalmennsku. Menningar- vitarnir gapa af hrifningu, hvort heldur hingað er fenginn Japani með reifaðan besefann eða faller- aðar poppgrúppur. Að þessu sinni kom hundshaus meðalmennskunn- ar upp úr kafínu á óvæntum stað. Kristján Jóhannsson hafði verið beðinn að undirbúa einar þrjár sýningar á Listahátíð á óperunni Manon I.cscaut eftir Puccini og fá til þess heimsfræga söngvara. I stuttu máli sagt þá er Kristján hættur að skipta sér af málinu. „Ég er vissulega farinn að velta því fyrir mér hvort verið sé að koma í veg fyrir of mikil afskipti í menningar- málum af minni hálfu. Menning- armafían heima er sterk... “ Smámennin ráða Við þurftum ekki Kristján Jó- hunnsson til að segja okkur frá hversu sterk menningarmafían er, enda inegum við búa við hana á degi hverjum. Við þekkjum fanta- brögðin og heimskuna, en það var lengi von okkar að einstakir lista- menn væru það stórir, að hún treysti sér ekki til við þá. Nú er komið á daginn að enginn er of stór fyrir þessa fugla. Vonandi verður þetta atvik til þess að allt atferli Listahátíðar verði tekið til athugunar svo og undirbúningur hennar, sem auð- heyrilega er með endemum. Sé Listahátíð alfarið komin í hendur meðalmennskunnar og sé hún orð- in einskonar „onanisimi“ hjá sjálf- skipuðum tónlistarhetjum ber að leggja hana niður, eða skipta alveg um fólk sem falið er að hafa af henni afskipti. Það er gjörsamlega óþolandi, að koma þannig fram við Kristján Jóhannsson, sem af góð- um vilja og með mikilli fyrirhöfn, hefur reynt að koma hér á alþjóð- legri óperusýningu. Úr því sem komið er verður að upplýsa málið til fulls og reka þá af vettvangi, sem halda að þeir geti sett lappirnar fyrir Kristján Jóhannsson. Vitað er að kauðskan í menning- armálum ríður ekki við einteym- ing. Henni halda við lýði þeir sem eru öruggari um eigið ágæti en þekkinguna á því sem er mikilsvert fyrir okkur. Stundum fá pólitísk smámenni að ráða ferðinni. Varla getur það gilt um sönginn, nema þá til að tryggja að þeir pólitísku fái að syngja. Ekki er vitað til að háa-C fyrirfinnist í Alþýðubanda- laginu, svo dæmi sé tekið, en menn þaðan telja sig alvitra í menningar- málum að viðbættri menningar- deildinni í Sjálfstæðisflokknum. Þó er nú eins og Mbl. hafi áttað sig á því, að svona er ekki hægt að koma fram við stórsöngvara íslands, sem nú hefur tekið við merki Péturs Jónssonar og Stefán Islandi. Garri VÍTT OG BREITT KVENNAPENINGAR Miklir sigrar unnust í jafnréttis- baráttunni þegar húsmæðraskólar landsins lognuðust út af og barna- pössun varð að fjögurra ára há- skólanámi. Um svipað leyti börð- ust framsæknar konur gegn því með oddi og egg að Kvennaskólinn í Reykjavík fengi ekki að útskrifa stúdenta og þegar það fékkst ekki fram, þá var gerð sú sátt að strákar fengu inngöngu í Kvennaskólann og þar una þeir sér að vonum vel. Einu sinni var það nefnilega svo að jafnréttisbardaginn stóð gegn aðskilnaðarstefnu kynjanna. Svo uppdöguðu konur að þær voru að berjast fyrir því að verða karlar og og þótti mörgum miður, af báðum kynjum. Hernaðarlistin var þá endurskoðuð og konur stofnsettu eigin stjórnmálaflokk þar sem karl- peningi er úthýst. í þeim flokki er stunduð eina vel heppnaða aðskiln- aðarstefnan sem liðin er meðal siðvæddra þjóða Vesturálfu, sem einhvers virða almenn mannrétt- indi. Ný lögmál Nú er komin upp enn ný hlið á teningnum í stríðinu fyrir aðskiln- aði kynjanna. Konur úti í heimi ætla að hjálpa íslenskum konum að setja á stofn eigin banka, kvennabanka. íslenska útibúið á að sinna atvinnurekstri kvenna og verður þetta miklu gáfulegri og manneskjulegri banki en karla- bankarnir. Svo er kvennabanki svo miklu áreiðanlegri en karlabankar. Verið er að kynna nýja bankann þessa dagana og er m.a. staðhæft að tap verði ekki á kvennabanka eins og hjá karlabönkum, vegna þess að: „... konur vita að standi þær ekki í skilum eru þær að rýra sjóðinn sem aðrar konur hafa aðgang að.“ Sá gífurlegi siðferðilegi styrkur sem konur hafa í fjármálum er auðvitað trygging fyrir því, að kvennabanki mun eflast svo að karlabankar hljóta að geispa gol- unni áður en langt um líður eins og dínósárarnir og kvennaskólarnir. Það verður aðeins að passa vel upp á það að ómerkilegu karlafífl- unum takist ekki með undirferli og mannborulegum klækjum að slá í kvennabanka. Þeir væru vísir til að borga ekki til baka og rýra sjóðina fyrir konunum. Verðbólgur, vaxta- pólitík, illæri og aðrar utanaðkom- andi plágur munu að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á velgengni kvenna- banka. Geðug fjármálaveldi Sú stefna sem nú er fylgt, að sameina banka og fækka þeim, er alröng. Það sem gera þarf er að fjölga bönkum. Aður var það lífs- spursmál fyrir atvinnuvegi að fá sína sérbanka og til urðu búnaðar- banki, útvegsbanki, iðnaðarbanki, verslunarbanki, samvinnubanki, alþýðubanki og sparisjóður vél- stjóra og margra byggðarlaga. Svo varð lífsspursmál fyrir bankakerfið að sameinast og fækka bönkum og nú þegar því verki er loks lokið verður að fara að fjölga bönkum aftur. Kvennabankinn er eðlilegur lið- ur í þeirri þjóðþrifastarfsemi. Úti í heimi er starfræktur kvennabanki og stendur með mikl- um blóma að sögn. Hingað er nú tækifæri að laða erlent fjármagn í stórum stíl og munu íslenskar kon- ur ávaxta það pund af stórum siðferðisstyrk. Það var hugljúft að sjá mynd í blaði af íslenskum fulltrúa á ráð- stefnu alþjóðlegs kvennabanka. Ráðstefnan var haldin á Bahama- eyjum og við hlið íslenska fulltrú- ans sat fulltrúi Hong Kong. Bahamaeyjar og Hong Kong standa svo styrkum fótum á sið- ferðissvelli alþjóðlegra fjármála að gróðabjallan glymur í hugarheimi þegar þessi fjárplógsveldi klingja saman, sjálfsagt fyrir hreinustu til- viljun. Hvað um það, tími er til kominn að gera eitthvað í fjármálum kvenna, sem eiga aðeins 1% af skráð- um eignum í heiminum, eins og margendurtekið er í skrifum um kvennabanka. Karlar eiga væntan- lega 99% eigna. Samkvæmt þessu eru engin erfðalög í gildi um öll Vesturlönd, sleppum öðrum heimshlutum. Fróðlegt væri að frétta hver á þau 60% hlutabréfa í USA sem karl- menn eiga ekki. En þetta eru náttúrlega marklausir útúrdúrar. Málið er að erlent kvennafé mun streyma til landsins og efnahags- þrautimar munu hverfa með karlabönkunum. Síðan er sjálfsagt að slá kvenna- mynt sem verður gjaldgengari en karlamyntin. OÓ

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.