Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 10

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 10
10 Tíminn Þriðjudagur 30. janúar 1990 llllllllllllllllllllllllllll DAGBÓK lllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Húnvetningafélagið Árshátíð félagsins verður þann 3ja febrúar í Glæsibæ, Álfheimum 74 og hefst með borðhaldi kl. 19. Kórar úr heimahéraði undir stjórn Ólafar Pálsdótt- ur syngja ásamt Sigurveigu Hjaltested. Sitthvað fleira verður til skemmtunar. Aðgöngumiðar seldir 1. og 2. febr. í Húnabúð, Skeifunni 17, kl. 17 til 21 síðdegis. rkvr\r\ao i Féiag Eskfirðinga og Reyðfirðinga hcldur árshátíð að Goðheimum, Sigtúni 3, laugardaginn 3. febrúar. Samkoman hefst með borðhaldi kl. 20. Félagið heldur upp á 40 ára afmælið sem er á þessu ári en það var formlega stofnað 18. apríl 1950. Húsvíkingar - Þingeyingar Steingrímur Guðmundur Almennur stjórnmálafundur veröur haldinn í Félagsheimili Húsavíkur miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20.30. Frummælendur: Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra og Guð- mundur Bjarnason heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra. Að framsöguræðum loknum, fyrirspumir og frjálsar umræður. Allir velkomnir. Framsóknarfélag Húsavíkur Framsóknarkonur Við hvetjum ykkur eindregið til þess að taka sæti á framboðslistum Framsóknarflokksins í sveitarstjórnarkosningunum í vor og hafa með því áhrif á starf og stefnu ykkar sveitarfélags. Stjórn LFK. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi Hallgrímur Pétursson, Dalalandi 14, Reykjavík lést á gjörgæsludeild Borgarspítalans sunnudaginn 28. janúar. Kristín Salómonsdóttir Gústav Óskarsson Sigrún Þóra Óskarsdóttir Rut Hallgrímsdóttir Anna Hallgrímsdóttir ína Salome Hallgrímsdóttir Elsa Haraldsdóttir Emil Ágústsson Arngrímur Hermannsson Gunnar Borgarsson og barnabörn t Hjartkær eiginmaður minn, faðir okkar og tengdafaðir, Eyjólfur Guðnason, bóndi, Bryðjuholti, Hrunamannahreppi lést í Landspítalanum 29. janúar Helga Magnúsdóttir, börn og tengdabörn t Innilegar þakkir til allra þeirra er sýndu hlýhug og vináttu við andlát og útför eiginmanns míns, föður, tengdaföður, afa og langafa. Rögnvaldar Ingvars Helgasonar frá Borðeyri Einnig til allra þeirra sem aðstoðuðu hann og heimsóttu í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll um alla framtíð. Sigrfður Ingólfsdóttir, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn Hallgrímskirkja: Starf aldraðra Miövikudag 31. janúar er opið hús í safnaðarsal kirkjunnar kl. 14.30. Auk kaffisopans verður frásögn úr þinghúsi og myndasýning. Allir taka lagið saman. Séra Lárus Halldórsson sér um helgist- und. Verið velkomin. Taflfélag Reykjavíkur: Skákkeppni stofnana ogfyrirtækja 1990 Mánudaginn 5. febrúar kl. 20 hefst skákkeppni í A-riðli stofnana og fyrir- tækja 1990 á vegum Taflfélags Reykjavík- ur. Miðvikudaginn 7. febrúar kl. 20 hefst svo keppnin í B-riðli. Teflt verður í félagshcimili Taflfélags Reykjavíkur að Faxafeni 12. Keppnin verður með svip- uðu sniði og áður, í aðalatriðum á þessa leið: Tefldar verða sjö umferðir eftir Monr- ad-kerfi í hvorum riðli um sig. Umhugs- unartími er ein klukkustund á skák fyrir hvern keppanda. Hver sveit skal skipuð fjórum mönnum auk 1-4 til vara. Fjöldi sveita frá hverju fyrirtæki eða stofnun er ekki takmarkaður. Sendi stofn- un eða fyrirtæki fleiri en eina sveit, skal sterkasta sveitin nefnd a-sveit, næsta b-sveit o.s.frv. Þátttökugjald er kr. 9.000 fyrir hverja sveit. Nýjar keppnissveitir hefja þátttöku í B- riðli. Keppni í A-riðli fer fram á mánudags- kvöldum, en í B-riðli á miðvikudags- kvöldum. Umferðataflan er þannig: A-riðill: Mánudagur 5. febrúar: 1. umferð kl. 20-22 Mánudagur 12. febrúar: 2. og3. umferð kl. 20-24. Mánudagur 19. febrúar: 4. og5. umferð kl. 20-24. Mánudagur 26. febrúar: 6. og7. umferð kl. 20-24. Mánudagur 5. mars: Hraðskákmót kl. 20-23. B-riðill: Miðvikudagur 7. febrúar: 1. umferð kl. 20-22. Miðvikud. 14. febrúar:2.og3.umferðkl.20-24. Miðvikud. 21. febrúar: 4. og5. umferð kl. 20-24. Miðvikud. 28. febrúar: 6. og7. umferð kl. 20-24. Miðvikud. 7. mars: Hraðskákmót kl. 20-23. Þátttöku í keppnina má tilkynna í síma Taflfélagsins á kvöldin kl. 20-22. Loka- skráning í A-riðil verður sunnudag, 4. febrúar kl. 14-17, en í B-riðil þriðjudag, 6. febrúar kl. 20-22. Taflfélag Reykjavíkur BÖKAVARÐAN -CAMLAR B.'LKUR OG NYJAR — HAFNARSTRÆTI 4 - REYKJAVÍK - ÍSLAND Bókavarðan gefur út bóksóluskrá Bókavarðan í Reykjavík, sem verslar með gamlar og nýjar bækur, gefur reglu- lega út bóksöluskrár með því nýjasta sem borist hefur í verslunina. Að þessu sinni skiptist bókaskráin í marga kafla eftir efni. Það er mikið af fágætum og merkileg- um bókum í þessari skrá, en þar er líka að finna mörg hundruð bóka, sem aðeins kosta 100-300 krónur. Bókaskráin er send ókeypis til allra sem þess óska utan Stór-Reykjavíkur- svæðisins, en afhent þeim sem þess óska í versluninni í Hafnarstræti 4. Minningarkort Landssamtaka hjartasjúklinga Eftirtaldir staðir hafa minnmgarkortin til sölu: Reykjavík: Skrifstofa Landssamtaka hjartasjúklinga, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, sími 25744, Bókaverslun ísafoldar, Austurstræti og Bókabúð Vest- urbæjar, Víðimel. Seltjarnarnes: Margrét Sigurðardóttir, Mýrarhúsaskóli eldri Kópavogur: Veda bókaverslanir Hamraborg 5 og Engihjalla 4 Hafnarfjörður: Bókabúðir Böðvars, Strandgötu 3 og Reykjavíkurvegi 64 Selfoss: Apótek Selfoss, Austurvegi 44 Grundarfjörður: Halldór Finnsson, Hrannarstíg 5 Ólafsvík: Ingibjörg Pétursdóttir, Hjarðartúni 3 ísafjörður: Urður Ólafsdóttir, Brautar- holti 3 Ámeshreppur: Helga Eiríksdóttir, Finnbogastöðum Blönduós: Helga A. Ólafsdóttir, Holtabraut 12 Sauðárkrókur: Margrét Sigurðardóttir, Birkihlíð 2 Akureyri: Gísli J. Eyland, Víðimýri 8 og Bókabúðimar á Akureyri Húsavík: Bókaverslun Þórarins Stef- ánssonar, Garðarsbraut 9 Egilsstaðir: Steinþór Erlendsson, Laufási 5 Höfn, Hornafírði: Erla Ásgeirsdóttir, Miðtúni 3 Vestmannaeyjar: Axel Ó. Lárusson skóverslun, Vestmannabraut 23 Sandgerði: Póstafgreiðslan, Suðurgötu 2-4 Keflavík: Bókabúð Keflavíkur, Sól- vallagötu 2 Hver trúir 10 ára strákum? Þið hefðuð átt að trúa mér! er ný bók sem ísafold hefur gefið út eftir Gunnhildi Hrólfsdóttur með myndskreytingum Elínar Jóhannsdóttur. Gunnhildur hefur áður sent frá sér barnabókina Undir regnboganum og unglingabækurnar Vil, vil ekki og Spor í rétta átt. Hver trúir tveimur tíu ára strákum þegar þeir halda því fram að þeir séu komnir á slóð skartgriparæningja? Ekki pabbi og mamma oa ekki kennarinn ... Tommi og Arni kynnast þegar Ámi bjargar Tomma úr klóm hrekkjusvínanna sem aldrei láta hann í friði. Tomma finnst aftur á móti fjölskyldumál Áma ekki vera í sem bestu lagi og saman beita þeir sínum ráðum til að koma reglu á þau. Þeir félagamir verða af tilviljun varir gmnsamlegra mannaferða uppi við Rauðavatn og leikurinn æsist þegar sömu gmnsamlegu náungarnir flytja í blokkina hans Tomma ... Bókin er 151 blaðsíða og er unnin í ísafoldarprentsmiðju hf. Óráðnar gátur Óráðnar gátur nefnist bók sem Frjálst framtak hf. hefur gefið út. Bókin er eftir bresku rithöfundana og blaðamennina Roger Boar og Nigel Bundell en Bjöm Jónsson þýddi hana. í bókinni er fjallað um ýmis dularfull mál frá ýmsum tímum sem aldrei hefur tekist að upplýsa þótt mikið hafi verið reynt til þess. Margar frásagnimar em lyginni líkastar en eigi að síður sannar. Nefna má frásögn um Kviðristu- Kobba, ráðgátuna um Kaspar Hauser, leitina að fjársjóðum nasista, Hindenburgarslysið o.fl. Frásagnimar em settar fram á einkar lifandi og liðlegan hátt og lesandinn færður að sögusviðinu. Bókin er i ritröð breska útgáfufyrirtækisins Octopus en áður hafa komið út á islensku í þessum bókaflokki bækurnar Heimsins mestu furðufuglar, Ótrúlegt en satt, Draugar, Svipir og dularfull fyrirbrigði og Harmsögur og hildarleikir á 20. öld. Óráðnar gátur er 229 blaðsíður. Bókin er prentunnin í Prentsmiðjunni Odda hf. Kápu hannaði auglýsingadeild Frjáls framtaks hf. ARNAÐ HEILLA Armann Kr. Einarsson rithöfundur sjötíu og fimm ára 30. janúar 1990 Frá Bjarnarfellinu berast raddir og bergmál að Neðradal því duldar verur í öllum áttum þar eiga sér hljóm og tal. Og drengurinn Ármann horfir hljóður á himinljósanna dans, en álfameyjarnar ungu vefa örlagaskikkjuna hans. Og gufustrókar frá Geysi hefjast með geigvænleg þrumuhljóð, í gígum bullar og brennisteinar þar byltast frá jarðarglóð. Tröllabörn hlæja í hellum sínum og háma‘ ísig dagsins feng en Gullfoss leikur af gömlum vana á guðanna hörpustreng. Við andstæðurnar fékk ævintýrið hans Ármanns vængi og fót. Pað vatt sér óðar um veröld alla, en vandlega festi rót í heimabyggðum og hefur lifað til heilla íslenskri þjóð. En sagnlist Ármann, í tannfé tekin, er tengd í hans merg og bióð. Já, örlagaskikkjan þín, Ármann Kr., með afbrigðum reyndist góð og ennþá fetarðu föstum skrefum frægðar og gæfu slóð. Ef tónar mér lægju á tungu, vinur, ég túlka skyldi með söng þá bæn - að æska ellinnar megi þér endast og verða löng. Lóa Þorkelsdóttir

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.