Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 14

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 14
14 Tíminn Þriðjudagur 30. janúar 1990 lllllllllllllllllllllll ÍÞRÓTTIR lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA Á EGILSSTÖÐUM 16. og 17. febrúar 1990 Dagskrá Föstudagur 16. febrúar: Kl. 11:00 Ráðstefnan sett: Kristín Halldórsdóttir, formaður. Ávarp Steingríms J. Sigfússonar, samgönguráðherra. Kl. 11:30 Framsöguerindi: a) Fræðslumál og menntun. b) Uppbygging ferðaþjónustu í dreifbýli. Kl. 13:00 Kynning ferðamálanefndar samgönguráðu- neytisins á störfum nefndarinnar. a) Framsaga formanns nefndarinnar Hjörleifs Guttormssonar. b) Nefndarmenn kynna hugmyndir og sitja fyrir svörum. c) Skoðanaskipti og fyrirspurnir. Kl. 15:00 Ráðstefnugestir heíja umræður í 6 starfs- hópum. Laugardagur 17. febrúar: Kl. 09:30 Starfshópar Ijúka umræðum og ganga frá niðurstöðum og álitsgerðum. Kl. 13:00 Niðurstöður hópa kynntar og ræddar. Gengið frá tiilögum og álitsgerðum. Kl. 17:00 Ráðstefnuslit: Kristín Halldórsdóttir, for- maður. Reiknað er með aukaflugi frá Reykjavík til Egilsstaða fnnmtu- daginn 15. febrúar ld. 17:15, föstudaginn 16. febrúar kl. 08:30 og frá Egilsstöðum til Reykjavíkur 18. febrúar kl. 12:00. Flug- leiðir munu veita ráðstefhugestum 50% afslátt al'flugfargjald- inu. Panta skal far hjá Flugleiðum en þátttaka tilkynnist til Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, Hótel Valaskjálf. Feróamálaráö islands FÉLAG JÁRNIÐNAÐARMANNA Allsherjar- atkvæða- greiðsla Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjaratkvæða- greiðslu við kjör stjórnar og trúnaðarmannaráðs Félags járniðnaðarmanna fyrir næsta starfsár. Tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmanna- ráðs félagsins skal skila til kjörstjórnar félagsins, á skrifstofu þess að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð, ásamt meðmælum a.m.k. 75 fullgildra félags- manna. Tillögur eiga að vera um 7 menn í stjórn félagsins og auk þess tillögur um 14 menn til viðbótar í trúnaðarmannaráð og 7 varamenn þeirra. Frestur til að skila tillögum um skipan stjórnar og trúnaðarmannaráðs rennur út kl. 18:00 þriðjudag- inn 7. febrúar 1990. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Selfoss og nágrenni Spiluð verður félagsvist að Eyrarvegi 15, Selfossi þriðjudagskvöldin 16., 23. og 30. janúar, kl. 20.30. Kvöldverðlaun, 1. og 2. verðlaun fyrir öll þrjú kvöldin. Allir velkomnir Framsóknarfélag Selfoss Enska knattspyrnan: Markalaust jafntefli Norwich og Liverpool Norwich/Liverpool-Southampton helgina 17.-18. febrúar. Leikirnir í 5. umferð verða leiknir BL Ameríski fótboltinn: Yfirburðir hjá 49ers Nokkuð var um óvænt úrslit í 4. umferð ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu sem fram fór um helg- ina. Oruggur sigur 3. deildarliðs Bristol City á 1. deildarliði Chelsea kom einna mest á óvart, en eins og sjónvarpsáhorfendur fengu að sjá á laugardaginn þá var Bristol betra Iiðið á vellinum og vann sanngjarnan sigur 3-1. Á sunnudaginn fékk Norwich bikarmeistara Liverpool í heimsókn. Markalaust jafntefli varð raunin og mætast liðin á nýjan leik á miðviku- dagskvöld á Anfield Road. Manchester United slapp naum- lega frá viðureign sinni við 4. deild- arlið Hareford. Clayton Blackmore gerði eina mark leiksins á 84. mín. Everton-, sem í fyrra lék til úrslita í bikarkeppninni gegn Liverpool, slá Sheffield Wednesday út úr keppn- inni á Hillsborough á sunnudag. Úrslitin urðu 1-2 og voru öll mörkin skoruð í fyrri hálfleik. Norman Whiteside skoraði bæði mörk Ever- ton á 10. og 28. mín. en David Hirst hafði jafnað á 11. mín. Úrslitin í 4. umferð bikarkeppn- innar um helgina urðu þessi: Arsenal-QPR...............0-0 Aston Villa-Port Vale ..........6-0 Barnsley-Ipswich.............2-0 Blackpool-Torquay ..............1-0 Bristol City-Chelsea......3-1 Crystal Palace-Huddersfield . 4-0 Hereford-Manchester Utd. . . 0-1 Millwall-Cambridge...........1-1 Norwich-Liverpool ...........0-0 Oldham-Brighton ............2-1 Reading-Newcastle ..........3-3 Rochdale-Northampton .... 3-0 Sheffield Utd.-Watford....1-1 Sheffield Wed.-Everton .... 1-2 Southampton-Oxford........1-0 WBA-Charlton..............1-0 Dregið hefur verið til 5. umferðar, eftirtalin lið leika saman: Crystal Palace-Rochdale Reading/Newcastle- Manchester United Blackpool-Arsenal/QPR Oldham-Everton Bristol City-Millwall/ Cambridge United. WBA-Aston VUla Sheffield United/Watford-Bamsley Það fór eins og flestir reiknuðu með, San Francisco 49ers vann létt- an sigur á Denver Broncos í úrslita- leik ameríska fótboltans (Super Bowl) í New Orleans á sunnudaginn 55-10. Þar með varð 49ers fyrsta liðið í 10 ár tU að sigra tvð ár í röð í keppninni. Yfirburðir 49ers voru miklir í leiknum og liðið skoraði nánast í hvert skipti sem það hafði boltann á valdi sínu. Eftir fyrsta leikhluta var staðan 13-3 og í hálfleik 27-3. Den- ver náði að skora snertimark í 3. leikhluta en að honum loknum var staðan 41-10. Tvö snertimörk og 2 aukastig 49ers í fjórða leikhluta færði þeim 55-10 sigur í leiknum sem mun vera met, en fyrra markametið átti lið Chicago Bears, en það var 46-10 sett fyrir 4 árum. Joe Montana leikstjórnandi 49ers átti enn einn stórleikinn með liði sínu og var valinn maður leiksins (MVP) í þriðja sinn, sem einnig er met. 22 af 29 sendingum hans heppn- uðust í leiknum og alls náðu hlaupar- arnir að komast 297 jarda eftir sendingar hans. Auk þess átti Mont- ana 5 sendingar sem gáfu snerti- mörk. Þrjár þeirra voru til Jerry Rice, sem í fyrra var valinn besti leikmaður „Super Bowl“ leiksins og sín hvora sendinguna fengu þeir John Taylor og Brent Jones. í þau fjögur skipti sem Montana hefur leikið í „Super Bowl“ hefur hann ekki enn látið hitt liðið komast inní sendingu frá sér. 49ers liðið gerði að auki 3 snerti- mörk með því að hlaupa með bolt- ann inní endamarkið, en þar var Tom Ratham tvívegis að verki og Roger Craig einu sinni. Með þessum sigri jafnaði 49ers met það sem hið fræga Pittsburgh Steelers lið setti á áttunda áratugn- um, að fara fjórum sinnum í „Super Bowl“ án þess að tapa. Denver Broncos jafnaði einnig met með ósigri sínum á sunnudaginn. Það var met sem Minnesota Vikings átti, fjórum sinnum í „Super Bowl“ án þess að sigra. Leikstjórnandi Denver, hinn þekkti John Elway, var ekki í jafn miklu stuði og kollegi hans Montana hjá 49ers. Elway tókst aðeins að koma 10 af 26 sendingum sínum í réttar hendur og hann átti enga sendingu sem gaf snertimark. Þar að auki komust leikmenn 49ers inní 2 af sendingum hans. Mikil gleði ríkti í búningsherbergi 49ers eftir leikinn og hrópuðu menn „Three-peat, three-peat“. Það á sem sagt að setja stefnuna á að sigra í þriðja sinn í röð á næsta ári. Að lokum má geta þess að sem dæmi um yfirburði 49ers í leiknum þá hafði liðið boltann á valdi sínu í 39:31 mín. en Denver aðeins í 20:31 mín. BL r .á ■..»// t 9 tPI Hn \ * jT f r jffk ■ Joe Montana no. 16 nýbúinn að senda knöttinn í loftið. Enn ein snilldarsendingin staðreynd nokkrum augnablikum síðar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.