Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 15

Tíminn - 30.01.1990, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 30. janúar 1990 Tíminn 15 Stúdentar tryggdu sér deildarmeistaratitilinn í blaki með sigri sínum á KA á laugardaginn. Tímamynd Pjetur. íþróttamaður Norðurlands: Þorvaldur Örlygsson varð fyrir valinu Frá Jóhannesi Bjaraasyni íþróttafréttamanni Tímans á Akureyrí: Dagblaðið Dagur á Akureyri stendur fyrír kusningu á íþrótta- manni Norðurlands og eru það lesendur blaðsins sem velja íþrótta- manninn. Að þessu sinni varð Þorvaldur Örlygsson fyrír valinu og þarf það engum að koma á óvart. Haukur Valtýsson blakmaður úr KA varð í öðru sæti aðeins örfáum atkvæðum á undan Eyjólfi Sverr- issyni frá Sauðárkróki sem nú spil- ar knattspyrnu með Stuttgart í V-Þýskalandi. Fjórði varð Erlingur Krístjáns- son og í fimmta sæti varð Þóra Einarsdóttir frjálsíþróttakona frá Dalvík. JB/BL Vinningstölur laugardaginn I lar>'^ FJOLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ A HVERN VINNINGSHAFA VINNINGAR 2.292.144 199.141 7.549 4af5 4. 3.108 515 3af 5 Heildarvinningsupphæð þessa viku: 4.980.548 kr. UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 LUKKULÍNA 991002 Keppni í 1. deild karla og kvenna í knattspymu innanhúss, lauk í Laugardalshöll um helgina. Reykja- víkurfélögin Valur og Fram urðu Islandsmeistarar, Vaís-stúlkur og Fram-karlar. Í úrslitaleik 1. deildar kvenna mættu Valsstúlkur Breiðablik úr Kópavogi. í jöfnum leik tókst Val að gera eina markið og tryggja sér íslandsmeistaratitilinn. í undanúrslitum höfðu Valsstúlk- ur unnið 4-1 sigur á ÍA sem sigrað hafði í A-riðli, en ÍA hafði unnið Breiðablik 4-2 í riðlakeppninni. Breiðablik lék gegn KR í undanúr- slitum, en KR hafði sigrað í B-riðli eftir 4-2 sigur á Val. Breiðablik vann KR með sömu tölum í undanúrslita- leiknum. Það voru því liðin í öðru sæti riðlanna sem mættust í úrslita- leiknum. í 1. deild karla var leikið í 4 riðlum. Fram, KR, Stjaman og ÍR sigruðu í riðlunum og eftir harða keppni í undanúrslitum léku Fram og Fylkir til úrslita. Fram vann öruggan 8-4 sigur í leiknum og varð íslandsmeistari. Úrslitin í 1. deild karla urðuþessi: A-ríðill ÍK-Fram 4-6 ÍA-Leiflur 3-2 ÍA-ÍK 4-4 Fram-ÍA 5-4 Leiftur-Fram 11-1 ÍK-Leiftur 3-3 B-riðiIl KR-ÍBV 2-3 ÍBK-Grótta 2-3 ÍBV-Grótta 4-2 KR-ÍBK 5-1 ÍBK-ÍBV 6-3 Grótta-KR 1-3 C-ríðUI Fylkir-Stjaman 1-1 Grindavík-V íðir 2-2 Stjaman-Víðir 6-1 Fylkir-Grindavík 4-3 Grindavík-Stjaman 3-5 Víðir-Fylkir 2-2 D-riðiU Þróttur R.-ÍR 2-1 Selfoss-Víkingur R. 6-1 ÍR-Víkingur 7-2 Þróttur R.-Selfoss 2-2 Selfoss-ÍR 4-7 Víkingur-Þróttur R. 5-2 Körfuknattleikur: Stórleiknum frestað Ekki varð af fyrirhuguðum stór- leik í körfuknattleik sem átti að vera á Sauðárkróki á föstudagskvöldið. Úrvalsliðið sem koma átti að sunnan til að etja kappi við heimaliðið varð frá að hverfa eftir stutta flugferð áleiðis norður og var því leiknum frestað um óákveðin tima. Talsverður fjöldi áhorfenda var mættur í íþróttahúsið á Sauðárkróki til að fylgjast með leiknum þegar ljóst varð að honum yrði að fresta. Þeir fylgdust þess í stað með leik Tindastóls við Molduxa, en það er lið skipað eldri og reyndari körfu- boltamönnum á Króknum. Er ekki að orðlengja að Molduxamir, sem styrktu lið sitt með Val Ingimundar- syni, unnu nauman sigur í leiknum. Að leik loknum var öllum áhor- fendum og leikmönnum boðið til kaffidrykkju í tilefni af því að um þessar mundir em liðin 25 ár síðan býrjað var að stunda körfuknattleik á Sauðárkróki. Gerir stjórn körfu- knattleiksdeildarinnar ýmislegt til að minnast þessara tímamóta, m.a. var gefið út vandað afmælisblað þar sem saga körfuknattleiks hjá Ungmenna- félaginu Tindastóli frá upphafi til þessa dags er rakin í máli og myndum. ÖÞ. Blak: ÍS 11 6 5 24-20 12 Þróttur N. 11 4 7 17-26 8 Þróttur R. 11 3 8 11-26 6 HK 10 0 10 5-30 0 Körfuknattleikur: Stórsigur Hauka Tvö önnur úrvalsdeildarlið mætt- ust á Hlíðarenda, þar sem Valsmenn tóku á móti Haukum. Haukar sigr- uðu 71-88, eftir að hafa haft yfir í leikhléi 30-60. í Njarðvík vann A-lið heima- manna sigur á A-liði Stúdenta 115-52 (58-21). Keflvíkingar, A-lið, unnu Reynis- menn 117-90 í Keflavík (52-47) og áður höfðu KR-ingar sigrað Laug- dæli 111-38 á Laugarvatni. BL Frá Jóhannesi Hjarnasyni iþróllafréttaritara Tímans á Akureyri: Hann verður öllum sem sáu ógleymanlegur leikur KA og ÍS í toppuppgjöri liðanna í karlaflokki íslandsmótsins í blaki. Is liðið var taplaust fyrir leikinn og KA liðið hafði aðeins tapað fyrír IS í Reykja- vík. Leikurinn var hvorki meira né minna en 125 mín. barátta og í oddahrinu réð lokastigið úrslitum í viðureigninni, þá var staðan 16-16. Hávörn Stúdenta varða skell KA- manna í gólfið og ÍS er deildarmeist- ari. íslandsmeistarar KA unnu fyrstu hrinuna 15-13, en ÍS jafnaði 10-15. Aftur unnu heimamenn í þriðju hrinu 17-15, en ÍS jafnaði aftur 15-17. Lokahrinan var síðan ótrú- lega spennandi og endaði eins og áður var greint frá 16-17. Þessi leikur bauð uppá allt sem góður blakleikur getur boðið uppá og rúmlega 400 áhorfendur voru vel með á nótunum. Hafsteinn Jakobs- son spilaði frábærlega fyrir KA og hamraði knöttinn hvað eftir annað í gólfið. En liðsheildin var aðall ÍS og áttu allir leikmenn liðsins góðan leik. Ekki er að efa að þessi lið leika til úrslita um íslandsmeistaratitilinn og verður örugglega hart barist. Til að núa salti í sár KA-manna unnu Stúdínur KA-stúlkur einnig og aftur var um maraþonviðureign að ræða því ÍS sigraði 3-2. JB/BL Öruggur sigur Blikastúlkna Breiðablik sigraði Þrótt R. 3-1 í 1. deild kvenna í blaki á sunnudaginn. Þróttur vann naumlega sigur í fyrstu hrinunni 13-15, en síðan tók Breiðablik leikinn í sínar hendur og sigraði í næstu þremur hrinum 15-3, 15-6 og 15-10. í deild karla léku Þróttur og Fram á laugardaginn og lauk leiknum með sigri Þróttar 3-0. Hrinutölur voru 15-10, 15-10 og 17-15. Staðan í 1. deild karla er nú þessi, ÍS er deildarmeistari: IS 11 11 0 33-11 KA 10 8 2 28- 9 Þróttur R. 11 6 5 22-19 HSK 10 4 6 16-22 HK 9 3 6 13-20 Þróttur N. 11 3 8 16-27 Fram 10 19 9-29 Staðan í 1. deild kvenna: UBK 11 10 1 31-11 Víkingur 10 8 2 28-11 KA 10 6 4 24-16 22 16 12 8 6 6 2 20 16 12 Körfuknattleikur - Bikarkeppnin Yfirburðir Þórsara Frá Jóhannesi Bjaraasyni íþróttafréttarítara Tímans á Akureyri: Þórsarar sigruðu Tindastól í fyrri viðureign liðanna í 16-liða úrslitum bikarkeppni KKÍ með miklum yfir- burdum, en þegar blásið var til leiksloka skildu 30 stig liðin 85-55. Áhorfendur voru óvenju margir í íþróttahöllinni á Akureyri og var mikil stemmning á pöllunum. Leikurinn var jafn framan af fyrri hálfleiks, en Þórsarar áttu góðan endasprett og leiddu í hálfleik 38-29. En í upphafi síðari hálfleiks skildu leiðir. Þórsarar spiluðu firnagóða vörn og Sauðkrækingar komust ekk- ert áleiðis. Munurinn jókst jafnt og þétt og um miðjan síðari hálfleik var staðan orðin 64-40 heimamönnum í vil. Leikurinn hélst síðan nokkum veginn í jafnvægi til leiksloka en Þórsarar bættu þó heldur við og eins og áður sagði urðu lokatölur 85-55. Það verður því á brattann að sækja fyrir „Stólanna" í síðari leikn- um, sem fram fer á Sauðárkróki á fimmtudag. Bo Heiden lék ekki rrieð í leiknum, en nýr bandarískur leikmaður þeirra fylgdist með leikn- um á varamannabekknum. Konráð Óskarsson lék best allra á sunnudaginn og átti hreint frábæran leik. Jón Öm var einnigmjögskæður og átti aragrúa stoðsendinga. Valur Ingimundarson átti skástan leik „Stólanna" en hann var í mjög strangri gæslu Jóhanns Sigurðsson- ar. Aðrir leikmenn voru slakir. Stigin Þór: Konráð 27, Jón Öm 22, Kennard 12, Jóhann 10, Guð- mundur 6, Eiríkur 6 og Bjöm 2. Tindastóll: Valur 18, Sverrir 11, Sturla 10, Ólafur 6, Stefán 4, Björn 3 og Pétur Vopni 3. JB/BL íslandsmótið í innanhússknattspyrnu: Fram og Valur urðu meistarar Blakleikur ársins á Akureyri!

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.